Dagur - 28.09.1955, Blaðsíða 8
8
Miðvikudaginn 28. sept. 1955
Falleguf garður í sveit
Myndin er úr myndasafni KEA, af sveitabæjum í Eyjafirði. Hún
sýnir íbúðarhús í Litla-Árskógi á Árskógsströnd, og garðinn, sem
er þar að húsabaki. Hann er mjög fallegur og vel hirtur. 1 Litla-
Árskógi búa hjónin Vigfvis Kristjánsson og Elísabet Jóhannsdóttir
og synir þeirra, en þeir eru allir orðlagðir hagleiksmenn.
(Ljósmynd: Tryggvi Haraldsson.)
- Varnaðarorð í tímariti Landsb.
ASgengt að 100 örnefni fylgi
hverri jörð í Þingeyjarsýsiu
Lokið skrásetningu örnefna á 120 býlum í
Norður-Þingey jarsýslu
(Framhald af 1. síðu).
in til þess að bæta hag framleið-
enda. Hin sérstöku vaxtakjör hljóta
að valda því, að þeir, sem rétt eiga
á þeim, nota þau út í æsar og draga
smám saman eigið fé sitt úr rekstr-
inum og fá bankalán í staðinn. Al-
menn vaxtahækkun og samdráttur
útlána eða aðrar aðgerðir geta ekki
náð fullkomnum árangri ef megin-
atvinnuvegir þjóðarinnar eru und-
anþegnir. íslenzkt fjármálalíf kemst
því aldrei á heilbrigðan grundvöll,
fyrr en útflutningsatvinnuvegirnir
hafa svo góð afkomuskilyrði, að þeir
þurfa ekki á fríðindum og forrétt-
indum að halda fram yfir annan
atvinnurekstur."
Lánastarfsemin.
„Tvennt stendur heilbrigðri lána-
starfsemi á íslandi mjiig fyrir þrif-
um. Annars vegar er það, að heilar
atvinnugreinar liafa verið reknar
með þrálátu tapi árum saman, en
vegna mikilvægis þeirra fyrir þjóð-
arbúið hafa bankarnir neyðzt til
að halda áfram lánveitingum til
þeirra, jafnvel þótt fyrirtækin væru
komin á gjaldþrotsbarm. Hins veg-
ar er sú staðreynd, að hér á landi
er ekki til neinn verðbréfa- eða
hlutafjármarkaður, þar sem opin-
berir aðilar og einkafyrirtæki geta
aflað sér lánsfjár til langs tíma. Af
þessum orsökum hafa hlaðizt á
bankana mikil útlán, sem' bundin
eru leynt eða Ijóst til miklu lengri
tíma en heilbrigt getur talizt, þar
sem innlánsfé bankanna er aftur á
móti að langmestu leyti óbundið —“
„Ein æskilegaSta leiðin til þess
Berklavarnadagurinn
á sunnudaginn keniur
Um næstu helgi fer fram fjár-
söfnun um land allt til starfsemi
SIBS að Reykjalundi og Kristnesi.
Berklavarnadagurinn er á sunrtu-
daginn, en fjáröflunarstarfsemin
hefst þegar á laugardag með dans-
leik á Hótel KEA og kvikmynda-
sýningu í Nýja-Bíó kl 9. A sunnu-
daginn verða seld merki og blöð
dagsins. Kvikmyndasýningar verða
í Skjaldborgarbíó og dansleikir í
Alþýðuhúsinu og á Hótel KEA um
kvöldið. Sú nýbreytni hefur verið
tekin upp að auk venjulegra happ-
drættisvinninga á merkjum dags-
ins, sem eru númeruð, er nú dregið
um aukavinning, sem er hvorki
meira né minna en ný bifreið af
enskri gerð. Er því til nokkurs að
vinna með því að kaupa merkin,
auk þess sem menn leggja lið hinu
merka og ágaeta starfi SIBS.
að afla fjár til atvinnurekstrar er sú,
að fyrirtækin selji almenningi liluta-
bréf sín. Á þann hátt fá þau áhættu-
fjármagn til óákveðins tíma. En
fyrir þá, sent leggja vilja fé á vöxtu,
eru hlutabréf að ýmsu leyti svipaðs
eðlis og vísitölubundin verðbréf,
þar sem verðmæti þeirra hækkar að
ölláim jafnaði ásamt iiðru verðlagi
í landinu og oft mun hraðar, þegar
vel árar.
Ilér á landi hafa hlutafélög ekki
þróazt eðlilega nú um langt skeið.
Orsakanna er vafalaust fyrst og
fremst að leita í skattalöggjöfinni,
sem veldur því, að nær ókleift er
að reka stórt hJútafélag á Islandi á
heiðarlegan hátt. Hefur þetta orðið
til þess, að stórum hlutafélögum
hefur verið skipt í mörg smá félög,
og hefur þá ekki komið til mála, að
hlutabréf þeirra yrðu seljanleg á
markaði. Jafnframt er fjöldi fjiil-
skyldu- og smáfyrirtækja rekinn sem
hlutafélög, þar scm því fylgja ýmis
hlunnindi. Yfirleitt er óhætt að
segja, að flest hlutaféliig hér á landi
ráði yfir of litlu eigin fé og séu of
háð bönkum um rckstrarfé —“
„Nú er búizt við því, að ríkis-
stjórnin leggi fyrir næsta þing frum
varp um breytingu á skattlagningu
félaga. Verður þá vonandi stigið
fyrsta skrefið í þá átt að skapa hluta
félögum eðlileg vaxtarskilyrði, með
því að breyta skattlagningu í það
horf, að hún sé fast hlutfall at tekj-
um og enn frcmiir með því að gera
íélögum kleift að úthluta sæmileg-
um arði. Þá mundi opnast leið til
að afla fjár til stórfvrirtækja og upp
byggingar atvinnulífsins með hluta-
fjársöfnun hjá almenningi. Velmeg-
unin er nú svo mikil, að þjóðin
mundi geta lyft grettistökum á
þennan hátt, cn jafnframt yrðu þiis
undir manna meðeigendur stærstu
atvinnutækja þjóðarinnar."
Alvinnufyrirtœki cru hornsleinar.
„Hér hefur verið drepið lauslega
á nokkur þau vandamál, sem við
er að etja í íslenzkum fjármálum.
Að lokum skal lögð áherzla á þá
skoðun, að hinir I járhagslegu örð-
ugleikar, sem nú er við að stríða,
verða ekki leystir á viðunandi hátt
nema á grundvelli heilbrigðs at-
vinnurekstrar. Atvinnufyrirtækin,
smá og stór, cru hornsteinar efna-
hagskerfisins. Séu þau fjárhagslega
vanmáttug, styrkþégar hins opin-
bera eða rckin með rangfærðu bók-
haldi vegna hinnar óhæfilegu skatta
byrðar, hljóta þau að sýkja allt fjár-
málakerfið. Þess vegna verður þjóð-
félagið að veita þeim géið vaxtar-
skilyrði, en um leið að krefjast jiess,
að þau beri sjálf áhættuna af rekstr-
inum.“
Dagur
Keppt um stýrishjól
í knattspyrnukeppni
Slippstöðin á Akureyri hefur
ákveðið að gefa stýrishjól af
skipi, myndarlegan grip, til
væntanlegrar firmakeppni í
knattspyrnu. —- Er ætlunin að
selja aðgang að leikjunum og
verja því fé, er inn kann að
koma, til að styrkja knattspyrnu
menn á Akureyri. Væntanlegir
þátttakendur geta snúið sér til
Slippstöðvarinnar, Sími 1830,
um frekari upplýsingar og ættu
að gera það sem fyrst.
Stjórn Iðnskóla Akur-
eyrar kjörin
Bæjarstjórn kaus nýlega eftir-
talda menn í stjórn Iðnskóla Ak-
ureyrar: Guðmund Guðlaugsson,
Jón Þorvaldsson, Steindór Stein-
dórsson og Gunnar Óskarsson. —
Menntamálaráðherra á eftir að
skipa formann nefndarinnar.
jónas Rafnar yfirlækn-
J
ir lætur af störfum
Um næstkomandi áramót lýkur
merkum starfsferli, er Jónas Rafn-
ar yfirlæknir á Kristnesi lætur af
störfum. Hefur hann sagt starfi
sínu lausu frá 1. jan. n.k. Jónas
Rafnar. hefur stjórnað Kristnesi
frá stofnun þess. Á starfstíma hans
hafa unnist miklir og örlagaríkir
sigrar í baráttunni við berklaveik-
ina. Mun nafn hans uppi, meðan
þeirrar sögu er minnst.
Nú fyrir nokkrum dögum var
hér á ferð, á suðurleið úr Þing-
eyjarsýslu, Skúli Skúlason frá
Hólsgerði í Ljósavatnslireppi. —
Hefur Skúli unnið að örnefna-
söfnun í Norður-Þingeyjarsýslu
í sumar, á vegum Þingeyingafé-
lagsins í Reykjavík og Þjóð-
minjavarðar.
Er nú að kalla lokið skrásetn-
ingu örnefna í Norðursýslunni. —
Alls kom Skúli á 120 býli í sumar
og fyrra sumar. Skúli sagði blað-
inu, að algengt væri að 100 ör-
nefni fylgdu hverri jörð, en sums
staðar væru þau miklu fleiri. Til
dæmis skráði hann 255 ömefni á
Fjöllum í Kelduhverfi, og var þar
mestur fjöldi örnefna í sýslunni.
Á Víkingavatni 248 örnefni, í Lax-
árdal í Þistilfirði 225, á Hafurs-
stöðum í Axarfirði 192 nöfn og í
Hafrafellstungu 188.
'■■?] Tfilfl
Áhugi fyrir örnefnum.
Skúli sagði bændur hafa tekið
erindum sínum vel og greittt fyrir
sér á marga lund. Væri almennur
áhugi að skrá örnefnin og forða
því, að þau týndust. Starfið kvað
Skúli hafa verið ánægjulegt vegna
vinsamlegra undirtekta manna, og
vegna góðviðrisins, sem ríkti í
sumar á þessum slóðum. Fór Skúli
gangandi í milll bæja og var það
ánægjulegt ferðalag í sólskini og
sunnanþey.
m
Saga fylgir sjaldan ömefnum.
I örnefnaskrá Skúla kennir
margra grasa. Sjaldan er unnt að
skrásetja sögu með örnefni, sagði
hann. Þó ber það við. Á Langanesi
eru Skálabjörg, er Guðmundur
góði vígði, og fylgir þeim síðan sú
náttúra, að ekki verður slys á
mönnum né skepnum, þótt hrapi
þar. — Ornefni eru víða dregin af
mannanöfnum. Víða eru stekkir og
kvíaból og svo eyktamörk. Skráði
Skúli lýsingu á landi og áttir í
sambandi við eyktamörk.
Örnefnaskráin verður nú hrein-
rituð, og síðan væntanlega varð-
veitt á Þjóðskjalasafni. Óvíða mun
örnefnasöfnun heilla héraða svo
langt komið sem í Norður-Þing-
eyjarsýslu, en á nokkrum stöðum
er vakandi áhugi fyrir málinu. Til
dæmis er nú unnið að allsherjar-
ömefnasöfnun í Vestfirðingafjórð-
ungi og starfar Ari Gislason kenn-
ari í Reykjavík að málinu.
Ýmis fíðindi úr nágrannabyggðum
Hrútasýning í
Köldukinn
Á sunnudaginn var haldin hrúta-
sýning í Köldukinn. Þangað komu
80 hrútar og fengu 30 fyrstu verð-
laun. Þar af allir hrútar Jóns Sig-
.urðssonar í Felli, 3 að tölu.
Þyngsti hrúturinn vóg 114 kg., eig-
andi Kristján Jónsson bóndi í
Fremsta-Felli. Yfirleitt þóttu hrút-
arnir vænir og vel byggðir.
Ný f járrétt í
Ólafsfirði
Ólafsfirði 26. sept.
Tíðarfarið er fremur stirt um
þessar mundir. Aflinn er tregur á
trillurnar, mest 3000 pd. í róðri.
Ný fjárrétt var byggð að Reykj-
um í sumar og var hún í fyrsta
skipti notuð í göngunum. Hún er
steinsteypt með 16 dilkum. Slátr-
un stendur yfir.
*r-
Stækkun frystihúss í
Húsavík gerð á skömm-
um tíma
Húsavík 26. sept.
Þegar sýnt þótti að ekki mundi
nægilegt rúm i hraðfrystihúsinu í
Húsavík fyrir kindakjötið, var
ákveðið að reisa þegar viðbótar-
byggingu og voru þá 17 dagar til
stefnu. Var tekið til óspilltra mál-
anna og er nú verkinu að verða
lokið. Má það ekki tæpara standa,
því að eldri kjötgeymslur eru þeg-
ar að verða fullar.
Vænsti dilkurinn er fram að
þessu hefur komið í sláturhúsið að
þessu sinni vóg 25 kg. Var hann
frá Gautlöndum í Mývatnssveit.
Mikil fjölgun slátur-
fjár í Skagafirði
Sauðárkrókur 26. sept.
Hér er orðið haustlegt og snjór í
fjöllum. Haustannir eru miklai og
nægileg atvinna. Réttað var síð-
ustu viku alla, tók ein rétt við af
annarri. Slátrun stendur yfir og er
féð ekki yfir meðallag að væn-
leika. Þó liggja engar skýrslur enn
þá fyrir um meðalþunga. 26—28
þúsund fjár er siátrað og er það
til muna fleira en í fyrra.
Kartöfluuppskeran er misjöfn
og viða léleg.
Skjálfandafljótsbrú
opnuð fyrir umferð
en vígslu frestað
Fosshóll 26. sept.
A fimmtudaginn var burðarþol
nýju brúarinnar hjá Stóruvöllum
prófað. Settar voru 80 smálestir
af sandi og möl á brúna og siðan
ekið yfir hana á stórum vörubíl.
Seig hún nokkuð, en þó ekki meira
en eðlilegt má teijast og kippti sér
aftur er sandurinn var fjarlægður.
Á föstudaginn var svo haldið
reisugildi fyrir brúargerðarmenn o.
fl., en engin brúarvígsla fer fram
í haust.
Hin nýja og veglega brú er nú
opin til umferðar og þykir mikil
samgöngubót.
Búið er að ná kindunum er
gengu af í Bríkartorfu. Var það
ein ær og tveir veturgamlir hrút-
ar, hvitur og svartur. Ærin er ekki
brennimerkt og mörk á kindunum
ólæsileg vegna þess að eyrun hafa
kalið í vetur. Allt er fé þetta
sæmilega vænt.
900 fjár „á fjalli44
í Grímsey
Grímsey 26. sept.
Grímseyingar þurfa ekki að
hlaupa um fjöll og fimindi eftir fé
sínu. En þar voru þó fyrstu göngur
á mánudaginn’ Féð er með vænsta
móti. Samtals munu hafa verið „á
fjalli" um 900 fjár.
Veður eru óstillt og oft stórsjór.
Gefur því lítið á sjó og tíminn not-
aður þegar fært þykir við hafnar-
gerðina. Gengur það verk fremur
seint vegna veðurfarsins. Bygging-
arefni, bæði möl og sand, þarf að
sækja til lands og tefur það eðli-
lega fyrir. Höfnin verður SV2—6
metrar á dýpt með fjöru. Kar-
töflusprettan er fremur léleg, en
rófur spruttu vel og eru lausar við
kálmaðk.
Byggt á Laugiim
Laugmn 27. sept.
IJnnið er að byggingu tveggja
kennaraíbúðá við Laugaskóla, Eru
þær sambyggðar Dvergasteini, hinu
nýlega smíðaverkstæði skéilans. Þær
verða gerðar fokheldar I haust.