Dagur - 25.04.1956, Blaðsíða 1

Dagur - 25.04.1956, Blaðsíða 1
12 SÍÐUR Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagur DAGUR kemur næst út fimmtu- daginn 3. maí. XXXIX. árg. Akureyri, miðvikudaginn 25. apríl 1956 22. tbl. Myndin, sem hér íylgir er af fremur sjaldséðu farartæki. Þetta er snjóbíll, framleiddur í Canada, en eigendur eru Mjólkur- samlag K. J>. og Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík. Hann er eingöngu ætlaður til vöruflutninga og getur borið ll/> tonn af vörum og dregið 1 \/, tonn á vagni eða sleða. Ætlunin er svo að láta smíða hjólasleða, sérstakiega miðaðan við þetta farar tæki. — Sama gerð af snjóbíl er til á Seyðisfirði og hefur liann reynzt vel, að því er fréttir herma. — Þessi nýi snjóbíll er fyrst og fremst ætlaður til mjólkurflutninga þegar snjór teppir bílaleiðir. Jóhann Frímann skólasfjóri heiSraður í samsæti að Hófel KEA Iðnaðarmannafélág Akureyrar hélt Jóhanni Frímann skólastjóra samsæti 21. þ. m. að Hótel KEA. 'l'ileínið var 25 ára starfsafmæli Jóhanns sem Skólástjóra Iðnskóla Akureyrar, en Iðnskólinn á Akur- eyri er nú 50 ára. A síðastliðnu hausti tók ríki og bær við skólanum, og eru því þátta- skil í sögu hans um þessar mundir. Iðnaðarmannafélagið færði heið- ursgestinum fagran skrifborðslampa úr íslenzkum steini, mjög haglega gerðan af Arsæli Magnússyni. Margar ræður voru fluttar, og báru þær vott um vinsældir Jó- hanns Frímanns, hins þekkta og gáfaða skólamanns. Núverandi skólastjóri Iðnskólans er Jón Sigurgeirsson. Hvað um sfrætisvðguana? Strætisvagnar á Akureyri eru þegar orðnir nátengdir lífi og starfi bæjarbúa. Reynslan hefur sýnt að þeirra er full þörf og fólk- ið vill ekki og getur tæpast án þeirra verið. En eins og áður hefur verið sagt frá hér í blaðinu, er leigusamning- urinn við Norðurleið h.f. útrunn- inn 1. maí og þá verða vagnarnir af okkur teknir, samkvæmt samn- ingi þar um. v,Yfirdómarimi“ Kvenfélagið Hjálpin í Saur- bæjarhreppi sýnir leikritið Yf- irdómarann eftir Tómas Jón- asson í Sólgarði um þéssar mundir. Aðsókn er mjög mik- il og leiknum ágætlega tekið. Leikdómur varð of síðbúinn í þetta blað, en marga mun fýsa að sjá Eyfirðingana á leiksviði að Sólgarði. Leikurinn verður cýndur n. k. laugardags- og sunnudags- kvöld. Ætlunin var að nýjir vagnar yrðu þá komnir. Hlutafélag átti að stofna um kaup á þeim og rekstur þeirra. En það drógst lengi að fá leyfi fyrir nýjan strætisvagn, en er nú loksins fengið. Búast má við að strætisvagnar verði ekki starf- ræktir um mánaðartíma, þar sem fyrirsjáanlegt er að nýji vagninn kemur ekki fyrr en úrmiðjumjúní. Þó er séð að strætisvagnar verða ekki lagðir niður og mun það marga gleðja. Einnig er búizt við að annar vagn verði fenginn síðar í sumar. Stofnun hlutafélags, um strætis- vagna á Akureyri, hefur dregist ,á meðan allt var í óvissu um leyfi. Nú mun hlutafélagið verða stofn- að og bera nafnið Strætisvagnar Akureyrar h.f. Gefin verða út hlutabréf, 200, 500 og 1000 krónur að upphæð. Er þess vænst að sem flestir kaupi bréf þessi og geri þar með kleyft að borgarar i bænum, er þessa þjónustu þurfa, geti notið hennar og átt kost á farartækjum af full- komnustu gerðum. Tunnuverksmiðjan á Akureyri rúmlega 33 þúsund tunnum skilaði í vetur Þjóðvarnarfélag fyrir Eyjafjarðarsýslu er ný- lega stofnað. Gekk fæðingin erfiðlega, því að fundar- sókn var treg. I annarri til- raun tókst þó félagsstofnun- in á 8 manna fundi. Ekki er vitað hvort stjórnina skipa 5 eða 7 menn. Hitt er vitað að nokkrir Þjóðvarnar- menn hafa kvatt flokkinn. Formaður er Jón Kjartans- son, Pálmholti. „Sjálfan mig seð ég fyrst og síðan náungann44 Ólafur Thors, formaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði í ræðu á nýafstöðnu flokksþingi: „Við berj- umst fyrir hagsmunum okkar sjálfra, flokks okkar og þjóðar.“ Allt var þetta í réttri röð hjá formanninum og í fullu samræmi við stefnu braskaranna. Þeir gætu líka auðveldlega tekið sér í munn vísupartinn: „Sjálfan mig seð eg fyrst“ o. s. frv. Svo getur náung- inn fengið afganginn, ef eitthvað yrði eftir. Tunnuhlaðar minna á síld og sumar Tunnuverksmiðjan á Akureyri lauk störfum 14. apríl og hafði þá starfað frá 2. janúar í vetur. Stóri tunnustaflinn, sem sífellt várð stærri og stærri, minnir á síld og surnar, atvinnu og peninga, allt saman dásamlega hluti og eftirsóknarverða. Við vonum að þessar tunnur verði fullar af síld í sumar og vio trúum því að minnsta kosti að margar vonir rætist, bæði í sambandi við ævintýrafiskinn og margar aðrar vonir, er í bi jósti bærast við vetrarlok og sumarkomu. Síðasti vinnudagur. Síðasta vinnudag verksmiðjunn- ar var skroppið þangað til að sjá vinnandi hendur og vélar og fá Aðalfundur F.U.F, Aðalfundur Félags ungra Framsóknarmanna á Akur- eyri verður lialdinn næstk. sunnudag kl. 5 síðdegis á skrifstofu Framsóknarfl. á Hótel Goðafoss. Stefán Árnason frá Dalvík vann víðavangs- hlaup I. R. í Reykjavík fyrsta sumardag. Meðal keppenda voru Kristján Jóhannsson og Svavar Markússon. Aðólf Jónatansson við laggavélina. upplýsingar um eitt og annað við- komandi þessu fyrirtæki. I verk- smiðjunni hafa starfað 34 menn við ýmis störf á þessu tímabili. Þar er búið að smíða 33170 tunn- ur, sem öllum er hlaðið í einn stafla ,sunnan við verksmiðjuhús- ið við Höpfnersbryggju. Kurl á gólfi, viðarilmur í lofti. Inni er ys og þys. Margir menn að verki, vélar í gangi, stynjandiog starfandi, spænir og kurl á gólfi og loftið mettað viðarilmi. Björn Ein- arsson, sem verið hefur verkstjóri síðan 1949, veitir góðfúslega allar umbeðnar upplýsingar. Efnið, sem unnið var úr í vetur, átti að nægja í 35 þús. tunnur, en töluvert gekk frá, eins og jafnan vill verða. — Þrátt fyrir það er búið að smíða fleiri tunnur á þessum vetri en nokkru sinni áður. I fyrra seldust allar tunnur, samtals 26 þús., og ef síldveiðin hefði staðið nokkrum dögum lengur, hefði orðið tunnu- skortur. Minna á notalegan ilm verstöðvanna. Tunnur þær, sem smíðaðar eru hér á Akureyri, eru fyrst og fremst ætlaðar verstöðvum við Eyjafjörð og Skjálfanda. Komið hefur þó fyrir að þær hafa verið fluttar til Síðustu tunnumar settar í tunnuhlaðann. Bernharð Helgason, beykir. Raufarhafnar. En það er dýr flutningur. Annars flytja stórir flutningabílar ínikið magn af tunn- um í hverri ferð. Þessi flutningur er svo sem ekkert fallegur á að | Hta. En í hvert sinn að tunnubill | ekur hjá, er sem andrúmsloftið blandist hinni velþekktu og nota- ! iegu angan síldarverstöðvarma. Verða að hvítum tunnum. í Tunnuverksmiðjunni er margt véla, sem ókunnugir vita ekki nöfn eða nein deili á. Margar vélar eru (Framhald á 11. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.