Dagur - 15.06.1955, Side 5

Dagur - 15.06.1955, Side 5
Mifivikudaginn 15. júní 1955 DAGUR 5 Alþýða Islands frúir á landið og veit, að hér má efla glæsilegf menningarríki Ræða norðlenzks bónda á þjóðhátíðardegi BJARTARI HLIÐIN A EVROPU ===== Eftir ART BUCHWALD =r-—. = „Hlakka til að sjá yður í Moskvu!64 Hinn 17. júní ár hvert, er fósturjarðarinnar minnst með ræðum í hverri hyggð. Erindi það, sem hér fer á eftir, flutti norðlenzkur bóndi, Egill Ás- kelsson í Hléskógum í Höfða- hverfi, í Gljúfurárgili þar í sveit á þjóðarhát'ðardaginn í fyrra. En þessi ræða er ekkert t'inabundin. Hún á eins við á þjóðhátðardegi í ár. í dag er 17. júní, einn af dögum vorsins og gróandans hjá okkur, hér á Islandi. I ár kom vorið snemma, það var blítt og milt. Levsti falin frjómögn úr læðingi, það gerði jörðina fljótt hlýja og græna. Okkur mönnunum varð létt í skapi, því að í þetta sinn urðum við sannarlega ekki fyrir von- brigðum. En ef til vill hefur ís- lenzk þjóð ekkr orðið eins oft fvrir ■vonbrigðum með neitt, eins og með veðrið og vorið. Það eru svona vor, sem hafa um aldir átt sinn sterka þátt í því að gefa ísienzkri þjóð bjartsýni, kjark og þrótt, til að þreyja þorrann og góuna og öll löng og dimm, oft köld, íslenzk skammdegisvetrarkvöld. Hamingjudrj'gst að ráða eigin málum. í dag er líka afmælisdagur Jóns Sigurðssonar, þjóðar- og frelsis- hetjunnar okkar, sém einn hefur á vörum þjóðarinnar hlotið heiðurs- heitið forseti. Menn, sem hfðu með honum, vildu líka deyja með honum. Og enn er í dag tíu ára afmæli íslenzka lýðveldisins. Eftir langa og stranga baráttu . fyrir þjóðina, endurheimti hún frelsið eftir því næf 700 ár. V.ið .erum einmitt komin hingað í dag til að minnast þessa. Gleðjast yfir því hvert með öðru, af því að við trúum því, að það sé hamingjudrýgst fyrir okk- ur, í nútíð og framtíð, að við ráð- um sjálf okkar eigin málum. Af því að við trúum það mikið á landið okkar, að við teljum að hér getum við lifað því menning- arlífi, sem sé okkur til hamingju og. geti orðið öðrum þjóðum til fyrirmyndar. Ef þetta hvort tveggja væri ekki fyrir hendi. væri til einskis fyrir okkur að koma fagnandi hingað saman í dag. Forfeður ruddu veginn. Þið hafið kannske tekið eftir því, og þó ef til vill ekki öll, að í rauninni erum það ekki við, sem höfum barizt og sigrað í íslenzkri sjálfstæðisbaráttu. Það eru nðrir, sem það hafa gjört. Það eru þeir, sem gengið hafa brautina á undan okkur. Við flest, sem nú liíum, höfum svo til hlotið í vöggugjöf þrá þessara kynslóða, án fvrir- hafnar. En hún var að verða frjáls þjóð í frjálsu landi. Því ber okkur nú á þessu þjóð- hátíðarafmæli okkar að lúta höfði, af virðingu og þökk til þessara kynslóða, sem börðust við svo erf- iðar aðstæður, að okkur, sem nú lifum, mundi ekki finnast það bezt að standa í sporum þeirra. Þeir einir geta gengið þessi spor, sem hafa í framsýn eitthvað betra. eitt- hvað bjartara og hlýrra. Eg held þeir hafi haft, eins og skáldið segir, stjörnu fyrir stafni og stýrt í drott- ins nafni. Rauna- og sigursaga. Ef við látum hugann reika um atburði íslendingasögunnar, þá sýnist okkur ef til vill hún vera meiri rauna- en sigursaga, að visu er hún hvort tveggja, því að þannig er mannkynssagan öll. Það var raunalegt að Islendingar skyldu glata sínu sjálfstæði, vegna sundrungar, vegna misbeitingar sterkustu aflanna í landinu, kirkju- og höfðingjavaldsins. Það er líka raunalegt að hér skulu bæði inenn og skepnur þeirra hafa fallið úr hungri og harðrétti í stórum stíl. Og enn er það kannske mikil og raunaleg blóðtaka íyrir fámenna og fátæka þjóð, að missa svo mikið af stofni sínum vestur um haf. til annarrar heimsálfu. Ekki aðeins þúsundir, heldur tugþúsundir. Hver talan er veit enginn. Ymsir menn hafa hugsað mjög um það, hvers vegna þetta fólk hafi farið, sumir jafnvel slegið því föstu, að þarna hafi kjarni þjóðar- innar yfirgefið land sitt, framtaks- samasta fólkið Eg held að megin- hluti þessa fólks hafi tapað trúnni á landið, þó veit eg að þarna hafa íslendingar misst marga kjörviði, sem hefðu orðið giftudrjúgir í því viðreisnarstarfi, sem þjóðin hóf eftir að henni hafði tekizt smátt og smátt að losa um ánauðarklafann, er hún var heft í. Eftir að hún hafði fundið sjálfa sig 1000 ára gamla á þjóðhátíðinni 1874. þegar Kristján konungur 9. færði henni stjórnarskrá, sem veitti henni lög- gjafarvald og fjárforræði, og eftir að létta tók harðæri og ýmissi óár- an undir lok nítjándu aldarinnar. Vcsturfcrðiraar. A.llt finnst mér benda til þess að þetta fólk, sem fór, hafi viljað vinna Islandi allt, þótt það bæri ekki gæfu til þess, og heyrt hef eg sagt að íslenzk mold í umslagi hafi verið því kærkomin gjöf á gamals aldri. Þess má líka geta, að þjóðir þær, sem vildu fá fólkið, lokkuðu það á ýmsan hátt. Þær gáfu út glæsilýsingar af hinum ónumdu löndum, og hétu fólkinu styrkjum til landnáms, og þær höfðu hér duglega agenta. Um þá segir Guð- mundur Friðjónsson skáld. „að þeir brenndu byggðina og sviðu landið“. Ef það er rétt, sem Vnldi- mar Briem segir í Fréttum frá ís- landi frá 1875, að Canadastjóm hafi látið afmarka landssvæði og nefnt Nýja-ísland, þá hefur það verið sterkur þáttur í áróðursstarf- semi til að fá fólk héðan, og vit- andi vita gjört að fá fólk héðan, því að þetta land var erfitt til landnáms. Einangrun landsins örlagavaldur. ísland er ægi girt land, yzt á ránarslóðum, og hefur verið í vit- und manna fram til þessa langt frá öðrum þjóðum. Þetta hefur verið þjóðinni hamingja og óhamingja í senn. Þetta verður að hafa í huga þegar menn dæma um afrek geng- inna kynslóða. Hvaða arfi þær hafa skilað. Vegna ánauðar og usla af eldgosum og hafíss, og vegna margs annars, hefur þjóðin oft orð- ið fátæk efnalega. Vegna fjarlægð- arinnar heyrði hún ekki óminn af dáð frá systraströndum. En að hinu leytinu var fjarlægð- in þjóðinni hamingja. Hún varð- veitti betur öll sín einkenni, svo sem móðurmálið og margt annað, á meðan ýmsar þjóðir töpuðu sínu máli. Þessi þjóðareinkenni urðu hennar séreinkenni. Málið varð íslenzka, sem enginn skildi nema hún, enginn átti nema hún. Þetta varð fjöregg þjóðarinnar í hennar sjálfstæðisaráttu. Ekki aðeins hið innra með henni sjálfri, heldur og út á við. Vegna þessa urðu aðrar þjóðir fyrri til að viðurkenna sjálfstæðisrétt hennar. I upphafi íslandsbyggða. var landið numið frá Noregi að lang- mestu leyti. Þetta fólk yfirgaf sitt ættland, sín óðul og sína vini Það lagði á reginhaf á opnum skipum, stýrði aðeins eftir stjörnum og sól. Það var ekki þess fyrsta og ekki þess fremsta að leita að landi, heldur kom það hingað til að leita frelsisins. þvi að yfir Noreg fór þá einræðisalda. Ólíkr.r myndir. Við getum hugsað okkur að þessu fólki hafi stundum fundizt, er það kom hér að landi, eins og Onundi tréfæti, er hann kom úr hafi og sá jökulinn rísa, en hann segir: ,,,Kröpp eru kjör ef hrepp eg Kaldbak en læf akra.“ En við eigum líka aðrar myndir úr sögunni af landinu, myndir, sem eru lífi gæddar. Eina slika mynd hefur Hallsteinn, sonur landnámsmannsins okkar, gefið okkur er hann segir: , „Drúpir Höfði, dauður Þengill. Hlæja hlíðir við Hallsteini." I dag vil ,eg vona að við eigum þá bjartsýni að við getum séð þessar sömu hlíðir hlæja við okk- ur og jafnvel drúpa yfir dánum. Verkefni framlíðar Vegna þess að eg hef beitt þess- um fáu orðum minum að fortíðinni fyrst og fremst vil eg taka það fram, svo að það valdi engum mis- skilningi, að eg vil ekki letja menn í því stórstíga viðreisnarstarfi, sem þjóðin hefur nú hafið. Við þurfum að fá rafmagn. Við þurfum að fá vegi og bryggjur, stóra og góða fiskibáta, hlý hús, stór og vel rækt- uð tún, og margt fleira. En stundum, þegar við erum óánægð með okkar kjör, eins og þau eru í dag, þá getum við haft gott af því að hlusta eftir fortíð- inni. Heyra áraglamur við strönd- ina, rokkhljóðið hennar ömmu og slögin í vefstólnum hans afa. Eftir því sem við þurfum minna fyrir lífinu að hafa. þá er okkur hættara við að týna okkur sjálfum. Vinnan hefur verið nefnd hin göfga brúður mannkynsins, og það hefur sýnt sig, ekki aðeins meðal einstaklinga, heldur og meðal heilla þjóða, að þeir, sem hafa kastað frá sér þeirri brúði, þeir hafa ekki orðið neinii menn, engar þjóðir lengur. Skiptin við aðrar þjóðir. Enn höfum við ekki til fulls lokið skiptunum við Dani, enn eig- um við eftir að endurheimta tóm- stundavinnu okkar forfeðra og mæðra, handritin, heim frá þeim. Og enn höfum við ekki fengið fullnaðarviðurkenningu frá öðrum þjóðum fyrir stækkun íslenzkrar landhelgi. En við eigum, eins og aðrar þjóðir, sem hafa haf á aðra hönd, eða báðar, eins og við, ský- lausan eignarrétt yfir okkar land- grunni, þangað hefui þjóðin sótt afkomu sína, öðrum þræði, í meir en þúsund ár. Um þessi tvö stórmál og öll önnur út á við eigum við og verð- um að standa saman sem einn maður. Því að það er það eina, ásamt góðum málstað, sem gerir litla þjóð sterka. Höldum vörð um sjálfstæðið! Engan veginn getum við launað Allir, sem eru citthvað, virðast vera hér í París um þessar ínund- ir. Hér á dögunum rákumst vér á Ilya Ehrenburg, rithöfundinn rússneska og sagðist hann vera konúnn til Parísar til að kaupa efni í nýtt bókmenntatímarit, sein þeir ætla að fara að gcfa út þar austur í Moskvu. „Og ætlið þið að borga fyri: les- efnið?“ spurðum vér. „Auðvitað ætlum við að borga.“ „En er það þá ekki stefnubreyt- ing? Mig minnir að vinir mínir í Bandaríkjunum hafi kvartað yfir því, að þeir fái aldrei nein rit'aun frá Rússlandi.“ „Mig varðar ekkert um það. Tímarit það, sem ég undrbý nú, mun bojga sitt lesefni." „Og hvernig ætlið þér að fara að kaupa réttindi til birtingar?“ „Það er ekki mitt hlutverk að ganga frá því. Ég er hér til þess að athuga, hvaða verk höfundar kæra sig um að koma á prent í Sovétríkjunum. Og ég býst við að nota ameríska höfunda sem aðra.“ „Eins og hverja?“ „Ég ætla að birta sögu eftir Erskine Caldwell, núna í þessum mánuði, og ég ætla að þýða „Gamla mannin og hafið“ og „Hverjum klukkan glymur“ eftir Hemingway. Ég þekki ameríska höfunda mæta vel, , og margir þeirra eru einkar vinsælir hjá okk- ur. Vér Rússar þekkjum ameríska höfunda betur en Ameríkumenn sjálfir. Þegar ég kom til' Bánda- ríkjanna, uppgötvaði ég að Stein- beck var óþekktur þar, og í Missi- sippifylki þekktu amerískir lög- fræðingar ekki Faulkner. Hérna hjá okkur þekkja bændurnir þessa höfunda, en ekki lögfræðingarnir.“ „I hvaða gjaldeyri ætlið þið að greiða höfundunum?.“ „I þeirra eigin gjaldmiðli., Ann- ars er eg ekki businessmaður. Eg er rithöfundur. Ég læt mig ekki skipta ritlaun höfunda. En Banda- ríkjamenn borga ekki Sovéthöf- undum ritlaun. Ég mun hinsveg- ar borga!“ „Fáið þér leyfi að endurprenta amerískar sögur?“ „Ég mun fá leyfi,“ „Skriflegt?" „Já. Ég þekki fiesta höfunda ykkar. Og mun skrifa þeim um málið.“ o—o „HVAÐ ER álit yðar á Nobels- verðlaunaveitingunni hin seinni ár? „Ég hefi ekki verið hrifinn af henni. Mér þótti leitt að sjá Hemingway fá verðlaun, sem ekki eru honum sæmandi. Verðlaun, sem fyrst eru veitt Churchill og síðan Hemingway, gera Heming- way lítinn karl. En ég tel Heming- way ágætan höfund — einn þeirra, er ég er hrifnastur af.“ „En hvað um Faulkner?“ „Það yrði erfitt að þýða hann á rússnesku.“ gengnum kynslóðum það erfiði, þær þrautir, sem þær hafa þolað um aldir, betur en halda sterkan vörð um okkar sjálfstæði. Við skulum varðveita tunguna, og það erum við, albýðan í landinu, sem verðum að varðveita hana, því að þá er hún lifandi mál, og við skul- um varðveita allt, sem er íslenzkt, þjóðlegt. Við skulum muna spakmælið: „Sameinaðir stöndum vér, sundr- aðir föllum vér.“ Það var sundr- Framhald á 7. síðu). „En Steinbeck?“ „Við urðum fyrir miklum von- brigðum með Rússlandsferð hans. Agætur rithöfundur getur orðið lélegur blaðamaður og öfugt. o—o „Hafið þér áhuga fyrir að kaupa sýningarrétt á amerískum kvik- myndum?“ „Ég þekki kvikmyndir aðeins sem venjulegur áhorfandi. Ég hefi ekki séð eina einustu amer- íska kvikmynd, sem mér þótti góð. En ef til vill eru slíkar myndir til. Getið þér nefnt einhverja?“ „Hafið þér séð myndina „Við höfnina“?“ „I lágmarki. Beztu kvikmynd- irnar gera Italir.“ „Hvernig lízt yður á Gínu Lollo- brigida?" „Kvikmyndastjarna getur ekki breytt áliti mínu á neinni kvik- mynd.“ „Hún lék í myndinni „Brauð, ást og ímyndun." „I lágmarki. En ég er ekki kvik- myndagagnrýnandi. Ég hefi áhuga á bókmenntum.“ „Ætlið þið að gefa út verk höf- unda, sem ekki eru a. m. k. ljós- rauðir?" „Við gefum út verk eftir Franc- ois Mauriac, Einest Hemingway og Erskine Caldwell. Það er varla hægt að kalla þá kommúnista. Okk ur líkar vel við suma höfunda, mið- ur við aðra. En það þýðir ekki, að við kunnum ekki að meta neitt nema kommúnistíska hluti, eða að við getum ekki metið það, §em e|r víðsfjarri kommúnisma. Við, erurji ekki skyldugir til að vera hrifnir af öllu. sém Mauriac segir, en okk- ur þykir hann góður skáldsagna- höfundur. „JÆJA, HERRA Ehrenburg, en hvernig mundi mér ganga að fá vegabréfsáritun til að ferðast til Rússlands? „Það er auðvelt, jafnskjótt og ameríska ríkisstjórnin verðui r;ógu frjálslvnd til að leyfa rússneskum blaðamönnum að koma til Bar.da- ríkjanna." „En ég get lýst því yfir, að ég ætla ekki að skrifa stjórnmála- greinar.“ „Spurningin er alls ekki hvort menn skrifa pólitískt eða ópóli- tískt. Við leyfðum blaðamönnum Hearst að koma. Við aðgreinum því ekki sauðina frá höfrunum. Ef við á annað borð leyfum fólki að heimsækja okkur, gildir leyfið fyr- ir alla.“ „Ætti ég að senda einhverjum í Moskvu símskeyti?" „Nei, sendið engin símskeyti. Snúið yður til viðkomandi sendi- ráðs.“ Vér lýstum því yfir, að það hefð- um vér margsinnis reynt, en aldrei fengið svar. „Jæja. En okkar menn bíða líka eftir að fá vegabréfsáritun." „En ef ég má rifja aðeins upp það sem fyrr var sagt, þá lar.gar mig að fá staðfest, að þið ætlið að greiða höfundarlaun." „Já, það ætlum við að gera “ „En aðrir rússneskir ritstjórar? Ætla þeir að gera slíkt hið sama?“ „Þeir um það.“ Samtalið var búið. Við tókumst í hendur. „Ég hlakka til að sjá yður í Moskvusagði ég að síðustu. En tilhlökkunin virtist ekki vera gagif- kvæm. (Einkar. NY Herald Trifcune)

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.