Dagur - 14.05.1955, Qupperneq 1
í
Fylgist með því, sem gerizt
hér í kringum okkur. —
Kaupið Dag. — Sími 1166.
Dagur
DAGUR
kcmur næst út miðviku-
daginn 18. maí.
XXXVIH. árg.
Akureyri, laugardaginn 14. maí 1955
28. tbL
Fíugfélagi byrjar áæflunarferðir
Fréítamemi Ákureyrarblaðamia í köimunar-
leiðangri til Stokkhólms
Flugfélag íslands byrjaði áætl-
unarferðir til Osló og Stokkhólms
í gær cr Gullíaxi flaug þangað, og
verður fíogið á hverjum fóstu-
degi í sumar frá Reykjavík og
heim aftur á laugardögum.
Er lagt upp frá Reykjavík kl.
8.30 að morgni, komið til Osló kl.
15, dvalið þar í 30 mín., en síðan
haldið til Stokkhólms og komið
þar kl. 17. Lagt af stað heim kl.
9.30 á laugardagsmorgun, og farin
sama leið til baka og komið til
Reykjavíkur kl. 17.
Fréttamenn í könnunarleiðangri.
í tilefni af því, að íslenr.kt f!ug-
félag tekur nú upp áætlunarferð-
ir til Stokkhólms í fyrsta sinn,
bauð Flugfélag íslands fiétta-
mönnum héðan í fyrstu áætlun-
arfei-ðina og fóru fréttamenn Ak-
ureyrarblaðanna suður í fyrra-
dag. Urðu að fara landveg vegna
stórhríðarinnar, en héldu með
Gullfaxa til Stokkhólms í gær og
eru væntanlegir til Reykjavikur í
dag, og hingað norður í kvöld eða
á niorgun. Frá Degi fór Erlingur
Daviðsson, frá íslendingi Jakob
Ó. Pétursson, frá Verkamannin-
um Björn Jónsson og frá Alþm.
Bragi Sigurjónsson.
Til Bretlands og Danmcrkur.
Þá heldur F. í. uppi áætlunar-
ferðum til Bretlands og Dan-
merkur eins og undanfarin ár. Er
flogið beint til Kaupmannahafnar
á miðvikudögum og heim á föstu-
dögum og ennfremur til Kaup-
Páll hreppstjóri á
Stóruvöllum látinn
mannahafnar, með viðkomu í
Glasgow, á laugardögum og heim,
sömu leið, á sunnudögum.
Til London, með viðkomu í
Glasgow er flogið á þriðjudögum
og heim samdægurs
Félagið hefur nú báðar milli-
landaflugvélar sínar, Gullfaxa og
Sólfaxa, í þessum ferðum. — Er
Gullfaxi nýlega kominn úr gagn-
gerðri viðgerð og „klössun" í
Danmörk.
Nákvæmari upplýsingar um
ferðatíma flugvélanna er að finna
í auglýsingu um sumaráætlunina
1955, sem birtist hér í blaðinu í
dag.
Banaslys á götu í Rvík:
Bifreiðin með A-
merkio eti seíd til
Reykjavíkur
Hörmulegt bifreiðaslys í Rvík
sl. fimmtudagskvöld, að öldruð
kona varð fyrir vörubifreiðinni
A—791 og bsið bana. Bifreið þessi
var seld héðan úr bænum til fyrir-
tækis í Reykjavík á sl. ári, þótt
hún sé enn skrásett hér.
Þá gerðist sá atburður aðfara-
nótt 11. þ. m., að ölvaður maður
fannst liggjandi á götu í Reykja-
vík, með áverka á höfði. Var hann
fluttur í herbergi í lögreglustöð-
inni. Taldi næturlæknir um ölvun
að ræða. En maðurinn andaðist
þar um nóttina. Kom í ljós að höf-
uðkúpan var brotin. Er talið að
maðurinn hafi fengið áverkann
fyrr en hann féll í götuna, og að
banameinið sé heilablæðing. Mál
þessi eru enn í rannsókn.
25 ára starf Skógræktarfélags Eyfirðinga:
Séð úr Vaðlareit Skógræktarfélags Eyfirðinga inn Eyjafjaröarhérað. Skógurinn á myndinni cr plant-
aður af félagsmöimum. Hæstu tré eru orðin 4 ínetra há.
Álþingi
lauk á mið-
vikudag
Þinglausnir fóru fram sl. mið-
vikudag. Hafði þingið staðið í 168
daga. Mánudags- og þriðjudags-
kvöld fóru fram almennar stjórn-
málaumræður frá Alþingi. Hlýddu
menn á þær me& nokkurri athygli.
Skýrðust viðhorf flokkanna nokk-
uð í umræðunum, en annars kom
fátt nýtt fram. Stjómarandstaðan
reið ekki feitum hesti. fró þeim
fundi.
sfarfrækt í grennd víð Akureyri
Eylirðingar vorn fyrstir til að stofna
til skipulegra skógræktarsamtaka
Kjörin nefnd til að gera tiifögur
ríáttú
Aðfaranótt sl. þriðjudags andað-
ist að Stóruvöllum í Bárðardal
Páll H. Jónsson hreppstjóri og
fyrrum bóndi, nær hálftíræður að
aldri, fæddur 13. okt 1860. Hafði
hann haldið andlegri og líkamlegri
heilsu allt fram á síðustu ár. Hann
var þjóðkunnur bóndi og ræktun-
armaður. Segir frá honum og ævi-
starfi hans í bók Jóns á Yztafelli
„Bóndinn á Stóruvöllum". Páll var
hinn mesti merkis- og sæmdar-
maður í hvívetna.
Af hálfo Framsóknarraaíma eiga þar sæti
Hermann Jónasson og Vilhiálmúr Þór
Á fundi sameinaðs þings sl.
þriðjudag fór fram hlutfallskosn-
ing 7 manna í milliþinganefnd,
ssm gera á tjllögur nm nýjar at-
vinnugreinar og hagnýtingu nátt-
úruauðæfa, samkvæmt þings-
ályktunartillögu, sem samþykkt
var á Alþingi 29. apríl sl. og var
flutt af Hermanni Jónassyni, for-
manni Framsóknarflokksins, og
nokkrum öðrum þingmönnum
flokksins.
Komu ekki fram uppástungur
um fleiri msnn en kjósa átti og
vu'ðu því menn þeir sjalfkjörnir,
er á listanum voru.
AÍ hálfu Framsóknarmanna
eiga sæti í nefndinni þeir Her-
mann Jónasson og Vilhjálmur
Þór.
Aðrir í nefndinni eru: Eggert
Þorsteinsson Einar Olgeirsson,
Magnús Jónsson, Davíð Olafsson
og Jóhann Jakobsson.
Á miðvikudagskvöldið var þess
minnst hér í bænum, að þann dag
fyrir 25 árum komu 12 áhuga-
menn um skógrækt saman hér á
Akureyri og stofnuðu Skógrækt-
arfélag Eyfirðinga, og voru það
hin fyrstu skipulegu skógræktar-
samtök landsins.
Síðan hefur orðið mikil og ör
framþróun í skógræktarmálum, pg
hér í Eyjafirði hefur þetta félag
unnið gagnmerkt starf cð verndun
skógarleiía, myndun nýrra skógar-
lunda og vakningu almenns áhuga
íyrir skógræktarmálinu í lieild.
Staríríns minnst.
Núverandi stjórn félagsir.s bauð
1)1 kafíisamsætis í tilefni dagsins
og þar fluttu forvígismenn skóg-
rækíarmálsins ræður og minntust
brauíryðjandastarfsins og verk-
eína framtíðarinnar. Guðmundur
Karl Pétursson yfirlæknir, form.
félagsins, stjórnaði hófinu og
flutti ávarp, en sögu félagsins og
skýrslu um helztu störf þess, flutti
Armann' Dalmannsson, fram-
kvæmdastj.félagsins,en auk þeirra
töluðu Þorsteinn M. Jónsson, for-
seti bæjarstjórnar og settur bæjar-
stjóri, Tryggvi Þorsteinsson, kenn-
ari, form. Skógræktarfélags Akur-
evrar, Jón Rögnvaldsson garð-
yrkjumaður og Hannes J. Magnús-
son skólastjóri. Auk þess flutti Ár-
mann Dalmannsson kvæði. Síðan
sýndi Edvard Sigurgeirsson kvik-
myndir.
Brautryðjendur heiðraðir.
Formaður félagsins, lýsti heið-
ursfélagakjöri á síðasta aðalfundi,
i tilefni þessara tímamóta. Voru
eftirtaldir menn gerðir heiðursfé-
lagar fyrir störf í þágu félagsins og
í þágu skógræktarmála yfirleitt:
Jón Rögnvaldsson, garðyrlijumað-
ur frá Fífilgerði, fyrsti form. fé-
lagsins, Ólafur Thorarensen,
bankastjóri á Akureyri, og Valtýr
Stefánsson ritstjóri í Reykjavík.
Það kom fram í raeðum manna,
að upphafsmaður að stofnun fé-
félagsins var Jón Rögnvaldsson.
Hann var þá nýlega kominn heim
eftir dvöl í Kanada, en þar vann
hann um þriggja ára skeið í skóg-
ræktarstöð ríkisins og kynntist þvi,
aö haegt er að rækta skóg á norð-
lægum slóðum. Hafði reynsla hér
í Eyjafirði og sýnt það, að ýmsar
trjátegundir döfnuðu hér vel.
(Franihald á 7. síðu).