Dagur - 18.09.1957, Blaðsíða 4

Dagur - 18.09.1957, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginii 18. sept. 1957 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kentur út á miðvikudögum Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Á allsherjar kröfugöngu í MJÖG athyglisverðri ræðu, sem Bcrnharð Stefáns- son, alþingismaður, hélt að Freyvángt'i Eyjafirði á sunnudaginn var á einhverjum fjölmerinasta stjórn- málafundi, sem haldinn hefur verið í héraðinu urn langt skeið, fórust honum meðal annars orö á Jressa leið: Sjálfstæðismenn tala um kaupliækkanir, aukna dýrtíð, hallarckstur atvinnuveganna, gjaldeyrisskort o. fl. Og auðvitað á svo allt Jrctta að vera núvcrandf ríkisstjórn að kenna. Sennilega J)á einnig það, sem enginn maður fær við ráðið, t. d. aflabrestur og Jrað, sem að vísu stafar frá mönnum, eins og kauphækk- anir, sent Sjálfstæðismenn hafa gengizt fyrir, eða það, sem enginn Islendingur gat við gert, eins og Súez- deilan. Frá sjónarmiði Jiessara manna er svo sjálfsagt helzta bjargráðið Jrað, að skipta um ríkisstjórn og láta Jreirra flokk taka við völduml Ekki skal ég draga úr [)ví, að margt er að í okkar þjóðfélagi, og sunit af því er sjálfsagt undanförnum ríkisstjórnum að kenna, sumt núverandi stjórn, en þó að litlu leyti, og sumt Aljringi. Núvera'ndi efnahagserfiðleikar stafa þó að lang- mestu leyti af þróun timans og því, að þjóðin hefur vanið sig á að lifa um efni fram: eyða meiru en hún aflar. Hún gerir sifelldar kröfur um fjárframlög úr rikissjóði til ýmissa framfara. Og mörgum er nú farið að finnast það helzti kostur þingmanns, ef hann get- ur og vill hrifsa sem allra mest úr rikissjóði handa sínu kjördœmi, livað sem getu þjóðarheildarinnar liður. Hitt er Jx') enn alvarlegra, að atvinnuvegir J>jóðar- innar Jrarfnast æ hærri rekstrarstyrkja af því opin- bera. Slíku er auðvitað ekki hægt að mæta nema með auknum skattaálögum. Til eru að vísu sljórnmála- menn og heilir flokkar, sern styðja allar kröfur, en eru, eða þykjast vera á móti öllum sköttum: gera kröfur, cn reyna að koma í veg fyrir að hœgt sé að fullnagja þeim. Þeir lialda, að slikur skollaleikur sé vinsæll hjá kjósendum, og til J>ess eru refirnir skorn- ir, að reyna að afla sér fylgis fjöldans, og því miður virðist svo, að slíkt beri stundum nokkurn árangur, og ber J>að þá ekki vott um mikinn þroska J)eirra, sem láta blekkjast af slíkri pólitík, því hver heilvita maður hlýtur að sjá, ef hann nennir að hugsa, að ekki er hægt að ausa út fé, nema féð komi einhvers staðar frá. Við stöndum frammi fyrir fjárhágsörðugleikum, en slíkt þarf engan að undra, ef nrenn athuga, livað gerzt hefur á liðnum árum, t. d. á síðustu 20—30 árum. A Jreim tíma lrefur þjóðin svo til alveg byggt yfir sig og búpening sinn, vélvætt atvinnuvegina, bæði til lands og sjávar, byggt vcgi um Jrvert og endilangt landið, komið upp fjölda af skólum og öðrum menningarmiðstöðvum, þar á meðal félags- heimilum, og síðast en ekki sízt erum við nú að rafvœða landið. Er þó langt frá allt talið, sem Jrjóðin hefur afrekað á þessurn árum. En ef mið'að er við stærð Jrjóðarinnar eru þessi afrek áreiðaníega heims- met. En þó að allar J>essar framkvæmdir hafi kostað stórfé og við komizt í nokkrar skuldir vegna Jress, þá eru }>að þó ekki J>ær skuldir, sem nú ógna efna- liagslegu sjálfstæði okkar, heldur hitt, að atvinnu- vegir J)jóðarinnar bera sig ekki og þárfnast })ví sí- vaxandi styrkja frá ríkinu. Atvinnuvegirnir eru þó undirstaðan, og ef }>eir lirynja, }>á lirynur öll }>jóðfé- lagsbyggingin um leið. Þetta er nú höfuðvandamálið, sem við verðum öll að glíma við og taka afstöðu til. Og framtíð þjóðarinnar um áratugi getur verið undir því komin, hvernig til tekst í }>ví efni. Sjálfstæðismenn vilja kenna núverandi ríkisstjórn um, hvernig komið er. En það lilýtur að vera tölu- vert vafasöm kenning sökum }>ess, að Jietta ástand skapaðist þegar Sjálfstæðismenn voru í stjórn. Það eru ekki stjórnarskipti, sem við þurfum, held- ur stefnubreyting frá því sem veriö liefur undan- farin ár. Undanfarin ár má segja að }>jóðin hafi verið í einni allsherjar kröfugöngu, og reglan hefur verið sú, að láta undan öllum kröfum. En hver hefur svo borgað brúsann? Auðvitað ríkið, og til )>ess þurfti að leggja aukin gjöld á þjóðina. Dýr- tíðin hefur aukizt stöðugt vegna ]>essa Iiáttalags og étið upp mest- allar „kjarabæturnar". ■ A ]>essu ári hafa skeð ýmsir at- burðir, sem torvelda viðreisnarstarf ríkisstjórnarinnar, sumir óviðráðan- legir, eins og t. d. aflabrestur, aðrir framkallaðir af míinnum, eins og verkföll }>au, sem orðið hafa. Verka- menn hafa þó ekki gert }>essi verk- föll, Iieldur hópar nokkurra há- launamanna, eins og t. d. yfirmenn á kaupskipaflotanum, sem stöðvuðu allar siglingar til og frá landinu í margar vikur og ollu með því gíf- urlegu tjóni. Og J>að allra l'urðu- legásta er, að ekki er annað hægt að sjá, en að Sjálfstæðisflókkurinn, er jafnan áður liefur verið andvígur verkföllum, eins og eðlilegt má telja, hafi nú af blindu hatri á rík- isstjórninni stutt þessi verkföll og hvatt til þeirrai Ég skil ekki í öðru en að hann eigi eftir að iðrast J>ess. Ef Jrjóðin vill lifa frjálsu menn- ingarlífi í ]>essu landi, J)á verður að snúa við frá verðbólgu- og kröfu- stefnunni til heilbrigðra starfshátta, og ég er [>ess fullviss, að núverandi stjórn og ])eir flokkar, sem að henni standa, geta komið Jreirri stefnu- breytingu á, ef þeir standa sarnan, cn ekki stjórnarandstæðingarnir. Eg enda ]>essi orð mcð ]>ví að óska, að allir íslendingar og Fram- sóknarmenn alveg sérstaklega sýni landi sínu og þjóð fullan Jregnskap og hollustu. Þá mun vel fara, þrátt fyrir allt. Framsóknarmenn! Vertim alltaf göðir þegnar Islands! Góðir íslend- iiigar! Brúin milli heims og heljar Smá-þæitir úr harmsögu Ungverja II. ÆSKAN KVEIKIR NEISTANN. Þegar Jósef fór frá formannin- inum, gætti hann þess vandlega að byrgja inni hugsanir sínar, því að enginn gat vitað, hverjir væru AVO-menn í verksmiðjunni. En hann var viss um, að þeir væru þar. Maður nokkur í sömu röð og hann, hafði eitt sinn sagt: „Þessi bölvaður skrúflykill, hann hlýtur að vera rússneskur!“ Fyrir þetta var maðurinn num- inn á brott, barinn duglega, og síðan sendur aftur til vinnu sinn- ar. Jósef var einnig kunnugt um verkamann í þorpi einu utan við Búdapest. Hann var orðinn á eftir með skattgreiðslu sína. Hann hafði }>ví miður haft orð á því við einn kunningja sinn, að hann ætti bróður í Ameríku. Þetta fréttu AVO-mennirnir og settu manninum 6 vikna frest til að ná í skuldarupphæðina frá Ameríku. Og er það brást, var hann tekinn fastur og hafði ekki sézt síðan. Óttinri við AVO gerði Jósef gætinn og orðvaran. Hann náði nú í frakkann sinn, fór í hann og gekk síðan út úr verksmiðjunni og ætlaði með strætisvagni heim til sín. „Á morgun ætla eg að fara á sellufundinn,“ hugsaði hann með sér og beit í sig gremjuna, því að hann grunaði hálfvegis, að sjálfur formaðurinn væri ef til vill AVO-maðurinn í sinni deild. En óðar er hann var kominn úl undir bert loft kvöldsins, var hann umkringdur hópi af ungu fólki, sem hrópaði blátt áfram: „Sértu Ungverji, komdu þá með okkur!“ Þetta voru allt ungmenni á tvítugsaldri. Jósef hafði ekki hugmynd um, hvað þau hefðu fyrir stafni ,en það var eitthvert rafmagn í lofti þessa stundina, sem hreif hann ósjálfrátt, svo að hann slóst þegar í hópinn. Hér með var sagt hið örlaga- Jjrungna orð, örvandi orð hvatn- ingar, orð vonar og ástríðu, sem æskan hafði þráð svo lengi. Stú- dent einn hrópaði: „Við ætlum að reka AVO burt úr landinu!" Þetta gat Jósef Toth skilið. Nú flæddi æskumannahópur- inn eins og óstöðvandi bylgja inn í lögreglustöðina, en þar reyndu lögregluþjónarnir að stöðva þau og halda uppi reglu. „Fáið okkur byssurnar ykkar!“ hrópuðu nokkrir unglingar, og sér til mestu undrunar kallaði Jósef ungi rétt upp í andlitið á rauð- þrútnum lögregluforingja: „Fáðu mér byssuna þína!“ „Til — til hvers?“ stamaði íor- inginn. Jósef horfði orðlaus á hann og litaðist síðan um, og einn stú- dentanna kallaði hátt: „Við ætl- um að gera út af við AVO-menn- ina!“ Lögreglumaðurinn gapti af undrun, og Jósef greip til skammbyssunnar hans, en annar eldri piltur þreif hana af honum. Á svipstundu var vopnabúr lög- reglunnar hroðið, og æskulýðs- hópurinn hélt aftur út á götuna. í sama vetfangi kom rússnesk- ur skriðdreki með ungverska hermenn undir stjórn tveggja AVO-manna og keyrði inn í þrönga götuna og fast að, þar sem Jósef ungi stóð. Þetta var gamall skriðdreki, T—34, með skröltandi vél og háum smáturni með vél- byssuopi að framan. Þetta var }>ví mesti háskagripur fyrir menn með skammbyssur einar að vopni. Ungmennahópurinn var í ægi- legri óvissu, er skriðdrekinn nálgaðist. Og hermennirnir í honum virtust ófúsir að skjóta á æskufólkið, sem einnig virtist smeykt við að skjóta á skrið- dreka með byssukrílunum sínum. Þá skipaði sennilega annar AVO- maðurinn fyrir, því að skyndilega var hafin vélbyssuskothríð, og nokkrir úr ungmennahópnum féllu þegar á götuna. (Þar með var byltingin hafin.) Sundmót U.M.S.E. Sundm.Umse var háð að Lauga- landi á Þelamörk á sunnudaginn var. Þátttakendur voru 20 talsins Framtíðin vann með 54 stigum. Stigahæsti einstaklingurinn var Reynir Schiöth frá UMF Fram- tíðin og vann hann 4 sund og hlaut 20 stig. Næst urðu Hreinn Guðnason frá UMF Möðruvalla- sóknar með 10 stig og Sólveig Kristinsdóttir frá UMF Framtíð- Fréttaíilkyniiing frá Hagstofumii mn upplýsingaþjóiiustu Þjóðskrárinnar 1 lögum um Þjóðskrá og almannaskráningu, er sett voru á síðasta ári, er gert ráð fyrir því, að Þjóðskráin láti í té vottorð ög upplýsingar eítir skrám hennar og gögnum, og er J>etla mikilvægur þáttur í starfsemi liennar. Hér er annars vegar ura að ræða vottorð um aðsetur fyrirspyrjanda sjálfs eða um eitthvað annað um hann skráð, og hitis vegar upplýsingar, sem lyrir- spyrjandi óskar að fá utn aðsetur annarra manna nú eða fyrr. Veiting upplýsinga um önnur skráningarat- riði en aðsetur cr háð vissum takmörkunum, eins og vænta má. Aður var ekki til nein slík upplýsingamiðstöð, ]>ar sem opinberir aðilar, fyrirtæki og einstaklingar gátu fengið upplýsingar um aðsetur manna hvar sem er á landinu, og kom J>að sér illa íyrir marga aðila, sem hé reiga hlut að máli. Nú hefur Þjóðskráin tekið við ]>essu hlutverki, og mun hún kappkosta að fullnægja þörfum þeirra, sem nota sér ]>essa ])jónustu. I því sam- bandi tná geta ]>ess, að áður fyrr gat sá aðili, sem ann- aðist manntalsskráningu í liverju sveitaríélagi, yfir- lcitt aðeins veitt upplýsingar um aðsetur manna sam- kvæmt síðasta manntali, cn Þjóðskráin lær jafnóðum tilkynningar uni breytingar á aðsetri, og getur hún Jjví að jafnaði upplýst aðsetur Jteirra, sem flutt liafa eltir síðasta skráningardag, sem er 1. desember áf hvert. Það skal tekið fram, að upþlýsingaj)jónusta Þjóð- skrárinnar er, að því er snertir fyrirspurnir um aðsetur manna í Reykjavík, einskorðuð við aðila, sem þarfnast upplýsinga vegna atvinnurekstrar eða annarrar starf- semi. Almenningur skal eftir sem áður snúa sér lil Mannlalsskrifstofu Reykjavíkur með beiðnir sinar i þessu sambandi. Sömuleiðis skal almenningur í liverju umdæmi utan lleykjavíkur snúa sér til hlutaðeigaridi bcejarstjóra eða oddvila, ]>egar óskað er upplýsinga um aðsetur manna í sama umdæmi. Stjórn Þ jóðskrárinnar hefur fyrir nokkru sett reglur um tilhögun Jressarar starfsemi og um gjöld fyrir vott- örð og upplýsingar, sem lnin lætur í té. Þjóðskránni ber að veita opinberum aðilum hvers konar upplýs- ingar, sem er að finna í skrám hennar og gögnum, ef J>eir Jturfa upplýsinganna við vegna embættisfærslu eða hliðstæðrar starfsemi, og gerir Þjóðskráin þetta endurgjaldslaust. En aðrir, sem fá upplýsingar irá Þjóðskránni, þurfa að greiða fýrir }>ær tilskilið gjald samkvæmt gjaldskrá. Gjaldið er breytilegt eftir tegund Jteirrar þjónustu, sem um er að ræða, og það fer líka eftir tölu fyrirspurna liverju sinni, þannig að afsláttur er veittur, ef margar fyrirspurnír eru bornar fram í einu lagi. Auk ]>ess er liægt að fá keypt aíslattarhefti með 25 éyðtrblöðum undir fyrir'spurnir til Þjóðskrár- innar. Sérstakur taxti gildir lyrir upplýsingar veittar ætfræðingum og öðrum fræðimönnuin. Gjald f’yrir vottorð og upplýsingar úr Þjóðskránni greiðist um leið og fyrirspurn er fram borin. Nota skal sérstök eyðublöð undir fyrirspurnir til Þjóðskrárinnar og fást J>au j Hagstofunni. Þjóðskráin cr lögum samkvæmt sérstök stofnun undir eigin stjórn, }>ar sem sæti eiga fulltrúar Jreirra aðila, sem stóðu að stofnun henríhr, en hins vegar er hún starfrækt sem deild í Hagstofunni. Hagstofustjóri er formaður stjórnar Þjóðskrárinnar. en aðrir stjórnar- ntenn eru: Einar Bjarnason, aðalendurskoðandi, skip- aöur af fjármálaráðuncytinu, Guttormur Erlendsson, forstöðumaður endurskoðunardeildar Reyk javíkurbæj- ar, skipaður af borgarstjóra Reykjavíkur, dr. Sigurður Sigurðsson, skipaður af heilbrigðismálaráðuneytinu fyrir hönd berklavarna ríkisins, Sverrir Þorbjörnsson, forstjóri, skipaður af Tryggingastofnun ríkisins, og Þormóður Páfssoli, bæjarfulltrúi, skipaður af félags- málaráðuneytinu. (Frá Hagstofu Islands). Göngostafur, scm grandar illgresi í sunrar kom á markaðinn í Noregi og Danmörku nýtt, hugvitsamlegt, enskt garðyrkjuáhald — göngustafur, sem drepur illgresi. Hann heitir „ill- gresisstafurinn" og hefur verið seldur svo milljón- um skiptir í Englandi og fleiri löndum. Nú losna menn við það að grafa upp illgresið eða bogra við að reita það. Nú geta menn spássérað um hlaðvarpann og túnið hjá sér, beint stafnum að þeirri jurt, sem J>eir vilja feiga, þrýst á hnapp á handfanginu og út fossar vökvi, er banar illgres- inu. Illgresisstafurinn er auðveldur í notkun, og gott að halda honum hreinum, því að hann er úr plasti. Það má fylla á hann á ný hvenær sem er. Stafurinn er „hlaðinn11 hormónablöndu. Fyrst er vissu magni af blöndunni hellt í stafinn, síðan er hann fylltur með vatni og er nú tilbúin til notk- unar. Svona auðvelt og Jrægilegt verður að eyða ill- gresinu í varpanum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.