Dagur - 22.01.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 22.01.1958, Blaðsíða 8
8 Bagujr Miðvikudaginn 22. janúar 1958 Lítt notuð milljónanáma við bæjardyr Akureyrarkaupstaðar ingsvara en er aðeins hagnýtt til mjöl- og lýsisframleiðslu þegar um rányrkju, skaðlega síldarstofnum, að ræða, verður ekkei’t fullyrt. En það kemur raunar ekki til álita, þegar valið Smásíldin á Pollinum er mjög verðmæt útflutn- 61 milli aðferða við nýtingu afl' Á fundi Framsóknarmanna um bæjarmálin, var þessu hreyft, og þá sagt frá mjög athyglisverðu áliti erlends skipstjóra um þenn- an þátt síldveiða og markaðs- möguleikum erlendis fyrir afl- ann. Þótt hér verði ekki frekar rætt um þennan markverða atvinnu- þátt bæjarbúa, skal á það minnt enn einu sinni, að veiðarnar sjálfar og aflanýtingin er nauð- synlegt rannsóknarefni fyrir at- hafnamenn og væntanleg bæjar- yfirvöld. Enn á ný hefur sannast, að Pollurinn og fjörðurinn innan- verður er órlega fullur af smá- sild. Af henni hefur veiðzt töluvert magn á hverjum vetri til mikilla hagsbóta, svo sem gefur að skilja. Nú í vetur er búið að leggja 22—23 þús. mál upp í Krossanesverksm. til bræðslu, frysta ofurlítið og selja til beitu nýtt. En þótt þetta kunni að vera gott og blessað, er þó mjög at- hugandi, hvort ekki er hægt að gera sér meira verðmæti úr veið- inni, heldur en nú er, hvort það er viðunandi að nota þetta hrá- efni aðeins til mjöl- og lýsis- framleiðslu. Smásíldin er misjöfn að stærð og gæðum, en af kunnáttumönn- um er talið að viss stærð hennar sé sérstaklega hentug til niður- suðu og útflutnings. Ennfremur muni góðra markaða að vænta fyrir hana frysta á erlendum markaði. Dagur hefur nokkrum sinnum minnt á þetta mál áður og þá far- ið nánar inn á það með tilliti til reynslu þeirra Akureyringa, sem gerzt mega um það vita. Enn hefur því máli ekkert þokað, svo að blaðinu sé kunn- ugt. Sé það rétt, sem af sumum er talið öruggt, að gera megi vetrarveiddu síldina tífalt verð- meiri með því að verka hana til útflutnings, getur hver maður gert sér í hugarlunnd hver óhemju auður er hér vetur hvern og raunar allt árið, rétt við bæjardyr kaupstaðarins, lítt nýttur. Þess ber auðvitað að geta, að smásíldin á Akureyrar-Polli er lítt rannsökuð. Hvort hér er nú Ýmis tíðindi úr nágrannabyggðum Minningaspjöldin H. P. deildi í fyrrakvöld hart á þá fyrirætlan vinstri flokkanna að taka rétt G00 hlutliafa í Ú. A. með því að fara ránshendi um hlulabréfin. Það mun hafa komið æði mörgum á óvart, að heyra þau orð af vörum hans, eftir að vitað er um hið algera fjárþrot félagsins. Hag þess er svo illa komið, að hlutafé þess er einskis virði og gjörtapað. Áhrifavaald hluthafa var auk þess nær því þurrkað út í sumar á aðalfundi félagsins. Erfitt er því að sjá, að gildi hlutabréfa Ú. A. geti verið annað eða meira en sem minn- ingarsspjöld um misheppnuð verk íhaldsins hjá félaginu. Góð íslandskynning vestur á Kyrrahaíssfrönd Islands-kvikmynd Hal Linkers sýnd í Blaine Vinningsnúmer í happdrætti S- U F Eins og áður hefur verið frá skýrt var dregið í happdrætti SUF 21. des., en vinningsnúm- erin innsigluð hjá borgarfógeta í Uvík þar til fyrir nokkrum dögum, vegna þess að uppgjör vantaði utan af lundi. En þegar vinningsnúmerin voru tekin upp og reyndust þau vera: — NR. 10: Opelbifreið. — Nr. 10280: Hnattferð. í einu helzta dagblaöi borgar- innar Blaine í Washingtonfylki á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna var sagt svo frá rétt fyrir jólin: — Þeir, sem lítil deili vita á íslandi, hlutu mikilvægan fróð- leik og undraverðan í samkomu- húsi únítakirkjunnar á laugar- dagskvöldið. Félagsdeildin „Aldan“ — en það er Blaine-deild fslenzka þjóðræknisfélagsins í Winnipeg — hafði verið svo heppin að nó í ljómandi fallega tal- og lit-kvik- mynd af föðurlandi íslendinga hér í borg, sem hinn frægi, víð- förli ferðalangur og fyrirlesari, Ilal Linker, hefur tekið. Séra A. E. Kristjánsson, sem hafði út- vegað deildinni mynd þessa, sagði nokkur orð og skýrði frá áhuga hr. Linkers fyrir fslandi, sem einnig er föðurland ljómandi fallegrar eiginkonu hans og móð- urland sonar þeirra. (Frú Halla Linker er Hafnfirðingur, og eg man ekki betur, en að sonur þeirra hjóna sé fæddur þar heima fyrir 6— 7árum. — H. V.). Kvikmynd þessi sýndi marga athyglisverða staði, m. a. höfuð- borgina Reykjavík með Háskóla íslands, Safnhús, Þjóðleikhús o. fl. Einnig skrautiega þjóðbúninga ásamt mörgum greinum atvinnu- veganna, sem enn eru aðallega landbúnaður og fiskveiðar, og á seinni árum ört vaxandi iðnaður. — (Frændi minn bætir við í bréfi): Þar voru sýndar þorsk- og síldveiðar, vinnubrögð í frysti húsum, svo sem flökun, frágang ur - allur á fiskafurðum, einnig fjölbreyttar myndir frá landbún- aði o. m. fl. Bókaútgáfa er einnig mikil- vægur þáttur í lífi íslendinga, þar sem allir eru læsir, og þjóðin mjög bókhneigð. — Landslags myndir voru margar og fjöl- breyttar, t. d. frá Þingvöllum, Heklu, Gullfossi, Geysi o. m. fl. (Þessu öllu lýst í stuttu máli.) Onnur fróðleg atriði voru m. a. t. d. rúgbrauðsbakstur við jarð- hita, vei-mihúsarækt grænmetis og aldina, m. a. tómata, banana o. s. frv. Þar sáust einnig hinir smávöxnu hestar, stórhyrndur og lagðprúður fénaður o. m. fl. — Mynd þessi birti mikinn fróðleik og fjölbreyttan og yfirleitt marg - vísleg fræðslu-verðmæti. Hefur því umsjónarmaður skólanna hér tryggt sér myndina alla næstu viku til sýninga í skólum borgar- innar. Á sunnudagskvöldið var mynd- in einnig sýnd í Gamalmenna- hælinu Stafholti. — Á eftir sýn- ingunni á laugardagskvöldið veittu Öldu-konur gestum ýmsar hressingar, sem voru vel þegnar eftir skemmtilega sýningu.----- Af frásögn þessari er ljóst, að hér hefur verið allýtarleg land- kynning, enda eru íslandsmyndir Hal Linkers hinar prýðilegustu, og bætir hann við þær í hvert sinn sem leið þeirra hjóna liggur um „vorar slóðir“. En annars er fjölskyldan Linker á ferð og flugi um heim allan, og hefur frú Halla öðru hvoru skrifað bráð skemmtileg ferðabréf í ísl. blöð. Helgi Valtýsson. Fosshóli 20. jan. Hér er hríðarlenja og leiðinda- veður, sagði Sigurður bóndi og gestgjafi á Fosshóli, er blaðið hringdi til hans í gær. Allir vegir eru að teppast og illkeyrandi að undanförnu vegna óveðurs. Snjó- léttast er í Bárðardal, en þar var í dag orðið þungfært. — Á nokkrum bæjum ber á óhreysti í ám. í Kasthvammi í Laxárdal eru 10 ær dauðar úr súrheyseitrun, á Rauðá 6 eða 7 og margar veikar, og svo bætir Sigurður því við, að ein ær hafi verið veik hjá sér í morgun, en hann hafi gefið henni 4 matskeiðar af brennivíni, kann- ski örlítið blandaðar koníaki, og hafi henni þá snöggbatnað. Dalvík 20. jan. Hér er iðulaus stórhríð öðru hvoru, en fjallabjart á milli. Veg- ir eru orðnir ófærir venjulegum bifreiðum víðast hvar, en ýtur aðstoða við mjólkurflutningana og trukkarnir hafa komizt með mjólk til Akureyrar. Ólafsfirði 20. jan. Hátt á annað hundrað farmr suður á vertíð eða í atvinnuleit. Atvinna hefur engin verið síðan fyrir jól. Hörkuveður er dag hvern, bæði mikið frost og hvöss norðanhríð. Barnaskólanum v lokað á fimmtudaginn vegna veðurofsa. Bátarnir Rögnvaldur Þorleifss., sem fór suður 4. jan. og ennfremur Einar Þveræingur Tunnusmíðin Tunnusmíðin hófst að þessu sinni 22. nóv. og er búizt við að vinna verði óslitin við verk- smiðjuna fram undir apríllok. Efnið, sem Tunnuverksmiðj- unni hér er ætlað að smíða úr, er í ca. 55 þús. tunnur. Afköst eru meiri en áður, og nemur aukningin um 100 tunnur á dag. En dagsframleiðslan er 560—580 tunnur. og Stjarnan, eru farnir á vetrar- vertíð. En heima ætla að róa Stígandi,, sem þegar hefur farið nokkra róðra, Kristján og Gunnólfur. Segja má að sé hörku tíð síðustu 5 daga. Hauganesi 20. jan. Nú hýrist hver í sínu skoti, sagði fréttamaður blaðsins á Hauganesi í gær. En þótt veðrið sé ekki gott, líður okkur ágæt- lega, því að öll él birtir upp um síðir. Vegir eru auðvitað ófærir og ekki farið neitt á sjó. Smábátahöfnin í Innbænum Erindi frá 23 Innbæingum um að lagfærð verði smábátahöfnin við Höepfnersbryggju o. fl., hefur nú verið tekið til meðferðar í hafnarnefndinni. Er svohljóðandi afgr. lokið þar: „Fram kom erindi frá 23 Inn- bæingum, þar sem þeir fara fram á, að lagfærð verði smábátahöfn- in við Höpefnersbryggju og byggður verði skjólþilsveggur 15 metra. Samþykkt var að láta fara fram athugun á þessu og hafa samráð við Vitamálaskrifstofuna um framkvæmdir.11 Samkvæmt þessu má búast við undirbúningsrannsókn innan skamms, sem síðan yrði grund- völlur framkvæmda. Frá Skrifstofu Framsóknarfl. Kjósendur B-listans eru beðnir að athuga: 1. Kosið er á tveimur kjörstöðum: a) Gagn- fræðaskólanum og b) Barnaskólanum á Oddeyri. Kynnið ykkur, á hvorum staðn- um þið eigið að kjósa. 2. Kosning hefst kl. 10 f.h. og lýkur kl. 11 um kvöldið. 3. Kosningaskrifstofa B-listans á kjördegi er í Gildaskála Hótel KEA. (Fram að kjör- degi er skrifstofan á Hótel Goðafossi, svo sem kunnugt er). 4. Símar skrifstofunnar eru og verða á kjör- degi 1443 og 1219. 5. Bílasími B-listans er 1244. 6. Bílaafgreiðsla B-listans er í Bifröst. 7. Gefið ykkur fram til starfa! 8. Hvetjið aðra til þess að kjósa! Kjósið B-listann Kjósið snemma

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.