Dagur - 28.09.1955, Blaðsíða 5

Dagur - 28.09.1955, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 28. sept. 195S D AGUR 5 Þúsundir Iðxaseiða fátin í Eyja- !■ * r I ■*■ r ■* r fjaroara priðja arið i roð Vart við laxaseiði, sem voru að ganga í sjó í fyrsta sinn á þessu hausti Á sunnudaginn var voru mörg þúsund laxaseiði flutt flugléiðis hingað á flugvöllinn frá Reykjavík, og var þeim sleppt í Eyjafjarðará. Er þetta þriðja árið í röð, sem seiðum er sleppt í ána að tilhlut- an Stangveiðifélagsins Strauma á Akureyri, sem hefur ána á leigu. Seiðin, sem komu á sunnudag- inn, voru frá eldisstöð Rafmagns- veitu Reykjavíkur við Elliðaár, og af stofni Elliðaárlax og Laxár í Dölum. Voru þetta eldisseiði nokkuð vaxin og komin yfir mesta hasttutímann. Er talið að hvert slíkt eldisseiði jafngildi mörgum pokaseiðum, sem áður fyrr voru einvörðungu notuð við fiskirækt. Fóðruð á súrefni á norðurleið. Seiðin, sem hér komu á sunnu- daginn, voru sérlega spræk og ekki orðið meint af flutningnum norður. Var þeirra líka vel gætt á leiðinni. Forstöðumaður klak- og eldisstöðvarinnar í Reykjavík, Erik Mogensen, kom með flugvél- inni norður og hafði meðferðis súrefnistæki til þess að tryggja lífsskilyrði seiðanna í brúsunum. Unnið að því að sleppa laxaseiðum í Eyjafj.á, framan við Saurbæ. Var hann siðan félagsmönnum stangveiðifélagsins til leiðbeining- ar við 'að sleppa seiðunum á hent- uga staði í ánni. Hellt í milíi brúsa og fötu — mörg laxaseiði í bununni! Eins og undanfarin ár var þess- um seiðum nú sleppt á svæðinu frá Möðruvallabrú að Hólum. Eru þar víða góð skilyrði fyrir ungviði, hæfilegur malarbotn og talsverður GERFITUNGL. Vísindanna vitru feður viður ýmsar gátur stríða. Marga nýja himinhnetti hamast þeir nú við að smíða. Allir þessir urðarmánar eru, ef fréttablöð skal marka, fjarska Iíkir fótboltunum, scm flestir eru nú að sparka. Þó er enn að yfirstíga afarmiklar tækniþrautir, og ýta þcssum undratunglum út á sínar himinbrautir. Við þær háu himinspyrnur ‘ hafa þyrfti skotmenn góða, en útlendingar, er hér kepptu, áttu fáa slíka að bjóða. Að þeim hcppnist himinsparkið herfilega brugðist getur, — ætli þeim á Akranesi ekki myndi takast betur? DVERGUR. Erik Mogcnsen, fiskiræktarmað- ur, kom með laxaseiðin í flug- vélinni og fylgdist með hcilsufari þeirra unz þeim var sleppt í ána. gróður í botni. Virðist gróður með mesta mótti í ánni nú, eftir hið bjarta og hlýja sumar. Vart við niðurgönguseiði í haust. Snemma í þessum mánuði varð vart við allmikið af niðurgöngu- seiðum á mótum ferskvatns og sjávar hér við austurlandið hand- an við Pollinn. Magnús Brvnjólfs- son bifreiðastjóri, sem er kunnur og áhugasamur veiðimaður, var með stöng að veiðum þar. Varð hann var við stóra torfu af smá- fiskum og lék hugur á að vita, hvaða fiskar þar vafru á ferð. Tókst honum að krækja einn fisk- inn. Virtist honum þetta geta ver- ið niðurgönguseiði af laxastofni. Magnús fékk forráðamönnum stangveiðifélagsins fiskinn í hend- ur, en þeir sendu hann til veiði- málaskrifstofunnar í Reykjavík til rannsóknar. Nú hefur borizt úr- skurður frá henni, að þarna hafi verið laxaseiði, á leið í sjó í fyrsta sinn. Gera stangveiðimenn sér nú vonir um, að vænlegur árangur geti orðið af fiskiræktinni og Eyjafjarðará muni geta fóstrað laxastofn þá tímar líða. Ekki lax heldur sjóbirtingur. I sumar var skýrt frá því hér í blaðinu, að veiðzt hefði 14 pund& lax í Eyjafjarðaré. Fiskurinn var hreisturtekinn og hefur rannsókn nú sýnt, að hér var um sjóbirting að ræða en ekki lax. Fiskurinn reyndist vera 11 ára gamall, og hafa alls verið 4 ár í ferskvatni en 7 ár í sjó. Sjóbirtingar vaxa miklu hægar en laxar. Eftir 7 ár í sjó er þessi sjóbirtingur ekki þyngri en lax mundi vera eftir 2 ár í sjó. Kappróður Æ. F. A. K. Kappróður drengja í Æskulýðs- félagi Akureyrarkirkju fór fram laugardaginn 24. sept.. á Akureyr- arpolli. — Róið var frá Höepfn- ersbryggju og út að hafnarmynni við Torfunefsbryggju. Vegalengd- in er um það bil 910 metrar. — Keppendur höfðu töluverðan mót- byr. Hjá yngri sveitum urðu úrslit þau, að Neisti vann. A honum reru: Magnús Aðalbjömsson, Ge- org Tryggvason, Gísli Kolbeinsson, Asgeir Gunnarsson. Stýrimaður var Sverrir Leósson. Tími þeirra var 5 mín. 47. sek. Glóamenn reru örskammt á eftir, á 5 mín. 50 sek. I flokki eldri drengja sigraði sveitin á Glóa (þar eru suðurfar- arnir): Knútur Valmundsson, Stef- án og Róbert Arnasynir, Eggert Eggertsson. Stýrimaður var Gísli Kristinsson. Þeir reru vegalengd- ina á 4 mín. 46,5 sek. Neistamenn reru á 5 mín. 36,3 sek. Tvær sveitir eiga eftir að ljúka keppni. — Tímaverðir voru Rafn Hjaltalín guðfræðistúdent og Pét- ur Bjarnason. — Vetrarstarfsemi félagsins hefst í október. Engin raunvemleg breyfing á við- horfinu í Moskvu Krúsjeff leysir frá skjóðunni í Kreml Að undanfömu hefur Dagux birt nokkrar athyglisverðar greinar urn alþjóðamál cftir Walter Lippmann, hinn heims- fræga blaðamann og rithöfund. Kjarninn í greinum Lippmanns um þessar mundir er, að hin nýja hernaðartækni atómaldar hafi nú sannfært leiðtoga þjóðanna í austri og vestri um að styrjöld er í raun og veru óframkvæmanleg. Nútíma styrjöld jafngildir gjör- eyðingu í löndum beggja styrjald- araðila. Stríð getur enn síður en nokkurn tíma í sögunnni leyst nokkur deilumál. I ljósi þessarar vitneskju hafa þjóðirnar í austri og vestri raunverulega breytt starfsaðferðum í samskiptamálum sínum. Þær viðurkenna að þeir verða að lifa saman og eiga sam- skipti, enda þótt deilumálin séu óleyst. Og langt er í land að þau leysist. Það má kalla þegjandi samkomulag að viðurkenna ststus quo og reyna ekki að breyta til með valdi á hvoruga hlið. En hvorki hafa Rússar breytt um af- stöðu né heldur ætla Vesturveld- in að afsala sér aðstöðu sinni. Ný viðhorf kunna að skapast þá tímar líða. En skrafið um stórbreytt við- horf í austri, er harla óraunhæft. I skiptum stórveldanna er þrátefli eins og stendur, og það setur mark á dagleg samskipti. FYRIR ÞÁ, sem hafa lesið greinar Lippmanns um þessi efni, er fróðlegt að íhuga ræðustúf, sem Krúsjeff, framkvæmdastj. komm- únistaflokksins rússneska, hélt í samkvæmi er rússneska stjórnin hélt Austur-Þjóðverjum nú á dög- unum, er forustumenn þeirra komu til Moskvu á hæla Adenau- ers kanzlara Vestur-Þjóðverja. — Varpar hún nokkru ljósi á við- horfin, og styður í flestum grein- um skoðun Lippmanns á núver- andi viðhorfi stórveldanna. Og hún sýnir einnig vel, að núverandi „friðarsókn“ kommúnista í ýmsum löndum, er fyrst og fremst áróð- ursherferð í flokkslegum tilgangi. í RÆÐU sinni komst Krúsjeff m. a. svo að orði: „Hin rússnesku bros eru einlæg, en sú skoðun vor er óbreytt, að kommúnisminn muni sigra að lokum. Vér munum Þingeyingar eru að koma upp byggðasafni Þingeyingar liafa undanfarin 3 sumur unnið að söfnun gamalla rnuna í héraðinu lyrir væntanlegt byggðasaín. Nú í haust liefur Páll H. lónsson kennari ferðazt unt all- stórt svæði í þessu skyni og orðið vel ágengt. í vesturhluta sýslunnar hefur Sigurður Halldórsson, Stóru- Tjömum, séð um söfnunina. Allir eru munirnir geymdir á Stóru-Laug- um í Reykjadal, og eru jieir orðnir hátt á sjötta hundrað að tölu og ýntsir af jreim lágætir. Bændafélag Þingeyinga stendur fyrir jiessari sölnun. Ekki hefur byggðasafninu verið ákveðinn staður. Burtlluttir Þingeyingar hafa sent safninu marga muni, og er að Jiví mikill styrkur. Enn eru nokkrir hreppar eftir, sem ekki liéfur verið leitað til í Jiessu efni. sigra, en vér munum ekki þuifa að fara í stríð til þess að ná þeim á:r- angri.“ Áheyrendur skildu ræðu hans á þá leið, að því færi víðs fjarri, að Sovétrikin hefðu í hyggju að hörfa á nokkrum vígstöðvum kalda stríðsins, heldur væru þau staðráðin í að halda aðstöðu sinni og halda uppi sókn fyrir kommún- ismann hvarvetna. ORÐ KRÚSJEFFS hafa því vakið mikla athygli, einkum með- al þeirra vestrænna stjórnmála- manna, sem hafa trúað því að hægt mundi að fá Rússa til þess að láta af stuðningi við hina kommúnistíska stjórn Austur- Þýzkalands, og sameina Þýzkaland með þeim hætti. Krúsjeff lagði á það áherzlu, að Rússar mundu ekki aðeins styðja austur-þýzku stjórnina með öllum ráðum, held- ur héldu þeir fast við þá skoðun, að þessi kommúnistíska stjórn mundi verða sá segull, er mundi draga allt Þýzkaland til sín þá tímar liðu. „Vér sögðum dr. Adsn- auer,“ sagði Krúsjeff, „að Vestur- Þýzkaland væri á glötunarstigum kapítalismans. En vegur framtíð- arinnar er sá vegur, sem Austur- þýzka alþýðulýðveldið fer eftir. Að lokum mun allt Þýzkaland sjá hina réttu leið. . . . “ í framhaldi af þessu ræddi Krú- sjeff um núverandi þrátefli stór- veldanna í alþjóðamálunum. Hin friðsamlega samvist sem nú líkir, er aðeins viðurkenning á þeirri staðreynd, að heimurinn er skiptur í tvö kerfi, og hvorugur aðili ætlar sér að reyna að breyta hinu með valdi. Á meðan beðið er eftir því að straumur tímans renni fram, sagði Krúsjeff, og skynse-min nái yfirtökum (að skoðun kommún- ista) og leggi heiminn að fótum kommúnismans, vilja Rússar gjam an eiga vinsamleg samskipti við önnur lönd. „Þeir segja fyrir vest- an, að eitthvað hafi breytzt síðan Genfarfundurinn var haldinn,“ hélt hann áfram. „Þeir segja, að leiðtogar Sovétríkjanna brosi, en framkvæmdir þeirra séu í litlu samræmi við brosið. En brosin eru einlæg. Þau eru ekki gerfibros. Við viljum friðsamlega sambúð. En ef einhver skyldi halda að bros okkar jafngildi því að við ætlum að afneita kenningum Matx og Lenins eða yfirgefa hina kommún- istisku stefnu, þá eru þeir að blekkja sjálfa sig. Þeir geta eins sagt sjálfum sér að páskana beri alltaf upp á þriðjudag." Og enn segir Krúsjeff: „Við viljum frið- samlegar samvistir. En við viljum líka viðgang kommúnismans. Ástæða þess að við kjósuin frið- samlegar samvistir er, að veröldin er skipt í tvö kerfi. Kapítalistar halda sína leið unz þeir sjá, að það er leið hinna blindu. Sigrar sósíal- isminn? Við þurfum ekki að fara i stríð til þess að sigra. Friðsam- leg samkeppni verður nægileg. . .“ ÞETTA ERU lærdómsrik orð. Þau sýna að andinn er hinn sami. Undirróðursstarfsemi kommúnism- ans mun halda áfram sem fyrr. En sjálf styrjaldarhættan er sennilega minni en á tímum Stalíns. Lepp- arnir í öðrum löndum munu halda áfram moldvörpustarfinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.