Dagur - 18.09.1957, Blaðsíða 5

Dagur - 18.09.1957, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 18. sept. 1957 D A G U R Pf: - 5 Handritamálið og Norðurlönd CREIN JÖRGEN BUKDAHLS í ASKOV-BÓKINNI Fjölmennur fundur Framsóknarm. Upphaf greinar Bukdahls er alhyglisvert. Það er á þessa leið: „íslenzka handritamálið, sem á ný er á dagskrá, hefur bæði raunverulega hlið og táknræna. Hið raunverulega er auðvitað, að þeim ber að skila aftur, sum- part af þjóðkennilegum ástæðum, en sérstaklega þó vísindalegum. Um þetta hafa títt fjallað ömur- legar bókmenntir, er náðu há- marki sínu í Nefndaráliti 1951, sem jaðrar við að vera mjög hlutdrægt plagg, ekki sízt sökum þessð, sem þar er stungið undir stól. .. . “ Rekur síðan höfundur allar hinar hæpnu staðhæfingar nefndarálits þessa og segir síðan: „En um allt þetta hefur Bjarni Gíslason ritað frumlega, rök- studda bók um Sögu handritanna og örlög. . . . “ „Það verður síðar vikið að bók þessari,“ segir Bukdahl, „og gagn rýni hennar á Nefndarálitinu, sem til þessa dags hefur ekki verið hrakin. Einn á verði árum saman — ekki aðeins í Dan- mörku, heldur einnig í hinum Norðurlöndunum — hefur hann barizt fyrir því í blaðagreinum og fyrirlestrum, að kynna og skýra raunverulegt eðli þessa málefnis. Tæplega mun nokkur annar íslendingur á vorum dög- um hafa beitt jafnmiklum hæfi- leikum og kröftum til að verja rétt og heiður lands síns gegn öll- um þeim hleypidómum og hind- urvitnum, sem gömul valdapóli- tíska hefur gert að grunnfærri hversdagshugsun („vanetænkn- ing“) viðvíkjandi íslenzkum að- stæðum og afstöðu íslands til Danmerkur. Hið mikla Nefndar- ólit er einnig smitað þessari hversdagshugsun, sem gerir ályktanir þess hlutdrægar *— tæplega þó af ásetningi, en sum- part af þekkingarleysi — við skulum nefna þannig það, sem stungið er undir stól — og að öðru leyti sökum glámskyggni á hið þjóðkennilega-íslenzka efni safnsins sjálfs, sem aðeins á stöku stað getur talizt sam-norrænt eða til Norðurlanda... .“ Hér vitnar Bukdahl aftur í bók Bjarni Gíslason, og síðan í rit- gerð prófessors dr. jur. Alf ltoss í „Ugeskrift for Retsvæsen“, 11. maí 1957. (Sjá ritgerð Bjarna Gíslasonar í „Morgunbl., 23. ágúst ’57). Telur Bukdahl, að dr. Ross staðfesti alla rökfærslu Bj. G. gegn eignarrétti háskóla Dana á handritunum, og með lögfræði- legum skarpleik -staðhæfi dr. Ross, að í rauninni sé „eignar- réttur háskólans ekki annað að hann eigi að hafa umsjón með safninu og stjórna því samkvæmt fyrirmælum skipulagsskrárinn- ar.“ — Hefur dr. Ross þar með kveðið niður þá staðhæfingu Viggo Stareke, ráðherra, að „Árnasafn sé réttmæt eign há- skójans samkvaemt gjafabréfi", o. s. frv. hið norræna (þ. e. Norðurlanda-) verðmæti handritanna. „Það er að vísu rétt,“ segir Bukdahl, „að hefðum við ekki átt íslendinga að, sagnfræði- og bókmenntagáfu þeirra, þá hefðu Danmörk og Svíþjóð ekki haft jír sérlega miklu að moða um fortíð sína. Samt er hið sam-norræna nær hverfandi frumatriði í handrita- birgðunum... . “ Þannig kryfur Bukdahl Nefnd- arálitið lið fyrir lið og bendir á veilur þess og rangfærslur, „þessi hálfu sannindi, sem einnig eru hálf lygi, og þar sem rökfærslan vekur grun um tilganginn... . “ Hér verður ekki rakin frekar grein Bukdahls og hnitmiðuð rökfærsla hans, er hvergi missir marks. Er ritgerðin bæði afar fróðleg og bráðskemmtileg og það væri því æskilegt að hún birtist Bukdahl hrekur einnig þráláta staðhæfing Nefndarálitsins um sem fyrst á íslenzku. — En allgóða fræðimennsku þarf til þess að gera það sæmilega. M. a. drepur Bukdahl á, að íslendingar hafi ekki verið bókasafnendur, en bækurnar hafi verið þeim kærir ættargripir, og beri þess glöggan vott margar áletranir hinna gömlu handrita, t. d. Hauksbók: — „Bjarni Einarsson á Hamri á þessa bók með rjettu og hefur hann ljeð mjer hana í bókaskipt- um og skal hann fá hana aptur það fyrsta eg kann hana með skilum.“ Um þetta einfalda atriði skrifar Bukdahl bráðskemmtilegan kafla og rökfastan um „Hauksbók" og segir að lokum: „Fáar bækur hafa átt jafn- miklum vinsældum að fagna og ,,Hauksbók“, margsinnis afrituð og — eins og framannefnd áletr- un ber með sér — alvarleg áminn ing, þegar um útlán var að ræða. — En að lokum kom hún ekki heim aftur til ættingja Bjarna á Hamri. Nú er hana að finna í Kaupmannahöfn í safni Árna Magnússonar (Nr. 371, Nr. 544), pergament handrit fengið að láni á Gaulverjabæ, og frá sama stað er Nr. 675, sem felur í sér Eluci- darius Honorius úr hinni kunnu Handbók Autuns í kenningu kirkjunnar um sköpun heimsins, sem seinna hefur ef til vill verið bætt í „Hauksbók“. Eins konar alfræðibók með sinnar aldar sniði, og er hún einnig kunn í hinum Norðurlöndunum." „Ættu ekki þessi þrjú handrit, en sem öll eru frá upphafi 14. aldar að eiga afturkvæmt þangað, sem þau eiga andlega heima?" spyr Bukdahl. Og síðan rekur Bukdahl allýt- arlega sögu handritanna og rás viðburðanna á þessum vettvangi með öllum forsendum að safn- starfi Árna Magnússonar. Herðir hann þar svo mjög að öllum hnútum, að erfitt mun hverjum dönskum fræðimanni að leysa. Jörgen Bukdahl. Ritgerð Bukdahls er hvorki meira né minna en snar þáttur í bókmenntasögu íslendinga frá öndverðu og til vorra daga, rak- inn af gerhygli og skarpskyggni — og sumt harla óvænt fyrir all- an þorra landsmanna, m. a. um ættartengslin millum Eddu og Kalcvala o. m. fl. Er ritgerðin öll hörð sókn á hendur þeim dönsku fræðimönnum, sem stóðu að Nefndarálitinu fræga 1951 og beita sér nú fyrir því af dönskum þjóðræknisástæðum að halda í íslenzku handritin. Ræður Buk dahl þeim að lokum til að beita heldur áhuga sínum og kröftum á vettvangi hins Suðurslésvíska málefnis og segir m. a.: „Þar stendur vor raunverulega þjóð ræknisbarátta.“ — Og hann segir einnig: „Danmörk hefur engu að tapa og vísindin allt að vinna við þessi skuldaskipti“ (endurheimt handritanna íslenzku). Auk skrifa sinna um handrita- málið er áhugi Bukdahls sívak andi á víðlendum vettvangi, og gætir áhrifa hans víðs vegar í Danmörku, og eigi sízt meðal kunnra, danskra stjórnmála- manna, svo sem H .C. Hansen og Julius Bomholt, og Bukdahl telur m. a. þá Jörgen Jörgensen og Erik Eriksen hliðholla hinum ís- lenzka málstað. Einnig mun Askov-bókinni og sérprentun Bukdahls hafa verið dreift út um Danmörku og önnur Norðurlönd Helgi Valtýsson. (Framhald af 1 .síðu.) kerfið að umræðuefni og síðan leiðir ,sem til greina hefðu kom- ið, gerði grein fyrir því, að nú væri framundan halli á ríkis- ekstri og uppbótarsjóðunum. — Ástæðan væri gjaldeyrisskortur og þar af leiðandi hrun tolltekna. En undirrótin væri aflabrestur og svo hitt, að of mikið væri byggt á tekjuvonum af innflutn- ingi vara, sem ekki væri gjald- eyrir til þess að kaupa. Fjármálaráðherrann benti á jau sígildu sannindi, að engin ajóð gæti til lengdar lifað'menh- ingarlífi, sem sjálfstæð þjóð, nema eyðsla hennar og tekjur stæðust á. íslendingar væru örir til framkvæmda og væri það gott, en yrðu þó að gæta þess að taka ekki svo mikið fyrir í einu að stöðug ofþennsla hlytist af. Lánsfé taldi hann æskilegt til uppbyggingar atvinnuveganna Þó væri sú leið ekki farin enda- laust eða án takmarkana. Ræðumaður gerði stjórnarand- stöðuna lítils háttar að umræðu- efni og kvað ekki trúlegt að Sjálfstæðismenn hefðu aukið traust á sér með framkomu sinni í stjórnarandstöðunni. Fyrir skólafóik: SKRIFBORÐ SKRIFBORÐSSTÓLAR STOFUBORÐ ÚTVARPSBORÐ SAUMABORÐ STOFUSKÁPAR KLÆÐASKÁPAR TAUSKÁPAR RÚ MFAT ASKÁPAR KOMMÓÐUR BÓKAHILLUR ÐÍVANAR DÍVANTEPPI VEGGTEPPI RÚMTEPPI GÓLFTEPPI BORÐDÚKAR PÚÐAVER o. m. fl. Bólsfruð húsgögn h.f. Hafnarstrk 88. — Sími 1491. í sérstökum ræðukafla um landbúnaðarmálin, lagði ráð- herrann áherzlu á, að bændur sjálfir yrðu að beina framleiðslu sinni inn á þær brautir sem bezt hentuðu erlendum mörkuðum, að því leyti sem framleiðsla þeirra væri umfram innanlandsneyziu. Hér væri um algert undirstöðu- . atriði að ræða í landbúnaðinum og á valdi bændanna sjálfra, gegnum samtök sín, að leysa. En stöðvun framfara í landbúnaðin- um kæmi ekki til mála. Ráðherrann ræddi um nauðsyn jess að finna nýjar leiðir í sjáv- arútvgesmálum, meðal annars nýjar veiðiaðferðir, ekki sízt í sambandi við síldveiðina. Yrði að leggja nokkurt fé í tilraunir og hagnýt vísindi í þessu sambandi. Reynslan væri sú, að það kæmi margfalt aftur. Ræðumaður lagði áherzlu á að efla iðnaðinn, og þá fyrst og fremst þær greinar hans, sem semkeppnisfærar væru við að- fluttar vörur. Taldi nauðsynlegt að útflutningur iðnvara yrði jafn rétthár hvað útflutningsuppbæt- ur snerti og útfluttar landbún- aðar- og sjávarafurðir. Ráðherrann ræddi nokkuð fvr- irhuguð fríverzlunarsvæði Ev- rópulanda og afstöðu íslands í því sambandi. Að lokum lagði ræðumaður ríka áherzlu á, að Framsóknar- flokknum væri bezt treystandi til þess að hafa forustuna í málefn- um landsins og bezt mundi það duga til þess að tryggja öflugar og farsælar framfarir að efla hann sem mest. Var ræðu Eysteins Jónssonar framúrskarandi vel tekið og þótti að henni mikill fengur. - Eftir hverju bíðum við? (Framhald af 2. síðu). fræðilegur réttargrundvöllur und ir kröfum íslendinga, að við verðum æ minni og lítilmótlegri, ef við látumst ekki heyra þær. Hve oft höfum ekki einmitt við lagt áherzlu á, að þar sem við sé- um smáir og vanmáttugir gagn- vart hinum stóra heimi, þá verð- um við að grundvalla lif okkar því meira á andlegum og þjóð- legum verðmætum. Er það ekki kjarninn í málsskotum okkar til annarra í Suður-Slésvík? Var ekki einmitt þetta einn snarasti þátturinn í baráttu okkar um Suður-Jótland? — í viðskiptum okkar við ísland höfum við verið hinn stóri og sterki, og við sitjum enn í ímynduðu hásæti og lát- umst. Danska þjóðin verður að skilja, að hinir íslenzku frændur eru menn, sem raunverulega bera í brjósti kærleika til fornsagnanna. Þær eru gefnar út, þær eru lesn- ar, þær eru elskaðar, og á þennan hátt er lifandi samhengi milli vísinda og þjóðlífs, en slíkt sam- hengi þekkjum við ekki hér í landi. Það, sem næst kemst þessu hér hjá okkur, er líklega ástin, sem almenningur bar til þjóð— vísnanna — það var einu sinni. Handritin eru einu minjarnar, sem ísland á um merkilega fortíð. Við höfum þau undir höndum. Okkur sæmir það ekki. Við eigum ekki að fara að reka valdapólitík á nýjan leik. Við eigum — okkar sjálfra vegna — að styrkja norræna frændur okk- ar allt hvað við getum. Norræn samvinna á að vera meira en orðin ein og húrrahróp. ísland þarfnast styrkjandi bróðurhand- ar; við viljum ekki vera án ís- lands. Eftir hverjum fjáranum bíð- um við? Nú á að skipa nefnd í málið, og hamingjan fylgi störfum hennar. Ilún og allir Danir þurfa að lesa litlu bókina frá Askov, og nefndin þarf að vera minnug þess, að gömlu skinn- og perga- mentsblöðin eru Parthenon ís- lands og Forum Romanum, dóm- kii-kjur þess og hallir, stafkirkjur þess og víking'askip, handritin eru fortíð íslands, grundvöllur og tákn langrar menningarsögu, og þó að ekki væru allar röksemdir málsins íslandi í vil, en það eru þær, — þá ættum við samt að af- henda handritin af heilum og vörmum huga, ef við viljum halda því fram, að enn slái hjörtu í Danmörku. Eða eigum við kannski að láta undan eftirkomendum landstjór- anna yfir þrælasölumiðstöðvui\- um og hrópa með þeim, að við eigum það með réttu, því að vio höfum sjálfir tekið það? Jcns Kruuse.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.