Dagur - 06.04.1957, Side 4

Dagur - 06.04.1957, Side 4
i D A G U R Laugardaginn 6. apríl 1957 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Afgreiðsla, auglýsingar, innheimtar Þorkell Björnsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Simi 1166. Árgangurinn kostar kr. 75.00. í • - . Blaðið kenlur út á miðvikudögum. Galddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Bjurnssonar h.f. Erlend lán eða sparnaður HINN ÁRLEGI fundur Landsbankanefndar var 28. marz. Hér fara á eftir kaflar úr skýrslu nefnd- arinnar, er Pétur Benediktsson fhttti við það tækifæri. Leturbreytingar blaðsins. „Útlán bankanna jukust mjög á árinu 1955 og gjaldeyrisstaðan versnaði mjög. Til þess að draga úr peningaþenslunni og skapa þar með grund- völl bættrar gjaldeyrisaðstöðu gerði framkvæmda stjórn bankans það eitt af höfuðstefnumálum sín- um árið 1956 að hamla gegn frekari útlánaaukn- ingu seðlabankans. „Það verður að játa, að ekki tókst á árinu 1956 að ná því niarki að bæta stöðu viðskipta- bankanna gagnvara seðlabankanum, þótt þess hefði verið full þörf. Nettóskuldir þeirra hækkuðu enn um 2 millj. kr. En þegar þessi aukning er borin saman við það, að skuld þeirra við seðlabankann hafði aúkizt um 75 millj. kr. á árinu 1955, verður því ekki neitað með sanngirni, að nokkur árangur hafi náðst. í ' þessum tölum er ekki tekið tillit til endurkaupa á afurðavíxlum, en þau endurkaup höfðu aukizt um 102 millj. kr. á árinu 1955 og jukust um 39 millj. kr. á árinu 1956. Aðstaða ríkissjóðs og ríkisstofnana gagnvart seðlabankanum batnaði um 2 millj. kr. á árinu. Þess ger þó að gæta í því sambandi, að undir árs- lok tók bankinn skuldabréf vegna stóreignaskatts, 15 millj. kr., til greiðslu á skuldum ríkissjóðs. — Einnig var, eins og síðar verður minnzt á, doll- aralán tekið undir árslok, og voru um 35 millj. kr. af því notaðar til lækkunar á skuldum, sem ríkis- sjóður hafði stofnað til við seðlabankann vegna Ræktunarsjóðs og Fiskveiðisjóðs. í gjaldeyrismálunum kann við fyrstu sýn svo að virðast, sem góður árangri hafi verið náð. Ef ekki eru taldar ábyrgðir vegna væntanlegs innflutn- ings og aðrar greiðsluskuldbindingar, batnaði gjaldeyrisstaðan um 16 millj. kr. á árinu, en þá er talið til gjaldeyristekna 65 millj. kr. dollaralán, sem tekið var síðustu daga ársins. Að því frátöldu versnaði gjaldeyrisstaðan um 49 millj. kr. á árinu á móti 118 millj. kr. halla árið 1955. Með meðtöld- um ábyrgðum og greiðsluskuldbindingum versn- aði gjaldeyrisstaðan hins vegar um 19 millj. kr., þrátt fyrir lántökuna, og námu nettóskuldir og skuldbindingar bankanna erlendis 138 millj. kr. í árslok. f þessu sambandi ber þess ennfremur að gæta, að birgðir útflutningsvöru lækkuðu um 45 millj kr. á síðasta ári. Því fer þess vegna fjarri, að tekizt hafi að halda í horfinu í gjald eyrismálunum, enda þótt hin hagstæðari þró- un í útlánum seðlabankans hafi haft töluverð áhrif í rétta átt. Á árinu dró mjög úr innlánaaukningunni miðað við undanfarin ár. Samtals hækkuðu spariinnlán og veltiinnlán aðeins um 58 millj. kr. á árinu á móti 179 millj. kr. árið 1955. En veltiinnlán lækk- uðu um 16 millj., en á árinu 1955 hækkuðu þau íim 105 millj, kr. Af þessari óhagstæðu þróun innlána, samfara strangari skilmálum um lán úr seðlabankanum, leiddi það, að útlánaaukning bankanna varð miklu minni en árið áður, eða .177 millj. kr. á móti 281 millj. kr. árið 1955. Urðu viðskiptabankarnir að skammta lánsfé mjög naum- legalega, en vegna reglubund- inna forgangslánveitinga til land- búnaðar og sjávarútvegs og samninga við ríkisstjórnina um lán til íbúðabygginga og raforku- framkvæmda, hlaut sú skömmt- un að koma hart niður á öðrum atvinnurekstri. Til dæmis má geta þess, að á sðastá ári jukust lán sparisjóðs- deildar Landsbankans um 65 millj. kr. Lánveitingar til land- búnaðar hækkuðu um 46 millj. kr., lán til sjávarútvegs um 23 millj. kr., raforkulán um 16 millj. kr. og kaup íbúðalánabréfa um 18 millj. kr., eða samtal 103 millj. kr. Lánveitingar á flestum öðr- um sviðum lækkuðu því veru- lega, eða alls um 38 millj. kr. Mest var lækkun á skuldum verzlunarinnar vegna ábyrgða- skulbindinga, er bankarnir höfðu greitt f yrir innflytjendur, 21 millj. kr. Lán til iðnaðar lækk- uðu um 5 millj. kr. og lán til samgangna um 8 millj. kr.“. í niðurlagi skýrslunnar er rætt um tvísýnar horfur í gjald eyris- og fjárfestingarmáluni og bent á tvær leiðir til þess að leysa þau vandamál: Stórfelld- an sparnað og samdrátt fjár- feslingar eða lántöku erlendis. Handritin á norrænum veffvangi Málið verður liéðan í frá ekki tekið af dagskrá fyrr en lausn er fengin Röddum um að skila íslandi handritunum heim fer stöðugt fjölgandi. Tillaga Péturs Otte- sens og Sveinbjarnar Högnasonar hefur verið rædd i mörgum blöð- um á Norðurlöndum. „Bergens Tidende" notar hana blátt áfram sem mottó fyrir tvær neðanmáls- greinar, en í þeim er saga hand- ritanna í Danmörku rakin með bók Bjarna M. Gíslasonar sem bakhjarlYfirleitt er sjaldanmeira á handritin minnst án þess að hún sé nefnd. Það er engu líkara en rökfesta hennar og norrænn sam- úðarandi hafi tengt saman öll þau öfl á Norðurlöndum, sem styðja kröfu okkar. Finnar minntu á óleyst mál. Þegar Norðurlandaráðið sat að störfum í Helsingfors birtistærsta blað Finnlands, „Helsingin Sano- mat‘, langa grein um hana og mynd af framhlið kápunnar, en þar er sýnishorn af rithönd Snorra Sturlusonar. Vildu Finnar á þennan hátt minna Norður- landaráðið á óleyst, norrænt mál? Yfirskriftin, sem var mjög athyglisverð. var tekin úr bók Bjarna: „Summum jus, summa injuria" og þýðir: „Hæsti rétturinn er mesta óréttlætið“. Sjálfur ritaði Bjarni langa neðanmálsgrein um málið í „Aftenposten" í Osló 9. febrúar, og aðra í „Hufvudstads- bladet“ í Helsingfors 14. marz. — Það er einkenni þessara greina, að Bjarni slakar ekki um hárs- breidd á kröfum Islendinga, en gleymir á hinn bóginn aldrei að bera virðingu fyrir danskri paenningu. Bjarni M. Gíslason liefur plægt akurinn. Hann álítur meira að segja, að jilraunir til að leysa málið hafi sýnt sig raunhæfastar meðal Dana, og bendir á það, að Norð- urlandaráðið eigi minna af gagn- þvæmum skilningi á norrænum Tnálum en lýðskólahreyfingin danska. Bjarni hefur um margra ára skeið unnið að því að upp- lýsa Dani um afstöðu íslenzku þjóðarinnar til handritanna, en Ihefur nú flutt sv iðið til hinna Norðurlandanna líka. Og svo virðist sem hann eigi þar, engu síður en í Danmörku, marga fylgismenn. Án efa er það heil- brigðri, norrænni samkennd hans að þakka. Ef ritgerðir hans væru fullar af óþjóðlegum umsvifum, myndi enginn aðhyllast þær eða veita þeim eftirtekt. En nú er svo komið, að handritamálið er orðið nokkurs konar undiralda í norr- ænum samhug, og enginn hefur unnið meira að því en Bjarni. — Það er vafasamt að héðan í frá verði hægt að taka það af daggskrá og sökkva því í hít fræðimannsleg þjóðarrembings. Þ. S. r Ur erlendum blöðum Sjö bandarískir vísindamenn hafa nýlega birt skýrslu um rannsóknir sínar á sígarettureyk- ingum og lungnakrabba. Rannsóknirnar sýna, að fyrir þá, sem ekki reykja er hættan lítil. Aðeins einn af 275 fær sjúk- dóminn. En af þeim, sem reykja meira en 20 sígarettur á dag, deyr hver tíundi úr lungnakrabba, segir í skýrslunni. Allmikið hefur verið skrifað undanfarið í dönsk blöð um hin svokölluðu sorprit, en þau eru ekki eingöngu íslenzkt fyrirbæri. Á vegum danska menntamála- ráðuneytisins starfar nefnd manna og rannsakar hvað gera skuli í málinu eða hvort nokkuð skuli gera. Af lestri blaðanna sést glöggt, að skoðanir eru mjög skiptar í málinu, en fleiri virðast þó hallast að því, að fara varlega í sakirnar um að ritskoða og banna ,slíkt geti falið í sér hættu fyrir almennt prentfrelsi í fram- tíðinni. í leiðara í Politiken segir með- al annars: „Það er áreiðanlega hættulegra að gefa siðapostulunum frjálsar hendur heldur en láta nokkur vafasöm rit afskiptalauss.11 BRÉF TIL KENNARA (Framhald.) IV. REIKNINGUR. a) Tvær aðferðir. — I barnaskólum mun yfirleitt vera beitt tveimur aðferðum aðallega við reiknings- kennslu 9—13 ára barna. Onnur aðferðin er sú að börnin eru látin reikna sem mest í sætum sínum upp úr reikningsbókinni, en kennarinn gengur á milli barnanna og leiðbeinir hverju einstöku barni,-eftir því sem við verðúr komið. Flestir kennarar, sem þessari aðferð beita, munu þó útskýra nýjar aðferðir og erfið orðadæmi upp við skólatöfluna fyrir öll börnin í kennslu- stundinni í einu. Hin aðferðin er sú, að kennarinn reynir að láta börn á sama aldri fylgjast sem mest að, og reikna á sama stað í reikningsbókinni. Hann kallar síðan börnin upp að skólatöflunni, eitt eða fleiri í einu og iætur þau reikna þar dæmin í allra augsýn, en hin börnin reikna sömu dæmin í sætum sínum upp úr reikningsbókinni, en jafnan leitar kennarinn til þeirra um skýringar, ef þau þau börn stranda, sem eru að reikna á töfluna. Dæmin útskýrir kennarinn þá fyrir öllum börnunum í einu. Góður kennari getur vafalaust fengið góða útkomu, hvorri aðferð- inni, sem hann beitir. Eg vil þó eindregið mæla með síðari aðferðinni. b) Nefndar tölur. — Yfirleitt gengur 10 ára börn- um og yngri illa að skilja og.læra aðferðir við dæmi í nefndum tölum, sérstaklega deilingu og margföldun. Það er því rétt að þreyta börn ekki á þeim aldri á reikningi nefndra talna. Þau skilja allt mikið betur um 12 ára aldurinn. Þegar börn hafa fengið sæmilega æfingu í eins konar tölum, er mikið réttara að láta þau byrja á léttum tugabrotum en nefndum tölum. — Nefnd- ar tölur ætti líka aðeins að nota við dæmi, er snerta tímatal tylftir og slíkar tölur, en alls ekki við dæmi úr metrakerfinu. Við slík dæmi tel eg sjálfsagt að nota tugabrot. Það er mjög áríðandi að æfa börnin vel í aðalheitum metrakerfisins. Miitlum örðugleikum veldur börnum hin mismun- andi stærð frumeininganna. Metri og lítri eru lík- ar stærðir í huga barnsins, en grammið veldur örðugleikum. Þar svarar kílógrammið betur til um stærð. c. Heimadæmi o. fl. — Rétt tel eg, að börn reikni hemiadæmi, að minnsta kosti einu sinni í viku, auk þess sem þau búa sig undir reikningstíma í skól- anum. Undir heimadæmin ættu börnin að hafa sér- staka bók, sem þau skila kennaranum með reikn- uðum dæmum, eins og þau skila stílabókum með íullgerðum stílum. Kennarinn gangi ríkt eftir því, að dæmin séu rétt „útfærð11 og frágangur allur góður. Ekki er rétt að setja börnunum fyrir mörg „hoimadæmi“ eða dæmi, sem erfitt er að skilja. Erfiðu orðadæmin í reikningsbókinni, ætti að reikna í tímunum með skýringum á skólatöflu. Þegar börn reikna dæmi á skólatöflu, ætti að ganga ríkt eftir því, að þau skrifuðu greinilega tölustafi og settu glögg reikningsmerki. Rétt tel eg að setja 10—13 ára börnum fyrir 4—6 heimadæmi í. einu, en krefjast þess að frá- gangur allur sé hreinlegur tölur skýrar og dæmið rétr upp sett. Styttingar sýndar. Um reikningskennslu 7—9 ára barna ætla eg að vera fáorður. Mikið veltur á að æfa börn á þess- um aldri vel í léttum hugareikningi og krefjast leikni í margföldunartöflunni. í hugareiknings- dæmunum er hægt að koma að fræðslu um léttar nefndar tölur, — dagar —vikur — mánuðir —. Hugareikning ætti líka að æfa með eldri börnum. Tel eg rétt að verja 5—10 mínútum framan af hverjum tíma til æfinga í hugareikningi. Gott er að undirbúa sig með hugareikningsdæmi á mið- um eða pappaspjöldum, 10—15 dæmi á hverju spjaldi, og nota spjöldin eða miðana á víxl í tím- unum. Gæta skal þess vel að þafa sum dæmin lauflétt, svo að þau börn, sem seinþroska eru í reikningi, geti leyst úr þeim í huganum. Annars missa þau áhugann. , . (Framhald.)

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.