Dagur - 06.04.1957, Síða 8

Dagur - 06.04.1957, Síða 8
8 Baguk Laugardaginn 6. apríl 1957 Ófrjósemi naufpenings umræðuefni á slSasfð bændaklúbbsfundi Framsögumaður Gudnmnd Knutzen héraðsdýral. Á miög fjölmennum Bændaklúbbsfundi að Hótel KEA fvrra nvánudag, Íluíti Gudmund Knutzen. héraðsdýralæknir, mjög athyglisvert erindi um ófrjósemi nautpenings. — Vegna hinna mörgu bænda, sein ekki eiga þess kost að sækja þessa 1-Júbbfundi, en eru Iesendur þessa blaðs og óska að fregna af f líkurn fundum, eru hér endursögð nokkur atriði úr ræðu og svörum héraðsdýralæknis. Áhrifðmikill æskulýðsfundur í Varðbcrg síðastl. sunnudag Vandamál í búnaðarlöndum. Ræðumaður lagði á það áherzlu í upphafi máls síns, að í flestum búnaðarlöndum væri ófrjósemi nautpenings erfitt og vaxandi vandamál, og væri miklu fé eytt til rannsókna á þessu sviði, meðal annars með byggingu sér- stakra stöðva, er hefðu það hlut- verk að finna orsakir og úrbætur. „Áður en lengra er haldið,“ sagði Knutzen, „verðum við að gera okkur ljóst, hvað við er átt með ófrjósemi, og við hvað eigi að miða. Með frjósemi kúa er átt við hæfni þeirra til að fá kálf á réttum tíma, ganga með hann fram til burðar og eiga síðan hraust afkvæmi, og er þá átt við að kýrin eigi kálf á árs fresti.“ Hvernig er frjósemi kúnna vari'ð hér? „Þeir eru víst allmargir hér, sem rekist hafa á þessi vandræði, og er það ekkert spaug,“ sagði læknirinn. „Það ,sem veldur því að ófrjósemi hefur ekki reynzt hér eins alvarleg og víða erlend- is, er sennilega vegna þess, að við böíum ekki kynnzt hinni smit- andi ófrjósemi, og eg vona inni- lega, að hún álpist aldrei hingað til lands.“ Síðan sagði ræðumaður frá því, að hann hefði á síðastliðnu ári haft 150 kýr til meðferðar vegna þessa kvilla. Þar við bættust svo þær kýr, sem sæddar hefðu verið þrisvar sinnum eða oftar, áður en þær kelfdust. Alls er þetta allstór hópur, sem telja má með lækkaða frjósemi. Fjórhagslegt tjón af þessum sökum er tilfinnanlegt. — Læknirinn sagði ennfremur að samkvæmt reynslu sinni væri þettta vandamál svo alvarlegt að leita bæri hagkvæmra úrræða í tæka tíð. Vék hann síðan að nokkrum atriðum þessa máls, er vert væri að hafa í huga: Líkams bygging, ástand og heilbrigði, íóðrun og fjóshirðing, hreyfing og svo glöggskyggni kúahirða. Enn- fremur væri áríðandi að sæðing væri rétt framkvæmd og á réttum tíma. Og enn nefndi hann sjúk- dóma í kynfærum, erfðahneigðir og fleira. En af þessari upptaln- ingu er hægt að sjá, að margt kemur til greina og ókleift með öllu að gefa fullnægjandi svar við því, af hverju minnkandi frjósemi stafar. Áleitnar spurningar. Þegar um sjúkdóm í kynfærum er að rækða, er oftast fremur auðvelt að lækna. Orsakirnar eru þá augljósar og læknismeðferð oftast fullvirk. En í öilum hinum atriðunum verða svörin vand- fundnari. Hvers vegna verður kýr ekki yxna, hvers vegna myndast blöðrur í eggjakerfinu, hvers vegna verður að sæða kú þrisvar til fjórum sinnum, áður en árang- ur næst, hvers vegna verður kýr yfirleitt ekki kólfafull, þegar ekkert finnst athugavert við kyn- færi hennar, hvers vegna visnar og deyr eggjakerfið? Slímhimnubólga. Svör við þessum og áþekkum spurningum, er sesan-lykill vandamáls þessa. Af áðurnefnd- um 150 kúm höfðu 43 slímhimnu- bólgu í legi, en það er hreinn líf- færasjúkdómur og eru það gerlar, sem bólgunni valda. Bólgan myndast oftast eftir erfiðan bui'ð, fastar hildir og kemur einnig fyr- ir eftir venjulegan burð í frjói, þar sem hreinlæti skortir. Það er fyrst og fremst fyllsta hreinlæti í fjósunum, sem fækkað getur þessum tilfellum. Ennfrem- ur hreinlæti við sæðingu, hjálp við burð og losun hildanna. Afurðaafköst lækka frjósemina. Dýralæknirinn taldi þó ekki þetta hið alvarlegasta. Annað lægi til grundvallar minnkandi frjósemi. Nokkur hluti orsaka hennar fellst eflaust í hinni sí- auknu framleiðslu, sem líffærin verða að þola og að einhverju leyti kemui' fram röskun kyn- færanna og heilbrigði þeirra. Því meiri afurðir sem kýrin gefur, þess fullkomnara fóður þarf hún, skortur vissra efna vill þá oft koma í Ijós með svokölluðum Söngskemmtun Nönnu Egilsdóttur Fimmtudaginn 28. marz sl. hélt Nanna Egilsdóttir söng- skemmtun í Nýja-Bíó á vegum Tónlistarfélags Akureyrar. Und- irleik annaðist Fritz Weisshappel. Aðsókn var mjög góð og var söngkonunni vel tekið. Á söngskránni voru 13 lög eftir C. W. Gluck, R. Strauss, E. Puccini og innlendu höfundana Sígfús Einarsson, Þórarin Jóns- son, Sigurð Þórðarson og Pál ís- ólfsson. Voru þetta fyrstu tónleikar Tónlistarfélags Akureyrar á þessu ári. vöntunarsjúkdómum. Það liggur því næst að álíta, að það sé þurð eða skortur vissra efna, sem veldur ófrjósemi, og er því ófrjósemin komin inn á svið fóð- urfræðinnar. Þetta ætti ef til vill einna helzt við hér á landi, þar sem telja má fóðrið fremur einhæft. Reynslan hefur líka sýnt að t. d. fosfórskortur dregur úr. frjóseminni. Erfðagalla erfitt að uppræta. En ætla mætti þá líka að slíks kvilla gætti ekki í hinum full- komnustu fjósum, þar sem fóðr- unin fer fram með vísindalegu sniði. Þar gætir hans þó mjög. En það ber áð hafa í huga í þessu sambandi, að ekkert það fóður er til, sem bætt getur úr erfðagöll- um i kynfærastarfinu. En ennþá er það að mestu óráðin gáta, hversu mikinn þátt erfðir eiga hér hlut að máli. Verður það atriði án efa viðfangsefni vísinda- manna næst uárin. Ef þetta lægi Ijóst fyrir, myndi óhemju fé spar- ast, því að erfðagöllum er auðvelt að dreifa víðs vegar og á stuttum tíma, sérstaklega þegar tækni- frjóvgun er við höfð. Hins vegar Samvinnutryggingar hafa nú tekið upp nýjar Heiinilistrygging- ar, sem ætlað er að gefa hinum almennu borgurum sem mesta tryggingavernd í daglegu lífi og á heimilum. Fyrir gjald, sem ér mjög lágt, er hægt að fá, auk brunatryggingar á húsmunum, víðtæka tryggingu á alls konar skemmdum lausaf jármuna, ábyrgð artryggingu fyrir heimilisfólkið og slysatryggingu fyrir húsmóð- ur. Er þessi trygging alger nýj- ung hér á landi, en hefur náð miklum vinsældum í öðrum lönd- um. Sem dæmi um hina nýju tryggingu má nefna þetta: Ef innbú í steinhúsi er brunatryggt fyrir 100.000 krónur, kostar það 180—225 krónur. Ef tekin er 100.000 krónu heimilistrygging í staðinn, kostar hún 325 krónur og nær yfir bruna á lausafé öllu, tjón af sprengingum, eldingum, flugvélahrapi, vatnsskaða, inn- broti, snjóflóði, ráni, þjófnaði á reiðhjólum eða barnavögnum, tjón af fjarvist vegna bruna, veitir farangurstryggingu, ábyrgð artryggingu alls heimilisfólksins (barn brýtur rúðu, eða heimilis- menn valda tjóni annars staðar) og loks er slysa- og lömunar- trygging fyrir húsmóðurina. Af þessu sést, að heimilistrygg- ing á að vernda fólk á heimilum og raunar utan eigin heimila gegn margvíslegu tjóni, sem menn verða fyrir í daglegu lífi. Alls er um að ræða 18 mismunandi Mikið fjölmenni var á æsku- lýðsfundinum í Borgarbíó á sunnudaginn. — Þegar húsið var opnað hóf Lúðrasveit Akureyrar leik sinn undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. Kl. 2 e. h. setti Kristján Ró- bertsson fundinn, og gat þess, að nú væru liðin tíu ár frá því að hinn fyrsti almenni æskulýðs- fundur hefði verið haldinn á Ak- ureyri. flokka tjóna, sem sem bætt eru þeim, er slíka tryggingu taka. Sem dæmi má nefna fyrsta tjón- ið, er bætt var samkvæmt hinum nýju heimilistryggingum. Ungur maður hafði breytt innbúsbruna- tryggingu í heimilistrj'ggingu fyrir 100 kr. aukagjald. Nokkru síðar braut kona hans dýrmætan hlut á heimili, þar sem þau voru gestkomandi, og Samvinnutrygg- ingar bættu fyrir hlutinn, 700 kr. virði. Sérstaklega er það athyglisvert, að húsmóðir er með heimilis- tryggingu tryggð, ef hún verður fyrir slysi eða lömun, 10.000 kr., ef hún deyr, 100.000, ef hún verður fyrir algerri örorku. Þessar tryggingar skapa leið til nýs öryggis fyrir heimilin og geta bjargað þeim frá óvæntum út- gjöldum, er nema verulegum upphæðum árlega. Hið lága gjald, sem tekið er fyrir þessar trygg- ingar, byggist að sjálfsögðu á þeirri trú, að þátttaka í heimilis- tryggingum Samvinnutrygginga verði mikil, eins og hún hefur verið mikil erlendis. Það hefur verið mikið vanda- mál fyrir tryggingafélögin, að fólk hefur vanrækt að hækka innbústryggingar sínar í sam- ræmi við breytt verðlag. Með hinum nýju heimilistryggingum taka Samvinnutryggingar upp þá nýjung, að tryggingaruppbæðin breytist einu sinni á ári eftir hinni opinberu framfærsluvísit. (Frá Samvinnutryggingumn.) j Ávörp fluttu tveir æskulýðsfé- iagar ,Ásta Einarsdóttir og Gunn- laugur Guðmundsson. — En Gagnfræðaskólakórinn söng und- ir stjórn Áskels Jónssonar. Jóhann Konráðsson og Sverrir Pálsson, hinir vinsælu og ágætu söngvarar, sungu einsöng. Gestur fundarins og aðalræðu- maðurinn var séra Sigurður Haukur Guðjónsson prestur á Hálsi í Fnjóskadal. — Flutti hann ræðu. Minnti hann unga fólkið á að varðveita æsku sína óflekkaða. Leiðin til hinnar sönnu gæfu væri sú, að fylgja Jesú frá Nazaret. Það myndi sérhver reyna og sjá, sem gæfi sig honum á vald af öllu bjarta. Fundarstjóri var séra Pétur Sigurgeirsson. Organisti kirkjunnar Jakob Tryggvason ,annaðist allan und- irleik. Samkomusalur afhentur í dag mun eiga að fara fram hátíðleg athöfn í nýbyggingu Gefjunar á Akureyri. Þar ætlar SÍS að afhenda starfsfólki verk- smiðja sinna hér í bæ, myndar- legan samkomusal, þar sem Iðn- stefna samvinnumanna var síðast haldin. Meðal aðkomumanna verður Erlendur Einarsson, ior- stjóri Sambands ísj. samvinnu- félaga. Þrí eða f jórradda íslendigur segir frá því í gær, að sér þyki stjórnarflokkarnir undarlega samróma í því áliti að Sjálfstæðisflokkurinn beri fyrst og fremst ábyrgð á því, hvernig komið er í efnahags- málum landsins og kyrjum þetta þríraddaðan kór. Án þess að mjög sé bætandi á raunir íslendings, er þó óliætt að fullyrða að þessa álits gætir einnig langt inn í raðir núver- andi stjórnarandstæðinga. Þeirri staðhæfingu til sönn- unar birtist hér í blaðinu í dag hluti af skýrslu Landsbanka- nefndar, er Pétur Benediktsson bankastjóri flutti nýlega. Það má vel nota skýrsluna í fjórðu röddina, og ætti þá kórinn að vera fullskipaður. (Framhald á 7. siðu.) Heimiiisfryggingar TryggmgBvernd í daglego lífi

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.