Dagur - 21.03.1956, Blaðsíða 4

Dagur - 21.03.1956, Blaðsíða 4
4 D AGUR Miðvikudaginn 21. marz 1956 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Þorkell Björnsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166. Árgangurinn kostar kr. 75.00. Blaðið kemur út á miðvikudögum. Gjalddagi er 1. júlí. | PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. cssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssss' Stefna Framsóknarflokks- ins mörkuð NÝLOKIÐ er nú í Reykjavík 11. flokksþingi Framsóknarmanna. Áður en þingið hófst, var skýrt :rá því hér í blaðinu, að Framsóknarmenn væru arðnir örþreyttir á hinu langvinna samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, og að það gilti jafnvel um for- : áðamenn flokksins eins og allan þorra kjósenda Tans. Það hefur nú sýnt sig, að það voru orð að iönnu. Á hinu fjölmenna og glæsilega flokksþingi voru skoðanir manna ekki skiptar að þessu leyti. Engin rödd heyrðist, sem hvatti til áframhaldandi samstarfs við Sjálfstæðis- flokkinn. Stjórnmálasaga hans síðustu áratugina er ekki til þess fallin að laða aðra flokka til samstarfs við hann. Það eru verk Sjálfstæðisflokksins, að stefna núverandi ríkisstjórnar er komin í strand. Og þó að Sjálfstæðisflokkurinn lýsi sig nú reiðubúinn til að endurskoða afstöðu sína og taka á ný upji samninga við Framsóknarflokkinn um lausn á efnahagsörðugleikunum, er það skoðun Framsóknarflokksins að ráðstafanir, sem að halda mega koma og sem verður að gera, verði ekki gerðar í samráði eða samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn. — Þess vegna var það einróma álit flokksþingsins, að Framsóknarmenn ættu nú þegar að beita sér : yrir nýju stjórnarsamstarfi, sem nyti fyllsta trausts og stuðnings hins vinnandi fólks í landinu. í hinni glöggu og skorinorðu stjórnmálayfirlýaingu, sem lokksþingið samþykkti einróma, segir svo um þetta atriði: „Það er skoðun flokksþingsins, að með öllu sé overjandi, að landsmenn bíði að&erðarlausir á stjórnmálasviðinu í því stundarhléi, sem nú kann að verða vegna ráðstafana þeirra, sem gerðar hafa verið til bráðabirgða til þess að koma í veg íyrir stöðvun framleiðslunnar. Þvert á móti telur flokks- þingið skylt að'horfast í augu við erfiðleika kom- andi tíma. Telur flokksþingið óhjákvæmilegt og ijálfsagt, að Framsóknarflokkurinn beiti sér nú oegar fyrir því að komið verði á nýju stjórnmála- ■amstarfi til lausnar þeim mikla vanda, sem fram- undan er, og afla slíku samstarfi nægilegs fylgis meðal þjóðarinnar. Framsóknarflokkurinn er enn sem fyrr þeirrar skoðunar, að þess sé ekki að vænta, að jafnvægi náist til fraipbúðar í þjóðarbú- skapnum og að grundvöllur verði lagður að öruggri íramíarastefnu, nema því aðeins að hinar vinnandi stéttir við sjávarsíðuna eigi sinn eðlilega þátt í því að móta stjórnarstefnuna og bera ábyrgð á henni. Til þess að svo megi verða, þarf að koma í veg íyrir, að sérhagsmunastefna hinna ráðandi afla i Sjálfstæðisflokknum haíi áhrif á stjórnarfarið og hnekki sundrungaröflunum í landinu. Það þarf að styrkja þriðja aflið í íslenzkum stjórnmálum, fylk- ingu frjálslyndra umbótamanna og félagshyggju- manna í sveit og við sjó, en vinna bug á íhaldi og kommúnistískri trú á erlend máttarvöld. Sjálfstæði bjóðarinnar og eínahagsöryggi er undir því komið, að þriðja aflið verði ráðandi, að takast megi með samstilltu átaki að koma á samfylkingu alþýðu- stétianna í sveit og við sjó til þess að stjórna land- inu af ráðdeild með hag heildarinnar fyrir augum. Sú samfyíking verður að geta sýnt sundrunar- og klofningsm.nnum fram á, að gálauslegt íramíetði þeirra verði ekki lengur þolað af alþýðu landsins." FLOKKSÞINGIÐ hefur þannig skýrt og ótvírætt markað stefnu Framsóknarflokksins. Það lýsti yfir sem eindregnum vilja sínum, að núverandi stjórnarsamstarfi skyldi slitið svo fljótt sem kostur væri og efnt skyldi til kosninga á næsta sumri. Eftir þeim kosning- um bíður nú öll þjóðin með mik- illi eftirvæntingu, sumir og all- margir uggandi um sinn hag,ef svo skyldi fara, að nú væri loks hnekkt ógnarvaldi Ihaldsins. Til þess horfir nú auðvaldið og brask- aralýðurinn meS lítilli gleði. Á hinn bóginn sér alþýðan í landinu nú rofa fyrir nýjum degi í stjórn- málasögunni, eftir þessu tækifæri' hefur verið beðið um margra ára skeið, að takast mætti að þoka umbótaöflunum nær hvort öðru v' og fá þau til að leggjast á eitt 1 átökum sínum í stað þess að toga hvert á móti öðru. Ollum er ljóst, að framundan eru hörð átök, og þungu hlassi verður að velta, það eru sundrungaröflin. En alþýð- unni er ekkert um megn, ef hún er sameinuð og einhuga. Verum þess minnug, að í þessum átökum get- ur munað um framlag hins veik- asta og smæsta. Láti nú enginn sitt eftir liggja til að tryggja hinni væntanlegu samfylkingu umbóta- aflanna glæsilegan sigur og starfs- frið á komandi árum. Atvinnuhúsnæði Til söln ei' húsnæði fyrir verzlun eða iðnað á góðum stað í bænurn. — Nánari upplýsingar gefur GUÐMUNDUR SKAFTASON, hdl., Brekkugötu 14 — Sími 1036. Viðtalstími kl. 5.30—7. GÓLFTEPPIN eru komin. Nýir litir, ný munstur, nýjar stærðir. Pantanir óskast sóttar sent fyrst. AMAROBÚÐIN. Unglingsstúlka með gagnfræðaskólaprófi getur komizt að sem nemandi í tannsmfði. — Upplýsingar á tannlækningastofunni í Hafnarstræti 101. BALDVIN RINGSTED, tmmlœknir. TIL SÖLU er 6 manna fólksbifreið sem liefur stöðvarpláss. — Til greina geta komið skipti á góðum sendiferðabíl. Uppl. i símn 1741. Stúlka óskast í tvo mánuði í eldlnis heimavistar Menntaskólans. Upplýsingar hjá ráðskon- unni í síma 2386. Úrval af PARKER lindarpenn- um og kúlupennum tJBckouerj.lu/i \.$unnUuigú Tryggva DANSLEIKUR verður haldinn í Alþýðuhtis- inu fimmtudaginn 22. marz og hefst kl. 21. Böggiauppboð. Kvcnjélngið Bnldursbrn. STULKA óskast til afgreiðslustarfa i sérverzlun í miðbænum. Uppl. í simn 1580. kl. 1-6 e. h. Hljóðbylgju-þvottafæki TIL SÖLU. Selst ódýrt. Afgr. visnr d. Geymslupláss í góðum kjallara til leigu í Brekkugöíu 6. Upplýsingar í síma 1812. Til fermingargjafa: KOMMÓÐUR SAUMABORÐ SKRIFBORÐ RÚMFATASKÁPAR BÓKASKÁPAR DÍVANAR DÍVANTEPPI O. M. FL. Bólstruð húsgögn h.f. Hafnarstrceti 88. Sími 1491. Munið SANA SOL og FINDUS barnamatinn O. C. rHOPARENSEN ; . tfAFN Af* T I yc>H -‘-SI Börn og svefn í bandaríska blaðinu „Parents’ Magazine“ birtist fyrir nokkru alllöng grein um börn og svefn. Þetta er mál, sem alla foreldra varðar, hvar sem þeir eru búsettir, svo að ekki er úr vegi að birta nokkur atriði úr greininni, en hún er eingöngu spurningar og svör. „Er mikill svefn nauðsynlegur heilsu barnsins?" er fyrst spurt. Auðvitað er öllum ljóst, að svarið hlýtur að vera já, en það er á hinn bóginn fullyrt, að öll börn þurfi ekki að sofa jafnlengi, svefnþörfin sé mjög mis- munandi. —o— „Er það rétt, að svefnvenjur barnsins breytist á vissum aldri?“ Hér er einnig svarað játandi. Á vissum tímabilum getur það t. d. komið fyrir, að þó að barnið detti út af eins fljótt og áður, þá vaknar það brátt aftur og vill fara að leika sér. Þetta getur átt sér ýmsar or- sakir. Það getur t. d. staðið í sambandi við vöxt barnsins og verið því ósköp eðlilegt, en það getur líka stafað af hungri, þorsta eða óþægilegum nátt- fötum, rúmið getur verið of hart, barnið getur hafa borðað of mikið undir svefninn eða það þarf bara að fara á koppinn sinn. Svo getur líka einhverjum barna- sjúkdómi verið um að kenna. „Hvað eiga foreldrar að gera, þegar barnið vaknar og streitist í móti, þegar leggja á það á lcoddann aftur?“ Bezt er að reyna að finna orsökina og vinna bug á henni, er svarið. En það á alls ekki að skammast eða refsa barninu á neinn hátt. Gjarnan má leyfa því að sitja uppi í hélftima eða svo, en gæta verður þess, að tími þessi verði ekki fullur æsinga, og ekki má stund þessi heldur verða svo skemmtileg, að barnið fái löngun til þess að vakna svona næsta kvöld. Leyf- ið því að velja sér eitthvað leikfang í rúmið á kvöld- in, og slökkvið ekki ljósið á ganginum, ef barnið bið- ur um að láta það loga. Ekki er með þessu sagt, að þannig eigi að fara að við öll börn, því að þau eru svo misjöfn í eðli sínu og háttum. Aðalatriðið er að forðast æsingar. Foreldrar geta róað sig með því, að langfest börn sofa óreglulega einhver skeið æsku sinnar. „Hvers vegna velta sum börn sér og snúa sífellt í rúminu og tala og jafnvel gráta í svefni?“ Hvaða barn, sem er, getur sofið órólega og látið illa í svefni við og við. Venjulegast er það tákn þess, að mjög mikið hefur v.erið amstrað og hamast um daginn og hugurinn verið í uppnámi. Barnið segir stundum orð og setningar, sem gefa til kynna, að það er að lifa aftur einhverja atburði dagsins. En sofi barn órólegum svefni um langt skeið, er sjálfsagt að láta rannsaka, hvort ekki liggja til þess alvarlegri orsakir. —o—- í greininni er foreldrum ráðlagt að „gera eitthvað fyrir“ stundina á undan háttatímanum. Hér er átt við það, að gott sé að róa börnin fyrir svefninn, Gott er að segja sögu, helzt einhverja, sem barnið kannast við, og syngja barnavísur, svo að ró og friður verði ríkjandi, þegar fara á í háttinn. Síðast er spurt: „Á að hátta barnið á sama tíma á hverju kvöldi?“ Því er svarað til, að beztu svefnvenjurnar fáist með því að hátta ætíð á sama tíma. Lítil börn skilji ekki, þegar þau fá að vaka lengi fram eftir eitthvert kvöld, en þurfa svo að fara eldsnemma í háttinn kvöldið eftir. Það er ekki hægt að þvinga neitt barn til þess að sofa. Barsmíðar og ávítur æsa barnið til þess að berjast á móti svefninum en róleg gleði á heim- ilinu hefur það venjulega í för með sér, að vanda- mál þessi hverfa sem dögg fyrir sólu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.