Dagur - 25.01.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 25.01.1958, Blaðsíða 4
DAGUR Laugardaginn 25. janúar 1958 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Afgreiðsla, auglýsingar og innheimta: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí B Prentverk Odds Björnssonar h.f. Beinir skattar og samvinnuf élög í BLÖÐUM Sjálfstæðismanna er því oftlega haldið fram, að samvinnufélögin njóti óeðlilegra „fríðinda" að því er varðar greiðslu beinna skatta. Sjaldnast er það þó skýrgreint, í hverju „fríðindin" eru fólgin, en ætla verður samt, eftir skrifunum að dæma, að gerð sé krafa um, að samvinnufélög lúti sömu regl- um í þessu efni og hlutafélög. Virðast fyrirsvarsmenn þessarar skoðunar telja, að ekki beri þar á milli annað en félagsformið eitt. Við nánari athugun verð- ur þó Ijóst, að hér er ekki um nein formsatriði að ræða. Ástæðurnar, sem lágu til grundvallar fyrir reglunum um skattgreiðslu félaganna í samvinnu- lögunum frá árinu 1921 hafa sama. gildi í dag, eins og þær höfðu þá, og byggjast þær á hinum gagngera eðiismuni milli hlutafélaga og samvinnufélaga. Mun- ur þessi kemur bæði fram í ólíkum markirjiðum og ólíku skipulagi þeirra, en hér skiptir það fyrrnefnda þó meira máli. Markmið hlutafélags er sölnun á- góða, til dæmis selur verzlun í formi hlutafélags vörur til að hagnast á þeim félagsins vegna. Aftur á móti er markmið kaupfélags fyrst og fremst það, að utvega félagsmönnum sínúm vörur á kostnaðarverði eða fyrir sannvirði, eins og það er stundum kallað. Til þcss að framkvæma þetta hefur sú leið verið valin, að ákveða útsöluverð varanna hærra heldur en koslnaðarverðið, og skipta síðan tekjuafganginum milli félagsmannanna, eftir viðskiptamagni hvers þeirra um sig. Aðaltilgangur kauþfélagsins er þann- ig ekki sá, að safna eigin fé og ágóða, heldur cr Iiann sá einn, að spara félagsmönnunum útgjöld. Hér hefur verið minnzt á aðalatriðin í markmið- um beggja þessara fclaga. Það, sem hcr ber á milli er það, hvort leggja skuli beina skatta á þann reikn- ingslega hagnað, scm myndast hjá kaupfélagi af vörusölunni lil félagsmanna þeirra. Af þeim fáu at- riðum, sem tíér hafa vcrið ncfnd, má þó vera öllum ljóst, að lagning beinna skatta á kaupfélag horfjr allt öðruvísi við en álagning sömu skatta á hluta- félag. Þeim reikningslega hagnaði, sem verður til vegna viðskiptanna við fclagsmenn fylgir sú kvöð, að hann skal bæði samkvæmt markmiði fclagsins og lagareglum, deilast út til fclagsmannanna. Honum verður því á erigan hátt jafnað til ágóða hlutafélags. Ef lagðir eru á hann beinir skattar, tekjuskattur og utsvar, þá er raunverulega ekki um að ræða álagn- ingu á kaupfélagið, heldur á félagsmennina. Við slíkar aðstæður yrði félagið nánast innheimtuaðili fyrir ríki og sveitarfélög. — Slík skattaálagning sem þessi, er bæði órökrétt og brýtur einnig í bág við almennar reglur tekjuskatts- og útsvarslaga. Á það var áðan bent, að tilgangur kaupfdlaganna væri sá, að spara félagsmönnunum útgjöld með þvi að útvega þeim vörur með kostnaðarverði. í áður- nefndum lögum er ekki gert ráð fyrir, að monnum sé reiknað sem tekjur það fjárhagslega hagræði, sem þeim kann að hlotnast við það að komast að bctri kaupum á vörum eða öðrum verðmætum en almennt gerist. Væri sú regla upp tekin að því er varðar fé- lagsmenn kaupfélaganna, þá væru þeir augljóslega sýnu verr settir skattalega cn menn almcnnt. Bílasími B-Iistans er 1244 Framfarirnar í Glerárþorpi eftir sameininguna við Akureyri Nú standa fyrir dyrum bæjar- stjórnarkosningar á Akureyri og nú eiga Glerárþorpsbúar að fá að kjósa. Við síðustu kosningar voru þeir sviftir kosningarétti með því að draga sameininguna, sem þó var ákveðin og undirbúin, fram yfir kosningar. Sagt var að norð- anvindurinn hefði þá staðið ein- hvern veginn svo illa í bólið hinna pólitísku flokka bæjarins, eins eða fleiri, að ekki þótti ráð- legt, a'ð hleypa þorpsbúum að kjörborSinu, svona í hasti, það gæti ruglað útreikningana. Þeir gætu bara beðið rólegir eitt kjör- tímabil. En nú verður skriSan ekki stöSvuS, og nú eru líka útsendar- ar hinna fjögurra pólitísku flokka bæjarins sagðir komnir á kreik út fyrir ána á mannaveiðar, þar sem þeir, hver fyrir sig, útskýra fyrir lýðnum ágæti sinnar stefnu skrár og hafa víst þegar allir flokkarnir krækt sér í 1-—2 þorpsbúa á hvern lista sér til brautargengis. Er það vel farið, og sýnir meðal annars kurteisi foringjanna, en auSvitaS hafa þeir gætt þess, aS hafa þá í hæfi- legri fjarlægð frá foringjunum og þeirra valdasta liSi á listunum. — „Fyrst fólk, svo mtarósar." Þá er aS minnast á framfarirn- ar hjá okkur á þessu kjörtímabili, sem nú er á enda. Einhverjir hér virtust hafa þá trú, aS þegar þorpiS gengi í bæjarfélagið mundi verða gert hér margt til bóta. En hvað hefur verið gert? Jú, í fyrra var spýtt til okkar nokkru vatni innan af Eyrinni til viðbótar því, sem okkar gamla leiðsla flutti, og var það virðing- arvert, en sá kostnaður er tekinn með stórhækkuðum vatnsskött- um. Svo hefur eitthvað verið lagt af skólapleiðslum niðri í þorpinu, en enginn veit til, að einn einasti metri af nýjum vegi hafi verið lagður hér. Þetta eru nú allar framfarirnar undir stjórn hinna háttvirtu og vísu bæjarfulltrúa þarna innra. Það veitti þó sannarlega ekki af, meðal annars, að hresst verði eitthvað upp á Ásveginn (þ. e. veginn frá barnaskólanum að bænum Ási), en við þann veg býr margt fólk, og eigi það að hafa nokkurt verulegt gagn af stræt- isvagninum, þarf að gera þennan veg færan. Vonandi geta okkar ágætu fulltrúaefni úr þorpinu látið hér til sín taka (nú á heppi- legum tíma) og hrundið þessu og fleiri umbótamálum áfram. En svo kemur sú stóra spurn- ing: Er hægt aS gera nokkuð fyr- ir þessa menn þarna ytra? Greiða þeir nokkuð að marki í bæjar- sjóðinn? Skal nú reynt aS svara þessu lítillega. A síðastliSnum þrem árum munu þorpsbúar, ásamt fáeinum sveitabæjum, hafa greitt í útsvör nokkuð á þriðju milljón króna, og fyrir „sameininguna" um 300 þúsund krónur. Þetta sýnist nú allálitleg upphæS frá litlu þorpi. En hvaSa útgjöld hefur svo bærinn haft vegna þess? Eftir ágizkun verSa þau þessi: Auk þess sem áSur er getiS hér aS framan, þ. e. kostnaSur viS skólp leiSslurnar, verSa stærstu út- gjöldin skólahald hér og lýS- tryggingar. Ósennilegt er, að þessi úttgjöld samanlögð fari yfir hálfa milljón í þessi þi'jú ár og verður þá álitleg fúlga eftir handa bæjarsjóðnum til ýmissa þarfa, eða um ein og hálf milljón. Og svo fær bæjarsjóður aS sjálf- sögSu þar aS auki talsvert fé í lóð'a- og erfðafestugjöldum. Væri þaS nú svo ósanngjarnt, aS af þessum nettótekjum hefði gengið svo sem einn þriðji til framkvæmda í þorpinu? Vitanlega hefur bærinn í mörg horn aS líta og mörg verkefni bíða úrlausnar á næstunni. Það munu sennilega flestir hugsandi menn hér óska okkar góða og fallega bæ gæfu og gengis í nú- tíS og framtíS og fúslega leggja fram sinn hlutfallslega skerf til ýmissa framkvæmda hans, en þeir hljóta þá einnig aS krefjast þess, að fá sinn sanngjarna hluta af tekjunum til nauSsynlegra framkvæmda hér, en séu ekki eingöngu hafðir aS féþúfu. 21. janúar 1958. Þorpsbúi. Myndasögur Islendings" W: í íslendingi eru margar og góðar myndir, sérstaklega í síðustu blöð- unum. Til dæmis er mynd af Jakobi Frímannssyni í hvcrju blaði á fremstu síðu, og honum aðeins valinn mismunandi félagsskapur til tilbreytingar. Aftur á móti cru myndir af foringjum íhaldsins, faldarinnan í síðustu blöðum nema af Jónasi Rafnar. Honum er tillt upp ncðst á fremstu síðu, við hlið- ina á húsi með brotnum rúðum. Dagur vill vekja athygli islendings á því, hvort ekki hefði farið betur á að hafa myndina af bæjarstjóra- efni sínu við hliðina á myndinni af hlutabréfi Ú. A. Bæði er nafn íhaldsins allmikið tengt við Ú. A., og hvað verðgildið snertir, er munurinn ekki tiltakanlega mikill. Nýr forstjóri Evrópu- skrifstofu S. Þ. Forstjóri Evrópuskrifstofu Sam- cinuðu þjóðanna í Friðarhöllinni í Genf, Adrian Pelt, sem er Hollend- ingur, lætur af störfum í lok þessa árs sökum aldurs. í hans stað hefur Dag Hammar- skjöld, aðalforstjóri, skipað ítalskan mann, Picr Paspuale Spinelli Hinn nýji forstjóri hefur lengi starfað í utanríkisþjónustu ítala. Hvar á ég að kjósa? í BÆJARSTJÓRNARKOSNINGUNUM á morgun verður kosið á tveimur stöðum í bænum: í Gagnfrœða- skólanum og Oddcyrarskólanum. Kjördeildir verða þrjár á hvorum kjörstað. Við undanfarnar kosningar hcfur kjördeildum vcrið raðað eftir stafrófsröð nafna kjósenda, en nú verður það stafrófsröð galna, sem ræður skiptingu í kjördcildir, og er heimilisfang kjós- andans þar miðað við fcbrúar 1957. Til leiðbeiningar kjósendum ier hér á eftir skipt- ing í kjördeildir á morgun: í GAGNFRÆÐASKÓLANN I. kjördeild: Aðalstræti, Ásabyggð, Asvegur, Austurbyggð, Bjark- arstígur, Bjarmastígur, Byggðavegur, Bæjarstræti, Engi- mýri, Eyrarlandsvegur, Fagrastræti, Gilsbakkavegur, Goðabyggð, Grænamýri, Helga magra stræti. II. kjördeild: Hafnarstræti, Hamarstígur, Hlíðargata, Holtagata, Hrafnagilsstræti, Kambsmýri, Laugargata, Lækjargata, Lögbergsgata; Matthíasargata. III. kjurdeild: Munkaþverárstræti, Mýravegur, Möðruvallastræti, Natist, Oddagata, Oddcyrargata, Páls Briems-gata, Ráð- hússtígur, Rauðamýri, Skólastígur, Sniðgata, Spítala- vegur, Vesturgata, Víðimýri, Vökuvellir, Þingvalla- stræti, Þórunnarstræti. í BARNASKÓLANN Á ODDEYRI IV. kjördeild: Býlin, Gleiárþorp, Brekkugata, Eiðsvallagata, Eyrar- vegur, FagTahlíð. V. kjördeild: Fjólugata, Fróðasund, Geislagata, Glerárgata, Gler- áreyrar,' Gránufclagsgata, Grenivellir, Grundargata, Grænagata, Hjalteyrargata, Hólabraut, Hríseyjargata, Hvannavellir, Klapparstígur, Klettaborg, Langahlíð, Laxagata, Lundargata, Lyngholt, Lögmannshlíð. VI. kjördeild: Norðurgata, Ráðhústorg, Ránargata, Reynivellir, Skipagata, Sólvellir, Steinholt, Stórholt, Strandgata, Túngata, Víðivellir, Ægisgata. ÖIl býlin utanbæjar eiga kjörsókn í Oddeyrarskól- anum nema Naust og Vökuvcllir. Leggið ykkur fast á miiini á hvaða kjórstað og 1 hvaða kjördeild þið eigið að kjósa. ':mSm m ¦ / '§§m§i WMWM§mM * ^mw mm§''- '-'"mM. s -'¦¦ Þó að brátt sé áratugur liðinn frá frelsisstríði fsra- elsmanna, þá eru cnn í nágrannalÖndunum um 922 þús. flóttamcnn, sem áður áttu lieima í Gyðinga- landi. Um helmingur þeirra er í flóttamannabúð- um á vegum Sameinuðu þjóðanna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.