Dagur - 29.01.1958, Side 1

Dagur - 29.01.1958, Side 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 5. febrúar. XLI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 29. janúar 1958 8. tbl. Iðunnarskór. Myndin tekin á Iðnstefnu samvinnumanna á Akureyri. Iðunnarskórnir hafa unnið sér trausf Úrslit bæjarsfjórnarkosninganna í kaupstöðunum vann Sjálfstæðisflokkurinn 6,2% og Framsóknarflokkurinn 1,5%. Alþýðuflokkurinn tapaði 5,9% og Alþýðubandalagið 1%. Allt miðað við bæjarstjómar- kosningarnar 1954. Þjóðvamarflokkurinn þurrkaðist út í þessum kosningum. En í 9 kaupstöðum, þar sem Framsóknarflokkurinn hafði hreint flokksframboð 1954 og eins nú, jók hann fylgi sitt um nær 30%. Á Akureyri bauð Þjóðvarnar- flokkurinn ekki fram og Sjálf- stæðisflokkurinn bætti við sig einum fulltrúa í bæjarstjórn. Að öðru leyti breyttist ekki hlutfall- ið milli flokka, hvað tölu bæjar- fulltrúa snertir. En Sjálfstæðis- flokkurinn stórjók fylgi sitt og Framsóknarflokkurinn lítilshátt- ar. Mesta athygli hefur hið stór- aukna fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og á Akureyri vakið. í Reykjavík bættu þeir við 2 bæjarfulltrúum og á Akureyri 1. Sigur þeirra á þessum stöðum byggist að verulegu leyti á því, að andstæðingar þeirra eru skiptir og notast atkvæðin því ekki eins vel og hinna. Þrátt fyr- ir þetta er aðstaða stjórnarflokk- anna út um land mjög sterk. En þar sem flokkar hafa sameiginleg framboð eru línur óskýrar. Hins vegar er augljóst að þeir hafa hreinan meirihluta í öllum kaup- stöðum landsins, nema Reykjavík og Vestmannaeyjum. Urslit á einstökum stöðum fara hér á eft- ir: Akranes. Á kjörskrá voru 1884, en 1710 kusu. A-listi, frjáslýndir kjósendur (Al- jiýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Aljiýðubandalag) 956 atkv. (5 full- trúar). D-listi, Sjálfstæðisflokkur, 732 at- kvæði (4 fulltrúar). I bæjarstjórnarkosningum 1954 urðtt úrslitin á Akranesi jtcssi: Frjálslyndir kjósendur 760 atkv. (5 fulltr). Sjálfstæðisflokkurinn 612 atkv. (4 fulltr.). lsafjörður. I>ar voru 1481 á kjörskrá, en 1363 kusu. A-listi (Alþýðufl., Framsóknarfl. og Alþýðubandalag) 699 atkv. (5 fulltrúar). D-listi, Sjálfstæðisflokkur, 635 at- kvæði (4 fulltr.). í bæjarstjórnarkosningum 1954 voru 1555 á kjörskrá, en 1447 kusu. Úrslit urðu þá: Aljjfl. 520 atkv. (4), Framsóknarfl. 155 atkv. (1), Sósíal- istar 108 atkv. (0), Sjálfstæðisfl. 642 atkv. (4). Sauðárkrókur. A kjörskrá voru 636, en 593 kusu. A-listi, Alþýðufl. 45 atkv. (0). B-listi, Framsóknarfl., 116 atkv. (!)• D-listi, Sjálfstæðisfl., 280 atkv. (4). H-listi, óháðir. 149 atkv. (2). 1 bæjarstjórnarkosningum 1954 voru 667 á kjörskrá, en 582 kusu. Úrslit urðu j>á: Alþýðufl. 114 atkv. (2), Framsóknarfl. 139 atkv. (2), Só- síalistafl. 54 atkv. (0), Sjálfstæðisfl. 183 atkv. (3), Þjóðvarnarfl. 52 (0), listi sjómanna 37 atkv. (0). Sigluf jörður. Þar voru á kjörskrá 1521, en 1346 kusu. A-listi, Alþýðuflokkur, 293 atkv. (2). B-listi, Framsóknarflokkur, 227 atkv. (1). D-listi, Sjálfstæðisflokkur, 389 at- kvæði (3). G-listi, Alþýðubandalag, 418 at- kvæði (3). 1 bæjarstjórnarkosningum 1954 voru 1621 á kjörskrá, en 1404 kusu. Úrslit urðu þá: Alþýðufl. 341 atkv. (2), Framsóknarfl. 256 atkv. (2), Sósíalistafl. 352 (2), Sjálfstæðisfl. 421 (3). ólafsfjörður. Á kjörskrá voru 495, en 440 kusu. D-listi, Sjálfstæðisfl., 243 atkv. (4). ■ H-listi, Alþýðufl., Framsóknarfl., Alþýðubandalag, 186 atkv. (3). í síðustu bæjarstjórnarkosningum voru á kjörskrá í Olafsfirði 518, en 453 kusu. Úrslit urðu þá: Álþfl. 49 atkv. (0), Framsóknarfl. 116 atkv. (2), Sósíalistar 65 (I), Sjálfstæðisfl. 210 (4). (Framhald á 2. síðu.) Salan vex ört - Gjörbreytt tízka íslendingar eru fótstórir Viðtal við Ricliard Þórólfsson, verksmiðjustjóra Allir íslendingar kannast við Iðunnarskóna frá Akureyri, og flestir hafa á þeim gengið. Hin ört vaxandi sala þeirra er ljósastur vottur um vinsældir þeirra og nú er svo komið að verksmiðjan annar ekki eftirspurn suma tíma. Blaðið átti í gær tal við verksmiðjustjórann, Richard Þórólfsson, og bað hann að fræða lesendur eitthvað um þennan þátt samvinnu- iðnaðarins á Akureyri og varð hann við þeim tilmælum. Hvað franileiðiS þið mörg pör af skóm á óri? Á árinu 1957 voru framleidd 58000 pör af Iðunnarskóm og var það meira en nokkru sinni fyrr. Seldist öll jiessi framleiðsla? Framleiðslan var öll seld fyr- irfram og ekki var hægt að full- nægja eftirspurninni í nokkrum skótegundum. Það leyndi sér ekki á Iðnstefn- unni, að margir söluincnn litu hýru auga til Iðunnarskóna. Iðnstefna samvinnumanna á Akureyri vakti mjög mikla eftir- tekt á Akureyrarvörunum, segir verksmiðjustjórinn, og þá seldist öll framleiðsla okkar töluvert fram í tímann. Getið þið ekki aukið fram- leiðsldna? Til þess að svara henni fylli- lega, vantar helzt lærðar sauma- konur í saumadeildina. Síðari hluta ársins gekk okkur líka seint að fá sumt af nauðsynleg- asta efni, utanlands frá. Notið þið ekki innlent efni að mestu leyti. Jú, að vísu er það svo, en um 15% af verði skónna er þó inn- flutt efni. Ilvað viltu segja mér um ný- ungarnir í framleiðslunni? Fyrir nokkrum árum tók verk- smiðjan upp þann sið að senda frá sér 40—-50 nýjar gerðir af Richard Þórólfsson. skóm árlega. Þessar nýjungar koma fram í desembermánuði. — Þessu var fálega tekið í fyrstu af kaupfélögum og kaupmönnum, þar sem 2—3 mánuði þurfti til að framleiða þessar gerðir og komu þær því ekki til afgreiðslu fyrr en í marz eða apríl. En þetta hefur þó reynzt mjög hagkvæmt og alveg nauðsynlegt til að' hafa sumarskóna tilbúna á réttum tíma. (Framhald á 8. síðu.) Ófærð og ótíð Undanfarinn hálfan mánuð hefur hríðað á hverjum degi, víða með hvassri norðanátt og oftast hefur verið mikið frost. Á sunnudaginn linaði þó frostið, en gerði bleytuhríð. Tvo síðustu daga hefur verið bloti og snjór sigið nokkuð. Reynt var að hreinsa snjó af götum bæjarins fyrir kosning- arnar og tókst það vonum framar og raunar má segja, að í vetur hafi gatnahreinsun verið betri en oft áður og ber að þakka það. f sveitum var ófært orðið öllum bílum. Jafnvel hinir þekktu snjótrukkar í Dalvík urðu að láta í minni pokann. En mjólk var flutt sjóleiðis þaðan og af Ár- skógsströnd. Úr Hrafnagilshreppi og víðar var mjólk flutt á stórum ýtusleðum og á bát frá Grenivík. Á mánudag var svo byrjað að ryðja af vegunum og var unnið sleitulaust að því þann dag og í gær. Ef veður helzt kyrrt, verða vegir innan héraðsins brátt opnir á ný og komast þá hinar lífs- nauðsynlegu samgöngur í eðlilegt horf á ný. Næsti bændaklúbbs- fundur verður mánudaginn 3. febrúar. Rætt verður um áburðarnotk- un og tilraunaárangur frá liðnu sumri. — Framsögumaður Árni Jónsson. Snjóalög hafa liamlað félagslífi í sveitum Norður- lands að undanförnu. Nú er verið að opna vcgina á ný og skapast þá aftur möguleikar til smá ferðalaga. Snjórinn ruddur af götum bæjarins.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.