Dagur - 22.09.1956, Blaðsíða 5

Dagur - 22.09.1956, Blaðsíða 5
Laugardaginn 22. september 1956 D A G U R 5 Tilraunaslöðin á Akureyri gerir Ijölþætf ar jarðrækfartilraunir og hefur verið leiðandi í búnaðarmálum héraðsins Viðtal við Árna Jónssön tilraunastióra Einaf fjórum tilraunastöðvum landbúnaðarins er á Akureyri, stofnuð 1903 — Er það elzta tilrauna- stöðin, en hinar eru á Reykhólum, Sámsstöðum og sú fjórða að Skriðuklaustri — Þessar stöðvar allar heyra undir Tilraunaráð jarðræktar — Á síð- ari árum hefur starf þeirra verið meira skipulagt en áður og samræmt Árni Jónsson tilraunastjóri með handsláttuvél, er notuð er við áburðar- og grasíræræktartilraunir. Margar tilraunanna eru gerð- ar á öllum þessum stöðum, en hver tilraunastöð hefur þó sín sérverkefni. Þannig gerir til- raunastöðin á Akureyri fjöl- þættar tilraunir í kartöflurækt, tilraunastöðin að Reykhólum hefur mikið af dreifðum til- raunum. Á Sámsstöðum er kornyrkjan, sem landþekkt er og á Skriðuklaustri eru gerðar tilraunir með votheysgerð og með fóðrun sauðfjár á votheyi. — Blaðið hefur leitað frétta af tilraunastarfinu á Akureyri, hjá Árna Jónssyni tilrauna- i stjóra og hefur hann góðfús- lega gefið umbeðnar upplýs- ' ingar, er hér verða endursagð- ar að nokkru. Túnræktartilraunirnar eru veigamestar. Hverjar eru aðaltilraunir í tún- ræktinni? Tilraunastjórinn segir að þar undir heyri tilraunir um notkun tilbúins áburðar og bú- fjáráburður. Ennfremur tilraunir með grastegundir og grasfræ- blandanir. Undir túnrækt heyri líka nökkrar dreifðar tilraunir með tilbúinn áburð, sem fram- kvæmdar eru á Grímsstöðum á Fjöllum, Litla-Hóli í Eyjafirði og í Axarfirði. Uppskeran nálægt meðallagi í ár. Hvað um uppskerumagnið yf- irleitt í grasræktinni? Uppskera í tilraunum er nálægt meðallagi, en þar sem áburði var tvískipt, hafa áburðarverkanir verið litlar af síðari áburðarskammtinum. Það reyndist ekki vel að bera á milli slátta í sumar. Ágúst var óvenjulega kaldur, svo að áburð- ur, sem á var borinn um mán- aðamót júlí—ágúst nýttist mjög lítið, bæði vegna kulda og þurrka. Þetta er þó breytilegt frá ári til árs, svo sem annað í jarð- ræktinni, segir Árni. 17—18 pokar af Kjarna á hektara. Hversu mikill tilbúinn áburð- ur er notaður? Tilraunastjórinn svarar því á þá leið, að hámarks- notkun í tilraununum sé 300 kg. hreint köfnunarefni á hvern hektara lands, eða 17—18 pokar af Kjarna hinum íslenzka. Síðan minnkandi skammtar og allt nið- ur í ekki neitt. Hann telur, að í Eyjafirði noti bændur almennt 8 —9 poka af Kjarna á ha., en víða sé notkun tilbúins áburðar frem- ur lítil, en þó ört vaxandi. Með því að áætla sömu áburð- arnotkun alls staðar á landinu og nú er í Eyjafirði, má áætla að þyrfti um 20 þús. tonn af Kjarna á ári á túnin aðeins. Eru þá garð- lönd eftir og einnig önnur lönd, sem þykir borga sig að bera til- búinn áburð á. En eins og annars staðar er sagt frá í blaðinu, er af kastageta Áburðarverksmið j - unnar í Gufunesi aðeins um 22 þús. tonn á ári. Full ástæða er til að ætla, að bændur landsins tileinki sér í vaxandi mæli þann fróðleik er tilraunastöðvar landsins hafa lát- ið uppi um áburðarnotkunina yfirleitt. En hann bendir ákveðið til þess að hagkvæmt sé að auka verulega áburðarmagnið, frá því sem nú er algengast í landfnu. Notfærðu sér fljótt niðurstöður tilraunanna. Til marks um hvað bændur eru fljótir að tileinka sér breyttar ræktunaraðferðir til heyöflunar, sagði Árni Jónsson, að á Gríms- stöðum á Fjöllum, þar sem hann hefur gert áburðartilraunir að undanförnu, hefði komið í ljós að túnin þar svöruðu ágætlega auknum áburðarskammti og varð það til þess, að bændurnir þar bera nú 9 poka af Kjarna á ha. eða helmingi meira en áður, og hefðu ekki aðra betri aðferð til að auka heyfeng sinn. Landið þar liggur 380 metra yfir sjó, svo að þar er mun kaldara en víðast annars staðar. Fraus þar á hverri nóttu í sumar fram til 15. júní, en samt spratt ágætlega, þar sem áburðinn skorti ekki. Meiri áburður. — Betra fóður. Að öllu samanlögðu er það álit tilraunastjórans, að 180 kg. af hreinu köfnunaerfni á ha. eigi fullan rétt á sér mjög víða. En það fari þó eftir ýmsum og breytilegum ástæðum á hverjum stað. Þá er ástæða til að benda á það í þessu sambandi, að þar sem mestur áburður er notaður, hef- ur heyið einnig reynzt bezta fóðrið. Það er ríkara af eggja- hvítu og einnig af steinefnum. — Verður það því að teljast betra fóður, samkvæmt því mati er lagt er á heyfóður yfirleitt. ' ;:i j|:>: * ■ , , i 1 . V . I - Sveltitilraunir. I Tilraunastöðinni á Akureyri eru 18 ára gamlar sveltitilraunir. Þar er jörðin svelt af fosfórsýru- áburði. Rannsóknir hafa sýnt, að þrátt fyrir gnægð af öðrum áburð artegundum, er uppskeran um 20% minni og heyið af þessu landi 30% snauðara af fosfór en í meðaltölu. Uppskerumagnið segir því ekki nema hálfan sann- leikann um hey af fosfórsveltu landi. En eins og oft hefur verið rætt um, eru steinefni mjög nauðsynleg í fóðrinu. Gullauga, Rauðar íslenzkar og Ben Lomond. Eitt af verkefnum tilrauna- stöðvarinnar er stofnræktun út- sæðiskartaflna. Ræktuð eru 3 af- brigði Gullauga, Rauðar íslenzk- ar og Ben Lomond. Af þessum kartöflum voru seldar 120 tunn- ur til útsæðis sl. vor. Nú er kartöfluuppskeran léleg, nema í skjólsælum görðum. Einn ig rófnauppskeran. Rófurnar hafa sprottið mest í september. Búið er að reyna 60—70 kar- | töfluafbrigði í stöðinni. Síðustu árin hefur komið í ljós, og sér- staklega í sumar að Græn fjalla- kartafla og Sekoja, sem báðar eru amerískar, eru fljótvaxin af- brigði og skara fram úr í stuttum og köldum sumrum. En þær eru báðar fremur þurrefnasnauðar og að bragðgæðum standa þær langt að baki t. d. Gullauga og Rauðum íslenzkum. f kartöfluræktinni eru einnig gerðar tilraunir með vaxtarrými og áburðarmagn. — Ennfremur tilraunir til útrýmingar arfa. — Notað er Tröllamjöl, Herbasol o. fl. Þessi efni, og reyndar fleiri, þarf að nota áður en kartöflu- grasið kemur upp. 50 nautgripir — 2000 hesta heyskapur. Á tilraunastöðinni eru 50 naut- gripir og mikil mjólkurfram- leiðsla og þar eru víðlend tún, um 120 dagsláttur og töðufengur sennilega um eða fast að 2000 hestum. Kýrnar ganga á ræktuðu landi allt sumarið. Kornræktartilraunir. Ræktaðar eru 3 tegundir byggs og 2 tegundir hafra. f sumar ná þessi kornafbrigði ekki þroska. Stafar það af kuldum í sumar yfirleitt og sennilega einnig af miklum næturfrostum um mán- aðamót júlí—ágúst. En þá mun blómgunin hafa eyðilagzt. Aðeins tvqggja vikna sprettutíð. í sumar hafa allir-. mánuðir verið mun kaldari en í meðallagi á Norðurlandi. Árni Jónsson tel- ur sumarið svo kalt, að álvarleg- ur grasbrestur hefði orðið, ef ekki hefði notið tilbúna áburð- arins og nú verið vá fyrir dyrum hjá bændastétt landsins. Aðeins rúmlega 2 vikur á sumrinu hafi sprettutíð verið góð. Rúmlega vikuskeið eftir miðjan júní og Alþjóða-laganefnd Sameinuðu þjóðanna hefur, lagt til, að boðað verði til aljjjóðaiáðstefnu til Jjcss að samræmá sjóréttár-löggjöfina. Til- lagan kemur íram í skýrslu nefnd- arinnar til Allsherjárþingsins. Nefndin héfúr iiú lokið við að kynna sér sjóréttarlöggjöf ýmissa landa, bæði hvað snertir siglinga- löggjöfina og landhelgina. Neindin hefur haft Jiessi mál á dagskrá síðan hún tók fyrst til starfa 1949. Árið 1954 hvatti Allsherjarþingið laga- nefndina til að hraða aígreiðslu Jjessara mála svo, áö hægt væri að taka þau íyrir á 11; Allsherjgrþing-. inu, senr kemur saman í nóvemþer í haust. NÚTÍMA SJÓRÆNINGJAR Meðal Jreirra mála, sem Laga- nefndin hefur haft til athugunar í þessu sambandi eru landhelgismál- in, réttur til friðsamlegra siglinga og réttur og skyldur Jijóða viðvíkj- andi siglingum yfirleitt, þjóðarein- kenni skipa og hvort hægt væri að skrá skip undir iána Sameinuðu þjóðanna, svo Jiau nytu verndar þeirra. Enn fremur hvernig rann- saka skuli og dænra mál vegna á- rekstra milli skipa, um hreinlæti á hafinu og um Jrrælasölu, eða Jrræla- flutninga og sjórán. Það sést m. a. á skýrslunni, að nú- tíma sjóræningjar nota flugvélar, því skýrslan néinir sjórán, sem eiga sér stað mcð flugvélum og Jregar um er að ræða árás á skip úr lofti. 1 skýrslunni er rætt um fiskveiði- löggjöfina, verndun fiskistofnsins og rétt til að ranrjsaka qg. nqtfæra auðæfi landgrunnsíns. A LÞ JÓÐA RÁ ÐSTkfNAN TilJagari uiri að kölluð verði sam- an alþjóðaráðstéfna um sjóréttar- löggjöf er borin frárii í inngangi skýrslunnar. Þar er tekið fram, að nefndin hafi órðið ásátt um, að Jiað sé bezta aðferðin til að. sam- rýma sjóréttarlöggjöf heimsins og vænlegust til Jiess að samkomulag náist. Lagt er til, áð Jiað verði AHsherj- arþing Saméinuðu þjóðanna, sem gengst lyrir og boðar til ráðstefn- unnar. Ráðsteínunni verði falið að yfirfara núgildandí löggjöf með til- liti til tæknilegra, íjárhagslegra og stjórnmálalegra sjónarmiða. Niður- stöður ráðstefnunnar verði síðan íelldar inu í aljijóðasamning eða aftur frá 12.—22. júlí. Annars rnjög kalt og þurrt. —o— Um leið og blaðið þakkar Árna Jónssyni fyrir viðtalið, óskar það bændastétt landsins þess, að hvers konar tilraunir í þágu landbúnaðarins megi eflast sem mest og verða leiðarljós í breytt- um og bættum búnaðarháttum á íslandi. löggjöf, hvort heldur sem þykir heppilegra. Laganefndin leggur áherzlu á, að ráðstefnan taki til yfirvegunar allar liliðar Jiessa margþætta máls, og bendir í Jjví sambandi á reynslu nefndarinnár, sem er sú, að öll Jiessi mál séu svo skyld, að Jjað sé ekki hægt að taka eitt atriði fyrir án Jtess að það hreyfi annað. Þá er bent á í skýrslunni, áð ó- samkomulag jijóða um ýmis atriði í sjóréttarlöggjöfinni ætti ekki að þurfa að aftra því, að ráðstefnan verði haldin. 1 Jjessu sambandi tek- ur nefndin Jjað íram, að Jjað hafi verið hinn mesti misskilningur hjá ríkisstjórnum, að láta ósamkomulag um einstök atriði á ráðstefriunni, er haldin var í Haag 1930 urn Jjessi mál, aftra sér frá að gera alþjóða- samninga um Jjau atriði, sem sam- komulag var um. Vonast nefndin til að þessi villa verði ekki endrir- tekin. LANDHELGIN Laganefndin lítur svo á, að al- þjóðalög leyfi ekki að landhelgin nái lengra út en 12 sjómílur. Um landhelgi innan Jjessara takmarka tekur nefndin enga afstöðu í áliti sínu, en leggur til að alþjóðaráð- stefnan taki málið til yfirvegunar og geri sínar ákvarðanir. I nefndar- álitinu segir þó, að rétturinn til Jjriggja mílna landhelgi sé óvéfengj- ánlegur enda hefðbundinn, en laga- nefndin bætir við: „Hvað réttinutn til að ákseða landhelgi milli Jjriggja og tólf rnílna takmarka viðvíkur, verður nelndin að benda á, að Jjar ríkja mjög mis- munandi sþoðanir, Jjar sem margar Jjjóðir ltafa ákVeðið landlielgi síná þar á milli, en aðrar Jjjóðir hata ekki viljað viðurkenna J>á land- helgi. Af Jjessum ástæðum telur nefndin sig ekki geta tekið afstöðu urn Jjetta atriði eða gert tillögur um Jjað og leggur Jjví til, að alþjóðaráðstefnan verði látin skera úr Meðalaldur 100 ár í Svíþjóð hafa fræðimenn gizk- að á, að eftir 25 ár verði meðal- aldur þar orðinn 100 ár. Hluþ- fallstölur þeirra eldri hækka ört og skapa mörg vandamál! , Um landhelgismál og sjóræningja

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.