Dagur - 04.01.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 04.01.1958, Blaðsíða 8
8 Bagijk Laugardaginn 4. janúar 1958 Ungmennafélagið Reynir fimmfiu ára Okeypis skíðanámskeið á Ak. r Veglegt afmælishóf að félagsheimilinu Arskógi Ungmennafélagið Reynir á Arskógsströnd minntist hálfrar aldar afmælis síns 28. des. sl. með myndarlegri veizlu og mann fagnaði að Árskógi. Um 200 manns sátu liófið og fór það hið bezta fram. Sérstaka athygli vakti það,að í aðalsalnum.þar sem setið var að veizluborði og lilýtt á ræður og söng í þrjá klukkutíma, var ekki reykt, þótt slíkt væri ekki bannað. Mun þetta einsdæmi í stórum samkvæmum og mjög til fyrirmyndar Ungmennafélagið Reynii' var stofnað 3. marz 1907. Stofnfund- urinn var haldinn í Stærra-Ár- skógskirkju, eftir messu. Hlaut það þegar kraftskírn, því að þá gerði aftakaveður, svo að óttast var um kirkjuna. Tveir ungm.fé.- lagar frá Akureyri mættu á fund inum, þeir Erlingur Friðjónsson og Jóhannes Jósefsson, og fluttu báðir ræður við það tækifæri. — Með því báru þeir kyndil hinna háleitu hugsjóna norður með Eyjafirði. — Síðan hefur Reynir verið heillaríkt félag og um margt hið merkasta. í stórum dráttum fór afmælis- hátíðin þannig fram: Kristján Vigfússon, formaður félagsins, bauð gesti velkomna með snjallri ræðu. Snorri Kristjánsson rakti sögu félagsins, Þrestir sungu, en þann kvartett skipa Jóhannes Traustason, Sigurður Traustason, Kristjón Þorvaldsson og Angan- týr Jóhannsson, og undirleik annaðist Kári Kárason. Þá flutti héraðsstjórinn, Þóroddur Jó- hannsson, ávarp og tilkynnti að UMSE hefði ákveðið að færa Reyni gjöf til minningar um af- mælið og sem þakklætisvott, og yrði hún afhent á héraðsþingi í vetur. Ennfremur fluttu ræður og ávörp: Árni Rögnvaldsson skólastjóri, Egill Jóhannsson skipstjóri, Jón Níelsson verzl- unarmaður, Jóhannes Óli Sæ- mundsson námsstjóri, Jón Stef- ánsson framkvæmdastjóri, Val- týr Þorsteinsson útgerðarmaður, Kristján E. Kristjánsson hrepp- stjóri og Kristján Vigfússon flutti kvæði. Afmælisbarninu bárust mörg heillaskeyti víðs vegar að. Þá hlutu þau Kristín Halldóra Jónsdóttir og Jón Gíslason fagrar gjafir frá félag- inu, sem Jóhannes Kristjánsson afhenti með stuttri ræðu. Krist- ínu var gefið hálsmen fyrir 40 ára óeigingjarnt og mikið starf í íélagsmálum, en Jóni bikar fyrir íþróttaafrek. Veizlustjóri var Angantýr Jó- hannsson útibússtjóri. Þegar borðhaldi lauk voru borð upp tekin og þá fór fram skrautsýning, en síðan var stig- inn dans. Húsið var fagurlega skreytt og mun formaður félags- ins hafa átt mestan þátt í þeirri grein undirbúningsins. En hann er kunnur fyrir listrænt hand- bragð. Tveir af stofnendum Reynis sátu afmælisfagnaðinn, Egill Jó- hannsson og Vigfús Kristjánsson. En hvert er þá 50 ára starf Ungmennafélagsins Reynis? Skal hér drepið á nokkur atriði. — Stefnuskráin var hin sama og annarra ungmennafélaga, í stór- um dráttum að minnsta kosti. Hún var djörf og varð heillarík vegna þess hvað hún var tekin alvarlega. Ungmennafélagar fjöl- menntu oft til hjálpar á bág- stöddum heimilum, sérstaklega við heyskap. Ennfremur öfluðu þeir félaginu tekna með vega- vinnu, kartöflurækt, heyöflun til sölu o. fl. Snemma kom til um- ræðu að félagið kæmi sér upp eigin húsi. Flutti það mál Jóh. Fr. Kristjánsson. Svo einkenni- lega vildi til að 30 árum síðar teiknaði hann hið myndarlega skólahús og félagsheimili að Ár- Þóroddur Jóhannsson, formaður U.M.S.E. skógi. Mun vart leika á tveim tuhgum, að ungmennafélagarnir hafi átt mestan þátt í að hrinda því máli í framkvæmd. Var það stærsta skóla- og samkomuhús, sem þá var til hér á landi utan kaupstaða. En það hús var full- búið 1942. íþróttir hafa jafnan verið iðk- aðar meira og minna. Fyrst glíma og síðan aðrar íþróttir og fimleikar. — Ungmennafélagar héldu sundnámskeið við hina góðu aðstöðu, sem skapaðist með byggingu Sundskálans í Svarf- aðardal um átta ára bil. En eftir að sundskylda var lögleidd, féll þetta verkefni félagsins niður. — Síðan 1928 hafa íþróttanámskeið verið haldin flest árin. Heimilis- iðnaður hefur oft verið veiga- mikill þáttur í starfi félagsins. 1912 var hannyrðasýning haldin og vakli hún athygli. 1925 var sá háttur upp tekinn að félagsmenn gerðu muni, er síðan voru seldir á uppboði og hélzt hann um tugi ára. Varð þetta mikil hvatning og góð tekjuöflunarleið. Nám- skeið í útskurði o. fl. höfðu mjög örfandi áhrif. Jafnan hefur verið Kristján Vigfússon, formaður Reynis. unnið að bindindismálum og með góðum árangri. Um það blandast engum hugur, er til þekkir. Sundnámskeið hélt félagið við Móatjörn löngu áður en núver- andi sundstaðir í nágrenninu voru byggðir. e Meiri menningarbragur hefur verið á skemmtisamkomum að Árskógi en víðast annars staðar í héraðinu. — Ungmennafélagar Reynis hafa ekki látið undan berast eða gefið alla hluti fala fyrir peninga. Sem sönnun þess má minna á það, sem áður segir, •að þótt ekki væri bannað að reykja í samkomusal á afmælis- fagnaðinum, var þar enginn tó- baksreykur og var þó lengi setið undir borðum. Mun það eins- dæmi í svo fjölmennu hófi. En þetta gæti ekki átt sér stað nema með sérstöku banni á flestum öðrum skemmtistöðum. Sýnir þetta glöggt hinn félagslega þroska og virðingu fólksins sjálfs fyrir félagsheimili sínu. Reynir hefur gefið út blað flest árin síðan 1910. Heitir það Helgi magri. Málfundir og skemmtanir hafa verið á dagskrá frá fyrstu tíð. __ Hér hefur auðvitað engin tæm- andi skýrsla verið gjörð um störf Reynis á hálfrar aldar skeiði. Enda mun hitt meira virði, það sem ekki verður vegið eða metið. En það eru hin mannbætandi og þroskandi áhrif ungmennafélags- ins og yfirleitt allra ungmenna- félaga, og sá hugsjónaeldur, sem hæst bar á fyrstu áratugum ald- arinnar og þokaöi þjóðinni veru- lega í áttina til betra lífs. Núverandi formaður Reynis er Kristján Vigfússon, ritari er Rósa Stefánsdóttir og gjaldkei’i Georg Vigfússon. Framboðslisti Alþýðu- flokksiris Efstu menn listans eru: Bragi Sigurjónsson, ritstjóri. Albert Sölvason, forstjóri. Jón M. Árnason, vélstjóri. Torfi Vilhjálmsson, verkam. Þorsteinn Svanlaugss., bílstjóri Guðmundur Ólafsson, sjóm. Á mánudaginn kemur hefst skíðanámskeið á vegum Skíða- ráðs Akureyrar. Er það ókeypis fyrir alla þátttakendur, yngri sem eldri, og stendur til 11. janúar. Kennsla fer fram í brekkunni austan Brekkugötu hér í bæ. Hefur æfingarsvæðið verið lýst og lagfært svo þar er hinn ákjós- anlegasti staður. Aðal kennari og forstöðumaður námsskeiðsins er Magnús Guðmundsson lögreglu- þjónn. En honum til aðstoðar við kennsluna verða meðal annarra Hjálmar Stefánsson. Börnum' til 12 ára aldurs verður kennt frá klukkan 15—19 dag hvern, en þeim sem eldri eru frá kl. 20—22. Skíðasnjór er góður, aðstaðan hin hentugasta og staðurinn er nærtækur fyrir bæjarbúa og ætti þetta, ásamt með góðum kennurum, að verða mikil hvatn- ing um góða aðsókn. Þess má geta um kennarana, sem áður voru nefndir, að Hjálm ar er þekktur skíðamaður og fór í keppnisför til Austurríkis og víðar í fyrravetur. Magnús hefur Kviknaði í mótorbát Síðdegis á fimmtudaginn var slökkviliðið kvatt á vettvang. Hafði kviknað í Einari Þveræing, er hér lá við bryggju. Tókst fljótlega að slökkva eldinn og varð lítið tjón. Um nýju kosningalögin Við næstu bæjarstjórnarkosn- ingar verður í fyrsta skipti farið eftir hinum nýju kosningalögum, sem samþykkt voru á Alþingi fyrir jólin. Breytingarnar voru einkum í því fólgnar að bannað- ur er hvers konar áróður á kjör- stað og að skrifa upp á kjörstað hverjir kjósa. Kjörfundi á að ljúka ekki síðar en klukkan 23 að kveldi kosningadags. Verður nú erfitt fyrir harðsvfraða kosn- ingasmala að draga fólk hálf nauðugt á kjörstað, svo sem hef- ur viljað brenna við að undan- förnu og er lýðræðinu til skamm ar. Að sjálfsögðu munu stjórn- endur hinna væntanlegu kosn- inga vekja athygli á hinum nýju lögum og láta framfylgja þeim. tvo undanfarna vetur verið við gæzlustörf á víðkunnum skíða- stað í Bandaríkjunum og við skíðakennslu og er með færustu skíðamönnum landsins. Líklegt má telja að margir vilji njóta ókeypis leiðbeininga á skíðum næstu viku hjá þessum mönnum. Mun það ráð hollast að athuga skíði sín um helgina og venja þau næstu daga við snjó í stað ryks. Lyf jabúðum bæjarins lokað um nætur Eins og auglýsing frá lyfjabúð- úm bæjarins í blaðinu í dag, svo> og útvarpstilkynningar bera með sér, verður lyfjabúðum bæjarins lokað um nætur eftirleiðis frá kl. 10 að kveldi til kl. 9 að morgni. Mun þetta spamaðarráðstöfun þessara fyrirtækja. Læknafélagið í bænum hefur samþykkt þessa breytingu, svo og landlæknir og er lokunin þegar komin til fram- kvæmda til reynslu um óákveð- inn tíma. Mælist þetta fremur illa fyrir og þykir ekki í fram- faraátt. Hins vegar telja lyfja- búðirnar þessa næturvörzlu óþarfa. Næturlæknir hefur ávallt aðgang að lyfjafræðingi, ef nauð- syn ber til og tryggir það borg- urunum aðgang að lyfjum í bráðri þörf. Akureyringur á skák- móti í Noregi Ingimar Jónssyni Akureyri, fyrrv. skákmeistari Norðlend- inga, hefur vei’ið boðið til Nor- egs nú um áramótin til að taka þátt í skákmeistaramóti ungl- inga. Skákkeppnin fer fram í Osló og er teflt eftir hinu svo- kallaða Monroekerfi. Ingimar Jónsson. Skáksamband íslands hafði fyr- irgreiðslu um þetta boð og veitti nokkurn styrk til fararinnar. Sömuleiðis Skákfélag Akureyrar, sem veitti kr. 1000.00 til þess að Ingimar gæti tekið þátt í þessu skákmóti. Ekki er vitað nú hvað fjölmennt þing þetta er, eða hvað þátttakendur eru frá mörgum þjóðum, en búizt var við góðri þátttöku. Ingimar stundar nám í íþrótta- kennaraskólanum að Laugarvatni í vetur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.