Dagur - 29.01.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 29.01.1958, Blaðsíða 8
Dagum Miðvikudaginn 29. janúar 1858 Iðunnarskórnir haía unnið sér... (Framhald af 1. síðu.) Tízkan er sýnilega mjög breytt nú? í desember í þetta skipti kom Iðunn með margar nýjungar að venju, sem verið er að framleiða nú, upp í pantanir. í karlmanna- skóm er alveg breytt um lag aS þessu sinni. í stað þess að hafa þykkan sóla og breiða tá og yfirleðrið nokkuð útflúrað, verð- ur sólinn nú mjög þunnur og mikið léttari en áður. Yfirleðrið er að mestu slétt eða aðeins hamrað og táin mjó. Þetta skólag hefur mjög rutt sér til rúms víða um heim, sérstaklega í Evrópu. í gerð kvenskófatnaðar er táin líka mjó, en með mjúkum tá- kappa, sem konur fagna mjög. Hællinn er mjór, stundum úr aluminium. Yfirleitt eru sniðin látlaus og skórnir þægilegir á fæti. Kvenskórnir eru vel opniv á ristina og oft með spennu eða slaufu, svo sem tízkan segir fyrir um. Litimir eru mjög fjöl- breyttir, samkvæmt tízkunni. Mér h'zt ekki á mjóu tána. Það er náttúrlega rétt athug- að, ef það er haft í huga, að ís- lendingar hafa breiða fætur, eins og aðrar fjallaþjóðir. Útlendu skórnir þrengdu mjög að okkar breiðu fótum, því að þeir voru sniðnir á annað fótlag en við höf- um og hafa mjög margir fengið að kenna á þessu, samanber máls háttinn: „Enginn veit, hvar skór- inn kreppir" o. s. frv. En það er mjög einfalt að samræma mjóu tána við hæfi okkar. Aðalvand- inn er að hafa skóna nægilega rúma yfir ristina, því að þar kreppir skórinn jafnan á fót- breiðum mönnum. Vandinn er aðeins sá, fyrir þá sem kaupa sér skó, að velja þá örlítið lengri en áður. Við höldum áfram að tala um skó og eg verð sannfærður um að mjóa táin drepur mig ekki og eg kaupi eina. Þeir eru fisléttir og fara vel á fæti. , Fyrir fáum árum var húsnæSi skógerðarinnar endurbætt og vélar hennar eru þær beztu, sem völ er á. Starfsfólkið, þaS sem búið er að vinna ár og jafnvel Alþingi kvatt saman 4. febrúar Forseti íslands hefur, að tillögu forsætisráðherra, kvatt Alþingi til framhaldsfunda þriðjudaginn 4. febrúar næstkomandi. Hafa þingmenn verið boðaðir þann dag kl. 13.30. (Frá forsætisráðun. 2. jan. 1958.) Andlátsfregn Sæmundur Tryggvi Sæmunds- soh skipstjóri frá Stærra-Árskógi á Árskógsströnd andaðist 23. þ. m. að heimili sonar síns, Þórhalls bæjarfógeta á Akranesi, 89 ára að aldri. áratúgi, kánn sitt verk. En þó þarf öSru hvoru að fá erlenda kunnáttuménn til að starfa og kehna. SkinnaverksmiSjan Iðunn, Skógerðin, svo sem hún heitir fullu nafni, hefur nú möguleika til aS framleiða eitt par af skóm á hvert mannsbarn í landinu á ári, og er það líklega um helmingur þess, sem notað er. Og það er eftirtektarvert, að Iðunnarskórn- ir standast samanburS á verSi og gæðum við erlenda framleiSslu. Iðunnarskórnir hafa unnið sér borgararéttindi meðal þeirra iðn- greina landsins, sem það hafa gert með mestum sóma. Þessa dagana auglýsir verk- smiSjan eftir starfsfólki í kvöld- vinnu, því að kaupendurnir bíða. Blaðið þakkar hinum áhuga- sama verksmiðjustjóra, Richard Þórólfssyni, fyrir upplýsingarnar. PALL ZOPHONIASSON: Búskapurinn í Eyjafjarðarsýslu Þórunn Jóhannsdóttir heiðruð fyrir píanóleik Hinn kunni brezki píanóleikari, Miss Harriet Cohen, tjáði sendi ráði íslands í London með bréfi, dags. 7. þ. m., að samkvæmt úr- skurði alþjóðlegrar nefndar hefði íslenzka píanóleikaranum, Þór- unni Jóhannsdóttur Tryggvason, verið veittur bronzs-heiðurspen- ingur fyrir píanóleik. Verðlaun þessi bera nafn Miss Cohen og eru veitt án tillits til þjóðernis. Eru silfurverðlaunin ætluð full- þroska píanóleikurum, en bronze verðlaunin ungum listamönnum og nemendum. Aðeins tvenn verðlaun eru veitt í hvorum flokki. Þá hefur Miss Cohen einnig til- kynnt, að dr. Páll ísólfsson hafi verið kjörinn meðlimur hinnar alþjóðlegu nefndar, sem verð- launin veitir. (Frá utanríkisráðuneytinu.) Frá Hrísey 1 Hrísey var kosning óhlut- bundin. Hreppsnefndina skipa: Séra Fjalar Sigurjónsson, sókn- arprestur, Þorsteinn Valdimars- son hreppstjóri, Kristinn Þor- valdsson útibússtjóri, Sæmundur Bjarnason skólastjóri og Njáll Stefánsson smiður. — Sýslu- nefndarmaður er Þorsteinn Valdimarsson. Greinaflokkur Páls Zóphóníassonar, sem birzt hefur í Tíman- um aS undanförnu, um búskap í hinum einstöku byggðarlögum, er fróðlegur mjög og leyfir blaðið að endurprenta greinina um búskap fyrr og nú i Eyjafjarðarsýslu nokkuð stytta rúmsins vegna. Heyskapurinn á meðaljörð í Eyjafirði var 115-|-204 hestar, en er nú 559+124=683 hestar. Hey aukinn á meðaljörðinni er mikill og sá mesti sem orSiS hefur í þeim sýslunum sem enn hefur verið rætt um. í Eyjafirði fæst mest hey af ræktuðum hektara eftir því sem næst verður kom- izt, og í EyjafirSi er keyptur mest ur tilbúinn áburSur miSað við stærð túnanna, en ekki þarf það að vera vottur þess að þar sé mest borið á því áburður er not- aður í garða líka, og getur eng- inn sagt hvernig notkun hans skiptist. Án alls efa þaS, að túnin eru stærst í Eyjafirði, gefa mesta töðu af hektara, aS þar er venju- lega fyrst byrjaS aS sá, og að jarð ræktin yfirleitt stendur þar fast- ari fótum en í þeim sýslunum, sem enn hafa verið gerSar að um talsefni, á rót sína að rekja til Ræktunarfél. NorSurlands. Það byrjaði sína starfsemi á Akur- eyri 1903 og fékk þá land hjá bæjarfélaginu undir tilraunastöS (neSri) sem síSar var stækkaS (efri gróðrastöð, Galtalækur). Samhliða því sem land félagsins var brotið og unnið með hesta- verkfærum tók félagið að sér aS rækta tún fyrir menn. Landið var brotið, herfaS, boriS í það og sáð grasfræi og síðan valtað. Félagið tók þessi fyrstu ár 125 kr. fyrir að skila dagsláttunni ræktaðri. Þarna komu fyrstu „sáðslétturnar eða fræslétturn- ar', eins og menn kölluðu þær þá, bæði á sjálfri Akureyri og hér og þar í EyjafirSi. Síðan þá hafa áhrif á jarSræktarsvæSinu bor- izt frá félaginu til bænda, og má á mörgu sjá að reynsla félagsins hefur borizt til bændanna í Eyja firði og þeir metiS hana betur en bændur sumsstaðar. 1920 var heyskapurinn á meðal jörð 319 hestar. Á þeim voru fóðraSir 4.4 nautgripir, 83 kind- ur og 5.1 hross. Séu nautgrip ætlaSir 35 hestar og kindinni 2, þá verSur aS hafa hrossin á moS- inu og úrgangi frá hinum skepn- unum. Nú er meSalheyskapurinn 683 hestar og meSalbúiS 13.7 nautgripir, 86 kindur og 3.5 hross. Sé fóðurþörf búfjárins nú áætluð á sama hátt og áður verSa 60 hestar eftir handa hrossun- um, svo ásetningur á heyin hefur batnaS. Eg minnist þá ekki held- ur aS hafa heyrt talað um hey- leysi í Eyjafii'ði, og á ári hverju er hey selt þaðan í önnur héruð. AllvíSa um sýsluna eru góS engjalönd vélslæg og grasgefin, sem sízt er dýrara að heyja á en túnunum. Þau verða því alltaf slegin þó túnin stækki, og töSu falliS vaxi. Garðrækt er tölu- verð í sýslunni og meiri en í mörgum öðrum, og markaSur- inn nærtækur á Akureyri. Á Akureyri er mjólkurbú, og þang að senda bændur úr allri sýsl- unni mjólk sína daglega. 20— 30% af henni selst sem neyzlu- mjólk en úr hinu eru unnar af- Dalvíkur, en þar er nú komið kauptún með 789 íbúum. Hinn forni Svarfaðardalshreppur hafði 1046 íbúa 1920 en í báðum hrepp- unum, Svarfaðardals og Dalvík- ur, efu nú 1161, svo fólkinu hef- ur fjölgaS í heild, þó fækkaS hafi í sveitinni (Svarfaðardalshreppi). Meðaljörðin hafði 4 ha tún, en hefur nú 11.9 og hefur því nærri þrefaldað túnstærðína. Heyskap- ur á meðaljörð var 95-J-160 hest- ar eSa 255 hestar. Þá var á fóSr- um 4.2 nautgripir, 65 kindur og 3.5 hross. Nú er heyskapurinn á meðaljörðinni 556 + 132 = 688 hestar, og á því heyi eru nú fóðrað 12.1 nautgr., 77 kindur og 2 hross. Eftir búsettan mann í hreppnum fengust 38 heyhestar 1920, en nú fást þeir 129, svo af- köstin hafa stóraukizt. Sennilega var sett á heyin 1920, en þó bet- ur nú. Afréttarlönd eru í botn- um Skíðadals og Svarfaðardals, svo og í þverdölum, sem liggja Með Eyjafjarðarsýslu eru hér ekki taldar jarðirnar í Ólafs- firði, Hrísey og Grímsey, meðan Dalvíkurhreppur er ekki talinn sér, heldur með Svarfaðardalshreppi, eins og var fyrir hreppaskiptin. Meðaltúnið í sýslunni hefur stækkað um -9 ha og er það meira en það hefur gert í þeim sýslunum, sem bú- ið er að tala um, hvort sem miðað er við heildarstækkunina (en þar kemur Borgarfjarðarsýsla hæst með 8.7 ha) eða hlut- fallslega stækkun síðan 1920, en eyfirzka túnið hefur stækk- að um 320%, en það borgfirzka kemur næst með 270%. urðir og tekur ekki Akureyri á móti nema hluta af þeim, hitt verður að seljast annars staðar, þar sem eftirspurn er eftir mjólk urvörum. Víða eru betri skilyrði til nautgripabúskapar í Eyjafirði en fjárbúa, og er þeim því mjólk urbúið lífsnauðsyn. Afréttarlönd eru víða lítil og léleg í Eyjafirði, og skilyrði til sauðfjárbúa því ekki góð. 1. Svarfaðardalshreppur: Jarðir í hinum forna SvarfaS- ardalshreppi voru 86 en eru nú 70. AS nokkru stafar fækkunin af því, að smábýli sem áður voru talin sjálfstæðar jarðir, eru nú talin hús á Dalvík (Fell, Fram- nes o. fl.). Svarfaðardalshreppur er einn af allra þéttbýlustu hreppum landsins og margar jarðir eru þar sem eiga mjög lítið land. íbúar hreppsins voru 516 árið 1920 en eru nú 372 tals- ins. Fólkinu hefur því fækkað verulega og fólkið mest flutt til út frá þeim. Þau evu lftil Pg ekki góð og skilyrðin til stækkunar fjárbúanna því ekki mikil að óbreyttu búskaparlagi. Á nokkr- um jörðum eru ágæt engjalönd, sem lengi verða slegin. Á tveim jörðum eru túnin minni en 5 ha, en á 39 eða meira en annarri hverri jörð eru þau stærri en 10 ha. Á mörgum jörðum hafa tún- in 3—4 faldast síðan 1932. Einna stærst tún er nú á Hofi 23 ha, en 20.9 á Hofsá. Áhöfnin á Hofi er 24 nautgr., 203 kindur og 3 hross, en á Hofsá eru 24 nautgr., 203 kindur og 2 hross. Þessar tvær jarðir í hreppnum eru fjár- flestar þar enda eiga þær land i Hofsárdal, þverdal er gengur inn í fjallgarðinn milli jarðanna. Nautgripir eru fleiri á öðrum jörðum. Á Bakka er 21.1 ha tún. Þar eru 37 nautgripir, 188 fjár og 4 hross og má því segja að það búið sé stærst. Á Tjörn eru 25 nautgr., 137 fjár og 4 hross og á (Framhald á 7. síðu.) Stórihamar í Eyjafirði. — Tvíbýlisjörð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.