Dagur - 21.03.1956, Blaðsíða 1

Dagur - 21.03.1956, Blaðsíða 1
Kaupið Dag. Sími 1166. Fylgist með því, sem gerist liér í kringum okkur. — DAGUR kemur næst út laug- ardaginn 24. marz. XXXIX. árg. Akureyri, miðvikudaginn 21. marz 1956 15. tbl. Valbjörk opnar nýja húsgagna- verzlun við I Hin heppilega þróun húsgagnaiðnaðarins er fjöldaframleiðsla Valbjörk h.f. bauð blaðamönn- um að skoða hina nýju húsgagna- verzlun sína, sem opnuð var sl. laugardag í fyrrverandi húsakynn- um BSO við Ráðhústorg 9 hér í bæ. Er ætlunin að sýna á þessum fjölfarna stað framleiðslu fyrir- tækisins og selja Valbjarkarfram- leiðslu. Valbjörk framleiðir húsgögn sem hafa náð vinsældum um allt land. Á þriggja ára tímabili hafa umboð fyrirtækisins í Reykjavík, Siglufirði, Isafirði og Húsavík svarað aukinni eftirspurn. Léttur og grannur stíll. Hinn létti og granni stíll hús- gagnanna hefur náð hylli heimil- anna í æ ríkara mæli og nú þykir ekki lengur fínt að stofustóll sé tveggja manna tak. Á smíðaverkstæði Valbjarkar á Oddeyrartanga vinna nú 20 manns og hafa nóg að gjöra. Skólar, sjúkrahús, samkomu'nús og félags- Frumsýningu frestað Vegna inflúenzufaraldurs, sem nú gengur í bænum og hefur m. a. sýkt nokkra leikendur, verður frumsýningu á Ulfhildi frestað um óákveðinn tíma, en hefði annars orðið um næstu helgi. heimili leita til fyrirtækisins um smíði á húsbúnaði. Mest af framleiðslu Valbjarkar er selt á Reykjavíkurmarkaði og er það gleðilegt að nær 20 fjöl- skyldur á Akureyri skuli sækja kaupið sitt þangað. Forstjóri Valbjarkar er Jóhann Ingimarsson og annast hann jafn- framt teikningar húsgagna og inn- réttinga. Eina ráðið til að gefa almenn- ingi kost á húsgögnum með viðhlít andi verði er fjöldaframíeiðsla, sérstaklega vegna þess hve vélar allar og fullkomin verkstæði eru dýrar. Næsta verkefni Valbjarkar eru húsgögn í samkomusal SÍS við Gefjun. í Búðargiiinu er nýlenda sauðíjáreigenda. Bændaklúbburinn heldur fund næstkomandi mánu- dagskvöld á venjulegum stað og tíma. Umræðuefni: Byggingar í sveitum. Framsöguerindi flytur Þórir Baldvinsson húsameistari. Mennfaskólinn í leikferð Sýiidi Æðikollinn í Húsavík og Skjólbrekku við framíirskarandi aðsókn og undirtektir Leikfélag Menntaskólans á Ak- ureyri efndi til leikferðar um helgina, og sýndi Æðikollinn eftir Holberg í Húsavík á laugardags- kvöldið. Húsfyllir var og leiknum ágætlega tekið. Að síðustu voru leikendur og leikstjóri kallaðir fram og fluttu þá ávörp Júlíus Framsóknarvisiin é hefjasf á ný iár umferðir - Fern aðalverðlaun Þrj; Framsóknarfélagið á Akureyri hefur í vetur gengist fyrir all- mörgum skemmtisamkomum, þar sem spiluð hefur verið Framsókn- arvist og dansað á eftir. Skemmt- anir þessar hafa orðið afar vinsæl- ar og hefur eftirspurn eftir mið- um verið mikið meiri en hægt hef- ur verið að sinna. Vegna stöðugrar eftirspurnar og fjölda áskorana hefur nú verið ákveðið að halda þessum skemmtunum áfram, þó þannig, að í þetta sinn verður að- eins spilað þrjú kvöld í stað fjög- urra áður. Samkomur þessar verða eftir- talda daga: DAGUR kemur næst út á laugar- daginn, 24. marz. Auglýs- ingar }>urfa að berast fyr- ir hádegi á föstudag. Sunnudaginn 25. marz. Föstudaginn 6. apríl. Laugardaginn 14. apríl. Verða þær allar haldnar að Hó- el KEA og hefjast kl. 8.30. — Að þessum þrem umferðum loknum hljóta tvær efstu dömumar og tveir efstu herrarnir glæsileg verð- laun. Fyrstu verðlaun kvenna er fatnaður (dragt eða kápa, saumað eftir máli), en önnur verðlaun vandað armbandsúr. Fyrstu verð- laun karla er fatnaður (föt eða frakki) og önnur verðlauii arm- bandsúr. Þá verða einnig veitt aukaverðlaun eins-og undanfarið. Þeir, sem hafa hug á að sækja þessar skemmanir, eru vinsam- lega beðnir að panta aðgöngumiða sem fyrst á skrifstofu Framsókn- arflokksins á Hótel Goðafossi, sími 1443. Havsteen sýslumaður og Njáll Bjarnason formaður Leikfélagsins í Húsavík. Þökkuðu þeir leik flokknum fyrir komuna og fóru lofsamlegum orðum um sjónleik- inn. Magnús Stefánsson formaður Leikfélags MA þakkaði fyrir hönd gesta. Á sunnudaginn hafði flokkurinn aðra sýningu og seldust aðgöngu- miðar upp á svipstundu. Bæjarstjórnin hafði boð inni og fluttu þar ávörp og ræður: Júlíus Havsteen, Axel Benediktsson skólasjóri af hálfu heimamanna, en leiksj., Jónas Jónasson, Árni Kristjánsson menntaskólakenn. og fararstj. og Magnús Stefánsson fyrir hönd ferðamanna. Áður en lagt var af stað frá Húsavik, gengu leikendur heim til sýslumannsins og hylltu hann og þökkuðu fyrir hjartanlegar mót- tökur. Siðan var haldið til Mývatns- sveitar og tóku hjónin Pétur og Þuríður í Reynihlið á móti þeim og véittu þeim af mikilli og al- kunnri rausn. Um kvöldið var haldin sýning í Skjólbrekku við ágæta aðsókn og þótti hún takast sérlega vel. Um nóttina var svo haldið heim og þótti vel hafa tekizt fyrsta leik- för Leikfélags Menntaskólans á Akureyri, og hefur ferðafólkið beð ið blaðið að færa Þingeyingum kærar kveðjur og þakkir fyrir móttökurnar. Margir Ákureyringar strnida búskap, til að auka tekjuniar og til sálubótar Á Akureyri hefur löngum verið stundaður búskapuröðr- um þræði og margir átt kýrog kindur, auk lnossa, sem fyrr voru nauðsynleg, en eru nú til gamans. FJÁRHÚS í FELUM. Bæjarbúar og þeir sem leið eiga til Akureyrar munu tæplega gera sér þess grein, að enn er margt gripa á Akureyri og undra- margir eiga fé á fjalli hvert sumar og fjárhúskofa í bænum, þar sem lítið ber á. En fjós og fjárhús hafa orðið að færa sig um set, jafnóðum og bærinn stækkaði, í útjaðra bæjar- ins. Á nokkrum stöðum, þar sem vel hagar til, standa fjárhús hlið við hlið og þangað fara verka- menn snemma á morgnana til að gefa fyrri gjöfina, áður en farið er í vinnu í bænum og aftur á kvöld- in þegar vinnu er lokið. Sumir hafa sauðfé sem aðaltekjugrein, en aðrir til búdrýginda og sálubótar. YNDISSTUNDIR MEÐAL MÁLLAUSRA VINA. I Búðargilinu í Inrtbærium er nokkurs konar nýlenda sauðfjár- eigenda. Þar er gott skjól í öllum veðrum og ekki í alfaraleið. Þar standa fjárhús hlið við hlið, eins og meðfylgjandi mynd sýnir ogber hvert hús og heykuml brag af sín- um eiganda. Ekki eru húsin háreist og ekki er náttúrufegurðinni fyrir að fara, en þó eiga margir sínar yndis- stundir í litlu fjárhúsunum og flestar bera kindurnar merki þess að vel er að þeim búið. STÓR RÆKTARLÖND. Ræktunarlönd bæjarins eru mikil að víðáttu og fara stækk- andi, þótt alltaf sé af þeim tekið vegna bygginga. Auk þess eru svo hinir grösugu hólmar Eyjafjarðar- ár. Þeir eru að vísu ekki fullnýttir. En bæjarráð hefur nýlega sam- þykkt að leigja þá út til 5 ára. Er það lengri leigutími en verið hef-. ur og við það miðað að leigutakar sjái sér hag í að rækta hólmana með tilbúnum áburði. Hefur það ekki tíðkast, en tilraunir benda í þá átt, að það sé mjög hagkvæmt. BÚSTOFNINN. Akureyringar eiga nú um 3400 fjár á fóðrum, 500 nautgripi og 220 hross. Fóðuröflun er næg í bæjarland- inu fyrir þennan bústofn og síð- ustu árin hefur nokkuð af heyi verið seit úr bænum. Sendikennari í heimsókn Anna Larsson, sendikennari við Háskóla Islands, var nýlega hér á Akureyri flutti erindi í Mennta- skólanum og í Stúdentafélaginu um sænsku Akademíuna og sögu hennar. Ennfremur las hún sænsku með nemendum í Mennta- skólanum og Gagnfræðaskólanum. Þótti koma hennar hin ánægjuleg- asta. Aðalfundiir Fram- súknarmanna Aðalfundur Framsóknarfélagsins á Akureyri verður næstk. föstu- dag. Þar verða sagðar fréttir af 11. flokksþingi Framsóknarmanna auk venjulega aðalfundarstarfa. — Félagsmenn fjölmennið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.