Dagur - 25.04.1956, Blaðsíða 12

Dagur - 25.04.1956, Blaðsíða 12
12 Miðvikudaginri 25. apríl 1956 Baguk Sumarkoma með sól meðvitund okkar er sauðljárrækfin heilagur alvinnuvegur Dr. Halldór Pálsson, ráðunautur, var frummæl- andi á fjölmennum Bændaklúbbsfundi Síðasti bændaklúbbsfundurinn var haldinn að Hótel KEA á mánudaginn. Sátu liann 125 bændur, víðs vegar að, bæði úr Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýsíu. Fundarstjóri var Jónas Kristjánsson en frummælandi dr. Halldór Pálsson. Fundar- stjóri bauð gesti velkomna og ráðunautinn alveg sérstaklega. Var mikið fyrir því haft að fá hann hingað norður fyn: á vetr- inum, þó að af því gæti ekki orðið þá. Nokkur atriði úr ræðu Halldórs Pálssonar. Veturinn kvaddi að þessu sinni með blíðviðri og sumardagurinn fyrsti rann upp svo fagur og mild- ur, að það var unun að koma út undir bert loft. Fuglar sungu í trjám, heiðló í mó og sjófuglarnir brugðu á leik á glampandi og spegilsléttum sjó. Jörðin, sem var að koma undan snjónum, vot og þýð, angaði af vaknandi lífi. Oðru hvoru andaði heitur sunn- anblær og gáraði sjóinn, en þegar utar dró, var fjörðurinn lognhvítur út fyrir Olafsfjarðarmúla og Kald- bak. —o— Fjöldinn allur af trillubátum var á firðinum, allt frá Akureyrarpolli til Dalvíkur. Þeir klufu ekki öld- urnar að þessu sinni, en mynduðu stórt V eða A á hvítum fleti fjarð- arins. Landið beggja vegna var að nokkru hulið snjó og krapi. Læk- irnir voru kraftmiklir og skollitað- ir og flýttu sér að bera burtu bráð- inn vetrarsnjóinn og sameina hann söltum sjónum. Og sjóinn munar ekkert um nokkra smálæki, en hann er alltaf ofurlitla stund að sætta sig við moldarlitinn við lækjaósana og búa hinum örsmáu jarðvegskornum mjúkan beð á sjávarbotni. —o— Stórir hópar af bústnum æðar- fugli syntu meðfram löndum og skrautbúnir blikar duldu ekki ástir sínar á hinum mjúkfiðruðu, mó- brúnu æðarkollum. Brátt leita þessir fuglar til friðaðra varp- stöðva sinna og koma svo aftur með ungahópa á eftir sér. Á holtum og móum, þar sem enn var nokkur snjór, létu. rjúp- urnar mikið að sér kveða. Þær steyptu sér úr háalofti og létu þá til sín heyra, en þær eru enn í hvíta búningnum sínum og fylgja snjónum. Þar eru þær óhultari og verða síður eygðar af leitandi rán- Myiidskreyting á Eyja íirði • Kommúnistar á Akureeyri eru hættir að minnast á Stalin sáluga. Þeim stendur ógn af villu síns veg- ar, en eru hins vegar hræddir við að verða brennimerktir Stalinistar. Geta þeir því í hvorugan fótinn stigið. Nú hafa þeir samt tekið rögg á sig og fjariægt myndir af fyrrver- andi skurðgoði sinu. Horfa þeir nú klökkir á auðan vegginn, þar sem áður gat að líta félaga Stalin. En sjómenn urðu varir við all- miklar myndskreytir.gar út á firöi. Þar flutu hinar dásamleegu Stal- inmyndir. Ekki hefur þótt nægilega tryggt að flytja þær á öskuhaugana, éins og frægt varð í Reykjavík, heldur var þeim fleygt eins og hræjum út á fjörð. Hvenær skyldi kommúnista- blaðið á Akureyri afneita Stali'n opinberlega? fuglsaugum fálka og smyrla, sem hvar sem er og hvenær sem er, geta birzt í vígahug og fæðuleit. í höfuðstað Norðurlands var sumri fagnað. Skátar gengu í skrúðgöngu um bæinn í skátabún- ingum sínum og með hljóðfæra- slætti. Var það fallegur hópur. Hlýddu þeir síðan messu í Matt- híasarkirkju og munu hafa komið þaðan betri menn. Lúðrasveit Akureyrar lék á Ráð- hústorgi fyrir marga áheyrendur, sem nutu góða veðursins og hljóm- listarinnar. Islendinar fagna sumarkomunni allra þjóða mest. Að þessu sinni var sumardagurinn fyrsti einn hinn fegursti yfir norðlenzkum byggðum um árabil.Gefur það enn sem fyrr þor og þrótt, þótt enn muni skiptast á skin og skuggar í veðurfari norðlægra slóða. Inflúenza í Olafsfirði Ólafsfirði, 24. apríl. Skæð inflúenza gengur nú hér í Ólafsfirði, og var barnaskólanum lokað í eina og Hájfa viku af henn- ar vcildum. Um 200 manns voru rúmliggjandi í einu og á allmiirgum heimilum allir í senn. Fisklaust er og atvinna engin. Þríheilagt í Bárðardal . Fosshóli, 24. apríl. A sunnudaginn átti húsfreyjan að Úlfsbæ, Guðrún Sigurbjarnar- dóttir, fimmtugsafmæli. Heimsóttu hana margir sveitungar hennar af því tilefni og þágu rausnarlegar veitingar. I dag er haklinn nokkuð óvenju- lcgur fundur að Sandvík í Bárðar- dal. Er það deildarfundur þriggja kaupfélaga. — Flestir Bárðdælingar eriiií þreinur kaupfélögum: kaup- félagi Þingeyinga. Katipfélagi Sval- barðsstrandar og Kaupfélagi Evfirð- iuga. Deildarstjóri er fvrir hvert fé- lag i"sveiiinni, og þurftii jieir allir að kjdla saman ftind og gerðu það í dag, svo að.liér cr nærri því þrí- heilagt. Aætlunarbílar fóru yfir Fljiíts- heiði í gær dg var mdkað lítilshátt- ar. Umferð um heiðina hefur ekki vcrio teljandi í yetur, enda hefur Fjöltefli í Hrafnagils- hreppi Taflfélagið í Hrafnagilshreppi fékk Jóhann Snorrason, skákmann frá Akureyri, i skemmtilega heim- sókn nú fyrir skömmu. Tefldi Jó- hann við heimamenn á 31 borði. Leikar fóru svo, að hann vann 26 skákir, gerði 3 jafntefli og tapaði 2 skákum. Formaður taflfélagsins er Jóhann Pálmason í Teigi. Geysir syngur Karlakórinn Geysir mun syngja í Nýja-Bió á Akureyri á föstudag I og laugardag. Söngstjóri er Árni Ingimundarson og við hljóðfærið Þórgunnur Ingimundardóttir. hún aldrei verið skafin. Kinnarveg- ur er að vcrða grafinn og því gott að létta af honum umferð í bráð- ina. Vinna við bryggjuna í Hrísey Hrísey. 24. apríl. Vinna er nú hafin við hafnarbæt- urnar í Hrísey. Verður sett niður járnþil við um það bil lielming bryggjunnar og steypt síðan innan við. Verður unnið að þessnri við- gerð í sumar og reynt að leggja á það kapp að Ijúka henni fyrir síld- arvertíðina. Afli er mjög tregur. Samsöngur Þryms Húsavík, 24. apríl. A laugardaginn var hélt karlakór- inn Þrymur siingskemmtún í sam- komuhúsinu í Húsavík fyrir troð- fullu húsii Söngstjóri Þryms er Sig- urðiir Sigurjónsson og undirleikari frú Björg Friðriksdóttir. Einsiingyarar voru Guðmundur Gunnlaugson, Stefán Sigurjónsson og Evsteinn Sigurjónsson. Kórinn jnirfti að endurtaka flest lögin og söng aukaliig í viðbót, og var honum forkunnarvel tekið. Dr. Halldór Pálsson þakkaði áhuga bænda og kvað það gleðja sig að fá tækifæri til funda við áhugamenn í bændastétt. Vék hann máli sínu lítils háttar að atvinnurekstri yfirleitt, tap- rekstrinum, sem farið væri að telja eðlilegan á flestum sviðum nema í sauðfjárrækt. Sagði hann að bændum væri illa við að tapa á nautgriparækt, en þyldu ekki að tapa á sauðfé. Sauðfjárræktin væri heilagur atvinnuvegur hér á landi, jafnvel þótt kýrnar væru víða orðnar númer 1 í búskapn- um, hvað afurðir snerti. Ræðu- maður sagði að menn hefðu yfir- leitt miklu meira gaman af kind- um en kúm og sumir hefðu sauð- fjárbúskapinn beinlínis til skeramt unar, en þeirri skemmtun fylgdu góðar tekjur. Hámarksafurðastefnan. Þá færði ræðumaður rök að því að yfirleitt skiptast sauðfjárbænd- ur í tvo hópa. Þeir sem aðhyllast hámarksstefnuna og hina, sem að- hyllast fóðursparnaðarstefnuna. Hámarksafurðastefnan felur það í sér að kappkosta að fá sem mestar afurðir af hverjum ein- stakling, þótt til þess þurfi mikið fóður. Þessi stefna ryður sér til rúms, síðan auðveldara varð að afla mikilla og góðra heyja. Fóðursparnaðarstefnan. Fóðursparnaðarstefnan er hið eldra búskaparlag í sauðfjárrækt- inni. Þar er kappkostað að eyða sem minnstu fóðri í hverja kind, án þess þó að um beina vanfóðrun sé að ræða. Þessi gamla aðferð átti víða rétt á sér og á enn. En þess ber að gæta, að nú hefur viða skapast sú aðstaoa, að bændur eru næstum i vandræðum að koma miklum heyfeng í verðmætar vör- ur. Er þá hinu gamla viðhorfi al- gerlega snúið við. Mistökin of algeng. Dr. Haildór Pálsson sagði, aö því miður hefðu báðar þessar stefnur oft mistekist meira og minna. Hér á landi hefði jafnvel orðið fjárfellir vegna fóðurskorts og væri ekki langt síðan. Nú i vet- ur ættú sunnlenzkir bændur fullt í fangi með að fóðra féð, þótt ekki væri um fóðurskort að ræða, held- ur vegna þess að heyin væru mjög léleg. Enginn hlekkur má hresta. Hann sagði, að oft vildi hlekkur bresta hjá þeim, er hámarks- stefnunni fylgdu. En þar sem flest- ar ær væru tvílembdar mætti ekk- ert skorta á fóður og umhirðu og vandi væri að fóðra svo vel að lambgimbrar gætu líka að skað- lausu átt lömb. Hins vegar hélt hann því fram, að einlembur borg- uðu aldrei mikið eldi, en tví- lembum væri ekkert fóður of gott. Benti hann á að Eyfirðingar og Þingeyingar væru manna lagnastir við að fá ærnar tvílembdar. Þar væru líka góð skilyrði til fóðuröfl- unar. Hitt væri álitamál, hvort rétt væri að láta ærnar bera ársgamlar. I því sambandi ráðíagði hann að láta haustvigtina að nokkru segja til um þetta. Gimbrar, sem ekki næðu 70 pundum, ætti að hafa geldar. ’ ■ u i 1 I Fara vel með tvílemburnar. Þá vék ræðumaður að fóðrun ánna. Sagði að fóðrið væri alltaf dýrt, jafnvel þar sem auðvelt sýndist að afla þess og væri því þörf á að fara vel með það og reyna eftir megni að fá sem mest fyrir það. Hann lagði áherzlu á að tví- lembdar ær þyrfti að hýsa snemma á haustin og gefa vel og gott væri að hafa þær á túnum um tíma. Annars væri sjálfsagt að beita fé framan af vetri í góðri tíð og gefa þá karfa- eða síldarmjöl með beitinni, 50—80 gr. Ekkert fóður of gott. Þá kom hann að eldistímanum um fengitímann. Til að fá ær tví- lembdar, þyrfti að snöggala þær 10 dögum fyrir fengitímann og fram yfir hann. Sú fóðuraukning þyrfti oft að vera 5—15 fóðurein- ingar á hverja kind. Ástæðulaust væri að ala, en fóðra riflegu við- haldsfóðri eftir þann tíma, fyrr en orðnar væru 5—6 vikur að burði. Þá þyrfti aftur að fóðra mjög vel og eftir burðinn, ættu ærnar að fá sams konar úrvalsfóður og ný- bærur í fjósi. Varaði hann bændur við að spara fóðrið á þessum tíma og sagði að margjr bændur gerðu sér stórskaða með því. nS treysta á cólskinið og sinuþófann í stað fóð- urs sem gagn væri að. Fáir fjármenn af Guðs náð. Ráðunauturinn ráðlagði bænd- (Framhald á 11. síðu). „GæfM er rólynd ær Þó er henni ekki um myndatökur á matmálstíma. Ýmis flðindi úr nágrannabyggðum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.