Dagur - 08.06.1955, Blaðsíða 5

Dagur - 08.06.1955, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 8. júní 1955 ÐAGUR Frásögn af Jóni á Gilsbakka Eftir Hjálmar Þorláksson, Villingadal Jón Jónsson, Gilsbakka í Akra- hreppi, Skagafjarðarsýslu, var maður prýðilega hagorður, og greindur, en gat verið smáskrítinn í háttum sínum, og jafnvel hrekkj- óttur, eða réttara sagt, með glettur af ýmsu tagi ef hann var við öl. Jón var í naestu liði Eyfirðingur, bróðir Ara á Þverá og Einars í Rauðhúsum, hins kunna sögu- manns. Rek eg það ekki meir hér. Jón fór til Skagafjarðar, og gift- ist í fyrra sinn dóttur Guðmundar í Ábæ í Austurdal, er var mikill bóndi á sinni tíð. Sýnir það að nokkurt álit hefur verið á honum, að ná þarna í góða bóndadóttur, sem sjaldnast voru á boðstólum á þeim tímum. Enda var Jón að ein- hverju leyti lærður járnsmiður, og etundaði þá iðn jafnframt bú- skapnum til enda, og bjó alltaf á Gilsbakka. (Hann átti þá jörð.) Mun hann hafa stundum byggt af jörðinni, þótt lítil væri. Er mér kunnugt um 3 eða 4 slíka ábúend- ur. Er. mér ekki grunlaust um að eitt sinn hafi verið 3 ábúendur í einu, mætti því ætla, að ekki hefði verið mikill skepnustofn hjá hverj- um, þótt Gilsbakki væri allgott sauðkot. Eftir að Jón missti fyrri konu sína mun hafa verið lítill bú- skapur hjá honum, en smíði stund- aði hann af kappi. Einnig varð hann þá lausari við heimilið, og heimsótti þá kunningjaheimilin. — Ett af kunningjaheimilum Jóns var heimili móður minnar, Þóreyjar, er bjó ekkja á Hofi í Vesturdal, er atvik það gerðist, sem frá verður greint hér síðar. Móðir hennar og amma var þar einnig. Jón kom nokkrum sinnum að Hofi eftir að eg man til. Ma'n eg að þau töluðu allmikið samán, amma mín og hann. Meðal annars man eg að þau töluðu um skáldskap, því að amma yar vel hagorð, og það var móðir mín líka. Féll því samtal þeirra jafnan greiðlega í sama farveg. Næst verð eg að nefna heimilis- fólk móður minnar á Hofi um þetta leyti. Það voru systkini hennar, Hannes og Þorbjörg, er síðar giftist Sveini Eiríkssyni frá Skatastöðum, Guðni Guðnason, ungur maður og framgjarn, dálítið gefinn fyrir brask. Einnig 2 roskn- ar konur, hét önnur Sigríður Steinsdóttir. Var hún orðin eld- gömul. Hin hét og Sigríður Hall- grímsdóttir, úr Svarfaðardal, gift Skúla, bróður ömmu minnar, Margrétar. Var hún nálægt fimmt- ugu og allvel hress. Gerði hún í fjósinu mestöll verkin. Fleira var fólkið, en það kemur ekki við sögu þá, sem á eftir fer. HREKKJABRAGÐ. Það bar til tímanlega vetrar 1883 eða 4, að Sigríður Hallgríms- dóttir fór að venju í fjósið á vök- unni. Fór hún fyrst í eldhús að fá sér ljós á lýsislampa. Göng voru alllöng á Hofi, og eldhús beint inn af bæjardyrum. Er hún var nálega komin að eldhúsdyrum, heyrist henni eitthvert þrusk í bæjardyr- um, sem henni finnst óeðlilegt, en hún vissi alla innni. Kallar hún þá og spyr hver þar sé, engu var svar- að ,og hélt þruskið áfram ásamt einhvers konar blæstri eða hljóði. Spyr hún þá í annað sinn, hver þar sé, er henni þá svarað í alldraugs- legum tón: „Það er djöfullinn og ætlar að sækja þig.“ Sgiríður var ekki skreyfingsleg, og varð ekkert bylt við, enda mun hún fljótt hafa þekkt mannin. Þetta var Jón á Gilsbakka. Hann mun æfinlega hafa gengið um á Hofi ef bær var ekki lokað- ur. Hvort hann hefur haft þann sið víðar, veit eg ekki. Þetta líkaði Jóni miður að geta ekki hrætt kerlinguna, og gaf henni í skyn að hann ætti eftir að sjá hana. Það er svo þennan sama vetur nálægt sumarmálum, að áðurtalið fólk systkinin, amma og Guðni, er allt inni í baðstofuhúsi — hús var í báðum endum baðstofunnar — og var verið að syngja. í miðbað- stofunni voru 3 rúm, og 1 af þeim beint á móti baðstofudyrum, og var Sigríður Steinsdóttir að búa um það rúm, og sneri baki að dyr- um. Hin var í fjósi. Rúmgafl sneri að baðstofudyrum og skyggði að nokkru á baðstofudyrnar að sjá innan úr húsinu. Nokkuð var farið að húma. Einhver verður svo var við að baðstofuhurðin er opnuð varlega og inn kemur maður. Horf- ir hann augnablik yfir rúmgaflinn til okkar inn í húsinu, en aílir litu fram í baðstofuna um leið. Þetta skipti engum togum að hann tek- ur stökk að Sjgríði, grípur hana upp og hendir upp í þil í rúmið, sem hún var að búa um. Það bar svo jafnt að, að kerlingin rak upp hljóð og maðurinn var inni í húsi hjá okkur. Þetta var þá Jón á Gils- bakka. Hélt hann þetta vera Sig- ríði Hallgrímsdóttur, og skyldi nú með þessu prófað hugrekki henn- ar. Það varð stutt um kveðjur að þessu sinni, því fólk þusti til að bjarga kerlingunni, sem æjaði og stundi yfir sig hrædd, og er Jón vissi um misgrip sín, féll honum þetta illa og brá mjög til alvöru frá undangengnu glensi. Enginn gaf sig fram til að finna að þessu nema Guðni. Honum fannst þetta óþarfi af Jóni, að vaða inn á heimili og henda fólki upp í þil. Eg man orðrétt hverju Jón svar- aði: „Þegi þú drengur minn og borgaðu skuldir þínar, þetta kem- ur þér ekki við.“ Sigríður var svo borin inn í hitt húsið, og þar sett- ust þau að hjá henni Jón og amma mín. Hvað þeim hefur svo farið þar á milli veit ég ekki, en sagt var mér að Jón hefði beðið kerl- ingu fyrirgefningar, og það vissi eg, að sátt voru þau daginn eftir. Eitthvað var kerlingarbjálfinn að stynja upp að það ætti víst að drepa sig, ásamt fyrirbænum á milli. Sigríður Hallgrímsdóttir þóttist vel hafa sloppið og munu þau ekki hafa fundizt eftir þetta, því hún flutti til Svarfaðardals stuttu síðar. Víst er að engin þykkja var tekin upp af neinum aðila á Hofi út af þessu, nema þetta sem Guðni sagði. MARTINUS Sumarið 1952 kom danski rit- höfundurinn og lífsspekingurinn Martinus hingað til Akureyrar og flutti hér nokkra fyrirlestra um boðskap sinn. Vöktu kenningar hans hér mikla athygli. Þá var Martinus Iítið þekktur utan heimalands síns. En þá um sum- arið dvaldi enski rithöfundurinn Paul Brunton hjá Martinusi í 3 mánuði og kynnti sér kenningar hans. Samtímis þýddi hann eina af bókum Martinusar á enska tungu og skrifaði merkan formála að henni um Martinus. Á s.l. ári var Martinusi boðið til Japan til að flytja þar fyrirlestra um boðskap sinn. Tilefni þessarar farar var það. að japanskur félags- skapur — Anani Kyo — boðaði vísindamenn, fulltrúa ýmissa trú- arbragðaflokka og dulspekinga til viðræðna um það, hvort ekki væri hægt að finna grundvöll fyrir heimsmynd eða trúarbrögðum, sem allar þjóðir gætu sameinast um. Þeir höfðu heyrt Martinusar getið hjá indverskum dulspeking- um og buðu honum því til þess- arar ráðstefnu. Á heimleiðinni dvaldi hann í Indlandi í 2 mánuði og flutti þar fyrirlestra meðal annars í aðalstöðvum guðspeki- félagsins í Adyar fyrir úrval indverskra spekinga. Indverjarnir voru mjög hrifnir af kenningum hans og vildu að hann yrði þar lengur. Martinus er óháður öllum félög- um og stefnum í boðskap sínum. þótt hann líkist allmikið kenning- um guðspekifélagsins er hann ekki félagi þess. En hver er þá boðskapur Martinusar? Ekki verður hægt að svara þeirri spurningu í þessu greinarkorni. En benda má á það, að grundvöllur kenninga hans er sá sami og boðskapur hinna æðstu trúarbragðahöfunda og spekinga, að guðdómlegur vilji vaki að baki gjörvallri tilverunni og tilgangur jarðlífsins sé að leita hér vizku og kærleika. Persónuleg andleg reynsla Martinusar er mjög merki- leg og skýrði hann frá henni, er hann dvaldi hér síðast. Aðalrit Martinusar er „Livets bog“ í 6 bindum. Einnig eru til eftir hann margar minni bækur. Hafa fylgismenn hans aðalstöðvar þessara samtaka bæði fyrirlestra- starfsemi og bókaútgáfu á Maríen- dalsvej 94—96 í Kaupmannahöfn. Er þaðan hægt að panta bækur hans. E. S. Vorþing umdæmisstúku Norðurlands Vorþing Umdæmisstúku Norð- urlands var haldið á Akureyri laugardaginn 21. maí síðastl. Umdæmistemplar, Hannes J. Magnússon, setti þingið og flutti skýrslu um starfsemi Umdæmis- stúkunnar á síðastl. ári. Unnið var að regluboðun með nokkrum útbreiðslufundum og einnig heimsóttu erindrekar frá Umræmisstúkunni nokkrar af und- irstúkunum. Ein undirstúka bættist við á ár- inu, stúkan „Þingey“ í Húsavík, og telur hún 82 félaga. Umdæmsistúkan telur nú alls 2291 félaga, þar af eru í barnastúk- um 1665. Rætt var um áfengismálin og félagsstarfsemina og nokkrar til- lögur og ályktanir gerðar. Stjórn Umdæmisstúkunnar var endurkjörin fyrir næsta ár. Frá öndverðu mun flestum skynbærum mönnum hafa verið það ljóst, að það var tjón að Sir William Craigie skyldi verða að láta hinni miklu Sýnisbók ís- lenzkra TÍrrma lokið með nítjándu öldinni. Því að það er langt frá, að með þeirri öld lyki þessum lang- stærsta þætti íslenzkrar bók- menntasögu. Þá átti meira að segja eftir að skapast það höfuðdjásn, sem er Olafs ríma Grænlendings. En til þess var enginn möguleiki, að Sir William gæti í fjarlægu landi átt við yfirstandandi tíma. Það mundi fullerfitt hlutverk þeim manni, er í sjálfu landinu byggi, því að efni í þetta lokabindi Sýnisbókarinnar yrði að smala um land allt. Sýndist nú vonlaust að til þess að takast þetta á hendur fyndist nokkur hæfur maður Úr þessu hefur þó betur ráðist en á horfðist, því að fyrir áeggjun áhugamanna, hefur fremsta núlif- andi rímnaskáld, Sveinbjörn Ben- teinsson, bóndi á Draghálsi í Svínadal í Borgarfjarðarsýslu, tek- ið að sér .hlutverk þetta. Hann hefur um skeið unnið að veikinu og haft til þess góða aðstoð systur sinnar, skáldkonunnar Halldóru B. Björnsson, og er þegar mikið búið að gera. Árangur af fyrirtæki þessu er að verulegu leyti undir því kom- inn, hvern þegnskap þeir sýna nú þessu máli, sein eitthvað hafa fram að Ieggja til bókarinnar, en slíka menn getur verið að finna, hvar sem er á landinu. Þeir munu vera hreint ekki fáir, sem enn yrkja rímur, sumir út af fornum sögum, eins ög' tíðkást hefur frá upphafi rímnakveðskapar, en aðrir út af daglegum atburðum, og eru það þá oft gamanrímur stakar, sem kveðn-i ar eru. Þessar línur eru til þess rit- aðar, að skjóta því til slíkra manna, að þeir bregðist vel við og sendi Sveinbirni til athugunar eitt- hvað af því efni, er þeir hafa í fór- um sínum og til mála gæti komið að heirna setti í bókinni. Mjög er það.æskilegt, að þeir vildu þá gera þetta sem fyrst, því verkinu miðar vel áfram og gæti svo farið, að bókin kæmi út haustið 1956. En til þess yrði handritið að vera fullbúið öndverðlega á næsta ári. Getur því skift máli um hverja vikuna sem líður, að ekki sé nú talað um mánuðinn. Þetta fjórða bindi Sýningarbók- arinnar er fyrirhugað af svipaðri stærð og hin fyrri, og þannig um eða yfir 400 bls. í sama broti og Eimreiðin. Það verður að öllu leyti með sama fyrirkomulagi og fyrri bindin, og vitanlega verða gerðar ráðstafanir til þess, að það verði, eins og þau, fáanlegt á erlendum bókamarkaði. En sala bókarinnar hefir gengið stórum betur erlendis heldur en hér, og veldur því að sjálfsögðu hið fræga nafn þess manns, er bókina gerði lir garði. Enda þótt Sir William fjalli ekki um þetta síðasta bindi, mun það þó njóta hans á þann hátt, að þeir sem fyrri bindin eiga, munu ó- gjarna vilja láta þetta lokabindi vanta aftan við þau. Loksins virðist nú dagur rímn- anna vera að renna á ný, og vita það allir menn, að það er Craigie að þakka. Þeirra mundi nú litlu getið ef hann hefði látið þær af- skiptalausar. Nú er svo komið að Háskólinn okkar er í þann veginn að hefja útgáfu rímna, og má segja að þá séu flestir sótraftar á sjó dregnir til þeirra hluta, því ekki hafa rímur átt upp á pallborðið hjá þeirri mentastofnun fyrr en nú. Ber að fagna þessari vakningu, enda má vera að fleiri komi á eft- ir. Gæti að lokum svo farði að lokið væri þeirri háðung að Há- skólinn afneitaði íslenzkri tungu og íslenzkum bókmenntum. Kæmi þá íslenzkudeild í stað þess. sem nú heitir norrænudeild. Erlendir menn (Craigie, Bukdahl) hafa harðlega vítt þjóðir sínar fyrir aff smækka okkar hlut með því aff kalla þær bókmenntir „norrær.ar“, sem í raun og sannleika séu ís- lenzkar. Svo hvað mundi þeim finnast um okkur sjálfa, sem af vanmáttarkend og heimskulegum hégómaskap gerum þetta sama? Má segja að sá höggvi er hlífa skyldi, þegar Háskólinn gerir þetta. Ekki skulu menn ætla að Ríinna félagið ætli að leggja árar í bát þó að Háskólinn leggi út. Það mun einmitt nú hafa miklar ráðagerðir, en það er félítið, því langt er frá að þjóðin hafi veitt því maklegan stuðning. Þyrfti hún að gera betur. Verður þess nú væntanlega skamt að bíða að út verði gefnar allar • rímur Hallgríms Péturssonar, og eitthvað mun hafa verið minnst á að gefa út Tristrævsrímur Sigurðar Breiðfjörðs. Vegna bókmenntasög- unnar er það hið mesta nauðsynja- mál, og verði það verk unnið með þeim hætti, sem skyldugt er, mun það sannast, að Sigurður Breið- fjörð fær þar mikla uppreisn gegn Fjölnisdómum. En þetta er yfir- gripsmikið verk og snýr önnur hlið þess út á við til umheimsiní, en hin að okkar eigin bókmenntum. Er efalítið að tveir menn verði að vinna saman að útgáfunni. Er þá einsætt að Finnur Sigmundsson muni rétti maðurinn til að taka innlenda þáttinn. I hinn hefði Sir William Craigie verið sjálfkjörinn, en hann hefur öðru að sinna þar sem er Islenzka orðabókin. Mun því verða að finna annan . mann til starfsins. En þetta er komið spölkorr. frá Sýnisbókinni. Rímnaskáld,, látið Sveinbjörn heyra frá ykkur, og gerið það sem fyrst. Sn. J. íþróttafélagið ÞÓR 40 ára Hinn 6. júní 1915 var Iþrótta- félagið Þór stofnað af nokkrum drengjum á Oddeyri og er það nú elzta starfandi íþrótta- og æsku- lýðsfélag bæjarins. Eins og að líkum lætur hefur Þór lifað marga uppgangstíma á þessum 40 árum, og það hefur líka átt sín hnignunartímabil. Þór hefur gert tvo íþróttavelli og raunverulega séð bænum fyrir íþróttasvæðum um langt árabil. Annar þessi völlur er nú aff nokkru kominn undir kartöflu- garða en hinum fær félagið von- andi að halda eitthvað fyrst um sinn. I íþróttakeppnum hafa Þórsfé- lagar orðið Akureyrar, Norður- lands og íslandsmeistarar og þeir hafa einnig skipað öftustu sætin. En þetta skiptir ekki miklu máli. Árangrarnir verða ætíð misjafnir. Aðalatriðið er það, að í 40 ár hef- ur þetta félag veitt fjölda bæjar- búa tækifæri til að njóta frístund- anna við hollar íþróttir, sem munu ef rétt er á haldið gera menn fær- ari um að leysa sKyldustörfin vel af hendi. Um leið og blaðið þakk- ar þetta starf, færir það félaginu árnaðaróskir. > Afmælisfagnaður félagsins veiyf- ur í haust.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.