Dagur - 04.01.1958, Page 4

Dagur - 04.01.1958, Page 4
4 D A G U R Laugardaginn 4. janúar 1958 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSöN Afgreiðsla, auglýsingar og innheimta: Þorkell Björnsson Skrifstofa i Ilafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júli Prentverk Odds Björnssonar h.f. /^/>/N/Vs/Vs/V>/'/'/'/'/Vs/>/'^//W'/VV'//^/'/^VVV^/VVW>/'^ Við áramót UM LEIÐ og nýtt ár hefur göngu sína og hið liðna er kvatt, er nauðsynlegt að glöggva sig á nokkrum staðreyndum. Árið 1947 var gjöfult á ýmsan liátt. Tíð var hagstæð, sprctta og nýting heyja góð og landbún- aðurinn gekk yfirlcitt mjög vel, þegar á heildina er litið. Stærri floti var á fiskimiðum en nokkru sinni fyrr, bæði á vetrarvertíð og á síldveiðum fyrir Norð- urlandi. Þess vegna urðu.úthaldsdagar flciri en áður og einnig af því, að í ársbyrjun varð engin stöðvun á veiðiflotanum, eins og tíðkaðist á meðan Ólafur Thors var sjávarútvcgsmálaráðherra. — Sökum afla- tregðu varð útkoman við sjávarsíðuna þó lélegri en efni stóðu til. Þarf það engum að koma á óvart, þegar þcss er gætt, að afli á úthaldsdag skipa á þorsk- veiðum og síldveiðum varð fimmtungi og jafnvel einum fjórða minni en árið áður. Fullyrða má, að fjör hafi færzt í atvinnuvegina síðan núverandi ríkisstjórn tók við völdum, og liggja að því óhrekjandi staðreyndir, enda er lagt kapp á að treysta undirstöðu þeirra. Má J)ar nefna stórfellda aðstoð við ræktun og nýbýli, fiskiðnað, aukningu skipa- og bátaflotans og margt fleira. Búið er á hállu ári á vegum ríkisins að taka lan erlendis, sem svarar tim ])að bil til jafn hárrar upphæðar og skuldir og ábyrgðir ríkissjóðs voru áður. Með Jjeim lántökum er meðal annars lagt kapp á rafvæðingu dreifbýlisins, sementsverksmiðjuna, Sogsvirkjunina nýju og Rækt- unar- og Fiskveiðisjóður efldir, og enn er í undirbún- ingi lántaka til kaupa á nýjum togurum. Atvinna hefur verið mikil við uppbyggingu og framleiðslu. Verkföll nokkurra vel launaðra starfsmannahópa brciddust ekki út, þrátt fyrir undirróður stjórnar- andstæðinga. Ríkisstjórnin virðist hafa mcira traust út á við en fyrrverandi stjórn, sem leitaði að lánum árangurslaust um margra ára skcið. Inn á við fer traust hennar einnig vaxandi. Efnahagsmálunum er stjórnað í samráði við fjölmennustu vinnustéttirnar. Visitölunni er haldið í skefjum, og trúin á verðgildi krónunnar liefur vaxið, samkvæmt óyggjandi hcim- ildum banka og sparisjóða um innstæður lands- manna. Við búum ennþá við uppbótarkerfið í efna- hagsmálunum, en í nokkuð breyttri mynd, Jjannig, að betur er nú tryggður hlutur hins fátæka. I*rátt fyrir J>að er J)örf nýrrar stefnu í Jreim málum, hvort sent valin verður sú leið að breyta skráningu krón- unnar eða á annan hátt, sem samkomulag kann að nást um. En forsætisráðherra sagði í nýjársboðskap sínum, að þær breytingar, sem kynnu að verða gerðar í dýrtíðar- og efnahagsmálunum, yrðu gerðar í samráði við bændur, sjómenn og fjölmennustu stéttarsamtökin í landinu, ella kæmu þær að mjög takmörkuðum notum. Hið margbrotna og mikla uppbótarkerfi, sem búið hefur verið við um mörg undanfarin ár hér á landi, er mein á Jjjóðarlíkamanum, sent hefur tærandi á- hrif og freistar allt of margra til undansláttar á heiðarleikanum, þegar til lengdar lætur. Núverandi ríkisstjórn hefur lieft útbreiðslu og viixt ])essa meins, en flestir munu vera f)css fýsandi, að ckki dragist úr hömlu að beita áhrifameiri aðgerðum. Þær verða ekki sársaukalausar, en cru óumflýjanlegar fyrr eða síðar. Flvort sem J)að lætur betur eða verr í cyrum manna, þá er frumorsök efnahagsörðugleikanna sú, að íslend- ingar liafa eytt meira en aflað var um árabil og gera það cnn i dag. Allir stjórnmálaflokkar landsins liafa verið í kapphlaupi um loforð veraldlegra gæða til handa landsins börnum og stritazt við að efna Jtessi loforð örar en efnahagurinn Jrolir. Engin þjóð J>olir til lengdar að lifa um efni fram, fremur cn bóndi eða iðnaðarmaður. — Hinn yfir- spennti vinnumarkaður og síðan vaxandi verðbólga og raunveruleg verðrýrnun krónunnar, verðupp- bætur útfluttra framleiðsluvara og síaukin ábyrgð liins opinbera við atvinnuvegina leiðir atvinnurek- endurna æ meira l'rá fyllstu ábyrgð og vegum liinna lornu dygða. Það hefur vakið })jóðarathygli, að stjórnarandstaðan hefur ekki gert nokkra einustu tillögu í efnaliags- eða dýrtíðarmálunum. Hún treystir ekki kjósendum sínum til fylgis við J)ær tillögur, sem hún veit að gera þarf og hljóta að hafa í för með sér einhverja skerðingu á lífskjör- um almennings, heldur hefur hún tekið J)á afstöðu eina, að vera á móti öllu J)ví, sem núverandi ríkis- stjórn gerir. Slík vinnubrögð eru auðvitað ekki sæmandi nokkurri stjórnarandstöðu í siðuðu ])jóðfé- lagi, og J)au eru ])ar að auki móðg- andi íyrir alla kjósendur J)essa ílokks. A heimaslóðum eru J)essi áramót á ýmsan liátt bjartari en oft áður. Afkoma fólksins er góð, J)ótt of margir lái að kenna á atvinnuleysi, sérstaklega úti á landi. Þær opin- berar tölur, sem birtar liafa verið við J)cssi tímamót reikningsskila, sanna ennþá einu sinni, að íslend- ingar hafa miklar tekjur. Þjóðar- tekjuruar eru mjög miklar, en eyðsla og uppbvgging gerir J)ó meiri kröfur en tekjunum svarar. íslend- ingar hafa nijög leitað eftir erlendu vinnuafli á undanförnum árum og gera enn. Það er sjúkleg stefna í at- vinnumálum okkar, sem ])arf breyt- ingar við. Okkur hefur orðið á sú hneisa, að meta lieiðarlega og lífsnauðsyn- lega vinnu síður en skyldi og leggja meira kapp á að hossa hvers konar afbrigðilegum lmcigðum manna. Á J)etta sinn J)átt í afturhvarfi ungs fólks frá undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar. Hér J)arf að verða djúptæk stefnubreyting, og er J)að áramótaósk blaðsins, að ])essu sinni, að hún megi verða sem fyrst. GleÖilegt og farsœlt dr! Framfíðarmöguleikar kjarnorku Efasemdir eða oftrú Nefnd sérfræðinga, sem kom saman til fundahalda í Genf fyrir skömmu fyrir tilstuðlan WHO, komst að þeirri niðurstöðu, að það væri nauðsynlegt að koma á fót upplýsingastofnun, sem hefði J)að hlutverk að fræða almenning um kjarnorkuna, framfarir á sviði kjarnorku og framtíðar- möguleika. Fjöldi manns er mjög á verði um allt, sem þeir heyra eða sjá um kjarnorkumálin og trúa var- lega, aðrir eru ginkeyptir fyrir alls konar tröllasögum í þessu sambandi. Það er t. d. fjöldi manns sem trúir J)ví, að með kjarnorkunni hafi maðurinn vak- ið upp J)ann draug, sem hann ráði ekki við og sem muni verða öllu mannkyninu að falli innan skamms. Bæði efinn og oftrúin er hættuleg fyrir heilbrigða þróun þessa ógnarafls, sem vísindin hafa nú leyst úr læðingi með uppgötvunum sínum og rann- sóknum á kjarnorkunni. Alþ j óðaheilbrigðisstof nunin gekkst fyrir fundinum í Genf til þess að fá álit sérfræðinga á hvað hægt væri að gera og til þess að varpa ljósi á þau andlegu og líkamlegu vandamál, sem að steðja í sambandi við að- kjarn- orkan verður nú nýtt í daglega lífinu og grípur meira og meira inn í líf allra manna. í sérfræð- inganefndinni voru 11 fulltrúar frá jafnmörgum þjóðum, en úr hinum ólíkustu vísindagreinum eða atvinnugreinum. Þarna mættu t. d. sálfræðingur og fréttaritari, læknir og sérfræð- ingur í aljsýðutryggingum. Frá Norðurlöndunum mætti dr. Paul J. Reiter, yfirlæknir í Kaup- mannahöfn. Auðtrúa fólk. Almenningur virðist gleypa við öllu, sem borið er á borð um kjarnorkumálin í blöðunum og í útvarpinu. Jafnvel þótt menn skilji ekkert af Jdví, sem þeir lesa, eða heyra um þessi mál, taka þeir það sem heilagan sannleika. Við þetta skapast hinar ótrúleg- ustu kerlingabækur. Oll óvissan, sem af þessu skap- ast og scm er afleiðing þess, að það skortir réttar upplýsingar, sem vcita mönnum skilning á hinu nýja afli, er hættuleg, segja sérfræðingarnir. Þeir töldu, að þær kjarnorkustofnanir, sem nú eru til, ættu að leggja áherzlu á, að blöð og útvarp fái réttar upp- lýsingar um kjarnorkumálin. LJÓÐ sungið við sctningu Ocldeyrar- skólans 7. desember 1957. Hér skal æskan eiga skjól og ást til starfa vakin, hlynnt að hverjum kvisti, er kól, kuldans örvum hrakinn, vonin eiga vermireit, af varúð sérhvert gefið heit. Hér skal sáð í sannleiksleit og sífellt bræddur klakinn. Stöndum saman strengjum heit, styrkt með bandi handa, að halda vörð um helgan reit, hvert eitt starfið vanda. Halda skulum hægt með gát, hraðinn stefnir oft í mát. Oll við siglum einum bát í átt til sömu stranda. Blessi Drottinn lýð og lönd og leggi orð á tungu hverjum þeim, er heilli hönd hlúir bai'ni ungu. Kvikni bál við kærleiksglóð, kraftur magnast frjálsri þjóð. Aldrei gleymist oss þau ljóð, sem ármenn landsins sungu. Theódór Daníelsson. JÓHANNES ÓLI SÆMUNDSSON: Ólafs þáttur blinda (Framhald úr jólablaði) Til stjarnanna. Ljósin smáu lofts um geim leiftra um háa vegu. Víða sjáum vér í heim verkin dásamlegu. Eins og straumur. Heimsins glaumur safnar sút, sælu nauma býður. Lífsins draumur okkar út eins og straumur líður. Fengsæld Eyjafjarðar. Hér gefst fylli manni mörg. Mikils er hún virði þessi líka blessuð björg, sem býr í Eyjafirði. Haustvísur. Sumri hallar héðan frá. Hróður snjallan bindum. Vindar gjalla og gnauða á gráum fjallatindum. Hér á bóli hausta fer, hríðargjólur baga. Byrgir njóla bráðum hér bjarta sólardaga. Fara að grennast góðviðrin, gustur kennist harði. Vita menn, að veturinn veður senn að garði. Haust að vanda er komið kalt, kvíði á anda brennur. Yfir strandarsvæðið svalt sól lækkandi rennur. Til hagmæltrar konu. Ægisglóðaeikin fín, oft sem þjóðir prísa, snotur ljóðin lengi Jún lifa á -slóðum ísa-. Bakverkur. Mig vill saka þetta, því þungt er blakið pínu. Alltaf vakir vondur í verkur baki mínu. Kisi. Mjög þó lítil sé hans sál samt er fagur litur. Kisi skilur mannamál, mikið er hann vitur. Ilhnælgi. Títt við góma tannanna tungan rómar snjalla. Margt er grómið mannanna misjafnt dómar falla. Sjávamiður. Blinda gamalmennið sat oft úti, þeg- ar gott var veður, en Selárbærinn stendur skammt frá sjávarbakkanum. Heyrði hann öldugjálfrið greinilega og sagði um það: Hlusta ég á, J>á úti er, aldan blá við sönglar sker. Niður sjávar heyrist hér, hann við dável uni ég mér. Framhald.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.