Dagur - 08.06.1955, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 8. júní 1955
D AGUR
7
„Eiuvígi í sólinni" sýnd í Nýja-Bíó
- Ýmis tíðindi
(Framhald af 8. síðu).
Húskveðju flutti sr. Friðrik A.
Friðriksson prófastm í Húsavík.
Einnig flutti Júlíus Havstein sýslu
maður kveðjuorð. Jarðsungið var
að Lundarbrekku og gerði það sr.
Orn Friðriksson.
Skæður mislingafar-
aldur
Mislingar hafa borist á 6 baei
hér í sveit og bárust beir með
börnum er voru á sundnámskeiði
að Laugum en þangað með stúlku
sem kom frá Hríscy. Veikin er
allþung. Um 30 manns á heimilun-
um hafa að öllum líkindum smit-
ast, allt upp í 8 á sama bæ
Héraðslæknirinn hefur ferðast
um og litið eftir sjúklingunum og
sprautað fullorðið fólk, svo að
það fengi veikina léttari.
Margt tvílembt
Síðan kuldunum lauk fyrri part
maí hefur tið verið einmuna hag-
stæð, hægviðri og hlýindi. Jörð öll
grær óðum og komnir eru góðir
hagar fyrir sauðfé. Sauðburði er
lokið að mestu og hefur víðast
gengið vel. Sumstaðar hefur nokk-
uð borið á óhreysti í lömbum, en
lambadauði í smáum stíl. Víða eru
margar ærnar tvílembdar allt upp
í 5/6 og víða yfir helmingur ánna.
Með meira móti er um að ær séu
þrílemdar en áður hefur verið..
Mislingar, hettusótt og
inflúensa
Fosshcll.
Mislingar eru nú á 6 bæjum í
Bárðardal og hafa lagzt þungt á
marga. Hettusótt og inflúensa hef-
ur líka stungið sér niður á nokkr-
um stöðum. Veldur þetta hinum
mestu erfiðleikum á sumum heim-
ilum. Mislingar eru líka komnir í
Aðaldal og liggur fólk á 6 eða 7
bæjum, það sem undir mislingum
var.
Greni fundið í Isólfsdal.
Greni fannst í Isólfsdal fyrir
helgina. Grenjf skyttan í Bárðardal
Páll Sveinsson frá Sandvík, lá á
greninu þegar síðast fréttist og
hafði þá skotið læðuna. Eftir or að
leita í Mióadal, en þar er giunur
á að sé skæður dýrbít.ur. Var hann
svo aðgangsharður í haust sem leið
að hann réðist á fé í fönn og hafði
drepið 2 eða 3 kindur svo vitað
væri með vissu. En fé fennti í
fyrrahaust á þessum slóðum en
fannst flest aftur og var grafið úr
fönn, þótt refurinn yrði sumstaðar
fyrri til.
Bændur eru nú almennt lausir
við fé og hafa rekið það til fjalla
eða afrétta. Sauðgróður er ágæt-
ur og kýr víða komnar á beit.
Afgreiðslustúlka
óskast nú þegar.
Litli Bnrinn
Shni 1977.
r
Arabátur
TIL SÖLU.
Afgr. vísar á.
Til sölu
0 manna fólksbifreið í mjög
jóðu lagi og vel útlítandi.
Afgr. vísar á.
Nýja-bíó sýnir um helgina mynd
ina „Einvigi í sólinni" (Duel in
the Sun), gerða af kvikmyndafram
leiðendanum Selznick, en leikstjóri
er King, Vidpr, og standa því að
henni tveyr^.jöfrar, hvor á sínu
sviði kvikmyndaframleiðslu. Mark
ið var að Jrapileiða mikla mynd,
mikla að^jgjfai og allri gerð, og
ekkert. til sparað, að þetta mætti
takast, epda mun kostnaðurinn
hafa orðið sem svarar 100 millj.
ísl. króna.;
Ekkert verður um það deilt, að
tekist hefir.að framleiða hér stór-
fenglega kyikmynd. Efni er örlaga
órungið, „fjöldasenur“ hinar stór-
fenglegustú, aðalleikarar gera hlut-
verkum sinum afburða góð skil.
Hér er í rauninni um stóifelld
átök góðra og illra afla í mann-
legu lífi að ræða, bræður tvo, sem
algerlegar andstæður, foreldra
þeirra, harðlyndan föður og milda
móður, og kynblendingsstúlku, sem
bræðurnir eíska, og margt er gott
um, en héfur skaplyndi ótemjunn-
ar. Haná léikiir Jenr.ifer Jones frá-
bærlega, en bræðurna, Gregory
Peck þann, er einskis svífst, og
Joseph Cotten göfugmennið. Föð-
urinn leikur Lionel Barrymore,
sem nú er nýlátinn, og kunnur var
fyrir að gera jafngóð skil hverju
hlutverki sem hann tók að ,sér á
langri leikævi, smáum sem stórum.
Lilian Gish leikur móðurnia dável,
en hún eins og Barrymore á leik-
listarferil að baki allt frá fyrstu
dögum þöglu kvikmyndanna. —
Tækni og leikstjórn eru með ágæt-
um. — H.
Herbergi
TIL LEIGU.
Sími 1765.
Chervolet fólksbifreið
TIL SÖLU.
A. v. á.
Kirkjan. Messað í Akureyr-
arkirkju n. k. sunnudag kl. 2
eftir hádegi. — Aðalsafnaðar-
fundur eftir messu. — K R.
Fyrirlestrar um andleg mál.
Danski rithöfundurinn Martínus
kemur hingað í þessari viku og
flytur hér nokkra fyrirlestra um
andleg mál. Fyrsti fyrirlesturinn
verður fluttur á miðvikudags-
kvöldið kl. 8.30 í Varðborg. og
verður hann um leyndardóm
bænalífsins. Annar verður á
fimmtudagskvöld væntanlega um
lífið cftir dauðann. Hinir verða
auglýstir síðar. Sýndar verða
skuggamyndir með fyrirlestrun-
um, og gefið stutt yfirlit yfir þá
á íslenzku á eftir.
Húsfrú á Akureyri skrifar blað
inu á þessa leið: „Hvemig stend-
ur á því að augnlæknirinii fer
stundum í burtu f.vrirvaralaust
og án þess að auglýsa það ræki-
lega og án þess að setja nokkurn
fyrir sig í staðinn. Margir kvarta
um þetta og fara „snuðtúr“ í
lækniser indum, stundum fólk
nokkuð langt að komið. Vil ég
biðja blaðið að koma þeirri fyrir-
spurn á framfæri, hvorn beri að
saka um þetta, og helst að færa
mér svar sem fyrst.“
Friðrik Kristjánsson fyrrum
bóndi að Einarsstöðum í Revkja-
hverfi andaðist 4. júní s. 1. Hann
var um áttrætt og blindur orð-
inn, hin síðustu ár.
Björn Jörundsson í Hrísejr and
aðist aðfararnótt 1. júní s. 1 nær
96 ára að aldri. Björn var kunnur
athafna og atorkumiiður og höfð-
ingi í lund.
Leiðrétting, í síðasta tölublaði
Dags þar sérri bii.'ftþýeiykáutítíjxti
Trésmíðafélags Akureyrar, mis-
prentaðist greiðsla í sjúkrosjóð
10%, átti að vera 1%, og í kaup-
taxta Múrai-afélagsins misritaðist
eftirvinna 6%, átti að vera 60%.
Leiðréttist þetta hér með.
Áheit til Æskulýðsfélagsins kr.
100 frá félaga. Með þökkum mót-
tekið. — P. S.
Gjafir til Elliheimilisins í
Skjaldarvík. Frá Líknarsjóði ís-
lands kr. 2000.00. — Áheit frá
K. P. kr. 50.00. — Hjartans þakkir
Stefán Jónsson.
Hjúskapur. 28. f. m. voru gefin
saman í Akureyrarkirkju ungfrú
Sigríður Steindórsdóttir og Jón
Þorsteinn Hjaltason sjómaður.
Heimili þeirra verður að Helga-
magrastræti 4 — Á annan í
hvítasunnu voru gefin saman í
hjónaband ungfrú Ingibjörg
Stefánsdóttir og Ásgrímur Stef-
ánsson iðnverkamaður. Heimili
þeirra verður Gránufélagsg. 53.
Séra Kristján Róbertsson gifti.
• Björgvin Guðmundsson tón-
skáld er nýlega farinn til Banda-
ríkjanna til 3ja mánaða dvalar
þar.
Handavinnusýning Sýning á
handavinnu nemenda húsmæðra-
skólans að Laugum í Reykjadal
var opin almenningi á sunnudag-
inn var. Aðsókn úr nærsveitum
var minni en venjulega sökum
veikinda, er þar ganga. F.n nokk-
uð margt fólk héðan af Akureyri
sótti sýninguna og lauk á hana
miklu lofsorði. Allir þágu rausn-
arlegar veitingar, svo sem þar er
venja.
S. 1. sunnudag opinbcruðu trú-
lofun sína frk. Borghildur Garð-
arsdóttir, Brávallag. 16a Reykja-
vík og Guðmundur J. Guð-
mundsson frá Felli í Tálknafirði,
til heimilis í Reykjavík.
Gróðursetning. Annað kvöld
verður gróðprsett í Vaðlareit.
Farið frá Hótel KEA kl. 7.30. —
Laugard. 11. þ. m. verður gvóð-
ui'sett í Kóngsstaðahálsi. Gert er
ráð fyrir þátttöku þangað frá
Dalvík og úr Svarfaðardal. — Þá
verður einnig gróðursett í Jón-
asarlund í Öxnadal Gert er ráð
fyrir þátttöku þangað frá Akur-
eyri og úr Öxnadal. Vinna hefst
á báðum stöðum kl. 4 e. h Farið
frá Akureyi'i kl. 3.15.
Hjónaband. S.l. laugardag voru
gefin saman af sr. Pétri Sigur-
geirssyni, ungfrú Ellen Ragnars
og Arngrimur Sigurðsson stud.
med. — Heimili ungu hjónanna
verður Hringbraut 37 Reykjavík.
Hjúskapur. Sunnud. 5. júní
voru gefin saman í hjónaband
ungfrú Elínrós Eiðsdóttir og
Grímur Hallgrímsson sjómaður
bæði búsett að Bjargi, Hrísey.
Nýr húsateiknari. Mikael Jó-
hannesson Eyrarlandsveg 2Ö Ak-
ureyri, hefur fengið leyfi hlutað-
eigandi yfirvalda, til að annast
húsateikningar hér á Akurej ri.
Knattspyrnuæfingar K. B. A.
verða á nýja íþróttasvæðinu kl. 8
e. h. eftirtalda daga: mánudaga,
miðvikudaga og föstudaga. Einnig
verður kappleikur milli úrvals-
liðs og pressuliðs einu sinni í
viku á grasvellinum. — K.R.A.
Hjúskapur. Mánudaginn 6. júní
s.l. voru gefin saman í hjónaband
í Kaupangskirkju af sóknarprest-
inum í Grundarþingum: Earl
Gunnar Jensen, lögfræðhigur
frá San Francisco og Mary Hunt,
kennari við Stanford University,
Stanford. Bandaríkjunum. Brúð-
guminn er sonur Ingvars heitins
Guðjónssonar 1 útgerðarmanns,
alinn upp í Vesturheimi.
Frá Golfklúbb Akureyrar. Nú
stendur yfir keppnin um Gunnars-
bikarinn. Keppnin öll er 72 holur.
S.l. sunnudag var helming keppn-
innar lokið. Stóðu þá leikar
þannig: 1.—2. Jón Egilsson 158
högg. 1.—2. Arni Ingimundarson
158 högg. 3. Magnús Guðmunds-
son 162 högg. 4. Þórir Leifsson
164 högg. — Seinni hluti keppn-
innar verður leikinn sunnudaginn
12. júní og hefst keppnin kl. 8 f. h.
Keppendur eru beðnir að mæta
kl. 7.45. Keppendur athugið að
það er búið að draga út í riðla
þannig að þið getið séð í hvaða
riðli þið eruð, ef þið athugið út-
dráttinn upp í golfskála.
4 manna bifreið,
nýuppgerð, til sölu.
LTpplýsingar gefur
Þorsteinn Jónsson,
Þúrshamri.
Góð píanóharmonika
(Settimio Soprani). 4 kóra,
120 bassa, með 8 hljóðskipt-
ingum, til sölu.
Skúli Guðmnndsson
Hafnarstrœti 35.
Oska eftir að kaupa
Einbýlishús
eða góða íbúð. Þarf að vera
laus 1. okt. Leiga kemur til
greina. Tilboð óskast send
afgr. Dags, fyrir 20 þ. m.
merkt Húsnceði.
lOlíumáli S. I. S.
skoíið til þjóðardómstóls.
Vörn Jónasar Jónssonar í olíumál-
inu komin.
; *?
•vsnÉör-v!'
Bókaverzlun P. 0. B.
•iíW
Silniiaráætlun 1955
• .'T.V't
Jfkureyri - Reykjavík - Akureyri
18 ferðir í viku
- jar y'-r-
"Mor-gunferðir: Alla daga.
SÍðdegisferðir: Mánudaga, þriðjudaga,
fimmtudaga, föstudaga.
Akurevri - Egilsstaðir
Þriðjudaga og föstudaga.
Akureyr i - Kópasker
á*’ Mánudaga og fimmtudaga.
-'xzmM
Akureyri - Grímsey
(Frá 15 júní — 15 september)
, Alla sunnudaga.
• ih:, ■ í
Þriðji hver íslendingur flýgur með Föxunum.
••■v-'VSi' -
--.'wAkaái. k.
■ •
—hf ■rigtfr ■
Flugfélag íslands