Dagur - 29.01.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 29.01.1958, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 29. janúar 1958 D AGUR Robert Heilbroner: HVAD ER SÉNl? Geysimiklar gáfur? Ættgengir hæfileikar? Ein tegund geðveiki? Hvað er það, sem Beethoven, Shakespeare og Leonardo da Vinci áttu umfram aðra dauðlega menn? Hvaða dularfullu hæfileikar eru það, sem lyfta einstökum útvöldum geysihátt upp yfir hina venjulegu manneskju? í aldir hafa mennirnir spurt sjálfa sig þessarar spurningar: Hvað er séni? Ein af orsökum þess, að svo eri'itt er að svara þessari spurningu, er líklega sú, að okkur hættir til að skipa öllum sjaldgæl'um hæfileika- mönríum í sama flokkinn, eins og þeir væru endilega séní, sem geysi- langt hcfðu náð á einhvcrju vissu sviði. Slíkt þarf alls ekki að vera, eins og gleggst má sjá á því, að stundum finnast ótrúlegir hæfilcik- ar og iærni í einslökum grcinum hjá fólki, sem annars er einfalt og á frumstæðu stigi. Gott dæmi þess er sveitadrcngurinn frá Vermont, Zerah Colburn, sem var alveg ein- stakur í hugarreikningi. Þegar hann var 8 ára, var hann prófáður opin- berlega af hópi hálærðra stærðfræð- inga. Þeir báðu hann m. a. að lyfta tölunni 8 i 16. veldi. Hann gerði það á einu augnabliki (útkoman er 281.474.976.710.656), og þá grétu áheyrendurnir af hrifningu. Annað dæmi slíks er franski drengurinn Jean Fleury, sem ólst upp á barnaheimili, óstýrilátur strákur, sem hvorki gat eða vildi læra neitt. Hann reiknaði út kvaðr- atrótina af f jögra stafa tölu á 4 sek- i'mdum og kúbíkrótina af sex stafa tölu á 6 sekúndum. Einn dag árið 1912 var hann spurður að því, upp á hvaða vikudag hcfði borið 22. maí 1908, og hann svaraði rétt eftir iimm sckúndur. Þessi dæmi bera vitni um hina ótrúlega miklu véirænu hæfileika mannsheilans en ekki um hinn skapandi mátt, en hann er mæli- kvarðinn á scníin. Þetta voru furðu leg dæmi um mannlegar reiknivél- ar, en þarna fæddust ekki nýjar hugsanir nc liugmyndir. Önnur tcgund snillinga eru undrabörnin, og þeim gelum við einnig nafnið séní, en það er ekki rétt, þó að sum undrabörn þroskist svo seinna, að þau eigi heitið skilið. John Stuart Mill, sem fékkst sex ára gamall við hin sígildu rit Forn- Grikkja, varð heimsfrægur sem heimspekingur og hagiræðingur. Mózart spilaði á píanó fjögra ára gamall, samdi lög fimm ára og varð svo citt mesta tónskáld sög- unnar, cn þannig gengur fæstum undrabörnum. Þau visna langflest áður en þau bera blóm og ávöxt. Hver nian nú Andrew Nastell, er samdi lög tveggja ára, eða June Mastcrs, scm stjórnaði hljómsveit íimm ára göimil? Langpftast eru un'drabörnin að- eins duttlungar náttúrunnar; hinn andlcgi þroski hlcypur á undan hin- um líkamlega. Ekki er síður mikilsvert að gera sér grein fyrir því, að barnið parf ekki endilcga að sýna ncina óvenju lcga hæfilcika til þcss að verða séní seinna á ævinni. Hinir ungu snillingar eru færir tæknilega, en mjög sjaldan á snilld þeirra skap- andi mátt. Undrabörn tefla snjall- ar skákir, en þau skrifa ckki snjöll lcikrit. Þau geta halt á valdi sínu færni og leikni í ýmsu, cn þau ciga ekki þá líl'srcynslu. scm er hinn nauðsynkgi jarðvcgur hinnar frjóu skapandi hugsuuar. Hinir vélrænu hæfileikar eru ckki til mikils gagns seinna á ævinni. Albcrt Einstcin átti alltaf i crfið- leikum með hina hærri stærðfræði og fckk seinna duglegri stærðfræð- inga til þcss að rcikna til fulls stærð fræðilegar kenningar sínar. Darwin barmaði sér alla ævi yfir því, hvað hann væri minnislaus. En á hverju má þá þckkja séní- ið, ef ekki á gáfum og „alltaf elstur í sínum bekk"? Tökum tvö dæmi; virðum i'yrir oss tvö scní, mjög ólík, hvort frá sínum heimi. Fyrra dæmið er maður, sem sjald- an eða aldrci er talinn meðal stór- menna andans í greinum sunnu- dagsblaðanna. Hann hét Srinivasa Ramanujan, lítill, feitlaginri og ó- snyrtilegur Indverji, fæddur til fá- tæktar í Madras. I barnaskólanum reyndist hann ágætur í rcikningi, og cr hann var 15 ára gamall, þá reyndi hann að taka inritökupróf við menntaskóla en féll á enskunni. Þar með var hans reglulegu skóla- göngu lokið. En einhver haiði gel'i'ð honum kennslubók, scm halði inni að halda höluðatriðin í hinni þekktu tölvísi þess tíma — fram að kring- um 1860. Ramanujan sökkti sér nú niður í bók þcssa, cn þcgar hann gat ekki lært mcira al henni, þá hélt hann einnaf stað inn i hin ó- þekktu lönd talnavísindanna. Hann gerði ýmsar athygiisverðar uppgötv- anir, sem vöktu eftirtekt á honum mcðal ýmissa lærðra stærðl'ræðinga, svo mjög, að þeir komu því til lcið- ar, að hann íór til Cambridge. Þar kom í Ijós, að þó að honum væri enn ókunnugt um margar undir- stöður og forscndur hinnar æðri stærðl'ræði, þá var liann fullkom- lega jafnoki hinna lengst komnu Evrópumanna i stœrðfrœöilcgri hugsun, og a surnum sviðum var hann jafnvel langt á undan. Einn og óstuddur hafði hann náð og far- ið fram úr hálírar aldar snjöllustu stærðlræðingum. „Ég held ekki," scgir einn frægur stærðfræðingur, að saga andans cigi í fórum sínum afrek, er þoli samanburð við þetta afrek Ramanujans." Hitt dæmið er algjör gagnstæða hins litla Indverja; það cr hinn furðulegi Lconardo da Vinci, hinn glæsilcgi heimsmaður 16; aldarinn- ar. Hann var skipuleggjandi borga, arkitckt og stórskotaliðs-vcrkfræð- ingur. Hann fann upp fallhlílina áður cn í'arið var að hugsa um i'Iug- vélina, og á eltir fann hann upp tiugvéiina, ef til vill til þess, að lallhlífin yrði til einhvers nýt. Hann fann upp skorstein nútím- ans, hiriar sjálflokandi dyr og hundruð annárra hluta. Hann rann sakaði hreylingarlögmál lrínna íall- andi hlutá 200 árum á undan New- ton. Hann bar saman tungurnar í spætu, krókódíl og manni og viður- kenndi, að þær væru allar sama eðlis; hann var því frumkvöðull rannsókna á samanburðarlíliæra- l'ræði. Auk alls þessa og Ijölmargra annarra viðiangsefna, þá málaði hann nokkrar myndir, og ein þcirra er Mona Lisa. Þánig er séníið; það er ekki nóg að vera greindur hælilcikamaður. En hvernig á að „skýra" séní eins og Leonarclo og Ramanujan? Margir álíta, að séníin scu blátt ál'ram ákatlega greind. Menn með greindartöluna 140 og þar ytir eru taldir mjög greindir, og aðeins eitt próserit af 'mannkyninu cr talið i þeim hópi. En 1% al' Dönum cr (. d. um 40 þúsundir, og ekki einu sinni svo margir Danir halcla sjáll- ir að þcir séu séní, Nei, þótt undarlegt mcgi virðast, þá þuri'a há grcindarvísitala og séní ekki endilega að fara saman. Verðlagning iandbúnaðarvara Bandarískur sállræðingur, dr. Ca- therine Morris Cox við háskólann í Stanford, hefur gert rannsókn, er leiðir í ljós, að mörg séní haf'a ekki haft neitt scrlcga háa greindarvísi- tölu. Dr. Cox og samstarlsmenn hennar hafa sundurgreint og rann- sakað starfsferil og verk allmargra sénía, til þess að komast að raun um, livaða greindarvísitölu mcrm þessir mundu hala lengið á greind- arpróli nútímasáltræðinga. Ekki lannst í þessari rannsókn neitt séní mcð bcinlínis lága greindarvísitölu — cn þær mjög háu voru sjaldgæt'ar (heimspekingurinn Leibniz, Goethe og hinn mikli hollcnzki lögtræðing- ur Grotius íengu þó allir yfir 190). Flest mestu séníin hata verið það sem sálfræðingarnir nelna vel greindir menn. Cervantes, höfund- ur Don Quijole, l'ckk t. d. aðeins 110, stjörnulræðingurinn Coperni- cus fékk 130, Rembrandt 135, Bach, Darwin og Lincolri 140; Lconardo da Vinci náði þó 150. Aðrir hafa skilið scníin þannig, að þar va;ri mest undir ættinni komið, hinir miklu hæfileikar gengju að erl'ðum. Það er rétt, að sú regla er algengust, að greindir foreldrar eignist greind börn, og hælileikar á vissu sviði gcta gcngið að erfðum Irá kynslóð til kynslóð- ar. Bæði Mozart og Mendelsohri voru af mjög imisíkölskum ættum, og Bach hcíði getað stofnað heila hljómsveit mcð skyldmcnnum sín- um eingöngu. Thomas Fluxley og Darwin áttu báðir ágæta vísinda- menn að forleðrum. En mörg séní- in, jafnvel flest, eru aí ættum, sem ekki höíðu skarað fram úr áður. Foreldrar Shakcspeares voru venjulcgar manneskjur í lítilli borg. Foreldrar Stendhals voru smáborgarar úti á landi, og Lconar- do var óskilgetinn sonur lögfræð- ings í Florenz og svcitastúlku. „Hvers vegna ganga hæl'ilcikar afburðamannsins (scnísins) ekki í arf frá kynslóð til kynslóðar?" skril'- aði bókmenntasögu-fræðingurinn Trelawney einu sinni í bréfi til Shcllcys, og skáldið svaraði: „Ef því væri þarínig i'arið, þá helði náttúr- an framið ranglæti af meiri grimmd en maðurinn gæti upphugsað. Þá væru synir heimskra lorcldra án nokkurrar vonar." Enn aðrir líta á hina frjóu og skapandi liæíileika scnísins sem einhverja tcgund al' góðkynja gcð- veiki. „Hið brjálaða séní" er ein eftirlælispcrsóna kvikmyndanna. En eru sciiíin geðveik? Melvillc, Dostojevskí, van Gogh og Nictzsche þjáðust valalaust at alvarlcguni trutlunum á sálinni, cn gcgn þcim má svo tcfla scníi eins og Sókra- tesi, sem átti hið prýðilegasta sálar- jatnvægi. Það er í mcsta lagi hægt að segja, að scníið sc „hcrtckið" af sköpunargáfu sinni, og þess vcgna vcrði pcrsónulcikinn stcrkur og óvenjulegur, en langt er þaðan til gcðvcikinnar. En hvernig er þá persónulcikinn, scm séníið sprcttur upp al'? Látum oss gel'a gaum að tvcim skapgcrð- arcinkcnnum, scm alltaf eru ein- kennandi fyrir menn, scm séni geta kallazt. Ef til vill komumst vér þá á sporið. Fyrra einkennið er hinn geysi- mikli hælilciki scnísins til mið- mögnunar, hæfileikinn til þess að einbeita scr. Scniin hai'a öll undarí- tckningarlaust hæl'ilcika til þess að láta vcrkefnið hertaka sig algjör- lcga og glcyma þá öllu öðru á mcð- an. Edison og ýmsir aðrir hal'a sagt, a'ð séní yrði ckki til við innbláslur (Framhald á 7. síðu.) (Framhald.) VI. VERÐGRUNDVÖLLURINN OG VERÐLAGNING BÚVARANNA. A líkan hátt og sexmannancínd- in áætlar kostnaðarliði við vísitölu- búið, áætlar hún einnig alurða- magn búsins. í núgildandi grundvelli eru tckjuliðirnir þessir: 1. Af nautgripum: 17275 ltr. mjólk, 323 kg kjöt, 25 — húðir. 2. Af sauðfé: 1838 kg kjöt, 368 — gærur, 240 — ull, óþvcgin. 3. Af hrossum: 150 kg kjöt, 25 - húðir. 4. Garðávextir: 15 tn. kartöílur. 5. Selt i'óður og hcy, einkabú- greinir, hlunnindi, styrkir, vinna utan hcimilis o. H. Bústærð sú, sem nú er miðað við, cr: 6.5 kýr og kclidar kvígur, 2.3 aðrir nautgripir, 100 ær og 20 geml- ingar og hrútar. Um alurðamagnsliðina giklir það sama og um kostnaðarliðina, að á miklu vcltur að þeir scu nálægt því rétta. Þegar sexmannancfndin hel'ur gengið frá verðgTundvellinum eins og hér hefur verið lýst, kemur til kasta Framlciðsluráðs að verðlcggja vörurnar, bæði í heildsölu og smá- sölu. Auðgert cr að reikna út, hvað bóndinn þarf að fá samkv. grurid- velliriurii fyrir hvern mjólkuiiítra, kjötkíló og kartötlutunnu, til þess að lá upp í kostnað við tramlciðsl- una. Aðcins það gctur orðið álita- mál, hvað livcr búgrein á að vega mikið í grundvcUinum. Af tckjum visitölubúsins í nú- gildandi grundvelli gefa: Nautgripir um 55 % Sauðfé - 33i/2% Hross - 1 % Garðrækt - 3i/2% Ýmislegt — 7 % Öllu meiri vandi er Framleiðslu- ráði á höndum að ákvcða söluvcrð varanna. Þarf nú að áætla allan þann kostnað, sem á vörurnar lcggst, frá því bóndinn afhendir þær í mjólk- urbú, sláturhús eða kartöflu- geymslu og þar til sala fer fram við búðarborðið. Kemur hér til grcina vinnslukostnaður, geymsla, sölukostnaður, rýrnun o. 11. Því aðeins getur bóndinn á vísi- tölubúinu fcngið það, sem honum ber, að þcssir liðir scu rétt áætlaðir. Svo erfitt sem þetta eðlilega er þegar verðlag er stöðugt, verður það þó enn tonxidara á verðbreyt- ingartímum. Sílelldar vcrðhækkan- ir, er verið hafa á undanförnum árum, eiga áreiðanlega nokkurn þátt í því, að bændur hafa yfiiieitt ckki í'engið það, sem þeim bar fyrir vörur sínar undanfarin ár. Ekki má Framlciðsluráð heldur setja svo hátt verð á vörurnar, að vísitölubúið gefi meira af sér en grundvöllurinn gerir ráð fyrir. G. H. Örslit bæjarsfjórnarkosninganna (Framhald af 2. síðu.) ólafsvík. Á kjörskrá voru 332, en 316 kusu. A-listi, Framsóknarliokkur og Al- þýðuflokkur, 138 atkv. (2 menn). D-listi, Sjálfstæðisflokkur, 100 at- kv. (2 menn). H-listi, Sjómenn og verkamenn, 66 atkv. (1 mann). Stykkishólmur. Þar voru á kjörskrá 517, en 474 greiddu atkvæði. A-listi, Vinstrimenn, 153 atkv. (2 menn). D-listi, Sjálfstæðisllokkur og ó- háðir, 303 atkv. (5 menn). Pátreksfjörður. Þar neyttu 407 atkvæðisrcttar. A-listi, Alþýðuliokkur, 171 atkv. (3 menn). B-listi, Framsóknarllokkur, 98 at- kvæði (2 mcnn). D-Iisti, Sjálfstæðismcnn, 146 atkv. (2 menn). Blldudaliir. Þar voru á kjörskrá 248, en 182 neyttu atkvæðisrcttar. B-listi, Óháðir og vinstri mcnn, 112 atkv. (3 menn). D-listi, Sjállstæ'ðismcnn, 60 atkv. (2 menn). Flateyri. A kjörskrá voru 280. A-listi, Alþýðuliokkur og Fram- sóknartiokkur, 110 atkv. (3 menn). B-listi, Sjáltstæðisllokkur, 69 atkv (2 nicnn). Bolungarvík. Þar voru 427 á kjörskrá, en 357 kusu. D-listi, Sjálfstæðisílokkur, 175 at- kvæði (4 mcnn). H-Iisti, vinstrimenn og óháðir. 173 atkv. (3 menn). Hólmavík. Þar voru á kjörskrá 220, en 181 kaus. A-listi, Framsóknaiiiokkur, 87 at- kvæði (3 menn). B-listi, Sjálfstæðisflokkur^ 56 at- kvæði (1 mann). C-listi, Framafarasinnar, 36 atkv- (1 maun). Hvammstaiigi. Þar voru 185 menn á kjörskrá, en 101 kaus. Þar var óhlutbundin kosning, og hlutu kosningu og atkvæðamagn í þessari röð: Ásváldur Bjarnason, Björn Kr. Guðmundsson, Siguröur Tryggva- son, Skúli M^agnússon og Hclgi Bcncdiktsson. Biönduós. I?ar voru á kjörskrá 300 manns, cn 261 kusu. A-listi, Sjáll'stæðisliokkur, 153 at- kvæði (3 menn). B-listi, Vinstrimcnn, 128 atkv. 2 mcnn). Hofsós. A kjörskrá þar voru 181, en 137 kusu. Alisti, Óháðir kjóscndur, 61 atkv. (2 mcnn). B-listi, Framsóknaríl. og aðrir slirðningsmcnn, 50 atkv. (2 mcnn). D-listi, Sjálfstæðisliokkur, 22 atky (I maður). Þórshöfn. A kjörskrá voru 206 manns, en 134 kusu. A-listi, borinn fram ai Vilhj. Sig- urþórssyni'o. IL, 72 atkv. (3 menn). (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.