Dagur - 08.06.1955, Side 4
4
DAGUR
Miðvikudaginn 8. júní 1955
Scssstssssssssssssssýssssssssssss&sssssssssssssssg*
DAGUR
Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Erlingur Davíðsson.
Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sínii 1166.
Árgangur kostar kr. 60.00.
Blaðið kemur út á hverium miðvikudegi
Gjalddagi er 1. júlí.
PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F.
r
Arang
ur samvmnunnar
í DAG LÝKUR aðalfundur Kaupfélags Eyfirð-
inga störfum. Þessa dagana hafa fulltrúar hinna
mörgu dreifðu félagsdeilda sett svip sinn á bæinn,
er þeir hafa fjölmennt til fundarins, hlýtt þar á
skýrslur og greinargerðir leiðtoganna um það, sem
liðið er, og áætlanir um það, sem næst er fyrir
stafni. Og sjálfir hafa fulltrúarnir borið saman ráð
sín um fortíð og framtíð þessara voldugu og vax-
andi samtaka fólksins í héraðinu, tekið sínar
ákvarðanir, valið sér trúnaðarmenn og markað
stefnuna næsta skeiðið. — Ekki getur hjá því farið,
að þessi árlegi mannfundur gefi í hvert sinn tilefni
til hugleiðinga um þýðingu samvinnustarfsins,
þann árangur, sem það hefur þegar borið á því
tiltölulega skamma tímabili, sem félögin hafa starf-
að, borið saman við þjóðarsöguna alla, og loks
hvers vænta megi í nánustu framtíð af áframhald-
andi samvinnu fólksins í landinu á þeim grundvelli,
sem þegar hefur verið svo örugglega lagður á þessu
sviði.
í SKÝRSLU ÞEIRRI, er framkvæmdastjóri
Kaupfélags Eyfirðinga, Jakob Frímannsson, flutti á
aðalfundi félagsins í gær, komst hann m. a. svo að
orði í lok ræðu sinnar: „Arangurinn af löngu og
merkilegu samvinnustarfi í héraði og bæ hefur
með hverju ári um 69 ára skeið orðið meira og
meira áberandi í öllu verzlunar- og framleiðslulífi
þessa bæjar og héraðsins alls. Engum blandast nú
lengur hugur um, hvers virði það hefur verið öll-
um íbúum félagssvæðis Kaupfélags Eyfirðinga, að
auðnazt hefur að gera þessi samtök fólksins jafn
öflug og raun ber vitni um. — Innstæður félags-
manna í stofnsjóðum og sameignarsjóði félagsins er
órækt vitni þess, hvað frjáls samvinna fjöldans
á sviði verzlunar, viðskipta og framleiðslu getur
gert til uppbyggingar framtíðaröryggis vor allra og
þeirra, sem á eftir oss koma.“-------Víst er þetta
í engu ofmælt, og ekki þurfum við Akureyringar
og Eyfirðingar lengi að svipast um í bænum eða
héraðinu til þess að sjá þar fjölmörg óræk vitni
um sannleiksgildi þessara ummæla framkvæmda-
stjórans. Og fá munu þau svið athafnalífs og af-
komu á þessu svæði, þar sem félagið hefur ekkert
komið við sögu, en langvíðast haft frumkvæði og
forustu um það, er til menningar og framfara hef-
ur horft.
P-
Á MEÐAN verzlun landsmanna fyrst eftir stríðið
var ófrjálsust og reyrð í viðjar vegna ýmissa ráð-
stafana hins opinbera, var hagur sumra kaupfélag-
anna fremur þröngur, og gátu þau því ekki endur-
greitt félagsmönnum sínum svo neinu verulegu
næmi af verði ágóðaskyldra vara. — Andstæðingar
kaupfélaganna notuðu óspart þessa aðstöðu og hófu
upp raust sína til þess að gera þau tortryggileg í
þessu sambandi. Voru þar á stundum hvorki spör-
uð stór orð né fullyrðingar. En þegar gera skal
samanburð á samvinnuverzlun og kaupmannaverzl-
un, verður að gera hann yfir lengri tíma. Er þá
ekki úr vegi að rifja upp í þessu sambandi þá
staðreynd t. d., að á árunum 1945—1952 — einmitt
hin erfiðu eftirstríðsár — endurgreiddu félögin við-
skiptamönnum sínum meira en 38 milljónir króna.
Er það vissulega allálitleg upphæð, og þyki hún
minni en skyldi, væri ekki úr vegi, að svipast um
eftir hliðstæðum fjárfúlgum, sem
vera mundu tekjuafgangur kaup-
mannaverzlunárinnar á sama
tíma, og þó raunar bæði fyrr og
síðar. Mundu þær hafa verið
endurgreiddar viðskiptamönnum?
Onei. Enginn mun nokkru sinni
hafa fregnað nein tiðindi í þá átt-
VÍST HAFA kaupfélögin jafnan
lagt áherzlu á lágt vöruverð á
hverjum tíma, og vart mun það
verða með tölum talið, hver áhrif
sú viðleitni þeirra hefur haft á
verðlag í Iandinu í heild. En þau
hafa hins vegar aldrei lagt einhliða
áherzlu á þetta atriði, enda er víst,
að hefði svo verið, væri þróunar-
ferill samvinnustarfsins engan
veginn jafn víðtækur og glæsileg-
ur sem hann hefur reynzt í fram-
kvæmd. Að því einu var aldrei
stefnt, að reksturinn stæði ávallt
í járnum fjárhagslega, heldur hinu,
að hann skilaði hæfilegum arði,
sem hægt væri að leggja til hliðar
til áframhaldandi og síaukinna
framkvæmda og uppbyggingar
á sem allra flestum sviðum við-
skipta og framleiðslu. — Því hafa
forráðamenn samvinnufélaganna
jafnan látið „heilræði" andstæð-
inganna í þessum efnum sem öðr-
um sem vind um eyru þjóta og
haldið svo fram stefnunni, er þeim
sjálfum hefur réttast þótt og hyggi-
legast á hverjum tíma, enda sýnir
reynslan og sannar, að rétt hefur
verið stefnt.
sSj u fk 1
Hvar byrjar ungt fó!k að
neyta áfengis?
í Svíþjóð er mikil áfengisnautn
en einnig sterk bindindisstaifsemi.
Bindindissamtökin þar hafa gert
meira til að rannsaka áfengis-
nautn og ýmsar venjur í sam-
bandi við hana en hinar Norður-
landaþjóðirnar. Liggja fyrir allvíð-
tækar rannsóknir í þessu efni
Hér skal aðeins drepið á eina
þessara rannsókna. Hún fjallar um
það í hvaða umhverfi unglingarnir
byrja að neyta áfengis. Um 8000
ungra karla og kvenna, sem neyta
áfengis, hafa verið spurð um þetta
og er þetta niðurstaðan:
Af karlmönnum höfðu 14%
neytt fvrst áfengis heima með
foreldrum sínum, 21% í sam-
kvæmum með fullorðnum eða
samtals 35% með fullorðnu fólki
í nánasta umhverfi. En 57% af
þeim höfðu fyrst neytt áfengis
með jafnöldrum sínum. Aðeins
0,5% höfðu fyrst neytt áfengis í
einrúmi, en ekki fengust upplýs-
ingar um þetta atriði frá ca. 8%.
Með konúr ér þessu öðru vísi
varið. Af þeim hefur meiri hlut-
inn 59% byrjað að neyta áfengis
með fullorðnu fólki, þar af 28%
hjá foreldrum sínum. Með félög-
um sínum hafa aðeins 26% fyrst
neytt áfengis. En í sambandi við
þetta er rétt að athuga, að konur
eru venjulega eldri, er þær byrja
að neyta áfengis en karlar. Og
hundraðshluti þeirra, sem ekki
neyta áfengis er hærri hjá kon-
um. Einnig eru fleiri af þeim, sem
koma sér hjá að svara þessari
spurningu eða 15%.
Af framanskráðu sézt, að það er
einkum á þremur stöðum, sem
unglingamir byrja að neyta
áfengis. I heimilunum með foreldr-
um sínum og þá oft í sambandi
við einhver hátíðahöld. I sam-
kvæmum með fullorðnum, þar
sem áfengi er haft um hönd. Og í
þriðja lagi með félögum sínum,
án vitundar fullorðna fólksins. Af
þessu sézt, að mikil ábyrgð fylgir
því að veita unglingunum vín í
heimahúsum eða í samkvæmum.
Og „í upphafi skal endirinn
skoða“.
Bæjarbúi hefur sent blaðinu
eftirfarandi:
„EKKI verður annað sagt en að
Akureyri sé vel sett hvað al-
menna lækna snertir. Eru þeir
bæði margir og góðir og hið
myndarlega sjúkrahús veitir
okkur bæjarbúum og öðrum er í
Norðlendingafjórðungi búa, mik-
ið og ómetanlegt öryggi þegar
veikindi ber að höndum.
En eitt er þó staðreynd sem því
miður hefur orðið mörgum okkar
dýr. Hér vantar sérfræðing í
sjúkdómum er kenndir eru við
nef, háls og eyra. Það er dýrt
spaug að þurfa að fara til Reykja-
víkur til slíkra lækninga, og vita
þeir það bezt er hafa þurft að
reyna. En er nú ekki bærinn okk-
ad orðinn svo mannmargur, að
hér sé nægilegt starf fyrir slíkan
lækni? Eg veit með vissu að
margir eru þeirrar skoðunar. Vil
eg því beina þeirri tillögu til
réttra aðila að nú þegar verði, ef
þess er kostur, gerðar ráðstafanir
til að firra fjölda manna héi
norður frá þeim vandræðum að
þurfa til Reykjavíkur til lækn-
inga nefndra sjúkdóma .sem oft
er talið nauðsynlegt að sérfræð
ingar fjalli um. Verður það auð-
vitað ekki gert á annan hátt en
þann, að slíkur læknir setjist hér
að eða hafi að minnsta kosti opna
lækningastofu mikinn hluta árs-
ins.“
Fregn frá félaginu
r
Island-Noregur
Félaginu hefur verið falið, í
samráði við félagið Norsk- Is-
Iandsk Samband í Oslo að velja
2-3 unga menn til ókeypis skóla-
vistar í Noregi.
1 piltur getur fengið skólavist í
Búnaðarskólanum á Voss næsta
haust. Námstími er 2 vetur.
Umsóknir með afritum af vott-
orðum um nám og undirbúning og
meðmæli sendist formanni félags-
ins Árna G. Eylands, Reykjavík.
1 eða 2 piltar geta fengið skóla-
vist í Statens Fiskarfagskole Aukre
við Molde. Skóli þessi starfar í
þremur deildum.
a. „Fiskeskipperlinje“, 5 mán. nám.
b. „Motorlinje", 5 mán. nám.
c. „Kokkelinje", 5 mán. nám.
Því miður mun nám í a og b-
deild skólans ekki veita nein sér-
stök réttindi til starfa hér á landi
hliðstætt því sem er í Noregi, en
matreiðslunámskeið mun veita
starfsaðstöðu eins og hliðstætt
nám hér á landi.
Þeir sem vilja sinna þessu geta
sent umsóknir sínar beint til skól-
ans, en æskilegt er að þeir geri
formanni félagsins Ísland-Noregur
Árna G. Eylands viðvart um leið
og þeir sækja um skólavist þessa,
helst með því að senda honum af-
rit af umsókn og upplýsingum, sem
þeir kunna að senda skólanum,
Utanáskrift skólans er:
Statens Fiskarfagsskole,
Aukre pr. Molde, Norée.
Reykjavík, 19. maí 1955.
VALD. V. SNÆVAHli: |
Þegar þysinn hljóðnar.
„Varðveit hjarta þilt frarnar ullu ö&ru,
pvi a& þar eru uppsprettur lijsins*
(Orðskv. 4, 23). j|
Hver gleymir islenzka vorinu, eins og það get- tjs
ur yndislégast verið? Eitt sálmaskáldið lýsir þvi jfj
þannig. ])rosjr /iagUr> hrosir nólt,
hliða og ylur valta, öi
skepnur fyllast fjöri’ og þrótt, £
fuglar glaðir kvaka, jj
döggin blikar, grundin greer,
gjörvallt segir fjær og nær: t
Sjáið sigur lifsins! ^
Fátt veitir fyllri unað en að sjá blómin spretta.
Fylgjast trteð litla, græna blaðinu, sem gægist §
„feimið og uppburðarlitið“ upp úr moldinni. 'jf
Það breytist og vex með hverjum deginum, ef ©
skilyrðin eru þolanleg. Fá störf bóndans eru %
skemmtilegri en voryrkjati. — Árangurinn íjj
kemur svo tiltölulega fljótt i Ijós og bregzt
sjaldan að fullu. Bóndinn getur svo oft bent
á grónar lendur sítiar og sungið sigurglaður:
„S j á i ð sigur lifsins!“ Það, hve fljólt V
sést einhver árangur af störfunum, þegar vel Á
og viturlega er unnið, skapar ræktunargleðina ;<í
og áhugann, sern er svo rikur þáttur i lifi is- ®
lenzkra bænda nu á timum. Þessi þjóðholli !*
hugur er meira en gulls igildi og verðskuldar @
bæði sérslaka viðurkenningu og alþjóffarþökk.
En hitt má eltki gleymast i rœktunarákafanum, jjj
að lil eru fleiri blóm en „lítil laularblóm“, sem £
„langar til að gróa“. Ahugi fyrir vexti og þroska
þarf lika að ná til mannblóma n n a, — vor- ■>
blóma þjóðarinnar: barnanna. Þau blótn j-
eru enn viðkvæmari en blómin á túnum og ný- ?
ræktum. Það er enn meiri vandi að fara með t
þau. Þau þurfa ekki aðeins Hkamlega næringu, ®
heldur einnig andlega. Það þarf að „varð- i
v e i t a h j ar t a ð f r a m ar öllu ö ð r u,
þvi að þar eru uppsprettur lifs- £
i n s.“ Það þarf að skýla þeirn gegn næðingum
náttúrunnar og mannlifsins óg a rfftkilli nær- ^
færni og þolmmæði þarf að halddTpvilsiarfi. +
Andlega þroskans verður oft nohhuö lengi- að -a
bíða. Sá biðlími er þó i sjálfii sér aft, y n d i s- ft
l eg u r. Það e r e ð a æ 11 i að.ver.a hverjum 5
þeim, sern með börnum er, sæiurtkur unaður að *
vita skynsemina þroskast með hverju missirinu, S
viljann stælast, tilfinningamar lemjast og per- jt
sónuleikann mótast. Það er fátt, sem jafnast á
við þroskunargleðina. — Ein djúpstæð- £
sálarlifsins er t r ú a r t t l f inn - ý
: í. :.. „ - c:., .i
asta kennd
^ i n g in eða t r ú a r h æ f i l e i k i n n . Sizt af
a öllu má þeim hæfileika gleyrna. Þáð riðúr svó
í mikið á, að trúaruppeldið tahizt vel: Oftast felb
X ur það i hlut móðurinnar að annas.t. þ.áð:(.fyr,stu,,;
•I og það er vel farið. Svo er að sjá sem móðurinni
■k séu gefnir sérstakir máttuleikar til þess i vöggu-
y gjöf. Trúaruppeldið er lUia heilög skylda móö-
£ urinnar við barnið. — Trúartilfinningar bærast
^ fyrr i barnssálunum en margan grunar. En fyrstu
■j- tökin eru vandasöm. Fyrst verður móðirin eða
9 foreldrarnir i sameiningu að leiða barnið sitt
* inn i h ei m b æ n ar i n n ar, og reyna að varð-
veita hjarta þess. Þá fyrirhöfn fá foreldrar
jv. margra barna margfaldlega borgaða. Ileit kinn
í biðjandi barns við vanga móður og föður eru
f þau laun, scm koma móður- og fuðurhjartanu
’i- til að titra af himneskum unaði. — Þaff er erfiit
5 að skilja þær mæður, sem geta neitað sér um að
£ vinna til þess unaðar. Það er erfitt að skilja þá
® foreldra, sem ekki rcyna að kenna börnum sin-
!* um að biðja og biðja sjálf meðþeim. En þvi
sv miður verður víst að horfast i augu við þann
6 sára sannleika, að ýmsir foreldrar neita scr um
g það. Stundum kemur þrotlaust annriki og stund-
t urn samkvæmislif og veraldarvafstur i veg fyrir
það. Slundum er skólanum œtlað að sjá um það,
? eins og annað, og allir ábyrgðinni skellt á þá. *
f Börn korna i skóla, sern ekki kunna „Faðir vor,“ %
jjj ekki nokkurt sálmsvers og hafa ekki einu sinni
'* hugmyrid um, hvað það er að biðja til Guðs.
En sem betur fer er þettaa fremur fágætt, þólt ^
& til sé það. Foreldrar! T r e ys t i ð s k ó I u n u m, ■>
a enoftreystiðþeimeliki! Gjörið ykkar a
jj til að varðveita hjörlu barnanna ykkar framar 5
X öllu öðru. Helgið börnunum ykkar sluita slund *
í- daglega hvað sem annriki og þysjaiuli dagverkn- S
^ aðarins liður. Js
^ Ó, móðir, jiund þitt mikið er. jtj
Ó, mundu: Drottinntreystirþér. ^
3 ILann litil burn þér lagði i skaut, — j|
^ ó, leið þau ung á gæfubraut!
^ Þin köllun hátt við himni sltin:
’f aðhelgaGuðibörninþin £
3 ogverja þaugegnvilluogsy n d *:
o g v e r a þeirrafyrirmynd.
£ Varðveit hjarta þitt og barnanna þinna fram-
£ ar öllu öðru, islenzka móðir! ^