Dagur - 18.09.1957, Blaðsíða 8

Dagur - 18.09.1957, Blaðsíða 8
8 Bagujr Miðvikudaginn 18. sept. 1957 Útsvarsálagningin í Reykjavík ólögmæt Ákveðið að niðurjöfnun útsvara skuli fara fram að nýju og útsvarsupphæðin lækka um tæpar 7 milljónir króna Félagsmálaráðuneytið kvað ný- lega upp þann úrskurð, varðandi aðalniðurjöfnun útsvara í' Reykja vík, að álagningin væri ólögmæt og lagði fyrir bæjarstjórnina að hlutast til um að jafna niður út- svörum að nýju og leggja síðan fram hina nýju útsvarsskrá með löglegum hætti. Það voru 5 íhaldsandstæðingar í bæjarstjórn Reykjavíkur, sem kærðu álagninguna, svo sem mjög hefur verið rætt um í sunn- anblöðunum. Jafnað var niður kr. 206,3 millj, eða 6,9 millj. hærri upphæð en samþykkt bæjar- stjórnar og heimild ráðuneytisins heimilaði. Hinn ráðandi meiri hluti Sjálf- stæðismanna í bæjarstjórn Rvík- ur hefur fallist á þennan úrskurð. nauðugur þó. Þetta útsvarshneyksli borgar- stjórans og flokksmanna hans í bæjarstjórn höfuðstaðarins hefur vakið mikla eftirtekt um land allt. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri í Reykjavík, sem hefur nú heykst algerlega í þessu máli, var nýlega í ræðustól á ýmsum stöð- um hér norðanlands. Gerði hann þá meðal annars að umtalsefni hinar „ægilegu álögur“ ríkisins á begna þjóðfélagsins og vandaði ekki núverandi fjármálaráðherra, Eysteini Jónssyni, kveðjurnar í því sambandi. Áheyrendur borgarstjórans munu af fréttum síðustu daga af hrakförum íhaldsmeirihlutans í bæjarstjórn Reykjavíkur, vera fljótir að afskrifa verulega fjálg- leg orð ræðumanns um skattpín- ingu andstæðinganna eftir svo herfílegar hrakfarir í höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins. Gekk á f jöll Eysteinn Jónsson fjármálaráð- herra er, sem kunnugt er, mikill fjallgöngumaðúr. Þegar hann var hér á ferð um helgina brá hann sér upp á Súlur og þótti erfitt að fylgja honum á göngunni. Skautásvell Nokkrir ungir skautamenn frá Ákureyri fundu gott skautasvell á Vaðlaheiði á mánudaginn og æfðu þar góða stund. Frá barnaskólunum á Ákureyri Eins og kunnugt er, mun nýr barnaskóli taka til starfa á Odd- eyrinni á þessu hausti, þótt ekki sé enn vitað hvenær það getur orðið. í samræmi við það hefur nemendum verið skipt á milli skólanna, svo og kennurum. Ef Oddeyrarskólinn hefði getað tekið við öllum börnum af Eyr- inni, var skiptingin einföld og vandalaus, en svo er nú ekki. Af 360 börnum, sem þar eiga heimili, getur hinn nýi skóli aðeins tekið við 200—230 nemnedum, sem skiptast í 10 deildir. Kennslu- stofur eru aðeins 4, en auk þess má kenna í lítilli deild í væntan- legri kennarastofu. Eftir eru þá um 130 börn, sem verða að ganga í sinn gamla skóla. Nálega öll 7 og 8 ára börn, sem búsett eru á Oddeyrinni, sækja þó Oddeyrarskólann, en aðeins 1 bekkjardeild úr hverjum árgangi 9, 10, 11 og 12 ára barna. Fámenn deild 11 ára barna er þó að auki. Þegar til þess kom að skipta i eldri árgöngunum, vandaðist málið. Ef horfið hefði verið að því ráði að, velja þau börn, sem j bjuggu neðan til á Oddeyringgi, myndu hafa valist saman í deild- ir mjög ólík börn að þroska og getu, og auk þess hefði orðið veruleg röskun á nálega öllum deildum þessara árganga. En börnum, einkum, sem komin eru á þennan aldur, er það mjög við- kvæmt mál að vera slitin úr tengslum við félaga sína. Sú leið var því farin að velja þær deildir, þar sem flest var af böi-num búsettum á Oddeyrinni. Nægði þá venjulega að stokka upp tvær deildir úr hverjum ár- gangi þannig, að ein venjuleg deild kemur á hvern skóla. Með þessum hætti varð minnst röskun á deildarskiptingunni. Flestar aðrar deildir fengu því að halda sér að mestu. Einhvei’jir kunna nú að verða óánægðir með þetta. En öðruvísi getur það naumast orðið á meðan skólinn á Oddeyrinni er svona lítill. Nánar verður þetta skýrt við skólasetningu, en þar mæta öll böm beggja skólanna. Hannes J. Magnússon. Eiríkur Sigurðsson. Frá aðalfundi Sféffarsambands bænda (Framhald af 1. síðu.) Mölun korns hér á landi Frá Benedikt Kristjánssyni, odd- vita á Þverá í Öxarfirði, sem hefur um skeið verið elzti fulltrúi á aðal- ftindum Stcttarsambands baenda. Jiafði allslierjarnefnd borizt eftirfar- antli tillaga, sem fundurinn sam- þykkti samhljóða: „Aðalfundur Stéttarsámhands bænda beinir því til stjórnar sam- bandsins að lu'm athugi, livort hag- kvæmt muni vera og framkvæman- Jcgt að flytja ómalað korti til lands- ins og koma upp mölunarvélum til að mala það jafnóðum og notað er. Niðurstaða þessara rannsókna" liggi fyrir næsta aðalfundi.“ Efling Bjargráðasjóðs llt af erindi frá kjörmannafundi í Strandasýslu samþykkti fundurinn eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1957 ítrekar fyrri samþykkt ir sínar um nauðsyn þess, að Bjarg- ráðasjóður verði efldur jafnframt því sem hann þakkar eflingu sjóðs- ins á síðasta Alþingi." Fruvivarp um kornrækt •Eftirfarandi tillaga var og sam- þykkt samhljóða: „Aðalfundur Stcttarsambandsins beinir því til stjórnar sambandsins, að hún beiti sér fyrir að frumvarp um kornrækt, sem samið var að til- hlutan framleiðsluráðs, verði erul- urflutt á Al|ringi.“ Verð á tilbitnum ábttrði „Vegna framkominnar tillögu á kjrirtnannafundi í Vestur-Skafta- fcllssýslu um að tilbúinn áburður verði seldur sama verði á öllum verzlunarstöðum á landinu, vill funcluriun fela stjórn sambandsins áð leitá eftir leiðum til að bæta að- stqðu þeirra bænda, er hafa lengsta flut'ninga á landi og erfiðust hafn- arskilvrði.“ ,, .Sajnþykkt samhljóða. Iniifliitrimgsskattur á föðurbæti G'arðar Halldórsson var framsögu maðúr að áliti framleiðslunefndar. Frá henni kom ályktun þess efnis, að cf svo færi, að óhjákvæmilegt reyndist að setja innflutningsskatt á fóðurbæti, þá væri það ófrávíkj- anleg krafa sambatidsins, að sá skattur rynni til starfsemi landbún- aðarins, t. d. til verðmiðlunar á landbúnaðarvörum, svo sem tnilli mjólkursvæða. V'ar ályktun jressi samþykkt cftir nokkrar umræður. KOSNINGAR STJÓRNAR OG NEFNDA Stjórn Stéttarsambands bænda var endurkjiirin, en hana skipa: Sverrir Gíslason, Hvammi, Jón Sig- urðsson, Reynistað, Finar Olafsson, Lækjarhvammi, Bjarni Bjarnason, Laugarvátni, og I’áll Methúsalems- son á Refstað. Varastjórn var einnig endurkjör- in og s.kipa hana (óhannes Davíðs- son, Hjarðarhaga, Sveinn Einarsson á Reyni, fón fónsson, Hofi, Sigurð- ur Snorrason, Gilsbakka, og Ólafur Björnssön, Brautarholti. Þá var og kjörin [jriggja manna nfcfnd til fiess að endúrskoða lögin um framleiðsluráð, og eiga sæti í henni jteir Gunnar Guðbjartsson, Hjarðarfelli, Jónas Pétursson á Skriðuklaustri og Vilhj. Hjálmars- son, Brekku. Starfsflokkakeppni í knattspymu hefst n.k. laugard. á Þórsvellinum Samin hefur verið ný reglugjörð - Þátttökutil- kynningar þurfa að berast fyrir kl. 5 á morgun Starfsflokkakeppni í knatt- spyrnu hefst á Þórsvellinum n.k. laugardag kl. 2 og verður keppt í þriðja sinn um stýrishjólið sem Slippstöðin h.f. gaf til þessarar keppni. Núverandi handhafi er KEA. Hér fer á eftir hin nýjareglugerð. 1. gr. — Öllum fyrirtækjum og starfsflokkum (þó eldd stéttarfé- lögum) á Akureyri er heimil þátttaka í keppninni. 2. gr. — Þátttökugjald er ákveðið hverju sinni af Knattspyrnuráði Akureyrar og greiðist með þátttökutilkynningu. Skal það og inn- gangseyrir renna til K. R. A. til eflingar knattspymuíþróttinni á Akureyri. 3. gr. — Öllum föstum starfsmönnum fyrirtækja og starfshópa er heimil þátttaka. Þó má ekkert lið hafa fleiri en tvo menn, sem leikið hafa í úrvalsliði Akureyrar á árinu. 4. gr. — Leiktími skal vera 2x30 mín. Hlé milli hálfleikja skal vera 5 mín. Standi leikar jafnir að þessum tíma liðnum skal leika þegar 2x10 mín. Ef leikar standa enn jafnir að þeim tíma liðnum skal dómari varpa hlutkesti um sigurinn. 5. gr. — Keppnin er útsláttarkeppni, þannig, að lið, sem hefur tap- að tveim leikjum, er úr keppninni. 6. gr. — Dregið verði fyrst um tvær fyrstu umferðimir og síðan um hverja umferð. Dregið sé leynilega, þó þannig, að sömu lið leiki ekki saman nema einn leik, sé hægt að komast hjá því. 7. gr. — Leikirnir skulu fara fram eftir leikrcglum K. S. í., að öðru leyti en fyrr er nefnt. 8. gr. — Lið það, er sigrar í kcppninni hverju sinni skal sjá um framkvæmd keppninnar næsta ár, þó ekki nema tvö ár í röð. — Keppnin skal hefjast síðari hluta sumars og skál hafa samráð við K. R. A. hverju sinni. Enda sjái ráðið um að starfsflokkakeppnin brjóti ekki í hága við mótaskrá 1. B. A. 9. gr. — K. R. A. hefur úrslitavald í öllum deilum, sem kunna að rísa út af framkvæmd mótsins. Þátttökutilkynning ásamt þátt- tökugjaldi, sem í þetta skipti hef- ur verið ákveðið kr. 200.00, send- ist Kristjáni Kristjánssyni í POB fyrir kl. 5 á morgun. — Sam- kvæmt ósk K. R. A. sjá starfs- menn POB um mótið að jæssu sinni. Seld verða aðgöngukort að öll- um leikjum og kosta þau kr. 25. — En að hverjum degi kr. 5. Hvað um Ásíuinflúenzuna? Undanfai’nar vikur hefur verið ótast mjög um að Asíuinflúenzan svokallaða bærist hingað til lands. Samgöhgur eru örar frá austri og vestri, svo að erfitt er unuvarnir. Blaðið sneri sér af þessu tilefni til héraðslæknis- embættisins. En því gegnir Er- lendur Konráðsson í fjarveru Jó- hanns Þorkelssonar. Hefur veikin borizt hingað til lands? Ekki er vitað með fullri vissu, hvort svo er, segir læknirinn. Verður ekki bólusett gegn veikinni í varúðarskyni? Bóluefni hefur verið framleitt á tilraunastöðinni á Keldum, sem einkum er þó ætlað hjúkr- unarliði og sjúklingum. Hingað norður fáum við nokkurt magn síðar í vikunr.i ög verður J^að eingöngu notað handa heilsu- veilu fólki. Réttað á laugardag Réttað verður í skilarétt Akur- eyrar n.k. laugardag. Akureyr- ingar munu eiga um 5 þús. fjár á fjalli og er orðið snöggt í haga. Síðan bendir héraðslæknirinn á að heilsuveilu fólki sé ráðlagt að hafa samband við sig vegna þessa eða Snorra Jónsson yf- irlæknir á Kristneshæli, því aö ráðgert sé að bólusetning fari fram næstkomandi mánudag. Slátrun sauðfjár hafin Slátrun sauðfjár hófst í Slátur- húsi KEA á Akureyri í gær og stendur til 18. okt. Alls verður slátrað 30 þúsund fjár hér á Ak- ureyri, 8000 fjár í Dalvík og rúm- lega 3000 í Grenivík. í dag er lógað 800 dilkum úr Bárðardal, en ráðgért er að slát- urhúsið taki á móti 1200 fjár á dag framvegis. Eins og áður verða slátur send heim til kaupenda, en að- eins heil slátur. Kaffistofa starfsfólksins hefur verið endurbætt stórlega og þar geta bændur og aðrir þeir er við sláturfé sýsla, fengið keypt kaffi, og er jjað mikið hagræði. í sumar hefur verið bætt við vélakost í frystihúsið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.