Dagur - 22.09.1956, Blaðsíða 2

Dagur - 22.09.1956, Blaðsíða 2
2 D AGUR Laugardaginn 22. september 1956 Frá sólhýrum sundum Litið í Politikens Ugeblad. Vikan 26. ág.-l. sept Leiðarar eru tveir, og er annar um álit nefndar þeirrar sem fjalla á um byggingu brúar- innar yfir Stórabelti. Bygging brúarinnar' er talin nauðsyn, og það þótt verð hennar fari upp í 1350 milljónir með hækkandi verðlagi. Hinn leiðarinn fjallar um loft- ferðasamning Dana og Þjóðverja, sem fyrir dyrum stóð, en nú er lokið. Höfðu Danar miklar áhyggjur vegna aðstöðu S.A.S. í Þýzkalandi, en þýzki ferðamála- ráðherrann hafði lýst því yfir, að þýzka flugfélagið Lufthansa þyrfti meira „Lebensraum“. — Höfðu Danir illan bifur á orði þessu og þótti það minna á leið- inlegan kafla í sögu þýzkra sam- skipta við aðrar þjóðir. Samningar tókust, að því er síðar hefur frétzt, og þurfti S.A.S. að láta nokkuð af réttind- um sínum í Þýzkalandi. Það lá við stórslysi á Kastrup- flugvelli um daginn, er banda- risk þrýstiloftsflugvél kom þjót- andi og settist á völlinn er hol- lenzk farþegaflugvél ætlaði að fara að lenda með leyfi flug- turnsins, en sú bandaríska átti að fá lendingu næst á eftir. Eitt augnablik var ekki nema 10 metra bil á milli vélanna, en það bjargaði, að hollenzki flugmað- urinn var snarráður og skellti sér upp aftur. Á bílauppboði í Höfn ruglaði kaupandi frá Borgundarhólmi saman tveim bílanúmerum. Hon- um var sleginn bíllinn, og hann settist himinglaður upp í falleg- an Ford Consul, en þegar hann ætlaði að fara að borga, komst allt upp. Hann hafði keypt hand- ónýtt skrapatól og brast í grát. ' Kornung sænsk stúlka flýði frá lögreglunni í Svíþjóð til Hafnar og bjó þar um skeið á hóteli sem indversk prinscssa og gekk í ind- verskum klæðum. Allt komst þó upp um síðir, og stúlkan var send heim til sín. Dr. Aage Bohr, prófessor í eðl- isfræði og kjarnorkuvísindumson ur Níelsar Bolir, er nýfarinn til Moskvu í boði Rússa. Áður hafði rússneskur kjarn- orkuvísindamaður vei’ið í boði Dana í Höfn. Stofnað hefur verið nýtt dansk- bandarískt kvikmyndatökufélag, Coogan Nielsen Company, og ætlar það að reisa miklar bygg- ingar í Höfn til starfsemi sinnar. Rúmlega fertug hárgreiðslukona var myrt til fjár í íbúð sinni í Höfn. Morðinginn reyndist vera ungur maður, sem skuldaði 2000 kr. í barnsmeðlög og ætlaði að koma fjármálum sínum í lag á þennan hátt. Hann náði þó að- eins í nokkur hundruð krónur, og allt komst upp eftir fáa daga. Vinkona hans var í vitorði með honum. Eins og kunnugt er, þá hafa Danir heimsmet í sjálfsmorðum. Bandarískur rithöfundur var fyrir skömmu í skyndiheimsókn í Danmörku og þóttist hafa fund- ið orsökina, hún væri öryggið og hin góðu lífskjör, sem Danir eiga við að búa. Blaðið gerir gys að skýringu þessari. í blaðinu er mynd af sendli, sem er í þann veginn að fara út úr búðinni með pinkla sína, þegar kaupmaðurinn kallar til hans: „Bíddu dálítið, Pétur. Þú átt að fara með fimm metra af gasslöngu, kaðalspotta og krók og hálft kg. af rottueitri til hans Jensens. Hann hefur fengið Iaunahækkun.“ Þrátt fyrir heldur svalt sumar á köflum, virðist kornuppskeran í Danmörku ætla að verða frekar góð. Er gerður var upp sveitarsjóð- urinn hjá oddvita einum á Jót- landi, kom í Ijós, að það var á 8. þús. kr. of mikið í kassanum. — Þegar sjóðurinn var tómur, borg aði oddvitinn bara úr sínum vasa. Ilafin er bygging á stóru æsku- lýðshúsi á Vesterbro í Höfn. Þrír hornsteinar voru lagðir og gerðu það Margrét prinsessa, H. C. Hánsen forsætisróðherra og Laust Jensen, 15 ára drengur úr bæjarhverfinu. í vetraráætlun S.A.S. er gert ráð fyrir viðkomu í 71 borg í 40 löndum. Peter Freuchen kemur með þá tillögu, að menn hætti að heilsast og kveðjast með handabandi, heldur taki upp hinn indverska sið, leggi saman lófana í brjóst- hæð, hvor gegn öðrum, þ. e. sína eigin lófa, svo að engin snerting verði milli manna, en hún sé oft óþægileg og jafnvel hættuleg. Um daginn hætti N. C. Ras- mussen bankastjóri í Nyköbing störfum fyrir aldurs sakir. Hann er 99 ára. Hið sameinaða gufuskipafélag hækkar þann 1. okt. fargjöld með skipum sínum milli hafna innan- lands og til Noregs. Ekki er minnzt á ferðir „Drottningarinn- ar“ hingað, svo að líklega verða þau fargjöld ekki hækkuð. Nýlega varð kona á Jótlandi 100 ára. Hún á nú 169 afkomend- ur. Heima er bezt, júlí—ágústhefti 1956. Bókaforlag Odds Björnssonar. Ritstj. Steindór Steindórsson. Nýjasta heftið flytur meðal ann- ars skemmtilega og fróðlega grein er nefnist Ur endurminningum Gísla á Hofi. Segir Gísli þar frá svaðilförum, verzluninni, brúar- smíði, þegnskylduvinnu o. fl. Stef- án Jónsson námsstj. ritar grein- ina Sögulegur fjallvegur, Hákon Guðmundss. um hæstaréttarmál ljóð eru þar eftir Þorbjörgu Arna- dóttur'og BjörgU í'Dal og Sigurður Egilsson segir frá Minnisstæðum atburðum á sjó og landi. Hlaut frásögn hans verðlaun í ritgerða- samkeppni er Heima er bezt efndi til, ein af þremur. Helgi Valtýsson og Jochum Eggertsson hlutu hin. Ritið efndi einnig til ljósmynda- samkeppni og birtast verðlauna- myndirnar.Fyrstu verðlaun hlaut Þorvaldur Ágústsson, Reykjavík, önnur og þriðju Tryggvi Haralds- son, Akureyri og Vignir Guð- rwundsson, Akureyri. Feigðin kallar, frásögn M. H. Arnasonar, Sagnir úr Dalasýslu eftir Jóh. Ásgeirsson, framhalds- sagan o. fl. Forsíðumyndin er af Gísla Jóns- syni á Hofi í Svarfaðardal. Nýkomið: „CAN-CAN“- mittispils Crval af undirfötum úr perlon og nylon. Verzl. Ásbyrgi h.f. Skipag. 2. — Simi 1555. Erum að fá með væstu flugvélum: SANSERAÐ naglalakk Varaliti ljósa tízkuliti. Odo-ro-no og Ilmvötn margar tegundir. Verzl. Ásbyrgi h.f. Skipag. 2 - Sími 1555 Perlon-sokkar Nylon-sokkar Barna-sokkar —o- Ullargarn margar tegundir. Verzl. Ásbyrgi h.f. Skipag. 2 — Simi 1555 REGNÚLPUR ■K ★ -K Reizlur Fjárvogir Steðjar Skrúfstykki ! Boltatengur Sleggjuhausar Kúbein Meitlar -K ★ -K Gúmmívettlingar (hentugir við slátur- gerð og þvotta) Olíusvuntur ! Plastsvuntur Starfshnífar I -K ★ -K Slökkvitæki -K ★ -K Vasaljós (yatnsþétt) V eiðarfæra verzlunin „GRÁNA“ H.F. Sími 2393. Sími 2393. LAUSSTAÐA Sveitarstjóraembættið á Dalvík er laust til umsóknar frá næstkomandi áramótum. Umsóknir, sem tilgreini menntun og fyrri störf, send- ist til hreppsnefndar Dalvíkurhrepps fyrir 15. okt. n.k. Hreppsnefnd Dalvíkurhrepps. Dúnhett léreft Fiðurhelt léreft Sængurveradamask Sængurveraléreft, rósótt Lakaléreft Koddaveraléreft Koddaverahorn Milliverk og blúndur í öllum breiddum. Kuldaúlpur KULDAÚLPUR fyrir hörn og fullorðna, í ölhim stærðum. Gaberdine-skyrtur, J svartar, og aðrar SPORTSKYRTUR í miklu úrvali. DÖMUPEYSUR ný sending, mikið úrval. BARNAPEYSUR FIERRAPEYSUR EITTIIVAÐ FYRIR ALLA. w i5x^ Sx«'"í !JIk | JTf|| i|| .j,„.p5C. Við sendum yður vörurnar heim. í i!ÍJJtjHLI#IJIC **" Símanr. er 1420. ÍHÚSID H. F.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.