Dagur - 25.04.1956, Blaðsíða 5

Dagur - 25.04.1956, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 25. apríl 1956 D A G U R * _____________________________________________________________ ■* * Vatnsskortur víða um Ga rðy rkj u þáttur ?W-írS'<'-:'í'W3 Eftir ÓSKAK ElRíKSSON ráðunaut ö-f'#-wí?-(SfeÁí Um kartöflur Kartöfluræktin er það rúmfrek, að menn geta almennt ekki haft hana á heimaslóðum, en neyðast til ao taka garða á leigu. Þeir geta því litlu ráðið um legu garðsins og jarðveginn sem valinn er. Bezti jarðvegurinn er sandjarðvegur, hæfilega blandaður mold og leir. Garðstæðið á að vera þurrt, liggja vel við sól og skjóli og íorðast staði, þar sem frosthætta er mest, t. d. aðkrepptar lægðir. Beztu mat- arkartöflurnar gefa afbriðin Gull- auga og Rauðar íslenzkar. Þær gefa einnig góða uppskeru í góð- um, vel hirtum öröum. Skán er mjög fljótvaxin. Ben Lemond er meðalfljótvaxin. Hvorug þessara tegunda er eins góð til matar og Gullauga eða Rauðar íslenzkar. — Nú má fara að setja kartöflur í spírun. Utsæðið þarf að vera heil- brigt, 30—60 gr. að þynd. Bezt er að láta spíra í grunnum kössum á björtum stað. Spírurnar eiga að vera 2—4 cm. á lengd þegar sett er niður. Doktor Björn Jóhannes- son segir hæfilegan áburðar- skammt vera 4,6 kg. kjarna, 4,5 kg. þrífosfat og 4,5 kg. brenni- steinssúrt kalí, allt miðað við 100 m-. Eitthvað mun mega fara hærra, einkum í sandjarðvegi. Þar sem grasvöxtur hefur verið óhæfilega mikill má draga mikið úr köfnunarefnisskammtinum. Sé áburðurinn ekki í réttum hlutföll- um getur hann spillt bragðgæðum kartaflna stórlega. Hæfilegt er að setja kartöflur í 5—7 sm. dýpi, hafa 50 sm. milli raða og 25 sm. milli kartaflna í röðum. Sé sett þéttara niður fæst nokkru meiri uppskera, en smærri kartöflur. Sé vaxtarrýmið 25x50 sm. mun láta nærri að 25—30 kg. þurfi á 100 m-. Einkennandi fyrir kartöflu- rækt hér á Akureyri hefur hin síð- ari ár verið hinn sííelldi flótti und- an arfanum, eða öllu heldur flótti undan dugleysi og vanhirðu rækt- unarmannanna. Ný og ný garðlönd hafa verið tekin, en ekki notuð nema í 2—4 ár, vegna arfa. Sem dæmi má nefna Lundsgarða, Konuogur fuglamia A laugardag fyrir páska varð Davíð Árnason endurvarpsstjóri í Skjaldarvík var við fugla tvo hátt í lofti. Hnituðu þeir hringa marga og bærðu ekki vængina. í kíki sá- ust þeir greinilega. Þetta voru ernir. Svifu þeir góð'a stund hægt og rólega á þönd- um vængjum, hlið við hlið, þar til þeir hurfu í ský.in. Enginn vafi lék á að þetta voru ernir, konungar ís- lenzkra fugla. Vænghafið er geysi- mikið, fremstu flugfjaðrirnar eru skildar frá og vængirnir eru gisnir að sjá og snubbóttir fyrir endann. Ernir eru orðnir sjaldgæfir fuglar og varpstaðir fáir hér á landi. — Þeirra hefur ekki orðið vart hér um slóðir, svo að frétzt hafi, um langt skeið. Sunnuhvolsgarða, Melagarða og Miöhúsagarða. Allt í kringum bæ- inn og inni í bænum má sjá þessi garðlönd löðrandi í arfa, sem tal- andi vott um ódugnað og hiröu- íeysi ræktunarmannanna. Það er mesti misskilningur, að ekki sé hægt að hirða garðana þannig, að arfinn eyðileggi þá ekki. Vandinn er sú, að gefa honum aidrei næði til að vaxa, og reyna að drepa arfaplönturnar meðan þær eru mjög smáar. Bezt er að fara tvisvar til þrisvar yfir allan garð- inn með arfasköfu, áður en kar- töflurnar koma upp og einu sinni eftir að grösin eru komin vel upp. Alla arfaeyðingu á að framkvæma í þurrviðri. Tröllamjöl má nota, en talið er að það spilli bæði sprettu og gæðum kartaflna. 2 kg. á 100 m- er nægilegt. Það er borið á rétt áður en kartöflugrösin koma upp, í þurrki og helzt undir þurrk. lieim Nýtt vandamál er í uppsiglingu í heiminum — vatnsskortur. Víða, þar sem mikill mannfjöldi býr á litlu svæði, er vatnsskorturinn mjög tilfinnanlegur. Vísindamenn, sem starfa að rannsóknum þessa máls, hafa lagt til, að tekin verði upp alþjóðasamvinna til að finna lausn, og að Sameinuðu þjóðirnar hafi milligöngu um þessa sam- vinnu. Sérfræðingar hafa þegar verið ráðnir til S. Þ. til þess að rannsaka hvað hægt sé að gera til að bæta úr vatnsskortinum, t. d. með því að finna ný vatnsból, finna nýjar aðferðir til að hreinsa óhreint vatn, vinna drykkjarvatn úr sjó o. s. frv. Ýmsar af sérstofnunum S. Þ., t. d. Alþjóða Veðurfræðistofnunin, Matvæla- og landbúnaðarstofnun- in og UNESCO, hafa þegar tekið málið til meðferðar. Með aðstoð S. Þ. hefur verið stofnaður sérstak- ur kennarastóll í vatns-vísindum við háskólann Roorkee í Indlandi, en þar í landi er vatnsskortur mjög tilfinnanlegur. íjorgvins Guðmundssonar í blámóðu bernsku birtist þín fyrirmynd og fékk full laun í fararnesti. Bvltist í barnasál brumhnappur andans, leitaði ljúflingsrödd að íífrænni veru. Líktist þú Ijósálfi í lukkunnar barni, teygaðir tímans brjóst tómleikann fylltir. Andi þinn endurvarp í órafjarlægð hugsaðri heimsrödd á hljóma-máli. Grófstu í grunn gamalla rústa, leitaðir lífsins í Ijóða-trú. Fannst falinn eld og framkaliaðir dýran Drottins óð dánumaour. I háloftum himingeims hefjast þínar raddir við eilífðar útsæ og aldahvörf. Á loftbylgjum ljcsvakans lýsa um allan heim tónverk þín og töfrar cg tóna-mál. A bjargi ertu Björgvin og bifast ei þótt skelli skúrir á skrautklæði. Líf þitt er ljómað litaskrúði, sem regnbogans rönd við rósavegg. Ristir þú rúnir og ramma-galdra á blöð bernskunnar, sem brautryðjandi. Fullur er farmanns knörr og flæðir yfir happasælan hal á hefðar-göngu. Gjöf þín er ei gengin, þótt gangi undir trú á tröll og töfra-gripi. Þótt gamall að genginn sé góðvinur, vermi þið vizkusnjall vorsins hugur. Fögur skal för þin til fremri landa og guli þitt geymt í góðskálum. Birtist þér betri bróður-heimar, þá ósk þín er öll á örlagastundu. Vaki þitt veldi sem vizkumanns og háfleygur hugur til heimsloka. í gröf þinni geymist sú gróðurmold, að upp vaxi andans eilífðar-tré. Gefi þér Guð góðar vistir í heimkomu hallar hinu-megin. Horfi eg til himins, heyri þína tóna, berst sem bergmáls-rödd frá björtum himni. 19. apríl 1956. Arnaldur Guttormsson. Kommúnistar eiga bágt um þessar mundir, enda kemur llokkur þeirra ekki undir sínu naíni fram á völl kosninganna, er í hönd fara. Þar reyna þeir að iela sig í skúgga Hannibals, eins og hræddir hérar bak við litla, blaðlausa grein. Síðan það komst upp og var ját- að af fyrirmönnum Rússlands, að Stalin hafi verið samvizkulaus fjöldamorðingi og stjórn hans ein- ræði, verstu tegundar, þora þeir ekki að líta framan í nokkurn mann og eru eins og þeir „kvíði fyrir hverjum andardrætti“. Þeir vita það, að hin blinda dýrkun þeirra á Stalin Og hin tak- markalausa trú þeirra á óskeikul- leik Rússanna, hefur orðið sér til svo mikillar skammar, að sú skömm verður með engu móti af- máð. Það hefur orðið lýðum ljóst, að predikarar þeirra fullyrtu það, sem þeir höfðu enga hugmynd um. Nú vita allir að þessir fáráðlingar trúðu þvi, sem var helber blekk- ing, dáðust að andstyggðinni, sögðu það svarta hvítt. Þeir standa nú sem afhjúpaðir afglapar frammi fyrir þjóðinni og vita, að enginn getur framar tekið mark á þeim. Þórbergur t itnaði. Þórbergur Þórðarson lítur að sögn út eins og hrökkállinn hafi á ný bitið í hann á gamla staðnum. Það er von hann gretti sig. Hann minnist þess, enda stendur það svart á hvítu, að hann sagði 1950 á fundi i Stúdentafélagi Reykja- víkur: „Þetta sanneiksfjandsám- lega blaður um einræði Stalins, kommúnistiískt of- beldi. . . . á ekki við nokk- ur rök að slyðjast. Það er aðeins mannhatursáróður siðlausra fjárplógsmanna.“ Laxness vitnar líka. Á sama tíma var það ekki talinn ómerkilegur vitnisburður í hópi kommúnista, sem Halldór Kiljan Laxness bar í Gerska ævintýrinu. Hann sagði: „Það væri einföld sál, sem gerði sér það ónæði að kappræða við auðvalds- sinna hið kæra umræðuefni aftökurnar í Rússlandi“. Eigum við að segja, af því skáld á í hlut, sælir eru einfaldir. Gunnar Benediktsson, prestur kommúnismans, kvað nú stara í gaupnir sér. Hann hafði sagt: „Faðir og bróðir“ Gunnars Ben. „Persónuleg saga Stalins er helzt þess eðlis, að Frið- rik Hallgrímsson dóinpró- fastur gæti auðveldlega sagt hana börnurn, sem dæmi þess, hvað hægt er að kom- ast áfram í heiminum með iðjusemi og trúmennsku. . . Hann er íaðir og bróðir, vinur og félagi. . . . “ Gunnar spyr, að þvi er heyrzt hefur: „Hvenær gleymist þetta?“ Og hann hefur yfir aftur og aft- ur það, sem hann sagði í „Bóndinn frá Kreml“. Gott er það hve fljótt fyrnist yfir þá mergð fullyrðinga, sem mannanna börn leyfa sér að láta á þrykk út ganga. Sverrir sagnfræðingur lætur ljós sitt skína. Sverrir Kristjánsson sagnfræð- ingur kommúnista, tekur í nefið aftur og aftur, án þess að vita af því að allt fer utan hjá. Hann star- ir á sin eigin orð í Þjóðviljanum 1949. „Sögulegt afrek J óseps Stalins niun alla stund verða tengt framkvæmd sós- íalismans.... Sjötugur að aldri er hann orðinn tákn sósíalismans á vorri jörð.“ Einar Olgeirsson segir: Einar Olgeirsson mundi aldrei hafa gerzt ritari hjá Hannibal, ef þessi orð hans sjálfs frá 7. marz 1953 auðmýkti hann ekki og lítil- lækkaði. „Vér minnnumst manns- ins Stalins, sem hefur verið elskaður og virtur og dáður meir en flestir menn mann- kynssögunnar áður og naut slíks trúnaðartrausts, sem fáir menn nokkru sinni hafa notið. . . . var til síð- ustu stundar sami góði fé- laginn, sem mat manngild- ið ofar öllu öðru.... Gagnvart mannlegum mik- illeika þessa látna baráttu- félaga drjúpum við höfði. — Þökk fyrir allt.“ Orð Ivristins E. Andréssonar. Kristinn E. Andrésson sagði 1953: „Stalin stóð vörð, trúan og hljóðlátan vörð um líf alþýðumannsins í heimin- um, um sósíalismann, um friðinn.“ Kveður við annan tón. Krusjeff sagði svo sem kunnugt er í ræðu sinni í Kreml 25. febrú- ar sl. að Stalin hefði myrt hundruð gamalla bolshevika, þar á meðal hefðu verið 70 af 133 miðstjórnar- mönnum flokksins 1937, og að hann hefði pyntað menn til þess að játa á sig lognar sakir. Og Þjóðviljinn opnaði munninn. Þjóðviljinn neyddist til þess 7. apríl 1956 að segja: „Ráðamenn í Sovétríkj- unum og nokkrum öðruin alþýðuríkjanna hafa lýst því yfir, að þar í lönduin hafi um skeið viðgengist mjög alvarlegt ástand í rétt- arfarsmálum. — Saklausir menn hafi verið teknir höndum, þeir hafi verið ákærðir gegn betri vitund með upplognum gögnuin, sumir þeirra Iiafi á eín- hvern óskiljanlegan hátt verið knúnir til þess að játa á sig afbrot, sem þeir liöfðu aldrei framið. Sumir þessir menn voru teknir af lífi, aðrir settir í fangelsi.“ (Framhald á 9. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.