Dagur - 22.09.1956, Blaðsíða 1

Dagur - 22.09.1956, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. . Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 26. september. XXXIX árg. Akureyri, laugardaginn 22. september 1956 49. tbl. Kaffibrennsle Akureyrar h.f. og Kaffibæfisverksmiðjan Freyja Béluselning gegn lömunarveiki límamót í söou heilkriqðismála markar - Salk- Nýtt verksmiojuliús við Tryggvabraut nl öllum héraðslæknum landsins þessa dagana Bólusefning hefsf upp úr næsfu mánaðamótum Viðtal við Jóhann Þorhelsson héraðslækni Svo sem kunnugt er var útflutningur Salkbóluefnis leyfður frá Bandaríkjunum fyrir skömmu. Heilbrigðisyfirvöldin gerðu ráðstaf- anir til að útvega þetta bóluefni og er það nú komið til landsins og er verið að senda það héraðslæknum víðs vegar þessa síðustu daga. Á Iðnstefnu ,samvinnum:nna, sem enn er í fersku minni, fengu allir sýningargestir ókeypis kaffi og kaffið var sérstaklega gott. Það var Kaffibrennsla Akureyr- ar h.f. og Kaffibætisverksmiðjan Fréyja sem sýndi þessa risnu. Kaffibrennslan tók til starfa árið 1931. Hún er rekin sem hlutafélag, en samvinnufélögin eru aðaleigendurnir. Starfssvið verksmiðjunnar er að brenna kaffi fyrir hina kaffi- þyrstu viðskiptavini víðsvegar um land. Hefur hún til þess góð- ar vélar og eykur söluna árlega, þannig að nú mun hún brenna nær þriðjung alls þess kaffis, sem notað er í landinu. Þaðan er Bragakaffið og var framleitt af því á sl. ári fyrir um 7 milljónir króna. 65 íbúðir bætast við. Fimmtíu íbúðarhús eru í smíð- um, og var búið að úthluta á þessu ári 45 lóðum til íbúðarhúsabygg- inga nú fyrir nokkrum dögum. I þessum 50 húsum verða 65 íbúðir. Byggingarnar eru mislangt á veg komnar, og þessa daga er enn verið að byrja á húsgrunnum, sem hér eru ekki taldir mcð. Mest er byggt við Byggðaveg, á sérkennilegu og fall- egu landi. I'ar eru miirg myndarleg hús að rísa og þegar farið að búa í nokkrum þeirra. Vegfarendur munu á kvöldin sjá húseigéndurna yinna af kappi við nýbyggingarnar. Er ]iað g<Vð „tómstundavinna“ og æði lieppileg fyrir pyngjuna. Þessi nýju íbúðarlnis <>11 munu að ílatarmáli vera upp undir 1000 fer- metrar. Aðrar byggingar. GeJjun hefur lcngið lóð undir • tveggja hæða hús, um 8 þús. irr. Baruask,ólinn á Oddeýri er í bygg- ingu, og er flatarmál hans 560 m’, Kaffibrennsla Akureyrar er með verksmiðjuluis í smíðum við Tryggvabrnut á Gleráreyrum, ca. 500 nr. Þórshamar h.f. hefur stóra smurstöð í smíðum, eða 360 m". A flugvellinum er flugturninn að rísa af grunni. Er það hús 295 nr. Kapp Kaffibætisgerðin Freyja er í sömu húsakynnum og undir sömu stjórn. Hún er eign KEA og SÍS. Þar er Freyjukaffibætir- inn búinn til, en nú er einnig komið á markaðinn kaffibætis- duft, sem mörgum líkar betur. Þessar verksmiðjur eru stað- settar í Grófargili, eins og fleiri verksmiðjur KEA og SÍS. Það er sameiginlegt um þær flestar, að þær sprengja utan af sér húsakostinn en hafa ekki vaxtar- möguleika á þessum stað. Kaffi- brennsla Akureyrar hf. er nú að láta reisa nýtt verksmiðjuhús á Gleráreyrum við Tryggvabraut. Verður það væntanlega komið undir þak í haust og tekið í notkun síðari hluta næsta vetrar. Verksmiðjustjóri er Guðmundur Guðlaugsson. er lagt á byggingu sjálfs flugturns ins í sumar. Verður liann hár, en flugvallarbyggingin annars tveggja hæða. Þá er verið að byggja sand- hreinsunarstöð við Glerá, skammt neðan við skilaréttina, sent Möl og Sandur h.f. byggir. yefnlð se --------------® Happdrætti Húsbygg- ingarsjóðs Framsóknar flokksins Dregið verður 1. nóv. n.k. um vandaða, fullgerða íbúð í Rvík. Umboðsmenn um land allt eru minntir á þetta og fólki bent á freista gæfunnar um leið og það styður að hinni aðkallandi húsbyggingu Framsóknarm. í Reykjavík. Framsóknarmenn! Fáir söludagar eru nú eftir og eru trúnaðarmenn og aðrir velunnarar eindregið hvattir til starfa þessa síðustu daga til mánaðamóta. Enn er svo ótalin Sundlaugin, er byggingu var lokið á í sumar. Val- mUndur Guðmundsson byggir verk- stæðishús vestan við Slippinn. Iðja byggir hús fyrir verkstæðið, og Ósk- ar Gíslason byggir nýtt steinsteypu- verkstæði á Gleráreyrum, og KEA hefur lokið við viðbótarbyggingu frystihúss síns. Þá er ennþá ótalið hið stóra og myndarlega liraðfrystihús á Odd- eyrartanga, sem er mesta byggingin og er enn í smíðum, og Skíðaskál- inn í Hlíðarfjalli, sem einnig er sté>r bygging. Er látlaust unnið við þess- ar byggingar báðar. • Sést af þessu stutta yfirliti, að þó nokkur gróska er í byggingafram- kvæmdum hér í bænum að þessu sinni. f tilcfni af þessu sneri blaðið sér til héraðslæknisins, Jóhanns Þorkelssonar, og leitaði hjá hon- um frétta um þessi mál, eins og þau horfa nú við. Fara hér á eft- ir nokkur atriði til fróðleiks al- menningi í bæ og byggð. Bólusetning hefst upp úr mánaðamótum. Héraðslækinrinn sagði, að kom- ið væri hið umtalaða bóluefni gegn lömunarveiki og nægilega mikið af því til að bólusetja öll börn á skólaskyldualdri (7—12) ára. Næstu daga yrði hafizt handa um bólusetninguna bæði í sveit- um og bæ, á öllum þeim er þess óskuðu, miðað við fyrrnefndan aldur. Hér verður byrjað í Barnaskóí- anum upp úr mánaðamótum, sagði héraðslæknirinn ennfremur og hann óskar sérstaklega að taka þetta fram: „Þegar hafa verið bólusettar milljónir barna í Ameríku og fleiri löndum, og að því er virðist með mjög góðum ár- angri. í þeim tilfellum, sem ennþá er kunnugt um, iná segja að yfir 70% þeirra barna, er bólusett hafa verið, séu al- gerlega ónæm fyrirmænuveik- inni, og þau börn, sem bólusett hafa verið og tekið veikina, hafa sloppið miklu betur en þau, sem ekki voru bólusett, þannig, að þau hafa fengið litl- ar sem engar lamanir, þótt þau hafi tekið veikina.“ Bólusetningin algerlega hættulaus. Héraðslæknirinn segir ennfrem- ur: „Bólusetningin er algerlega hættulaus og virðast litlar sem engar líkur fyrir óþægindum eða aukaverkunum af hennar völd- um, að minnsta kosti mun minni en þær sem fylgja bólusctningu gegn kikhósta- og barnaveikis- bólusetningu.“ Ekki er um neina skyldu að ræða í þessu sambandi, og eru foreldrar sjálfráðir, hvort þeir láta bólusetja börn sín eða ekki. Héraðslæknirinn telur árangur bólusetningarinnar svo stórkost- legan og ör.uggan, að heilbrigðis- stjcrnin hér ráði fólki mjög ein- dregið til að notfæra sér þetta tækifæri og láti bólusetja börnin. Bólusetninguna verður að þrí- taka og líða 2—4 vikur á milli fyrstu og annarrar bólusetningar, en 7 mánuðir í milli annarrar og þriðju bólusetningar. Kostnaður mun verða mjög lít- ill, þar sem ríkissjóður greiðir bóluefnið, en það er mjög dýrt. (Framhald á 7. síðu.) » Svo sem sjá má á þessiun myndum eru mörg hús í smiðum við Byggðaveg norðanverðan. Meiri byggingaframkvæmdir á Akureyri en undanfarin ár 50 íbúðarhús í smíðum - Einnig nokkur stórhýsi Höfuðstaður Norðurlands hefur vaxið jafnt og þétt uni langt skeið, þótt aðdráttarafla Reykjavíkur og nágrennis gæti nokkuð hér eins og annars staðar á landinu, nú um sinn. Það er þó rénandi. I því sambandi má benda á, að allmiklar byggingframkvæmdir standa nú yfir og hefur blaðið aflað sér yfirlits um þær.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.