Dagur - 06.04.1957, Side 2

Dagur - 06.04.1957, Side 2
2 ÐAGUB Laugardagijrm 6. apríl 1957 FIMMTUGUR Kristián Geirmundsson taxider- mist á Akureyri varð íimmtugur 29. marz. Hann leit fyrst dagsins ljós þegar lóan og stelkurinn þreyttu síðasta áfanga sinnar löngu flugferðar hingað á norð- urslóðir fyrir 50 árum. Hinir kærkomnu sumargestir sungu hinn unga borgara í Aðalstræti 36, í svefn. Nú vekja þeir hann á morgnana. Fuglalífið í Innbænum, eða Fjörunni, eins og kallað var, hefur allaf verið mikið og íjöl- skrúðugt. Hvort sem Kristján hefur haft næmara söngeyra fyr- ir röddum hinnar lifandi náttúru en aðrir, er þó víst að hann varð snemma áhugamaður um allt það drengsins í Fjörunni. Fékk sá gamni sínu og tókst það vel. Jak- danski ágirnd á nokkrum svart- ob Karlsson fylgdist með þessu fuglunum og fékk þá að gjöf. Síð- og hugleiddi á hvern hátt mætti sendi hann gefandanum margs konar bóklegan fróðleik umham- töku, uppsetningu, ásamt skýr- ingamyndum, sem varð viðtak- anda hið mesta happ. Síðan hefur Kristján sett upp mörg þúsund fugla og hlotið viðurkenningu fyrir listrænt handbragð. Hann hefur einnig sett upp önnur dýr, allt frá músum til sauðkinda og sela. En þá kom nýr maður til sög- unnar. Það var Jakob Karlsson, vinur barna og dýra. Fyrir hann settiKristján upp mikið og vand- að fuglasafn, er Jakob gaf síðan Akureyrarkaupstað. Var það vís- irinn að því náttúrugripasafni, sem hér er nú og er mörgum til fróðleiks og ánægju. Nýtur það framúrskarandi forsjár Kristjáns Geirmundssonar og er bænum til sóma. Það var opnað í október 1951. er laut að lifnaðarháttum fugla. Og hann er líka eini íslendingur- inn, sem hefur atvinnu sína af því að setja upp fugla og önnur dýr. Langafi Kristsjáns flutti áriö 1840 framan úr Eyjafirði og keypti lóð þá er nú er Aðalstræti 36. Byggði hann þar torfbæ, að síns tíma hætti. Það var kallað Geirshús eftir eigandanum, Geir Vigfússjmi. Hann var'fástheldinn á þennan blett og svo hafa af- komendur hans verið. Þarna íæddist svo amma Kristjáns. En um 20 árum síðar byggði Geir hús það, er enn stendur þar, og þar fæddist Geirmundur, faðir Kxistjáns, síðan hann sjálfur og born hans og fyrsta barnabarn. Hafa því 6 ættliðir búið á þess- um stað og farnast vel. Er ekki vitað um hliðstæða rótfestu hér á Akureyri. Á barnsárum Kristjáns Geir mundssonar var mun meira af æðarfugli og kríu í Fjörunni, en nú er. En nýjar tegundir hafa komið í staðinn. Kristján byrjaði snemma að safna eggjum og eignaðist gott safn. í sambandi við það vaknaði alhliða áhugi fyrir lifnaðarháttum fuglanna. ■ Síðan gerði harm tilraunir með að setja upp fugla, algerlega til- sagnarlaust. Notaði hann fyrst hey ,síðan sag. Þá bar svo við að Seingrímur Matthíasson læknir kom með danskan prófessor, að nafni L. S. Frederiksen, heim til Kristjáns til að sýna honum ár- angurinn af þessari „listgrein" Vert er að minnast örfáum orðum á sérstakan þátt. Kristjáns viðkomandi æðarfugli. Hann var fenginn af Ólafi Sigurðssyni á Hellulandi til þess að gera til- raun með uppeldi á æðarfugli. — Kristján ungaði æðareggjunum út í vél og ól upp fallegan hóp. Tókst þessi tilraun ágætlega meðan hún naut forsjár Krist- ians. Síðar fór verr. Æðarfugl þessi var mjög gæfur. Lék grun- ur á að skyttur hafi ekki staðizt íreistinguna, þótt sh'kt verði ekki sannað. kenna Akui'eyringum að njóta hálftaminna fugla, er annast væri um á fjölförnum stað í bænum. Þá varð til hugmyndin um Andapollinn. Er skemmst af að segja, að þeir Kristján og Jakob komu sér saman um að vinna að þeirri framkvæmd. Jakob tók að sér að vinna málinu fylgi í bæj- arstjórn ,en Kristján að ala upp fuglana og hafa þá til fyrir vænt- anlegan Andaþoll. Róðurinn varð erfiður í bæjarsjórn. Menn litu allalmennt svo á, að slíkt væri tilgangslaust vegna þess að menn mundu ekki umgangast fuglana sem skyldi. Yrðu þeir án efa drepnir með grjótkasti eða öðr- um álíka aðferðum. Æ fleiri féllu þó frá þessari skoðun við nánari athugun og mun nú eng inn vilja við þá skoðun kannast, svo rækilega varð hún sér til skammar. Andapollurinn var byggður og síðan annar neðan við sundlaug- inaýsamkvæmt upphaflegri áætl- un þeirra félága og volga laugar- vatnið látið halda tjörnunum opnum. Það stóð heldur ekki á Ki'istjáni að leggja fram sinn hluta. Hann sleppti öndunum í hin nýju heimkynni í okt. 1945. Þær voru 18. Nú skipta endurn- ar hundruðum og Andapollurinn er sýndur með því márkverðasta, þegar vel á að tak á móti gestum. Ollum Akureyringum þykir vænt um þennan stað og eflaust hefur hann uppeldislega þýðingu. rm rsssson i KVEÐJUORÐ Bjarni Pálsson bóndi að Há- túni á Árskógsströnd var jarð- sunginn frá Stærra-Árskógs- kirkju föstudaginn 22. marz s.l. Hann andaðist í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 10. sama mánaðar, 71 árs að aldri. Með honum er mætur *maður og góður drengur til moldar geng- inn. Kristján átti þó eftir að gera aðra tilraun með uppeldi anda- tfegunda. í stmar ól hann upp 4 andategundir fyrir Reykjavíkur- bæ. Flaug hann í haust með þessi fósturbörn sín suður, 120 talsins. — Þessir Norðlendingar kunna vel við sig í höfuðstaðnum og eru bæjarprýði. Andarækt Kristjáns bar þó víðar ávöxt og verður að fara örlítið aftur í tímann til glöggv- unar. Eftir 1940 lét Kristján hænu unga út andareggjum að Sumarið 1955 gekkst Náttúru- gripasafnið í Reykjavík fyrir leið angri til Grænlands, undir farar- stjóm dr. Fihhs Guðmúndssoríar. Auk hans fóru Kristján Geir mundsson frá Akureyri og Half- dán Björnsson frá Kvískerjum Heppnaðist ferðin mjög vel og íékk Kristján leyfi til að auðga safnið á Akureyri um leið, og bættust því þá marjlir merkir munir. Enn er sá þáttur ótalinn, sem þó er vert að geta. Kristján hafði (Framhald á 7. síðu). BJARNI PÁLSSON í Hátúni. Fösturbörn Kristjáns Geirmundss. á Andapollinum. (Ljósm.: E. D.). A uppvaxarárum Bjarna og jafnaldra hans, var víða svo þröngt í búi hjá almenningi, að nú mundi vera kölluð neyð. En þá var svo algengt að skera þurfti fæði svo við nögl á út- mánuðum, að börn og unglingar voru vannærðir. Ekki fór Bjarni varhluta af erfiðleikum fátækt- arinnar og mun hafa búið að þeim framan af árum. Hann hóf, ásam samhentri konu sinni, Emilíu Jónsdóttur, búskap að Hátúni og bjó þar alla ævi, þegar eitt ár er undanskilið. Há- tún er lítil jörð og fremur kosta- rrý. En með dugnaði og sparsemi komu þau hjónin upp 4 þroska- miklum börnum sínum, 3 sonum og 1 dóttur og gátu á síðari árum horft áhyggjulítið til efri áranna, hvað efnahaginn snerti. Þau voru fyrstu véruleg kynni mín af Bjarna, og þau, sem van- goldin eru af minni hálfu, að við unnum báðir í vegavinnu. Hann maður á bezta aldri, sem kom manna bezt ríðandi í vinnuna á hverjum morgni, og eg strákling- ur, látinn teyma hesta í malar- flutningum. Þá voru engir bílar, en vegurinn átti að færa okkur lífsins þægindi og bæta sveitina okkar, og hver vann eftir sinni beztu getu að nauðsynlegu máli. Þótt við, yngstu vegavinnu- mennirnir, gætum ekki hellt úr kerrukassa, spöruðum við ekki að kippa í tauma, slá í og hafa hátt. En hestarnir hans Bjarna þoldu ekki þessa meðferð, af því að þeir höfðu aldrei kynnzt henni og eigandinn varð sjálíur að koma til skjalanna. Þá kynntist eg hvernig kunn- áttumaður umgengst hesta sína. Stutt kennsla, en eflaust sú bezta sem eg hef fengið í þeim fræðum, hvernig eigi að umgangast mál- leysingja sem vini, veitti mér skilning og varanlega ánægju. — Góðir menn einir og dýravinir geta opnað ungum drengjum fagurt svið á þennan hátt í hvers dagslegum störfum. Fyrir þetta þakka eg sérstaklega. Bjarni var alhliða hestamaður og átti af- burða vel tamda gæðinga og all- ar skepnur sínar annaðist hann og umgekkst með stakri um- hyggju og skilningi. Greindur maður var Bjarni, en hlédrægur, léttlyndur heima og heiman, en skapríkur og við- kvæmur að eðlisfari. Heimakær var hann og undi sér hvergi ann- ars staðar. Enda átti hann gott heimili, þar sem öryggi og glað- værð voru einkennandi. Ekki duldist honum, að hverju dró, er heilsu hans tók að hnigna. Glaðlyndi sínu hélt hann þó til hinzfu stundar og átti gaman- yrði tiltæk við þjáða félaga sína í sjúkrahúsinu. í langvinnum og kvalafullum veikindum hlaut hann áður óþekkta og erfiða reynslu, sem hann mætti með hugarró og karlmennsku. Og hann beið ókvíðinn ferðaloka og horfði björtum augum til nýrrar veg- íerðar. E. D. Leiðrétting f viðtali við Jón Kjartansson, Siglufirði, sem birtist hér í blað- inu 20. marz, leiðréttist eftirfar- andi: 1) Sjónleikurinn fmyndunar- veikin var leikinn af stúkunni Framsókn eða leiknefhd hennar, og lék því frú Ragnhildur Stein- grímsdóttir ekki sem gestur leik- félagsins heldur sem gestur stúk- unnar. 2) Fallið haíði niður nafn Ás- geirs Bjarnasonar, þegar upp voru aldir menn í nefnd, sem eiga að annast undirbúning að aldar- afmæli séra Bjarna Þorsteinsson- ar. 3) Þá hefur misritast nafn Pét- urs Björnssonar, hann er sagður í blaðinu Bjarnason, en hann var einn af þeim, sem kjörinn var í stjórn Byggðasafns Siglufjarðar. Þang- og þaramjöl Síðustu 5 árin hefur útflutn- ingur þangs- og þaramjöls frá Noregi aukizt svo mjög að fram úr skarar um flestar aðrar vöru- tegundir. 1951 var útflutningur- inn aðeins um 800 smálestir en í fyrra yfir 6500 smál. Meginið af vöru þessari fer tiþ iðnaðarborg- anna í Mið-Evrópu. Er búizt við auknum útflutningi þangað, og að Bandaríkin muni innan skamms bætast í kaupendahópinn. Meginið af vöru þessari var flutt út frá Kristjánssundi á Norðmæri um 3200 smál., en frá Álasundi um 330 smál. Um Björg vin voru fluttar út um 1300 smál. ;þangmjöls.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.