Dagur - 22.01.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 22.01.1958, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Daguj DAGUK kemur næst út laugar- | daginn 25. janúar. XLI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 22. janúar 1958 5. tbl. Skipulagning bæjarins er aðkallandi Lognsnjórinn þekur greinar trjánna. — (Ljósmynd: E. D.). F ulltr úar áðsmenn F ramsóknarf élaganna Bendið á menn til starfa samkvæmt áður gerðri fundarsamþ. Talið við skrifstof- una. Yíirlýsing vinslri ilokkanna á Akureyri m málefni bæjarins Frambjóðcndur Alþýðubanda- lagsins, Alþýðuflokksins og Fram sóknarflokksins á Akureyri við bæjarstjórnarkjör 26. jan. næstk. hafa orðið ásáttir um að hafa samvinnu sín á milli að kosning- unurn Ioknum um stjórn bæjar- ins, hverjir eftir því brauíar- gengi, er kjósendur veita þeim þar til. Mcð þetta fyrir augum liafa frambjóðendur flokkanna komið sér saman um val bæjarstjóra. forseta, ncfnda og helztu verk- efni, er brýnust verði að telja til úrlausnar. Það er sameiginleg skoðun þeirra, að nóg og örugg atvinna sé undirstaða velmegunar bæjar- búa, og því sé það fyrsta og brýnasta verkefni nýrrar bæjar- stjórnar að koma rekstri togar- anna í bænum á starfhæfan grundvöll og telja þar óum- flýjanlegt, að bærinn taki rekstur þeirra að öllu leyti í sínar hend- ur, eigi þá og reki, og fái rekstr- inum nýja forystu. Byggingu hraðfrystihússins verði hraðáð svo sem framast er unnt. í öðru lagi munu fulltrúarnir, er kosningu hljóta, beita sér fyrir framgangi byggingar togara- dráttarbrautar hér í bæ, að fyrir- liuguð ríkisútgerð togara verði staðsett á Akureyri og stuðla að þeirri þróun, að Akureyri verði í vaxandi mæli innflutningshöfn fyrir byggðir norðanlands, meðal annars með því að byggt verði á vegum hafnarinnar vörugeymslu hús, og með því að fá því til leið- ar komið, að afgreiðsla innflutn- ings- og gjaldeyrisleyfa fari hér fram. Að öðru leyti munu full- (rúarnir telja sér skylt að stuðla að vexti og viðgangi þeirra at- vinnugreina, sem þegar eru reknar af hagsýni og ráðdeild í bænum og efla nýjar til vaxtar. Um framkvæmdir í atvinnu- málum verði haft samráð og samvinna við verkalýðsfélög bæjarins. Þá er það sameiginlegt áhugamál frambjóðenda þessara flokka, að skipulagsmál og gatnagerð bæjarins verði tekin fastari tökum til úrlausnar en verið hefur, og þá ekki sízt í þcim bæjarlilutum, er fram til þessa hafa orðið afskiptir og i þörfin er mest. Frambjóðendur lýsa yfir stuðn- ingi sínum við rannsókn mögu- lcika til liitaveitu í bæinn. Þeir telja sjálfsagt, að bæjar- Enginn skipulagsuppdráttur gerður síðan 1926 Viðtal við Stefán Reykjalín byggingameistara félagið stuðli að eflingu skólanna í bænum og bættum húsakosti, svo sem geta er fyrir hendi, og þeir líta svo á, áð bygging vist- og’ hjúkrunarheimilis í bænum fyrir aldrað fólk sé aðkallandi, einnig félagsheimilis, og minna í þessu sambandi á, að bæjar- stjórn sú, cr situr næsta kjör-o tímabil, undirbýr með störfum sínum 100 ára afmæli bæjarins. Frambjóðendum fyrrgreindra flokka er hins vegar ljóst, að all- ar framkvæmdir verður að sníða við fjárhagsgetu bæjarfélagsins og telja því ástæðulaust að birta ítarlega skrá um verk, scm vinna þurfi, cnda skipti mestu að vinna þau vel, sem unnin verði, í þeirri röð, sem er nauðsynlegast, og með þcim hætti, að fjárhagsgetu borgaranna sé ekki ofboðið. Ofanskráð yfirlýsing er undir- skrifuð af þrem efstu mönnum á framboðslistum Framsóknar, Al- þýðubandalags og Alþýðuflokks- Útvarpsumræður um bæjarmálin ílialdið búið að tapa áður en kosið er Umræðum þeim um bæjarmál- j in, er útvarpað var á mánudag- J inn, mun hafa verið veitt verðug eftirtekt. Þær fóru vel fram og skýrðu hinar nýju línur bæjar-.J málanna, sem samstarf vinstri flokkanna hefur í för með sér. í leiðara blaðsins í dag eru birtir kaflar úr framsöguræðu Jakobs Frímannssonar, efsta manns á lista Framsóknarmanna við þess- ar kosningar, og kveður þar fyllra á um helztu málin, sem eru efst á baugi í kosningabar- áttunni, Einkenndist ræða hans, sem annarra Framsóknarmanna, af prúðmennsksu og ábyrgðartil- finningu. Vinstri flokkarnir hafa samið sín á milli um stærstu bæjarmál- in og tryggt framgangi þeirra ör- uggt meirihlutafylgi í hinni væntanlegu bæjarstjórn Akur- (Framhald á 7. síðu.) Stefán Reykjalín bygginga- meistari er þekktur dugnaðar- maður og í miklu áliti í iðngrein sinni. Hann hefur staðið fyrir mörgum helztu stórbyggingum bæjarins og víðar síðustu árin. Meðal þeirra er Landsbankahús- ið, Utvegsbankinn, kaffibrennsl- an nýja, Heimavist M. A., svo að nokkrar séu nefndar hér í bæn- um. Á allra síðustu árum hefur hann tekið nokkurn þátt í bæjar- málum og jafnan þótt einarður og frjálslyndur. Stefán skipar þriðja sæti fram- boðslista Framsóknarflokksins hér í bæ. Blaðið hitti hann að máli á mánudaginn og lagði fyrir hann nokkrar spurningar um bæjarmálin. Spurningarnar og svörin fara hér á eftir. Ilvcr er skoðun þín á bygg- inganíálum bæjarins yfirleitt? í stuttu máli sagt er eg sann- færður um, að nú ber okkur að fara inn á þá braut, að þétta byggðina, fremur en þenja hana út, eins og gert hefur verið að undanförnu, segir Stefán. Þtíð verður bezt gert með því að byggja sambýlishús, og þar með verður bæjarfélagið að koma til móts við fólkið og aðstoða það, eða jafnvel hafa forgöngu um það. Gatnagerð og leiðslulagn- ingar eru að sliga bæjarfélagið fjárhagslega vegna útþennslunn- ar. Auk þess er svo komið, að ekki er hægt annað en viðhalda sæmilega, og betur en gert hefur verið undanfarið, þeim götum, sem fyrir eru og nú eru gjörsam- lega óviðunandi. En svo að eg snúi mér aftur að fjölbýlishúsun- um, er það einn af kostum þeirra, að þar er hægt að hafa minni íbúðir en gjörlegt er, þar sem einbýlishús eru byggð. Þörfin fyrir litlar íbúðir er mjög mikil. Eg hef trú á því, að fjölbýlishús verði tiltölulega ódýrari og ættu að geta svai'að kröfum almenn- ings á ýmsan hátt betui'. Bygg- ingafélög þyrftu að vinna að fjöl- býlishúsum. Eg álít, að ekki þyrfti að stækka bæinn fi'á þvi sem nú er til að taka á móti 3 þús. manna fjölgun. Líka er það athugandi, hvort ekki megi færa byggingakostnaðinn niðui' með því að leggja meiri áherzlu á ein- faldleik í húsagei'ðinni. Þyi'fti það fráleitt að gei'a húsnæðið verra eða ófullkomnara, því að einfaldleikinn skapar oftast þæg- indi. En hvað viltu segja um skipu- lagsmál bæjarins? Um þau er það að segja, að fullkomið sti'and er framundan, ef ekki er að gert hið fyi-sta. Þeii', sem gera sér grein fyrir því, að heildarskipulagsuppdi'áttur hefur ekki verið gerður af Akureyrar- kaupstað síðan 1926, geta gert sér í hugarlund, hvernig ástandið er orðið. Enda er svo komið, að eitt rekur sig á annars horn í fram- kvæmdinni og þeim árekstrum fjölgai' óhjákvæmilega þar til heildarskipulag er fengið. Hvcrnig finnst þér hinar verk- legu framkvæmdir bæjarins haía gengið að öðru leyti? Yfirleitt sýnist mér að fi-am- kvæmdastjórnin hafi verið ótraust og óþarflega óhagsýn á ýmsum sviðum. En þótt segja megi að hægara sé um að tala, (Fi-amhald á 7. síðu.) Samgöngur tepptust í undanförnum ótíðai’kafla lokuðust landleiðir vegna snjóa á vegum, bæði innan héraðs og sýslna í milli. Á mánudaginn komst aðeins 1 mjólkurbíll fi'aman Akureyrar í bæinn. Frá Dalvík brutust trukk arnir með mjólk frá Svai'faðardal en gekk erfiðlega. Flugferðir féllu niður frá fyrra þriðjudegi og þar til í gær. Beið fjöldi fólks eftir flugfei'ð héðan og hingað og óhemju mikið af pósti og alls kyns flutningi öðr- um. Um allt Norðurland hefur ver- ið hörku noi'ðanhríð með uppx'of- um á milli. xB - B-listinn er listi Framsóknarmanna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.