Dagur - 25.04.1956, Blaðsíða 6
6
D A G U R
Miðvikudaginn 25. apríl 1956
DAGUR
Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Þorkell Björnsson.
Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166.
Árgangurinn kostar kr. 75.00.
Blaðið kemur út á miðvikudögum.
Gjalddagi er 1. júlí.
PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F.
Merkasti stjórnmálaviðburður
um árabil
UNDANFARIN kjörtímabil hefur Sjálfstæðis:
flokkurinn haft odda-aðstöðuna í íslenzkum stjórn-
skelfur nú af hræðslu, af hræðslu
við samtök og samstöðu andstæð-
inga þeirra. íhaldið, eða öllu held-
ur auðvaldið, hefur alla tið lifað
mest og bezt á því, hversu lítil
samstaða hefur verið með and-
stæðingum þess, þrátt fyrir skyld
sjónarmið. En nú hefur ógæfan
dunið yfir. Tveir lýðræðisflokkar
hafa bundist samtökum og freista
þess að bægja vá frá dyrum þjóð-
arinnar, freista þess að reka af-
ætulýðinn frá matborði alþýðunn-
ar, svo að hún sjálf verði ekki af-
skipt öllu lengur. En þegar svo er
komið er auðvaldinu nóg boðið.
Gripið er til síðasta hélmstrásins,
að reyna enn að koma inn tor-
tryggni hjá samstöðuflokkunum,
og ef það ekki tekst, þá að etja
saman einum óg einum manni inn-
an þessara flokka eða gegn flokki
sínum. Ög íslendingur lá ekki á
liði sinu. Síðasta blað hans gerði
skólun hefur verið við það miðuð
að fara beint út í pólitíkina og síð-
an á þipg, og þá er til lítils barizt,
ef ekki er hægt að tryggja þeim
„vinnu“ við sitt hæfi. En hvernig
er þessu farið hjá andstöðuflokk-
unum? Þingmannsefni þeirra eru
sótt beint til hins vinnandi fólks
og starf þeirra er þegnskaparvinna
í þágu flokks síns og sinna hug-
sjóna, en ekki atvinna eins og
íhaldspiltanna, sem lítið þekkja til
hugtaksins hugsjón. Það er þess
vegna, sem ekki er hæt að tala um
neinn „rétt“ þegar Islendingur
ræðir framboðsmál andstöðuflokk-
anna. Enginn á rétt til ákveðins
sætis öðrum fremur, gagnstætt því
sem er um Ihaldsframboðin. Þeim
hefur verið lofað þingsætum, og
þeir heimta sitt. Það er meira að
segja dæmi til þess, og það ekki
ýkja gamalt, að ungur íhaldsþing-
maður varð ráðherra bara vegna
málum. Þó hafa kosningatölur sýnt, að svo þurfti
ekki að vera. Alþýðuflokkurinn og Framsóknar-
flokkurinn höfðu nægilegt atkvæðamagn til að
mynda hreina meirihlutastjórn. Þessir flokkar báru
þó ekki gæfu til samstarfs og var því Framsókn
nauðugur einn kostur. En hann var sá, að mynda
ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þetta hefur
alltaf verið mörgum Framsóknarmönnum þyrnir í
auga. Þó lá það ljóst fyrir, að aðrar leiðir voru ekki
færar. Sjálfstæðisflokkurinn hafði stöðvunarvald í
stjórnmálunum, þótt ekki væri fyrir verðleikasakir
eða aukins fylgis. Heldur vegna sundrungar ann-
arra.
ÞRIÐJA AFLIÐ.
Nú eru þessi viðhorf breytt. Alþýðuflokkurinn og
Framsóknarflokkurinn hafa þegar myndað náið
kosningabandalag um land allt. Sameiginleg stefnu-
skrá hefur verið birt almenningi, og er hún prentuð
annars staðar i blaðinu í dag. Samtök þessi hafa af
sumum verið nefnd þriðja aflið í íslenzkum stjórn-
málum. Allir vitrustu stjórnmálamenn á Islandi
hafa viðurkennt að fyrrv. stjórnarstefna og þær ráð-
stafanir, er gerðar hafa verið til bjargar, séu aðeins
bráðabirgðaráðstafanir og stjórnarstefnan liggi ekki
aðeins út í óvissuna, heldur í fullkomið strand.
Allt fullorðið fólk í landinu veit að við búum við
falska velmegun — lifum um efni fram. Vegna
gjaldeyrisskorts er nú þegar komið á eins konar
skömmtunarkearfi. Munurinn er sá einn, að nú eru
það bankarnir sem skammta erlendan gjaldeyri í
stað nefnda og ráða áður. Almenningur veit lika að
hinar stórfelldu ráðstafanir vegna sjávarútvegsins,
sem gerðar voru í vetur, eru engin bjargráð fyrir
framtíðina. Strax næsta vetur standa útgerðar-
menn í sömu sporunum, og þó verr settir, og binda
flotann við hafnargarðana, krefjandi rikissjóð um
hærri upphæðir en síðast.
Það þarf óneitanlega mikla bjartsýni til að þora
að ganga lengur á þessari braut. Og það er meira en
lítil óskammfeilni að halda því fram, að óþarft sé
að gefa almenningi kost á að marka þá umbóta-
stefnu, sem koma verður, ef ekki á að stefna okkar
unga lýðveldi í meiri hættu en þegar er orðið.
I þeirri kosningabaráttu. sem framundan er, er
barizt um stóra hluti. Barizt er um stór og skýrt
mörkuð stefnumál — um nýja stjórnarhætti á Is-
landi. Það fer vel á því að Alþýðuflokkurinn og
Framsóknarflokkurinn beri merkið sameiginlega.
Samvinnustefnan og jafnaðarstefnan eiga vissulega
samleið í þessu landi.
Atvinnupólitík eða hugsjón
ÞAÐ ER AFAR margbreytilegt hvernig einstakl-
ingarnir snúast við ákveðnum vanda, sem að hönd-
um ber. Þannig getur hræðsla eða kvíði brotist út
í stærilæti og mikilmennsku, af því að margir
skammast sín fyrir að vera hræddir. Þannig var
ástatt um síðasta tölublað Sjálfstæðisblaðsins hér
á Akureyri. En Islendingur getur þó alls ekki leynt
hræðslu sinni um þessar mundir, þó að hann vilji
láta líta öðruvísi út á yfirborðinu. Gjörvallt íhaldið
„heiðarlega“ tilraun. En í gegnum
öll skrifin gægist hræðslan, sem að
baki þeim liggur, hræðslan við
fullkomna einingu. — íslendingur
reynir að gera framboðsmál and-
stöðuflokka sinna tortryggileg. En
þó að vitað sé að aupvaldið beri
innilega umhyggju í brjósti fyrir
velferð andstæðinga sinna, þá skal
íhaldsblaðinu bent á að hafa ekki
áhyggjur af þessum málum. Þeim
hefur verið ráðið til lykta og
meira að segja á þann veg, að
íhaldspiltarnir í báðum Eyjafjarð-
arkjördæmunum skjálfa af ótta
við að falla. Uppeldi þeirra og
þess, að hann gat hermt upp á for-
mann flokksins loforð um ráð-
herrastól, ef honum tækist að
verða fyrsti þingmaður í sinni
sýslu, komast upp fyrir þingmann
Framsóknarflokksins að atkvæða-
magni! Og út á loforðið kom ráð-
herraembættið!!
Ihaldið skal fullvissað um það,
að allar sprengitilraunir hafa enn
mistekist og svo mun verða fram-
vegis. Vopnið mun snúast í hönd-
um þeirra og verða til þess að
andstæðingarnir standa enn þéttar
saman um málefnin.
Húsmæðraskóli Akureyrar.
Húsmóðir hefur sent Fokdreif-
um eftirfarandi:
„NÝLEGA hafa blöðin skýrt frá
námskeiðum, sem haldin eru í
Húsmæðraskólahúsi Akureyrar. —
Er gott til þess að vita, að húsið er
nú notað til þess. Saumanámskeið
eru ætíð vinsæl og þörf, einkum í
bæjum og fjölmennum stöðum. —
Sama má segja um matreiðslu-
námskeið, sem einkanlega eru
hentug fyrir húsmæður, sem fá
þar tækifæri til að fylgjast með
nýjungum á því sviði sér til lær-
dóms og skemmtunar.
Þá hefur Gagnfræðaskólinn
þarna pláss fyrir sína matreiðslu-
kennslu, sem hann sennilega þyrfti
annars að byggja fyrir. Sýnist því
að forráðamenn hússins megi vera
fyllilega ánægðir með þessar ráð-
stafanir og haldi þeim áfram í
sama horfi. Svo virðist þó ekki,
því að nú er rætt um að leggja
beri út í hið mjög tvísýna fyrir-
tæki, að byggja heimavistir við
skólann og reka hann sem slíkan
með fullkomnu skólasniði. Nú er
svo komið, að húsmæðraskólarnir
eru orðnir of margir í landinu og
hafa tveir þeirra þegar lagzt niður,
þ. e. skólinn á Staðarfelli og skól-
inn á Hverabökkum og sumir
hinna eru ekki fullskipaðir. Er því
augljóst hvert stefnir, ef bæta á
við nýjum skólum. — Ættu þeir
er mest berjast fyrir þessu, að
kynna sér betur hvernig komið er
málum húsmæðrafræðslunnar í
landinu. Olíklegt má einnig teljast
að ríkið haldi áfram að veita fé til
skólabyginga, sem fyrirfram er séð
að ekki komi að notum.“
Náttúrugripasafnið.
„Á SÍÐUSTU árum hefur Akur-
eyri eignast náttúrugripasafn. Frá
þessu hafa blöðin skýrt, og ef
safninu bætast nýjir gripir geta
blöðin um það sem góða nýjung.
Síðasta, sem eg hef séð um safnið,
er að það hafi flutt í nýrri og betri
húsakynni. Þetta er allt gott og
blessað, og eg efast ékki um að
gaman væri að sjá þetta safn. En
sá er gallinn á, að það er lokað
fyrir sveitafólki. Aðeins einn kl-
tima á sunnudögum kvað safnið
vera opið, og þá er sveitafólk
vanalega ekki í bænum. Þetta er
leiðinleg ónærætni og þyrfti að
breytast. Er ekki hægt að koma
því svo fyrir að hafa safnið opið
einn kl.tíma á virkum degi einu
sinni í viku, t. d. frá kl. 2—3 eða
kl. 2.30-—3.30? Þá er flesta daga
allmart af sveitafólki í bænum,
sem fer aftur með mjólkurbílun-
um kl. 4“
Auknir farþegaflutn-
ingar Loftleðia
Farþegaflutningar eru nú sívax-
andi með flugvélum Loftleiða og
fyrir kemur, að vélarnar eru full-
setnar farþegum milli meginlanda
Evrópu og Ameríku, en það þykir
óvenujulegt á þessum tíma árs. —
Til dæmis um aukninguna má
geta þess, að í sl. marzmánuði
ferðuðust helmingi fleiri farþegar
með flugvélum Loftleiða en á
sama tíma í fyrra.
Voráætlun félagsins hófst 2. þ.
m. og verður flogið samkvæmt
henni til 20. maí næstk., en þá
fjölgar ferðunum úr fjórum upp í
fimm í viku hverri milli megin-
landa Evrópu og Ameriku.
Dr. med. Franz Xaver Mayr, Vínarborg:
Mikilsverðasta spurningin
Er nokkur spurning, sem nálgast það að vera cins
mikilSverð, hvað þá mikilsverðari, og svar hennar
brýnna fyrir oss lækna og vísindagrein vora, lieldur en
sú, hvenær meltingarfæri vor séu í lagi?
Þessi spurning er hin mikilsverðasta fyrir sérhvern
mann, sérliverja þjóð, mannkynið allt, — þó ekki sé
vegna annars en þess, að á meðan henni er ósvarað, þá
vitum vér ekki, hvernig vér eigum að næra oss eins og
bezt verður á kosið. En óheppileg næring er ein af
frumorsökum allra vandkvæða vorra í líkamlegum,
andlegum, sálarlegum, siðferðilegum, félagslegum og
þjóðhagslegum efnum og í innanríkismálum vorum óg
utanríkismálum. Hún er orsök þess, að jörðin verður
oss dalur tára, eymdar og neyðar, í stað þess að vera
oss sú paradís, sem skaparinn hefur til ætlazt.
Mér er það mikið í muti að geta sannfært menn um
réttmæti þessara staðhæfinga, ekki aðeins lækna
stjórnmálamenn, heldur hvern þann, sem einfaldri
hugsun og skyni er borinn og ekki hefur glatað því;
því að minni hyggju er hverjum fullorðnum manni
ómetanlega dýrmætt að öðlast glögga þekkingu á þess-
um elnum, þar sem hún varðar hið dýrmætasta í eigu
hans, heilbrigði hans, velgengni í lífinu og baráttu
hans fyrir tilveru sinni, hamingju hans í ástum og
fjölskyldulífi.
Gönguferðir
,,Ef þú ert í huga hrelld,
hlýddu mínum orðum:
Gakktu við sjó og sittu við eld.
Svo kvað völvan forðum.“
Það er engin afsökun til fyrir ]n‘í, Jfð ýíjí.ekki líkama
sínum fyrir hæfilegri hreyfingu, nema maður sé lam-
aður, Hver sem hefur heila fætur, getur gengið; og
ganga er bezta og ódýrasta líkamsæfing, sém til er.
Til þess að skapa mönnum lífsorku; 'k'ettfst 'engin 'æf*
in’g-'t'il jafns við hana. íþróttamenn, sem::æfa undir
keppni, ganga alltaf ákveðna vegalengd á degi hverj-
utn. Hnefaleikamenri og glímumenn, sem vilja ná eins
miklum styrk og þoli eins ög unnt er, telja göngur
sérstaklega mikilvægar. Göngur hafa endurnýjandi
áhrif á allan persónuleik manna. Þær koma mönnum
í snértingu við allt sem er lagurtr, xfandi;og:athyglis-
vert í náttúrunni. Þær koma þeim," Vm iðkar þ'ær, út
á’meðal manna, og vekja hjá honum þá.tilfinningu,
að Ita.nn sé þátttakandi í athafnalífj ætnars fólks. Þær
kalla hug og lijarta til starfa jafuframt hreyfingu lík-
amans.
Göngur eru hið einfaklasta læknislyf og hið cðlileg-
asta. Það er jafnvel liægt að ganga af sér áhyggjúr og
þjáningar! Ef maður líður andlegar þjáningar, sem
ekkert virðist lina, þá er ráð að leita út undir bert
loft, og vera þá þannig klæddur, að fötin liindri ekki
riisklegar hreyfingar. Og hefja síðan göngu. Ekki einn
eða tvo kílómetra, heldur þangað til vöðvarnir taka
að þreytast. Hvíla sig þá stundarkorn og halda síðan
áfram ferðinni. Þannig má oft létta af sér jafnvel
hinni þyngstu sorg. Gangan er í samræmi við íneð-
fædda eðlishvöt — löngun manns til að hafast eitt-
hvað að, hvað sem vera skal, til þess að varpa af sér
þcirri ofurbyrði, sem á manni livilir.
Hver önnur athöfn, sem kveður vöðva líkamans til
starfa, er dýrmæt, en gangan er bezt, fyrst og síðast —
nn'lu eftir mílu, og enn fleiri mílur.
Ef tilfinningamál liggja mjög þungt á þér, þá farðu
í gönguferð, ef þú hefur hreysti til. Gleymdu hifreið-
u num og strælisvögnunum. Leitaðu trúnaðar hjá natt-
úrunni. Gakklu og andaðu, fylltu lungun eins og þau
eru stór tii. Hvíldu þig, þegar þú þreytist, en haltu
síðan áfram ferðinni. Einn dag eða nokkra daga. E£
þú leggst örmagria til hvíldar að kvöldi, svo örmagna,
að þú fallir óðar i svefn, þá því betra. Þreyta líkamans
mun létta af þér taugaáreynslunni.
Eftir einn eða tvo slíka daga muntu finna, að þú
ferð að taka gleði þína aftur. Þú munt fara að neyta
matar og njóta hans eins og erfiðismaður. Og að fá-
eirium dögum liðnum, svo ótrúlegt sem það kann að
virðast, mun harmsefni það, sem þú hélzt að hefði
lagt líf þitt í rústir, taka að skipta þig minna máli.
Þú murit ekki gleyma því; það mun ennþá vera þér
hugstætt; en þú ferð að öðlast rneira öryggi. Þú tekur
að ná valdi yfir sjálfum þér.
Slíkri breytingu má koma til leiðar með heilnæmum
áhrifum langrar göngu, svo klukkustundum skiptir á
degi hverjum. Eftir því sem manni eykst þróttur, er
hægt að ganga tutugu, tuttugu og fimm eða jalnvel
þrjátíu mílur á dag.
Fáir þekkja liið mikla gildi þessa einfalda meðals
við mannlegri þjáningu. En hver ntaður ætti að þekkja
hin undraverðu áhrif þess. Láttu ekki liugfallast.
(Framhald á 11. síðu).