Dagur - 11.12.1957, Blaðsíða 4

Dagur - 11.12.1957, Blaðsíða 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 11. des. 1957 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON AfgreiSsla, auglýsingar og innheimta: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Samvinnumál SUNNLENZKUR BÓNDI, Ágúst Þorvaldsson alþingismaður, flutti mjög athyglisverða ræðu um samvinnumál á fundi ungra Framsóknarmanna á Akureyri síðasta sunnudag. Fara hér á eftir örfá efnisleg atriði ræðunnar. Nítjánda öldin var tíma- bil mikilla andlegra strauma og hræringa hér í Norðurálfu. Það var eins og þegar vötn leysast úr klakadróma. Alþýðufólkið fann, að það átti sama réttinn til lífsins og auðmenn og yfirstétt. Það fann, að til þess að ná því marki, þurfti það bætt lífskjör, aukna þekkingu og samtök. Upp af þess- ari andlegu vakningu þróaðist samvinnuhreyfing- in að fyrirmynd ensku vefaranna. En jafnaðar- stefnan, sem síðar klofnaði í tvennt, hina lýðræð- islegu og þá, sem kennd er við sameignarskipu- lagið, er líka sprottin úr jarðvegi fyrrnefnds tímabils. Um þessa klofninga hefur fjöldi fólks skipað sér, og er þegar fengin löng reynsla, sem sannar að þeir gátu ekki leyst vandann í samfé- lagsháttum manna. Hinn frjálsi og síleitandi mannsandi gerir sig ekki ánægðan með þær. Engin skepna jarðarinnar er jafn frek til fjörs og frelsis og maðurinn. Þess vegna er svo erfitt að íinna honum það form í samfélagsháttum, sem hæfir eðli hans og auðgar líf hans. Eg vil þó leyfa mér að halda því fram, að samvinnustefnan geri það. Hún er í senn samfélagshugsjón óg þjóðmála- stefna. Og þessi stefna er orðin einn stærsti liður- inn í samvinnu mannkynsins og tilraunum til þess að skapa ýtt form á samfélagsháttum þjóð- félaga og samvinnu frjálsra þjóða. Eg efast um að nikkur hugsjón, sem hefur fest rætur hér á landi, önnur en frelsishugsjónin sjálf, hafi fremur lyft íslenzku þjóðinni úr fátækt, en einmitt samvinnu- hugsjónin. ÞINGEYINGAR tóku forystuna í þessum mál- um og síðan hopuðu selstöðuverzlanirnar hver af annarri og þeirra saknar enginn. Eftir því sem vegur samvinnuhreyfingarinnar í viðskiptamálum fór vaxandi, varð almenningur frjálsari og líf og þróttur settu svip sinn á fólkið og hagur þess varð jafnari og betri. Hættulegasta ljónið á vegi samvinnumanna, bæði fyrr og nú, og skæðasti andstæðingur, er drottnunarhneigð og ágirnd samkeppnismanna. Hið pólitíska fótatak þeirra er eins og kattarins, er gengur á mjúkum þófum og hefur klærnar inni á meðan hann er að komast að bráð sinni. En þessar klær sleppa aldrei bráð sinni af frjálsum vilja. Síðan samvinnuhreyfingin varð sterk hafa andstæðingarnir lagt kapp á að fela klær sínar sem allra bezt, því að með þeirri aðferð hyggjast þeir vinna hylli kjósenda. Hér á landi er þjóðfélagið orðið svo háð úrræð- um samvinnumanna, að hér yrði að gerast bylting til þess að eyða þeim áhrifum. ÞJÓÐMALASTARF SAMVINNUMANNA þarf nú að beinast að því af öllu afli að ryðja til rúms í atvinnulífi þjóðarinnar, samvinnurekstri at- vinnutækja, þar sem allir starfandi menn við þau eru eigendur þeirra og ábyrgir um velfarnað þeirra. Samvinnumenn verða líka að kenna fólk- inu nýtt mat á gildi hinna efnislegu verðmæta. Þeir verða að kenna fólkinu að gróði einstaklings- ins er ekki til þess fallinn að gefa mönnum hina frjóu lífsnautn, sem gera menn hamingjusama. Heldur oftast hið gagnstæða. Hollar lífsvenjur, sparsemi og iðjusemi og svo samstarf við aðra menn til öryggis þjóðarheildinni, veitir meiri farsæld og hamingju. í samstarfi skapast öryggi og samhjálp er göfug. Gagnstætt því er hin skefjalausa samkeppni. Vel mættu þessi orð hins sunn- lenzka bónda verða íhugunarefni samvinnumönnum og öðrum les- endum. Brúin milli heims og heljar Smá-þættir úr harmsögu Ungverja XXI. IMRÉ GEIGER OG RIFFILLINN IIANS. Utan úr myrkrinu komu flóttamennirnir, sem gengið höfðu óteljandi kílómetra og oft haft með sér aðeins fáein skjöl, sem vottuðu heiðarlega þátttöku þeirra í frelsisbaráttunni. í flöktandi ljósbjarma drógu þeir upp rifinn og svitastorkinn miða úr skóm sínum með dálitlu vottorði, t. d.: „Lajos Bartok barðist í Kilíanskála í þrjá daga. — Byltingarnefndin. — Hann á bróðir í Los Angeles, 81 Queen Street.“ Aðrir komu á ævintýralegri hátt á ýmsa aðra staði. Imré Geiger t. d., hundseigi náunginn með gagnslausa riffilinn sinn og vindlinginn dinglandi í munn- vikinu, labbaði stórfurðulega beina leið eftir opinni járnbraut- arlínunni til Nickelsdorf, hættu- legustu undankomuleiðinni í Ungverjalandi, þar sem Rússar voru alls staðar á v»rði. Þessi ungi, hnarreisti bardagamaður hélt áfram með riffilinn sinn í áttina að austurrískum varð- manni, sem herlögum samkvæmt hefði átt að handtaka hann og senda hann aftur til Ungverja- lands. Annar Ungverji, sem kominn var heill á húfi yfir um Austur- ríkis megin, hljóp ofan eftir járnbrautarsporinu og kallaði til Geiger: „Fleygðu frá þér byss- unni!“ „Aldrei í heiminum!“ hrópaði þessi þrjózki stráklingur aftur. „Þú verður sendur aftur til Ungverjalands." Geiger ungi nam staðar og stóð grafkyrr á miðju járnbrautar- sporinu. Það er hreinasta ráð- gáta, að hann skyldi ekki vera margskotinn. „Verð eg sendur aftur?“ hróp- aði hann og stóð enn kyrr eins og tilvalið skotmark fyrir rúss- nesku verðina. „Hlauptu, hlauptu!" kallaði hinn, sem var öruggu megin og sá með skelfingu, að Geiger stóð þarna og bar við himin og var að athuga riffilinn sinn. Og loksins — eins og væri hann að skilja við dýrmætustu eign sína, fleygði hann rifflinum og labbaði síðan áfram eftir brautarsporinu. Eng- inn flóttamaður kom frá Ung- verjalandi með jafn kæruleysis- legt hugrekki, og það er alveg óskiljanlegt, hvernig hann komst krókalaust fram hjá Rússum með riffilinn sinn, meðan aðrir, sem gætnari voru og fóru þegjandi og leynilega um mýrarflóana, voru samt handteknii'. Hugrakkur járnbrautarstjóri varð nafnfræg hetja flóttamanna á sama hátt og strætisvagnstjór- inn í bardaganum um Kilían- skála, ei' hann gerði við skrið- dreka-fallbyssuna. Mihai Kóvacs var einn fyrstu daga hernáms Búdapestborgar sendur til Rússlands með langa járnbrautarlest með innsigluðum flutningavögnum. Hann gizkaði svo sem á innihald vagnanna. Er hann kom inn fyrir rússnesku landamærin, var hann þess full- viss, að hér væri hann á ferð með mörg hundruð beztu bylt- ingarmanna áleiðis til Síberíu. Og þá datt honum furðulegt snjallræði í hug. Hann fékk merkjamálara til að búa fyrir sig reglulega stór merkispjöld með feitu, svörtu letri. Síðan sneri hann lestinni við á litlu hliðar- spori og brunaði svo af stað eftir aðalbrautinni út úr Rússlandi og inn í Ungverjaland. Hélt hann síðan áfram gegnum Búdapest og Gyor, því að merkjaspjöldin höfðu þau áhrif, að Sovétverð- irnir greiddu götu hans í hví- vetna. Síðan ók Kóvacs lest sinni al- veg út að landamærum Austur- ríkis, hemlaði í skyndi, reif upp allar vagnhurðii' og hrópaði: „Þarna fyrir handan er Austur- ríki. Eg skal sýna ykkur leiðina.“ Kóvacs og allur „flutningur“ hans komst heilu og höldnu yfir landamærin. En eftir stóð lestin hans með stóru merkjaspjöldun- um furðulegu: „Matvæli frá Sovét-Rússlandi handa Ungverj- um.“ Eg missti af frægasta viðburð- inum við Andau, segir sögumað- ur. En Dan Karasik fréttaritari Cólumbía útvarpskerfisins sá ekki aðeins atburðinn, heldur tók einnig myndir af sumu þessu. Það var einn regndaginn, er mýrarflóarnir að austanverðu voru alveg ófærir, að stór hópur Ungverja reyndi að komast norður yfir mýrarnar, en villtust algerlega í mannhæðarháu sef- inu og stargresinu. AVO-menn urðu þeirra varir og héldu í átt- ina undir leiðsögu Rússa og tóku að tína upp flóttamennina og fara með þá í fangelsi. Rétt á eftir sá Karasik ungan Ungevrja, á að gizka 20 ára, koma norður eftir gegnum sef- skóginn. Hann var berhöfðaður og snöggklæddur. Hann var vel vaxinn piltur og þreklegur. Þeg- ar hann kom að grunnum fram- ræsluskurðinum, sem var landa- mæri gegnum þetta flóaflæmi beggja ríkjanna, stökk hann út í og óð yfir um og spurði aðeins: „Austurríki?“ „Já,“ svaraði Karasik. (Framhald á 7. síðu.) Jónas Jónsson frd Hriflu: Einar Benediktsson og atomskáld Um nokkur undanfarin ár liefur gastt hér á íslandi nýrrar bókmenntastefnu. Það eru hin svonefndu atom- ljóð. Þar er horfið frá öllum meginreglum íslenzkrar ljóðagerðar, sem þjóðin liefur fylgt frá því Island byggðist. Um leið og atomskáldin hverfa frá öllum tegundum hefðbundins forms, þá kemur í ljós, þó að undarlegt megi virðast, að þessum skáldum liggur ekkert á hjarta, sem tengir þá við lesendur. Eins og að líkindum lætur, er þó fremur vandalaust að yrkja atomljóð. Skáldið þarf livorki að bjóða lesandanum liugsjón eða listrænt form. Atomskáldin gera ráð fyrir, að með þeim byrji ný bókmenntaalda og nýtt tímabil í andlegu lífi þjóðarinnar. Ef svo er, ætti atomskáld- unum að vera gerður greiði með því að bera beztu ljóð þeirra saman við þekkt Ijóð eftir stórskákl þjóð- arinnar. Verður liér gerð dálítil tilraun í þessu efni, með því að bera saman Jrekkt vísuorð úr ljóðum Ein- ars Benediktssonar við úrvalsljóð úr Bók skálda 1956. Ekki Jrykir ástæða til að kynna J)á höfunda, hvern og einn, Jrví að ]>ar er e-nginn mannaknunur. Þeir fylgja allir sömu stefnu og liafa sams konar vinnubrögð. E. B. segir: Ljúf var röddin — líkt og vaki ljóð við streng í óði dýrum. Stuðlar falla í hlátrum liýrum, hendingar í fótataki. Atomskáld segir: Daginn út daginn inn gekk hann glöðu sinni um hugartún öll glumdu hlátrar og sköll. E. B. segir: Asbyrgi, prýðin vors prúða lands, perlan við straumanna festi, frjótt, eins og óðal hins fyrsta manns, fléttar liér blómin í liamranna krans. Standbjörgin kveðjunni kasta á gesti — kringd, eins og járn undir liesti. Atomskáld segir: Svo eitt kvöld, kvöldið eitt sól er setzt i marinn. Ber ómvana stef lífsins uppsagnar bréf. E. B. segir: Dönsk var gnoðin. Dani yfir borði djarfmannlegur við siglu stóð; lmeppti kuflinn upp og y'ggldur liorfði inn á Norðurslóð. Rofa sást, til hlés, í hamraskaga haustlegan, með gráum íannakraga. Atomskáld segir: Ég vildi geta sagt þér allt hvernig, sem ég aga hugann i leit af hversdags merkingu orða Jrá finn ég aldrei, aldrei neitt, sem verði sagt til fulls. E. B. segir: Dagar þíns lífs, þínar sögur, þín svör voru sjóir með hrynjandi traíi. Móðir, nú ber ég þitt mál á vör og merki J)ér ljóðastafi. Til þess tók ég fari, til þess ílaut minn knör. Til Jress er ég kominn af hafi. Atomskáld segir: Ég mæni döpru auga burt frá hálfu orði, veit ég þó, að mér býr margt í hug. Til dærnis mæli ég við þig. E. B. segir: Hið blóðlausa, hljóðlausa hyggjumorð var hofmannadáðin á Fróðarstorð, að forðast allt ljós og hvert lifandi orð var lögmál jiar draugurinn réði. Atomskáld segir: Nti livílist blái sjórinn við sólþurran kambinn og hlustar bara og hlustar á hljóðskrafið í iuglunum. Ég geng á milli húsanna og hugsa til þín. Þú ert í morgunvindinum, og J)ti ert mín. E. B. segir: Mig dreymir um eina alveldissál, um anda, sem gjörir steina að brauði. Minn hlátur er sorg. Við skrum og við skál í skotsilfri bruðla eg hjarta mins auði. Atomskáld segir: Skuggi minn flýr undan skugga næturinnar í skemmtigarði lífsins. Rjóðar eru rósirnar í rökkri dauðans. Skyldu lífgrös mín, sem lifnuðu í dag, lifa af nóttina. E. B. segir: Mín kirkja er lágreist og hrörlegt hof, en liver sá, sem gefur sér sjálfum lof, hann stendur með stafkarls búnað. I (Framhald á 7. siðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.