Dagur - 22.01.1958, Síða 4

Dagur - 22.01.1958, Síða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 22. janúar 1958 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Afgreiðsla, auglýsingar og innhéiirita: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Argangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni strnda til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Úr útvarpsræðu Jakobs Frímannssonar „.... OG ÞÁ KEM EG að aðal kosningaáróðri þeirra íhaldsmanna, og annarra pólitískra and- stæðinga, sem stöðugt skýtur upp kollinum hér á Akureyri fyrir hverjar kosningar, en það eru skattfríðindi samvinnusamtakanna. Skrif og um- mæli andstæðinganna hafa ávallt miðast við það, hvað bezt mundi henta til áróðurs gegn Framsókn arflikknum og samvinnusamtökunum. Ekkert til- lit hefur verið tekið til landslaga eða viður- kenndra staðreynda um sjálfsagðan rétt neyt- endasamtaka, sem sé, að kaupfélag og þeirra verzlanir og starfsemi, til hagsbóta almennings, væri gjör-ólíkt verzlun einstaklings, sem hefði það markmið, fyrst og fremst, að skara eld að eigin köku. Samvinnufélögin eru sameign fjöld- ans. Afrakstur þeirra og arður eru EKKI eign mín eða þín, nema í réttu hlutfalli við viðskipti og verzlun í það og það skiptið. Ekki get eg, eða þú, hlaupið burtu með samansafnaðan hagnað, þegar mér, eða þér, gott sýnist. Þetta er höfuðmunur. — Allur sá samansparaði hagnaður, sem kann að reynast af starfsemi samvinnufélags, hlýtur óhjá- kvæmilega að verða bundinn í eign framtíðarinn- ar. Eign bai'na okkar og barna-barna. Eign bæj- arins og héraðsins, og koma eftirkomendum okkar til góða, ef við sjálf njótum hans ekki að fullu. Hagnaður kaupmannsins er aftur á móti hans eign, sem hann getur ráðstafað að eigin vild. — Ætti að vera óþarfi að skýra þetta nánar fyrir okkur Akureyringum. Vegna þessa regin-mis- munar á starfsemi samvinnufélagsreksturs og ein- staklingsreksturs er það viðui'kennt hér, og í flestum öðrum löndum, að hagsmunasamtök fólksins, og þess eigin verzlanir og fyrirtæki, skuli ekki sitja við sama borð og einstaklingsrekstur, hvað snertir skatta og útsvör. — Enginn flokkur í íslenzkri pólitík hefur treyst sér til að koma með tillögur á Alþingi um að breyta skattaákvæðum á þann hátt, að munur sé ekki gerður í skattlegu tilliti á einstaklingsrekstri og rekstri samvinnu- félaga. Aðgætandi er þó, að eftir að stríðsgróða- skattslögin komu, og þau ákvæði, að ekki mætti leggja útsvar, hvort sem um væri að ræða rekst- ur einstaklings eða hlutafélags, á hærri upphæð en 200 þús. króna tekjur, hefur munur á útsvars- álagningu samvinnufélaga og einstaklings orðið tiltölulega lítill, og jafnvel útsvöi' orðið tiltölulega hærri á samvinnuverzlun, þcgai' með er talinn samvinnuskattur, en á sambærilegan einstakl- ings- og hlutafélagarekstur.“ Síðan rakti Jakob tölulega, að verksmiðjur SÍS á Akureyri bera nú um 8 þús. kr. hærra útsvar en þær myndu gera, ef á þær væri lagt sem hlutafé- lög, eins og andstæðingar samvinnumanna heimta. „Góðir Akureyringar! — Þið heyrðuð áðan lesna yfirlýsingu frá efstu mönnum á listum þriggja flokka bæjarstjórnarinnar, þar sem skýrt var frá, að komizt hefði á samningur um samstarf þessara manna innan væntanlegrar bæjarstjórnar á næsta kjörtímabili.... Ef til vill munu sumir telja, að þetta sé undan- sláttur og æði mikil stefnubreyting frá minni hálfu, þar sem eg hef frá fyrstu verið í stjórn Ú. A. og frekar fylgjandi hlutafélagsforminu en bæj- arútgerðar. En því er þar til að svara, að eg tel óhugsandi að koma félaginu aftur á fót, nema sterkur bakhjarl fáist. — Það mundu áreiðanlega engir lána- drottnar taka á ný upp lánsvið- skipti við félagið með það eitt sem ábyrgan skuldunaut. Mundu þá verða að koma til nýjar bæj- arábyrgðir, og vitanlega er aug- ljóst, þegar svo er komið, að rétt- ara er, að bærinn beri allan veg og vanda og njóti fulls arðs, ef til kemur, eins og hann mundi, hvort sem er, bera allt tap, ef illa gengur.... Enn er ekki frá því gengið milli samstarfsflokkanna, hvaða tillög- ur þeir munu gera um rekstrar- form væntanlegrar bæjarútgerð- ar eða tilhögun afhendingar eigna félagsins til bæjarins. Oll- um mun vera Ijóst, að hlutafé fé- lagsmanna mun vera að fullu tapað, eins og nú standa sakir, en vart trúi eg því, að nokkur hlut- hafi telji það skipta verulegu máli, ef tekist gæti að koma tog- ararekstrinum aftur á öruggan grundvöll. Kemur nú til kasta færra lögfræðinga og annarra rekstrarsérfræðinga, að gera til- lögur um þá breytingu, sem óhjákvæmilega stendur fyrir dyrum. Vafalaust mun verða reynt að fá sem mesta aðstoð ríkisvaldsins til hagstæðra lána og fjárframlags til að tryggja frambuðarekstur.. ..“ Benedikt Tómasson skólayfirlæknir: Of langur vinnutími skólanemenda f síðasta tölublaði „Mennta- mála“ er birtur kafli úr greinar- gerð eftir Bcncdikt Tómasson skólayfirlækni, en greinargerð þessi fylgdi með frumvarpi til laga til heilsugæzlu í skólum, er lagt var fyrir þing það, sem enn hefur ekki lokið störfum. Degi þykir Bencdikt flytja þannig mál sitt, að full ástæða sé til þess, að kafli sá, er hér fer á eftir, komi fyrir augu fleiri en þeirra, sem lesa kennaramál- gagnið, og því leyfir hann sér að birta hann. „Nauðsynlegt er, að læknar hafi meira eftirlit en verið hefur með námskröfum skóla og heild- arvinnutíma nemenda. Með því að leikni og kunnátta í náms- greinum er að kalla eini mælan- legi árangur skólavistar, hart er að skólum gengið í því efni, bæði af aðstandendum og öðrum, og sá skóli mest metinn, sem fastast gengur eftir, er varla að undra, þótt það sitja í fyrirúmi að koma sem mestum fróðleik í nemendur, en út undan verði aðrir þættir í hlutverki skóla, sem ekki er þó minna um vert. Ekki munu hafa verið gerðar nema lauslegar at- huganir á vinnutíma nemenda í skólum hérlendis, enda er ekki auðvelt að koma við hlutlægri rannsókn. Er ef til vill óvarlegt að nefna tölur að svo lítt rann- sökuðu máli, en ólíklegt verður að telja, að börn í efstu bekkjum barnaskóla í kaupstöðum komist af með öllu skemmr vinnutíma en 8 klst. á dag, ef gera á náms- efninu góð skil, þó að kröfur um heimavinnu séu að vísu mjög komnar undir einstökum kenn- urum, þai' sem um bekkjar- kennslu er að ræða. í áður ívitn- aðri grein Jóhannesar Björnsson- ar, dr. med., er talið líklegt, að 12—13 ára börn í barnaskólum Reykjavíkur þurfi að vinna um 60 stundir á viku, en síðan hún var samin, hefur vikustundum verið fækkað. í bóklegum fram- haldsskólum, þar sem fagkennar- ar einir kenna og námsefni er að kalla fast skorðað, er miklu auðveldara að fara nærri um daglegan vinnutíma. Leikur ekki vafi á, að enginn, nema ef til vill örfáir afbufða námsmenn, kemst þar af með minna en 10 stunda vinnudag til þess að ná viðun- andi tökum á námsefninu, og eru til um þetta nægir vitnisburðir foreldra og kennara. Ekki verður þó gerð nein tilraun til að gizka á, hve mikill hundraðshluti nem- enda vinnu raunverulega svo lengi, en hann er sennilega stærri en margan grunar, sem lítt hefur kynnt sér þessi mál. En það skiptir ekki heldur meginmáli, með því að skyldunámsskólum er vitaskuld óheimilt að gera til nemenda sinna kröfur, sem fyrir fram er vitað um, að miður gefn- ir nemendur ráða alls ekki við og hinir betur gefnu ekki án þess að vinna úr hófi fram. Víst er, að vinnuharka í skólum hefur aukizt stórum á undanförnum árum og að aldrei hafa verið gerðar slíkar kröfur til nemenda almennt og jafnungra sem nú. Að þessu hefur margt stuðlað, en líklega ekki sízt samræming sú og kvörðun (standarðísering), sem á komst með nýju skólalög- gjöfinni, þó að ekki hafi hún gef- ið beint tilefni til þess. En óþarft er að rekja orsakir nánara hér. Aðalatriðið er, að þjóðfélagið krefst nú tvímælalaust lengri vinnudags af börnum og ungling- um en af fulltíða fólki, sem vinn- ur sambærileg störf, og þau eru stimpluð ónytjungar, ef ekki er orðið við kröfunum. Vinnutími þeirra manna hérlendra, sem stunda andlega vinnu og hafa reglulegan vinnutíma, mun yfir- leitt vera frá kl. 9 að morgni til kl. 5 síðdegis, þ. e. ekki yfir 7 stundir. Mundi þykja linlega að staðið, ef nemandi, sem kominn á að vera í skóla kl. 8 að morgni, liti ekki í bók eftir kl. 4 síðdegis. En vaninn virðist hafa gert menn sljóa fyrir þessu, svo að nemandi er talinn vanrækja nám sitt, ef hann vinnui' ekki mestan hluta dagsins og helzt einnig á kvöldin. Er þetta viðhorf líklega arfleifð, bæði hér og erlendis, frá þeim tíma, er menntaskólar og háskól- ar voru að kalla einu skólar þjóð félagsins, en kröfur slíkra skóla hafa ætíð verið miðaðar við úr- val. Ekki er þó lengd vinnutím- ans ein saman mælisnúra á hætt- una, heldui' kemur hér einnig og ekki síður til greina eðli verks- ins. Börn og unglingar eru hvort sem er að einhvers konar iðju, meðan þau eru á fótum, og sumir eru svo gerðir, að þeir njóta þess að sökkva sér sem fastast í nám. Hættan er fólgin í því, hversu einhæf skólavinna er, í löngum kyrrsetum, innivist og andlegu álagi, sem getur orðið mjög mikið í prófum. Þó að erfitt sé að færa óyggjandi rök fýrir því, hver hætta stafar af námskröfum þeim, sem nú eru gerðar, má eigi að síður færa fyrir því miklar líkur. Ncmendur, sem ráða ekki (Framhald á 7. síðu.) JÓHANNES ÓLI SÆMUNDSSON: Ólafs þáttur blinda (Framhald.) Krakkavísur. Hérna — ofur hýr á kinn hrings- ódofin-lína — fyrir ofan Ólaf sinn á að sofa Stína. Gæfan styðji, góðfögur, glaðan hringaþórinn. Tamur iðju og trygglyndur er Trausta niðji Sigurður. Vill sér ungi vinurinn vinna manna hylli. Stebbi litli stúfurinn, stímar hér á milli. Lukkan dýra ljáist þér (lundi víra fínum). Oft hjá skýi'um uni ég hér Angantýri mínum. í stórrigningu. Marga bítur seggi sút. Sagt er að lítið batni. Blautt að líta enn er út. Allt í flýtur vatni. Nýung. Ólafur heyrði rætt um, að farið væri að gera yngingartilraunir á gömlu fólki. Þá kvað hann: Nú má segja, að tíð er tvenn, — taka eftir gjörðu. — Upp er farið að yngja menn aftur hér á jörðu. Gripið fram í samtal. Margir bera hulinn harm, hugsaðu um það, kona. Enginn veit í annars barm, — er því varið svona. Engum að trúa. Margir ljúga liðugt hér, lasti spú að beimi, svo að trúa orðið er engu nú í heimi. Kvöldvísur. Gefðu mér, faðir, góða nótt. Gef méi' að sofna vært og rótt. Gef mér að þenkja gott eitt hér Gefðu mér, Jcsús, náð hjá þér. Fer ég sofa sætt og rótt, sá mun kostur betri. Góða öllum gefi nótt Guð á himnasetri. Einn í bænum. Hér um ganga ei helzt vill neinn hirðir spanga glaður. Daga langa er ég einn, — eins og fangelsaður. Ástarhótin. Ástarhót í sinnusal sýnt á móti hefur yngissnót, — og ungum hal undir fótinn gefur. Baktal. ígultanna-agnúar oft fá sannleik hrakið. Naga mannorðsníðingar náungann á bakið. Framhald.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.