Dagur - 22.01.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 22.01.1958, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 22. janúar 1958 D A G U R 5 GUÐMUNDUR B. ARNASON: Eitrun fvrir refi o. f 1. (Framhald.) Eftir að eitrun hófst í Keldu- hverfi brá svo við að næstu 30 árin, sem eg dvaldi í Hverfinu, komu ekki fram nema aðeins 2 svo skæðir bitvargar að þeir gengu milli bæjanna og dræpu þar lömb og gemlinga, bæði á nóttu og degi. Og á þeim 26 ár- Guðm. B. Árnason. um, sem eg var grenjaskytta í helmingi afréttarlands Hverfis- ins, var aðeins skætt bitdýr við eitt greni sem eg lá á. Á einu eða tveimur grenjum, er aðrir lágu við, voru einnig bitvargar á þess- um árum. Lítils háttar áburður, skinntætlum eða kindabein, sáust þó við stöku gren. Og auðvitað íundust stundum leifar af lömb- um eða gemlingum, er orðið höfðu bíti að bráð. Og sömuleiðis komu á hverju hausti til réttar — meðan fært var frá — hræðilega útleikin hagalömb, sem sloppið höfðu úr kjafti og klóm illvirkj- anna, er annað hvort hafa verið viðvaningar eða liðleskjur. En allt var þetta í smærri stíl eftir að eitrun með „strychine“ hófst í Kelduhverfi. Og allan þennan tíma, sem eg fékkst við refaveið- ar í Hverfinu, virtist refum lítið fjölga, ef dæma má eftir fundn- um grenjum. Enda mun hafa verið eitrað fyrir þá á hverjum vetri. Þá vil eg minnast á kynni mín af bitvörgum þessi 30 fyrstu ár eftir að eitrun hófst í Keldu- hverfi. Á þeim árum komu þar fram — eins og áður er sagt — 4 eða 5 skæðir bitvargar, og komst eg í kast við 3 af þeim. Fyrsti skæði bíturinn kom til sögunnar um 1910. Það var hvítur refur, sem gekk út á milli bæjanna beggja megin Garðs og gerðist svo stórtækur til lambanna, að bændur þoldu ekki yfirgang hans, en söfnuðu liði og gerðu honum fyrirsát. Röðuðu skytt- urnar sér í línu á ca. 3. kílómetra breiðri spildu og lágu þar um nóttina. Ekki urðu þeir þó refsins varir. Aftur var safnað liði og var eg í þeim hóp. Allt fór á sömu leið og áður, enginn varð refsins var. Enda skellti yfir dimmri þoku um tíma, svo að refurinn hefði auðveldlega getað smogið óséður milli varðanna. Um morguninn fóru þeir, er fjarst bjuggu, heim í Garð að fá sér hressingu, og var eg einn þeirra. Eftir að hafa þegið góð- gerðir fóru skytturnar út á tún, hófu þar skotkeppni á mark og skutu öllum sínum skotum. Að því búnu héldu allir strax heim- leiðis nema eg, sem ræddi við heimamanna á hól þar á túninu. Ekki var liðin nema örlítil stund frá því að síðasta skotinu var hleypt af, þar til mér varð litið austur fyrir túnið. Sá eg þá hvít- an ref á holti rétt austan við vallargarðinn á leið til heiðar. — Nærra má geta að mér varð hverft við er vargurinn birtist mér svona óvænt, vopnlausum. Hraðaði eg mér í bæinn, fékk þar skotfæri og hlóð patrónurnar í skyndi. En er út kom var refur- inn horfinn suður fyrir hæðir, sem eru kippkorn sunnan við Garð. Eg vildi þó freista þess að leita hans og hélt til heiðar. Varð sú ferð mér eftirminnileg, því að í það skipti beið eg ósigur í fyrstu lotu fyrir sjálfskaparvíti, sem ekki hefur hent mig fyrr eða síðar. En of langt yrði að rekja það hér. Aðeins skal þess getið, að sökum þeirrar heimsku og óvarfærni refsins, að leggja leið sína eftir holti, rétt austan við Garðsbæinn, að nýafstaðinni skot hríð, í stað þess að fara eftir lægðum, sem nóg var af, lét hann líf sitt eftir nýja óvarfærni nokkrum klukkustundum síðar. Annar bitvargurinn, sem eg fékkst við, var mórauð gren- lægja, sem hafði drepið fjölda lamba. Það var að mig minnir vorið 1917. Hún vísaði mér — með aðförum sínum — beinlínis tvisvar á áður óþekkt greni sín, hafði flutt úr því fyrra. Sjá í bókinni „Á refaslóðum11, bls. 269 —273. Eg var viss um að hún var bitvargurinn, því að blóðkleprar voru í hárum hennar, en ekki refsins er eg skaut litlu síðar með 14 unga í kjaftinum og kokinu. Þriðji bitvargurinn, sem herj- aði á Uppsveitarbændur — þ. e. þá er bjuggu í austurhluta sveit- arinnar — vorið 1920, var hinn svonefndi „Uppsveitar-Móri“. — Hann gekk þar á milli nokkurra bæja og drap allmarga gemlinga að dagtíma — því að féð var hýst á nóttum — suma aðeins ör- skotslengd frá vallargarði. Eg gerði þrjár atrennur við að vinna hann. Lá fyrst í 2 nætur við nýdrepin hræ, en árangurs laust. í þriðju ferð minni hitti eg hann að dagtíma og náði honum eftir klukkustund. Ekki vil eg dæma um varfærni hans eða vitsmuni, því að hann hafði eng- an grun fengið um návst mína fyrr en um leið og dauðinn fór a hann ,En þó má segja, að hann hafi ekki verið eins vel á verði og skyldi. Því að lítilli stundu eftir að eg sá hann fyrst, fór hann fram hjá mér og stanzaði á 40 faðma færi, virtist hlusta, þef- aði snöggvast upp í norðan gol- una og hvessti sjónir í á átt er hann stefndi, en leit ekki til suð- urs, þar sem eg lá á maganum á næstum rennsléttu landi, lítt hul- inn sjónum hans, ef hann hefði litið þangað. Þetta er nú mín reynsla af eitruninni og bitvörgunum. Að það brá svo við að enginn skæð- ur dýrbítur kom fram í Keldu- hverfi í 20 ár eftir að „strychn- ine“-eitrið var tekið til notkunar þar, en áður höfðu refirnir lagzt mjög á fé bænda, virðist benda til þess að bitdýrin hafi tekið eitrið, engu síður en aðrir ref-ir. Og enginn refur, sem eg komst í kynni við, sýndi jafn mikla óvar- færni — og eg vil segja heimsku — og hvíti refurinn og mórauða læðan, sem eg hef minnzt á hér að framan. Það eru einu refirnir, sem eg hefði með góðri samvizku getað gefið mfnus í einkunnar- gjöf fyrir vitsmuni og varfærni. Eg hef oft hugsað um og lagt þessa spurningu fyrir mig: Hver er orsök þess að aðeins lítill hluti refanna gerist bitdýr? Líklegasta (Framhald á 7. síðu.) Verðlagning landbúnaðarvara IV. VERÐGRUNDVÖLLURINN OG SEXMÁNNANEFNDIN. Svo sem áður er sagt, er það verk sexmannanefndarinnar að finna verðgrundvöll landbúnað- arvara, er byggt sé á við útreikn- ing framleiðslukostnaðar og verðlagningu varanna. Er þá miðað við ákveðna bú- stærð, svonefnt vísitölubú. Mun í upphafi hafa verið ætlað, að vísitölubúið væri sem næst jafn- stórt og meðalbú á öllu landinu. En þar sem búnaðarskýrslur, eins og aðrar hagskýrslur, eru alltaf nokkrum árum á eftir tím- anum, verður aldrei fullyrt fyrr en eftir á hvort vísitölubúið er jafnstórt meðal-landsbúinu eða ekki. Enda skiptir það ekki mestu máli, hitt skiptir öllu máli, að reksturskostnaður og framleiðslu magn vísitölubúsins sé réttilega fundið, þar sem það er undir- staða verðlagningarinnar og af- komu bændanna. í reyndinni hefur það orðið svo, að vísitölubúið hefur verið held- ur stærra en meðal-landsbú. — Ýmsar leiðir hafa verið farnar til þess að komast sem næst réttum tilkostnaði og framlciðslumagni. Síðari árin hefur stefnt meira og meira að því að miða við úrtak úr landbúnaðarskýrslum, er skattanefndir færa, eftir skatt- framtölum bændanna. Veltur því á miklu með undir- stöðu þessara mála, að bændur færi skattframtöl sín nákvæm- lega og rétt. Er mjög áríðandi að allir liðir séu færðir á viðeigandi staði á skattablöðin og skýringar og sundurliðun á ýmsum liðum látin fylgja á viðfestum blöðum, þar sem ekki er rúm fyrir slíkt á skattablöðunum. Er allt þetta frumskilyrði þess, að landbúnað- arskýrslurnar og þar með undir- staða verðgrundvallarins fáist réttar. Enginn veit hvort það verða skýrslur úr þessum hreppi eða hinum, sem unnið verður úr og skyldu því allir bændur hafa það í huga, þegar þeir gera skatt- framtöl sín, að nú séu þeir að leggja undirstöðu að verðlags- grundvellinum og þar með því verði, sem þeim verður ætlað að bei’a úr býtum fyrir erfiði sitt á næstu árum. Hagstofa íslands velur þá hreppa, sem lagðir eru til grund- vallar og reiknar út meðaltal kostnarðaliða og framleiðslu- magn. G. H. (Framhald.) Mannlegf er það kannski, en ekki sfórmannlegf „Einn af liluthöfum Ú.A.“ leiðir flokksbræður sína í sjálfheldu og gerir þá ómerka orða sinna Flestum mun virðast málefn- um Sjálfstæðismanna á Akureyri nógu illa komið, flokkslega, þótt þar við bætist ekki sú einstaka glópska flokksins, að gera hverja tilraunina af annarri fráleitari til að verja 6 milljón króna skekkj- una í U. A. og reyna með því að breiða sakleysisblæju yfir fram- kvæmdastjórn félagsins. En síð- asta blað Sjálfstæðismanna geng- ur þó enn lengra en áður. Þar er skuldinni skellt á 3 af 5 stjórn- arnefndarmönnum U. A. þvert ofan í yfirlýsingar þeirra allra. Að þeir hafi ekki gert ágreining og beri því sameiginlega ábyrgð á stjórnarstörfunum. íslendingur gefur það meira segja í skyn, að það sé óverjandi af vinstri flokk- unum að hafa ekki tekið ráðin af aumingja íhaldinu í stjórn U. A. Mun nú mörgum þykja stjórnar- forusta Ú. A. djúpt sokkin, ef hún, þ. e. Helgi Pálsson og flokksbróðir hans í stjórninni, Steinn Steinsen, sættu sig við slíka opinbera móðgun. Að sjálfsögðu getur enginn maður með miðlungs dómgreind þakkað eða álasað einum öðrum fremur í stjórn Ú. A., þegar ekki er um ágreining að ræða innan hennar. Hins má geta, „hluthafa" til hugarhægðar, að eigi að skipta heiðrinum af stjórn Ú. A. milli flokka, verður hlutur Sjálfstæð- isflokksins helmingi stærri en hvors hinna flokkanna, þar sem sá flokkur hefur 2 stjórnar- nefndarmenn, en hinir aðeins 1 hver um sig. Grein „hluthafa“ er því alger- lega misheppnuð tilraun til yfir- breiðslu og til að færa vissa menn undan ábyrgð. Þeir menn eru litlir kai'lar, ef þeir eru þakklátir og kæra sig um að láta gera sig að slíkum ómerkingum. En þótt íslendingur dæmi sína flokksbræður þannig úr leik, sem ómerka og ómynduga aðila, fer hann þó enn verr með flokksbræður sína í fram- kvæmdastjórn Ú. A., því að hann nefnir þá ekki á nafn fremur en þcir væru ekki til. En það cru þeirra verk, sem deilt hefur verið á, þeirra vcrk, sem rannsóknarnefnd var látin fjalla um og þeirra verk, sem reyndust ekki öruggari en svo, að skeikaði yfir 6 milljónir króna á reikningum Ú. A. Greinarhöfundur fslendings er mjög hissa á því, að til skuli vera svo fávís maður, að skrifa í blaðið Dag 15. þ. m., að Ú. A. hafi lifað á milljónalánum hjá KEA og á hvers kyns bónbjörgum. — Greinarhöfundurinn undir, dul- nefninu „Hluthafi11, er líklega eini Akureyringurinn, sem ekki veit að KEA hefur fleytt Ú. A. með stórfelldri aðstoð. En. þegar honum er gert þetta Ijóst/ gefur hann í skyn, að líklega hafi KEA ekki tekið steinana í staðinn. Þctta eru þakkir íhaldsins fyrir hlutdcild Jakobs Frímannsonar og stjórnar KEA fyrir mikil- væga aðstoð við þetta nauð- synlega fyrirtæki bæjarins. — Væri mjög ólíklegt, ef að slík brýning yrði gleymd á kjör- degi af öllum þeim fjölda manns, sem á lífsafkomu sína að meiri eða minni hluta undir því, að Akureyrartogararnir sæki sjóinn og skili afla sínum á land til vinnslu á útgerðar- stað. Og cnn er farið í felulcik. í síð- asta kafla greinarinnar segir frá því „þegar Jakob færði Akureyr- ingum Sléttbak" og vitnar grein- arhöfundur í blöð frá þeim tíma til að reyna að koma ábyrgð af sínum mönnum. .,Hluthafi“geng- ur fram hjá því að geta um það, sem ísl. sagði um þetta leyti um Sléttbakskaupin. Þar stendur til dæmis í blaðinu 30. jan. 1954, undirskrifað H. P.: (Framhald af 5. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.