Dagur - 14.05.1955, Qupperneq 8
Bagum
Laugardaginn 14. maí 1955
ugvGíiur
UH1 við ves
Blelikingar kommúnista nm flugvöll-
inn og „tortímingartæki^ þar þjóna
ekki íslenzkum hagsmunum
I eldhúsdagsumræðunum nú í vikunni flutti Eysteinn Jónsson,
fjármálaráðherra, snjalla ræðu um varnarmálin og hrakti þar lið
fyrir lið fullyrðingar og blekkingavaðal kommúnista og fylgifiska
þeirra um þessi mál. Einkum varð kommúnistum og þjóðvarnar-
mönnum svarafátt í sambandi við upplýsingar ráðherrans um stærð
Keflavíkurflugvallar, en blöð þeirra hafa spunnið upp tröllasögur
um þetta atriði nú upp á síðkastið og lialdið því fram, að hann hefði
sérstöðu í flugvallarkerfi vestrænna lýðræðisþjóða og stafaði þess
vegna af honum sérstök hætta. Hér á eftir verða rakin helztu atrið-
in úr þessum kafla í ræðu ráðherrans.
í upphafi ræðu sinnar rakti ráð-
herrann, hversu umbótastefnan í
framkvæmd varnarmálanna und-
ir forustu Framsóknarmanna,
hefði dregið úr þeim vandkvæð-
um, sem fylgdu dvöl erlends her-
liðs í landinu.Þeir, er með skefja-
lausum ofsa beittu sér fyrir því,
að ísland væri óvarið land, hefðu
iþví orðið að hörfa til nýrra víg-
stöðva. Þjóðviljinn og Frjáls þjóð
hefðu nýlega birt hinar mestu
ævintýra- og tröllasögur um
Keflavíkurflugvöll, sem væri
„aðalbækistöð tortímingartækja“
i heiminum. Væri erfitt að sjá,
hvort málflutningur þessi ein-
kenndist meira af vanþekkingu
eða ófyrirleitni og væri þó
óskammfeilnin sennilega meiru
ráðandi.
Keflavíkurflugvöllur ekki
„einstæður“.
Aðalinntak hinna nýju árása
kvað fjármálaráðherra í því fólg-
inn, að læða inn hjá almenningi
þe-irri trú, að Keflavíkurflugvöll-
ur væri einstæður í sinni röð. Því
væri haldið fram að svo stórir
flugvellir væru hvergi hafðir
nærri stórborgum eða þess
minnsta kosti gætt, að þeir hefðu
ekki svo langar flugbrautir, sem
gvíslegur sómi
Karli Kristjánssyni
mar
sýndur á 60 ára
afmælinu
Mikill mannfjöldi úr Þingeyjar-
sýslu og víðar að heimsótti Karl
Kristjánsson alþingismann í Húsá-
vík á sextíu ára afmæli lians s. 1.
þriðjudag. Tók hann höfðinglega
á móti gestum sínum og var hús-
fyllir allán daginn héima hjá hon-
um við góðan fagnað. Margar ræö-
ur voru fluttar og kvæði, mikill
fjöldi heillaskeyta barst víds vegar
að. Þá voru honum færðar margar
góðar gjafir, m. a. klukka rnikil og
vönduð, er ýmsir vinir hans í Þing-
eyjarsýslu gáfu honum. Verkið er
írá ágætri þýzkri verksmiðju, en
klukkukassinn, fagurlega útskorinn,
er gerður af Kristjáni Halldórssyni
úrsmið á Stóru-jTjörnum, og er
listahandbragð á.
nauðsynlegar eru fyrir stórar
sprengjufluvél. eins og einkenndi
Keflavíkurflugvöll. Þetta- hrakti
fjármálaráðherra með upplýsing-
um þeim, sem hér fara á eftir og
flugmálastjórnin hafði látið í té.
Keflavíkurflugvölíur hefði 4
flugbrautir, 1700—3000 m. lang
ar og 60 m. breiðar. Idlewild-
flugvöllur við New York hefði
6 brautir, 2000—3000 m. langar
og 65 m. breiðar. — London
Airport hefði 6 brautir, 2500—
3000 m. langar og 100 m. breið-
ar. — Orly-flugvöllur við París
hefði 4 brautir, 2000—2700 m.
Iangar og 65 m. breiðar. —
Flugvöllurinn við Rómaborg
væri og af svipaðri stærð og
Keflavíkurflugvöllur, auk um
það bil 20 flugvalla í Frakk-
landi sem væru álíka stórir.
Þjóna ekki íslenzkum
hagsmunum.
Hann kvað fróðlegt, ef unnt
væri að fá um það upplýsingar í
hvers þágu væri hamast á þeim
blekkingum, að Keflavíkurflug-
völlur væri aðalbækistöð tortím-
ingartækja. Það væri að minnsta
kosti alveg víst, að það gæti ekki
verið í þágu 'slenzkra hagsmuna.
Hakla áfram umbótum.
í lok ræðu sinnar sagði fjár-
málaráðherra, að íslendingar
ættu mikið undir því að ekki
kæmi til styrjaldar. Þeir hefðu
valið sér samstöðu með hinum
vestrænu lýðræðisþjóðum. En
við yrðum að halda áfram um-
bótum á framkvæmd varnarmál-
anna meðan óhjákvæmilegt væri
að herlið dveldist í landinu. En
vonandi bötnuðu svo friðarhorf-
ur í heiminum innan skamms, að
það geeti horfið úr landi fyrir
fullt og allt.
Ræktunin sækir á
ftlaTarían — hinn skæði sjúkdómur — hefur vcrið einn versti óvinur
landþúnaðarins í Indlandi. Sérfræðingar frá Matvæla- og landbún-
aðarstofnun S. Þ., frá Heilbrigðisstofnuninni og fleiri alþjóðasam-
tökum, hafa aðstoðað indversk stjómarvöld við að frelsa raklend
héruð frá malaríuplágunni, sem mývargur úíbreiðir. Landþurrkun
hefur verið mikilvæg framkvæmd í þessari baráttu. Myndin sýnir
indverskan bónda aka dráttarvél sinni um landssvæði, þar sem áður
voru mýrar og fen en nú er rækað þurrlendi og lausí við malariuna.
Skóli fyrir skattgreið-
endur - Fmmsýning
Leikfélag Akureyrar frumsýnir að
forfallalausu franska gamanleikinn
Skóli fyrir skattgreiðendur fimmtu-
daginn 19. maí, kl. 8 e. h. Leikstjóri
er Jón Norðfjörð. — Aðgöngumiða-
sími er 1639 milli kl. 1 og 2 daglegn.
Aðgöngumiðar afgreiddir í afgr.
Morgunblaðsins frá kl. 4.30—6 leik-
dagana og í Jeikhúsinu kl. 7—8. —
Fastir frumsýningargestir vitji að-
göngumiða sinna í Rakarastofu Sig-
tryggs og Jóns á þriðjudag 17. þ. m.
Annars verða Jreir seldir öðrum.
Þeir frumsýningargestir, sem ekki
vitja miða sinna á tilsettum tíma,
eiga á hættu að tapa tilkalli til
þeirra í framtíðinni.
r
Ottast að fé hafi feniit í eppsveitum
Þiugeyjarsýslu
Útsæði undir smásjá
Með aðstoð Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna
hefur tekizt að finna útsæðiskomblöndu fyrir rís, sem gefur miklu
meiri uppskeru en áður hefur þekkzt í Austurlöndum. Er nú verið
að reyna þetta nýja útsæði í Indlandi. Myndir sýnir útsæðiskornið
imdir smásjánni og starfsmann S. Þ. að störfmn sínum.
Upp úr kuldat ðinni, sem ríkt
hefur hér um norðanvert landið
undanfarna viku, kotn norðan-
stórhríð, með hvassviðri og fann-
komu, um Norðausfurland i fyrri
nótt og gær og fram eítir aðíara-
nótt föstudagsins.
Setti niður allmiki'nn snjo og var
sem um hávetur væri í lyrradag og
gærmorgun. Hér í bænum rak sam-
an í skaíla, en ekki varð veruleg
umferðartálmun af þeim sökum.
Mún meiri snjór var hér út með
firðinum, þótt samgongur stöðvuð-
ust ekki. Vaðlaheiði varð illfær í
fyrradag. Var áætlunarbíllinn til
Húsavíkur 5 klst. til Fosshóls í
fyrrakvöld og kom ekki hingað í
gær. Suðurleiðin tepptist ekki. Kom
áætlunarbíllinn frá Reykjavík í
fyrrakvöld og fór 'aitur í gær-
morgun.
Meiri snjór austur jrá.
Víðs vcgar um Þingeyjarsýslu
setti niður mikinn snjó. 1 gær Var
[jar enn kafaldshríð í útsveitum, og
skaflnr 1—2 metrar í Húsavík og í
neðanveröum Aðaidal. Var þungt
færi á Aðaldalsvegi og samgöngur
eriiðar.
Sauðburður er aimennt byrjaður,
og eiga bændur og aðrir sauðf járeig-
endur í miklum eríiðieikum með
að hýsa allt sauðféð og búa til stíur
fyrir lambærnar. Er viða erfitt um
vik í hlöðum, t. d. hér í Eyjafirði,
vegna fyrninga. Annars snjóaði ekki;
til muna í innsveitum Eyjafjaiðar.
Óttazt að fé hafi fennt.
Allmargir bændur í Suður-Þing-
eyjarsýslu höfðú rekið geldfé til
afréttar, og var nokkur uggur í
mönnum í gær að fé kynni að hafa
fennt, }iví að aiiar lágir voru auðar
orðnar og líkiegt, að fé liafi leitað
skjóls þar, Jjví að vcðurljæð var
mikil.
Hrakviðri i Ólafsfirði.
Frá Ólafsfirði var blaðinu símað
í gær, að Jtar hefði verið versta yeð-
ur í fyrradag og fyrrinótt, en ekki
mikill sjógangur. Var ekki vitað til,
að tjóit hefði orðið í veðrinu. SkafJ-
ar eru víða meira en metri á dýpt,
og vegurinn fram Ólafsfjörð var
illfær í gær. Búið var að moka snjó
al jjjóðveginum á Lágheiði, er byl-
inp gerði, en umferfj ekki liafin.
Mun hún nú ófær aftur.
Þetta veður er eitt versta maí-
áiílaup, sem komið hefur í mörg :ir.
Sæmilegur afii á nýja
ioðuu Iijá Ólafsfjarðar-
bátum
Fyrrihluta þessarar viku veidd-
ist talsvert af loðnu í Ólaísfirði,
allt upp í 20 tn. á dag, og beittu
triliur, sem róa frá Ólafsfirði, nýrri
loðnu, og hafa aflað allvel. En
gæftir eru mjög stopular og síðustu
daga hefur ekki verið farið á sjó.
Filmía sýoir „Elskaða
óviniim“ á morgun
A morgun kl. 1 e. h. verður kvik-
myndin „Elskaði óvinurinn" sýnd
á vegum Filmíu í Nýja Bíó. Er það
írönsk gamanm,ynd. Næsta suhnu-
dag 22. Jj. ro., verður þýzka myndin
„La Paloma", öðru raafni „Grpsse,
Freihcit No. 7“, sýnd, og ntunu
síðan verCa sýningar á hverjum
sunnudegi fyrst um sinn. Jafnframt
er ný efnisskrá væntanleg nú tint
he’gina fyrir næstu myndir.
„Elskaði óvinurin“ er skemmti-
og gamanmynd, gerð árið 1936.
Er hún tálin riieðal skcmmtilegustu
og beztu verka ffanska leikstjórans
Max Opliiils, sem stjórnar henni.
„Elskaði óvinuri:in“ fjallar um
drauga og afturgijngnr og er þrung-
in gallverskri kímni og frásagnar-
gleði í ríkum rnæli.
Ophúls er meðal þekktustú leik-
stjóra Frakka. Það var hann, sem
gerði m. a. hina heimsfrægu kvik-
mynd „I-Iringekjuna“ (La Ronde),
sem einning hefur verið sýnd ný-
Jega hér á iandi.