Dagur - 18.09.1957, Blaðsíða 2

Dagur - 18.09.1957, Blaðsíða 2
2 D AGUR Miðvikudaginn 18. sept. 1957 llndir liessari fyrirsögn biriist eftir farandi grein uin handrita- málið í stærsta bláðinu á Jót- landi, JYLLANDSPOSTEN, þ.30. ágíist, rituð af dr. phil. JENS KRUUSE. Er greinin eiginléga ritdómur um „Island—Danmörk og handritin“, bók þeirra Askov- manna, ög er höfundur ckki myrkur í niáli. Nú þegar rökræðurnar um ís- lenzku handritin, hvort skila eigi þeim aftur, eru teknar að lifna við á ný, er það gleðileg frétt, að ritstjórnin á Dansk Udsyn í Askov skuli hafa sent frá sér bók um mál þetta, mjög fróðlega og góða. Því er ekki að neita, að í hana ritar enginn, sem mótsnúinn er afhendingu handritanna, en rökin eru tekin frá hinni hliðinni líka — og hrakin — enda er það létt verk. Hinn einfaldi sannleikur í þessu máli er nefnilega sá, að við eig- um að afhenda í snatri og án þess að hafa orð um, systurlandi okk- ar í Norður-Atlantshafi þjóðar- dýrgripi þess, algerleg'a án skil- yrða. Það væri aðeins eðlileg framkoma og bæri ekki vott um neinn rausnarskap. Nú ríður mest á því, að fræða danskan almenning um málið svo að hér geti sprottið upp vak- andi almenningsálit, sem borið gæti ráðum Rauð ráðgjafa, þann litla hóp steinrunninna smá imperialista með prófessora- og doktorsnafnbótum, sem nú virð ast hafa öll ráð í hendi sér með hlýðin og þæg stjórnarvöld í togi Það er bæði hlægilegt og sorg- legt í senn að sjá danska vís- indamenn í gervi hinna síðustu nýlendupólitíkusa á Norðurlönd- um. Maður getur bæði hlegið og skammast sín. í flokki með þeim eru svo aðrir, sem muldra um það í barm sér, að ekki getum við farið að dreifa safngripum okkar út um allan heim, skila aftur þjóðfræðilegum mei'kisgripum úr þjóðminjasafninu til halanegr- anna (í augum slíkra manna eru reyndar flestir útlendingar, ekki sízt frændur okkar á Noi'ður- iöndum, eins konar halanegrar, og hin leynilega skýring orðsins er: „Ein utan við Slotshólmann og hans næsta nágrenni búsett persóna“) Þessu Svíum og hinu til Norðmanna. . .. Við skulum nú líta á það í al- vöru, hvernig við eigum að rök- styðja mál okkar til þess að geta haldið ránsfongnum. Við gætum byrjað á því að segja, að fjárans hala — afsakið — að asnarnir þarna á íslandi hafi gætt þessara gripa bölvan- lega og afhent þá viljugir og sent þá til Ka upmannaha fnar. Þess vegna geti þeir ekki komið ask- vaðandi nú og heimtað þá til baka. Þetta eru sterk rök, já, eg held nú það. En lítum á þessa hlið málsins: Auðmaður nokkur féflettir verka fólk sitt. Fátæk kona meðal þess verður að neita sér um að eiga fagra hluti, og hún selur auð- manninum gullúr föður síns heitins. Já, segir hann við félaga sína og fjölskyldu. Svoddan fólk hefur nú ekki mikið vit á verðmætum. Konan bókstaflega neyddi upp á mig, já, nærri því gaf mér sitt einasta erfðagóss. Hann getur þess ekki, að kon- an svalt, og það var hans sök, og hann hafði auk þess beinlínis krafizt þess að fá gullúrið, svo að það var. ekki létt fátæklingum að neita. Þeir Danir, sem halda því fram, ð íslánd hafi vanrækt þessa dýrgripi sína, hugsa eins og ofan- skráð göfugmenni, já, og þeir ganga jafnvel enn lengra, því að þeir velja hegna íslandi nútímans fyrir það, sem þeim er svo gjarnt að nefna vanrækslu hins forna íslands. En mér virðist, að ef við ætlum að ásaka Islendinga fyrir þá sök að þeir neyddust til að af- henda handritin til fulltrúa ein- valdskónganna á 17. öld, þá get- um við alveg eins búizt við mál- sóknum Norömanna gegn afkom- endum danskra fógeta. Hvort tveggja ei' álíka sanngjarnt, rétt- arfarslega og siðferðilega. Og svo er þetta um gæzlu ger- semanna. Hvers vegna á ísland — eða gæti átt — þennan dóm af handritum, en við hinir ekkeri, ekki eitt einasta söguhandrit, að- eins lánsrit, lán á lán ofan frá hinum auðugu vestnorrænu upp- sprettum (norrænum, íslenzkum, norskum) lánsheimildir um forn- sögu okkar, sagnir og sameigin- leg trúarbrögS, heimildir, sem við kynnum æskulýðnum með falskri og rómantískri ættleiðslu og köll- um „oldnordisk“ (en þær eru fornnorskar, forníslenzkar eða norrænar, en alls ekki danskar); hvers vegna erum við svona fá- tækir, við, sem erum annars svo vellauðugir af fornminjum? Skýi'ingin er óþekkt. En vís- bendingu er þó hægt að fá, ef við rifjum upp, hvernig fór um mesta þjóðardýrgrip okkar, rit Saxa, heimildirnar, sem skýra elztu sögu Danmerkur. Þessi Gesta Danorum var pergamentshandrit. Mjög snemma, eða 1514, gat hinn ágæti húmanisti, biblíuþýðandi o. fl., Christiern Pedersen, fengið það prentað í París. En sjálft handritið? Jú, sjáum til, við höfum geymt aí því eitt heilt blað og fáeina þluta, Þau hafa verið notuð til þess að liefta inn skattabækur og þvíumlíkt. Eigum við þá að berja okkur á brjóst og segja, að þeir þarna á íslandi hafi ekki gætt liandrit- anna vel, og því geti þeir ekki fengið þau aftur? Svo er það önnur álíka gagns- laus röksemd, þessi: Handritin og sú menning,. sem þau lýsa, eru „samnorræn, andleg eign“. Hér rekur enn upp höfuðið blekking- arorðið „oldnordisk“ og ennfrem- ur sú skoðun, að hin umræddu handrit hafi verið skrifuð á þeim tíma, er Norðurlönd hafi enn ekki greinzt í sérstæðar þjóðir, og þau hafi verið rituð á vest- ræna mállýzku hins sameiginlega norræna máls. Þessa röksemd notar Kaupmannahafnarprófes- sor í miklu áliti, málfræðingur, sem kunnur er erlendis, en hún er þó ekkert annað en heimska, bull og þvaður. Handritin eru nefnilega frá 12., 13. og 14. öld, en ísland varð sjálfstætt ríki árið 930 og var þaö næstu aldirnar í utanríkis-, þjóðernis- og menningarmálum. Hvernig stendur á því, að mað- urinn skuli reyna að blekkja al- menning með slíkri röksemda- færslu? En eru nú handritin, innhald þeirra, Eddur og sögur, sameig- inleg eign okkar, af því að við höfum notað þau og noti'ð þeirra svo ríkulega? Ættum við þá ekki að hafa hjá okkur öll ísraelsku biblíuhandritin og hvern staf- krók, sem Shakespeare skrifaði? Ættum við þá ekki að biðja um frumhandrit Goethes og frum- teikningarnar af Andresi Ond og Skipper Skræk, því að allt er þetta andleg sameign okkar og annarra þjóða? Og nú rökræðir annar frægu: Hafnarprófessor á svipaðan hátt; hann skrifar svo fallega, að hjart að hrærist .„Það var upp af hinu ;„arnamagneanska“ fræi, sem lífs- tré okkar og þekkingarmeiður óx. Oehlensehlæger kvað norræn ljóð, og Grundtvig leiddi okkur fyi'ir sjónir hetjulíf norrænna manna; þetta hvorttveggja hefur endurnýjað danskar bókmenntir og kennt Dönum að finna sjálfa sig. Andlegt líf okkar væri safa laust og máttvana, ef það hefði ekki hlotið þessa endurnýjun. Þetta er hverju orði sannara. En það líka jafnmikill sannleik- ur, að Holberg komst í snertingu við andlegt líf Evrópu, Ewald kynntist pietismanum, Kingo hinum miklu sálmaskáldum Arrebo listakvæðum endurreisn' artímans og Hans Tausen siðbót' arkenningum Lúthers. Af öllum þessum kynnum varð til fræ, og upp af því óx lífstré Danmerkur; af slíkum kynnum hlaut andlegt líf okkar að endurnýjast. ■ En notuðu allir þessir menn frumhandrit. — Ekki aldeilis. Oehlenschlæger gerði það auð- vitað ekki, og ekki einu sinnihinn lærði Grundtvig. Prentuð bók er alveg nægileg til innblásturs og andagiftar, ekki vafi á því. Las Brandes frumhandrit Taines eða Jóhannes V. Jensen hrafnaspark Darwins? Þetta sorgarsafn af prófessor- um, fullum af þjóðernisrómantík, „imperialistiskum" skjalavörðum og þjóðrembingslegum bókavörð- um ætti að vera méð hitabeltis- hjáma á höfði, ífært gullbryddum einkennisbúningum, því að þegar hinar volgurslegu röksemdir eru til einskis nýtar lengur, þá flýja þeir til eftirlætisorðtækja gömlu nýlenáukúgaranna. Þeir bjóðast til að bera „The White Man’s Burden“, bera byrði hvíta manns ins, þ. e. a. s. taka að sér stjórn á halanegrum nýlendunn- ar. í þessu tilfelli heitir það: Vísindin eru hér í Danmörku.1 Það setur hroll að manni við að heyra þessi orð. Vísindi, já, þor- um við þá að afhenda þessi dýr- mætu skjöl? En sannleikurinn er einfaldur enn, og hann er á þessa leið: Það eru íslenzkir vísindamenn, sem hafa unnið langmesta starfíð við jessi handrit, það eru íslenzkir menn, sem eðlilega eru bezt hæf- ir til þessara starfa, þeir hafa mestan áhuga á þeim og mesta kunnáttu til rannsóknann.a Sumir telja, að það séu aðeins Di'ír menn héi' á landi, sem geti )ýtt, notað og rannsakað að gagni jessi íslenzku handrit, og af þeim sé meira að segja sá helzti ís- lenzkur, en líklega eru þetta ýkj- ur. Fróðir menn segja, að bæta megi a. m. k. tveim við þessa tölu. En þó að þeir væru tuttugu hér, þá á ísland miklu fleiri kunnáttu- og áhugamenn í þess- um málum. Þetta er sannleikur- inn um vísindin. Og aumleg er ganga þeirra þjóðrembinganna ,er þeir koma askvaðandi þessa dagana og segj ast hafa útbúið svo ágætan :eymslu- og rannsóknarstað fyr ir handritin, að nú getum við haldið þeim framvegis. Þokkaleg siðfræði það. Ef Hansen hefur hnuplað Borgundarhólmsklukk- unni frá Olsen, gamla ættar- gripnum, og vill ekki skila henni af því að hann hefur svo ágæta stofu til þess að láta hana standa í (stofan innréttuð í miklum flýti þegar Olsen tók í alvöru að krefjast klukkunnar sinnar aft- ui') — þá hlæjum við hátt að Hansen. Að lokum má benda á það, að nútíma tækni með útfjólubláu Ijósi við myndatökur gerir það að verkum, að hægt er að rannsaka efnið í Ijósprentuðum eintökum sem eru greinilegri en frumritin Sjálfur lagalegi rétturinn er svo vafasamur, að varla er á hon Þýzk verkfæri: SKIPTILYKLAR ST ] ()RN ULYKLAR FÁSTALYKLAR RÖRTENGUR SKRÚFS I Y'KKI (2 stærðir) NAGLDÍTAR HAMRAR - AXIR ÞM7RSKERU R (Brinko) SAGARKI.EMMUR SAGARÚTLEG GJ ARAR FÍNSAGIR, SKRÚFJÁRN JÁRNBORAR G ATATEN GUR SÍÐUBÍTAR FLATKJÖFTUR 'SPÓANEEUR TOMMUSTOKKAR Verzl. Eyjaf jörður li.fe 1 Gaddavírinn er kominn. — Kostar aðeins kr. 146.00 rúllan. Verzl. Eyjafjörður lii. m solu er gott BARNARÚM (rimla). — Einnig notaður barnavagn í Lækjargötu 14, efri dyr. Stúlka óskast til heimilisstarfa hálfan dag inn. Nánari upplýsingar í síma 1274 kl. 6—7 síðdegis í dag og á morgun. Jón Sigurgeirsson, Klapparstíg 1. SIMI 2270. um byggjandi í þessum umræð- um. Við getum yfirleitt alls ekki garnvaon tll SÖlll verið þekktir fyrir að hugsa um ” lagalegan rétt í þessu máli. Hér gildir enginn „abstrakt réttur“. En af þeim sökum skulum við ekki ímynda okkur, að við séum stórtækir í gjöfum né göfuglyndir þó að við afhendum handritin að lokum. Það er nefnileg'a svo geysisterkur, mannlegur og sið- (Framhald á 5. síðu.) Ibúð til leigu 2—3 herhergi og aðgangur að eldhúsi, fyrir harnlaust fólk. — Upp!. í liafnarstr. 33, kl. 6-7 e. h. Ungliíigar óskast til að taka upp kartöflur. Kristinn Sigm u n dsso n, Arnarhóli. Ghevrolet með skiptu drifi til sölu. AHr. vísar á. W estmgliouse-eldavél amerísk, stór og vönduð til sölu með tækifærisverði. Afgr. vísar á. Ráðskonu vantar til að sjá um heimili í for- föllum húsmóður. Ólajur Þ. Jónatansson, Hríseyjargötu 21. °g Gott úrvaL SKÓDEILD KEA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.