Dagur - 22.09.1956, Blaðsíða 8

Dagur - 22.09.1956, Blaðsíða 8
8 Baguk Laugardaginn 22. september 195S Áburðarverksmiðjan í Gufunesi er sfolt íslenskrar bændastétfar - Fosfatverk- smiðja aðkallandi nauðsyn 30 mánaða reynslutími verksmiðjunnar lokið. Skilar stofngjaldeyri sínum á 3 árum. Talið er að reynslutíma Aburðarverksmiðjunnar í Gufunesi sé nú lokið. Hefur nú starfað í 30 mánuði og við þau tímamót hefur þessa fyrirtækis verið minnst og jafnframt gerðar áætlanir um systur- verksmiðju, er framleiði fosfat eða fosfórsýruáburð, ásamt köfn- unarefnisáburðinum Kjarna. Bændur nota brátt alla framleiðsluna. Afkastaáætlun verksmiðjunnar var 18 ])ús. smálestir og þótti þá vel hugsað fram í tímann. En þró- unin í ræktun varð örari en jafn- vel framsýnustu og stórhuga menn grunaði. Þegar áætlanir voru gerð- ar um byggingu Aburðarverksmiðj- unnar notuðu landsmenn um 7000 smálestir af köfnunarefnisáburði. Reynslan er óneitanlega sú að áburðarverksmiðjan er ekki of stór. Nú þegar er stöðvaður útflutningur á Kjarna og með sömu þróun í ræktunarmálum annar verksmiðjan ekki innanlandsþörfinni að fáum árum liðnum. Notkun köfnunar- efnisáburðar hefir állfaldast á fimmtán áirum. Sést af þessu að þrátt fyrir rúm- lega 20% aukningu, miðað við áætlaða frandeiðslugetu og að verk- smiðjan skili 22 þús. smálestum á ári, á meðan ekki skortir rafmagn, eru bændur og aðrir ræktunar- menn mcð hverju ári svo stórtæk- ir í áburðarkaupunum að brátt verður verksmiðjan of lítil. Þannig keyptu báejíidur landsins aðeins 1950 smálestir árið 1939. Árið 1949 7008 smálcstir og 1956, á því ári, sem nú er að líða, keyptu þeir 16500 smálestir af köfnunarefnis- áburðinum Kjarna. Skilar stofngjaldeyri á 3 árum. Vilhjálmur Þór, formaður áburð- arverksmiðjustjórnar hefur gefið þær merku upplýsingar, að Álmrð- arverksmiðjan muni skila stofn- Fyrsti blaðsöluvagninn á landinu sjóðsgjakleyri sínum á 3 fyrstu ár- um. En sú upphæð var 75 milljónir króna. Af þessari upphæð hefur hún þegar sparað þjóðinni 65 millj. í erlcndum gjald'eyri þá 30 mánuði er hún hcfur starfað. Er þetta glæisleg útkoma. Einungis innlendir starfsmenn. Geymsluþol Kjarna er gott og kornastærðin viðunandi, og miklu betri en var í fyrstu og ánægjulegt er að vita að enginn erlendur mað- ur starfar nú við yerksmiðjuna, svo vcl hafa innlendir starlsmenn reynzt á þessum vettvangi. Áhugi fyrir fosfatverksmiðju. Svo sem vitað er, nota bændur mest af köfnunarefni, allra áburð- artegunda. Notkun fosforsýruáburð ar fer þó ört vaxandi. Miðað við þrífosfat var fosfatsýrnnotkunin á þessu ári 6000 smálestir. Stjórn verksmiðjunnar hefur að undanfiirnu látið fara fram rann- sókn á möguleikum framleiðslu þessarar áburðartegundar. Er al- mennur áhugi fyrir byggjngti fos- fatverksmjðju. Slík verksmjðja mundi kosta um 35 millj. með ni'i- verandi verðlagi. Þar af.þyrfti í er- lendum gjáldeyri um 15 milljónir. Vegir, hafnarmannvirki og fl. er þegar fyrir hendi. Árlegur gjald- eyrissparríaður er áætlaður 4—5 milljónir króna vegna þcssarar fyr- irhuguðu vcrksmiðju. Myndi hún því fljótlega borga sig. Þá yrði einnig hægt að selja blandaðan áburð frá Áburðarverk- smiðjunum, líkan því sem hér var seldur á fyrri árum og var mjög vinsæll og handhægur í notkun, auk þess sem flutningskostnaður hans er mun minni, miðað við hrein áburðarefni. llændur landsins fylgjast með þessum málum af áhuga og trevsta S.tjórn Aburðarverksmiðjunnar, únd ir forvstu hins kunna athafna- og fjármáliimanns, Vilhjálms Þór. til stórra átaka í þessu máli. Ægir Hjartarson, blaðsölumaður á Akureyri, á hann og selur blöð og tímarit á götum bæjarins. Firmakeppnin liefst í dag Um hádegi í gær höfðu 11 firrnu látið skrá sig í firma- keppni í knattspyrnu ’og-verður fyrsíi leikurinn'háðitr kl. 4 í dag. Keppt er um vandað stýrishjól, sem Slippstöðin gaf í fyrra til keppninnar. — Múraravinnu- flokkur Óskars Gíslasonar bar þá sigur úr býtum. Rjúpnamergð í Húsavík Svo mikil rjúpnamergð hefur verið í Suður-Þingeyjarsýslu seinni partinn í sumar, að fátítt er. Maður, sem var að hirða tún- blett í Húsavík, taldi þar 70 rjúpur og svo gæfar að undrun sætti. Rjúpurnar sækja fast í hæsna- mat og gera jafnvel usla í görð- um. Fyrsti vottur vetrarklæðnaðar- ins sést nú á rjúpunum og munu þær þessa síðustu daga vera á leið til fjalla. 8000 KM. HRAÐI. Bándaríski flugherinn gerir nú tilraun með nýja gerð llugskeyta, sem ná ótrúlegum hraða. Innán tveggja sekúndna frá flug- taki, hefur skeytið náð sjöföldum hraða hljóðsins, en til jafnaðar mun það fara með 8 þúsund km hraða á klukkustund. SovéMistamenn á Akureyri Fimm listamenn frá Sovét komu hingað á vegum MÍR og héldu hljómleika í Nýja-Bíó á Akureyri 18. september. Fyrst lék Kalida Aktjamova á fiðlu, og mun ekki ofsagt að hún hafi hrifið áheyrendur bæði með leik sínum og framkomu. Lista- konan er mjög kunnur fiðluleik- ári og hefur unnið fyrstu verð- laun í alþjóðasamkeppni fiðlu- leikara. Þá söng Tatjana Lavrova af mikilli kunnáttu. Hún hefur viðfelldna og vel þjálfaða sópr- anrödd. Áður hefur hún hlotið mesta frægð fyrir söng sinn í Stríð og friður eftir Tolstoj. Einleilt á píanó lék Dimitri Baskiroff. Hann er Grúsíumaður og píanóleikari frá barnsaldri og hefur komið fram, bæði í Sovét- ríkjunum og öðrum löndum. — Eldmóður og innri kraftur ein- kennir leik hans. Að síðustu söng hinn mikli bassi Viktor Morozov. Hann er meðal fremstu óperusöngvara í Leningrad, hefur mikla og þægi- lega rödd, og er jafngóður leikari og söngvari. Sigrazt hefir verið á kikhósfanum Nýlega liafa verið gefnar út þrjár heilbrigðisskýrslur á veg- nm heilbrigðisyfirvalda Banda rtkjanna. Þar er skýrt frá því, að ekki verði langt að bíða, þar til sumir hættulegustu sjúk- dómar, sem mannkynið á við að stríða, verði yfirunnir. I)r. Leonard A. Scheele, yfirskurð- Itehnir, hefur sagt, að hœgt sé að lcekna krabhamein i einu af hverj- um tveimur lilfeUum, „ef sjúkling- uririn kemst uiidir lœknishendi j/eg- ar sjúkdómurinn er á byrjunarstigi, og liann njóti nauðsynlegra radium- og sk ii rðhvk n isa ðgerða “. 71% sinnum fleiri tilfelli. Marion B. Folson, heilbrigðis- og tnenntamálaráðherra, hefur nú til- kynnt, að „mjög góður árangur“ hafi náðst með notkun Salk-bólu- efnis við lömunarveiki. Lömunar- veiki er nú 4\/s sinnum algengari meðal barna, sem ekki hafa verið sprautuð með Salk-bóluefninu, en meðal þeirra, sem sprautuð liafa vcrið. Sigrnzt á kikhósta. í skýrslu frá ti'eilbrigðismálaráðu- neyti liandarikjanna segir, að ltik- hósti — sern einu sinni olli flestum dauðsföllum meðal barna — virðist vera að hveifa, og sé j/að að j/akha bóluefrii, sem notað liefur verið við veikinni nokkur undanfarin ár. Togararnir Kaldbakur liggur hér í ketil- hreinsun. — Svalbakur kom frá Þýzkalandi 19. sept. Fór á veiðar 20. sept. — Harðbakur kom til Akureyrar 17. sept. Landaði hér 175 tonnum af saltfiski. Er hér enn í ketilhreinsun. — Sléttbak- ur er í Þýzkalandi. Væntanlegur til Akureyrar í næstu viku. Dómsmálaráðherra skipar með Samkvæmt tilltigu Verð- gæzhmefndar befur dómsmála ráðherra skipað meðdómend- ur í verðlagsdómi í kaupstöð- um landsins til næstu áramóta, en hlntaðeigandi héraðsdóm- ari er formaður dómsins. I vcrðlagsdómum kaujtstaðanua á Norðurlandi eiga sæ-ti eftirtaklir fncnn: Sauðárkrókur: Sigurður Sigurðs- son bæjarfógeti, formaður. Pétur Hannesson, póstafgreiðslum., með- dómari. Magnús Bjarnason, kenn- ari, varamaður. Siglufjörður: Einar Ingiiiunidar: son, liæjarlógeti, lormaðtm.Svéfmi Þorsteinsson, halnsögnmaður, með- dómari. Snorri Stefánsson, verksm,- stjóri, varamaður. Olafsfjörður: Sigurður Guðjóns- son, bæjarfógeti, formaður. Magnús Gantalíelsson, útgerðarmaðúr, ,méð- dóniari. Gunnar Asgrímsson, verk- stjóri, varamaður. Ákureyri: Friðjón Skárpiiéðiris- son, bæjarféigeti, formaður. Bjarni Halldórsson, gjaldkeri, meðdómari. Marteinn Sigurðsson, framfærslu- fulltrúi, varamaður. Undirleik annaðist Frieda Bau- er. Leikur hennar er öruggur og kunnáttan frábær. Heimsókn listamannanna og hljómleikum þeirra var ágætlega tekið af fullu húsi áheyrenda. Ný kennslubók í íslenzkri málfræði eftir dr. Halldór Halldórsson. Utgefandi Bókáforlag Odds Björnssonar, Akureyri. Komin er út ný kennslubók x íslenzkri málfræði handa fram- haldsskólum eftir dr. Halldór Halldórsson, dósent. Útgefandi er Bókaforlag Odds Björnssonar, Akureyri, en bókin er gefin út í samráði við fræðslumálastjóra. í formála segir dr. Halldór að efni bókarinnar sé miðað við þær kröfur, sem nú eru gerðar í mið- skólum og gagnfræðaskólum um nám í íslenzkri málfræði. Efnis- val er því svipað og tíðkazt hefur í kennslubókum í málfræði fyrir þetta fræðslustig, einkum bók Björns Guðfinnssonar. Vv J** Á Dr. Halldór Halldórssort. i ... í Um skýringar hugtaka og verk- efnaval er bókin hins vegar all- frábrugðin því, sem tíðkazt hef- ur, en þar byggir dr. Halldór á langri kennslureynslu. Þó er bókin alls ekki róttæk breyting frá því, sem kennarar eru vanir í þessum efnum, enda telur dr. Halldór mjög gagngerar breyt- ingar ekki æskilegar. „Mér er nær að halda,“ segir dr. Halldór í formála að bókinni, „að kenna megi verulegum hluta íslenzkrar æsku öll aðalatriði íslenzkrar málfræði, þau sem skýrð eru í þessari bók. Eg hef nokkra reynslu í því að kenna miður gefnum nemendum íslenzka mál- fræði, og varð niðurstaða mín sú, að furðumargt mætti kenna þeim.“ Þegar dr. Halldór hafði lokið við að semja Kennslubók í setn- íngarfraeði og greinarmerkjasetn- ingu, sem út kom í fyrra, taldi hann nauðsynlegt að semja einn- ig málfræðibók í samræmi við hana, ætlaða sömu nemendum eða nemefhdum á svipuðu stigi. Bókin er 168 blaðsíður og skiptist í 9 aðaikafla. Bandið ér snoturt og í sama stíl og bandið á Setn- ingarfræðinni. Bókin er prentuð í Prentverki Odds Björnssonar h.f., Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.