Dagur - 29.01.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 29.01.1958, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 29. janúar 1958 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Afgrciðsla, auglýsingar og innheimta: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. KOSNINGAURSLITIN MEGINÚRSLIT KOSNINGANNA, sem fram fóru sl. sunnudag hafa orðið þau, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur fengið hreinan meirihluta atkvæða í tveim kaupstöðum landsins, Reykjavík og Vest- mannaeyjum, og unnið á í kaupstöðum meira en aðrir flokkar. En stjórnarflokkarnir hafa meira fylgi samanlagt í öllum öðrum kaupstöðum. Segja má því, að þessar kosningar hafi ekki breytt stjórn- málaviðhorfinu almennt þar. Hins vegar er sigur stjórnarandstæðinga í Reykjavík, Vestmannaeyj- um og á Akureyri mikil áminning til allra íhalds- andstæðinga um að betur þurfi saman að standa en gert hefur verið. EKKI fór það dult að Sjálfstæðisflokkurinn not- aði hina miklu áróðursvél sína af meiri krafti en nokkru sinni fyrr og sparaði hvorki fé né fyrirhöfn. Hin mikla áróðurstækni Sjálfstæðismanna krefst mikilla fjármuna en þá þarf sízt að spara hjá flokki hinna ríku. Aróðursvélin þeirra gengur fyrir pen- ingum og vinnur sitt verk með nokkrum árangri, að því er virðist, jafnvel þar sem flokkurinn hef- ur lélega málefnalega aðstöðu, svo sem hér á Ak- ureyri og víðar. ÞESSAR KOSNINGAR hafa leytt það í ljós, svo enginn þarf um að villast, að íhaldsandstæð- ingar þurfa að þjappa sér betur saman til sóknar og varnar en hingað til hefur verið gert. Baráttu- aðferðir Sjálfstæðismanna minntu mjög á hinar þekktu aðferðir nasista, enda sumir af framá- mönnum þeirra fyrrum lærisveinar Hitlers. Þeir menn, sem höfðu „gulu sögurnar“ að aðalvopni sínu í kosningunum, sýnast nokkuð hafa lært af baráttuaðferðum hinna erlendu einræðisherra síð- ari tíma. Slíkir menn og stjórnmálaflokkar, sem lúta svo lágt í baráttuaðferðum, munu ekki hika við hin harðsvíruðustu fantatök, til að ná meiri völdum en þeir nú hafa, ef þeim vex enn fiskur um hrygg. Þessar kosningar eru því þörf áminning til allra þeirra manna og kvenna, sem raunverulega vilja að landinu sé stjórnað í samráði og samvinnu við samtök vinnandi fólks, fremur en af flokki auð- manna og braskara, sem betur hafa sannað innræti sitt í þessum kosningum en oftast áður. MÁLEFNALEGA stendur Sjálfstæðisflokkurinn höllum fæti hér á Akureyri. Yfirburðir Framsókn- armanna eru svo augljósir í mörgum veigamestu hagsmunamálum bæjarins, að ekki þarf um að deila, svo sem um framkvæmd og rekstur hinna miklu iðnfyrirtækja og verzlun. Bæjarbúar hafa þó of margir gengið fram hjá þessum sjónarmiðum og ánetjazt Sjálfstæðisflokknum. Þjóðvarnarflokkur- inn virðist hafa selt sálu sína eða gefið íhaldinu hana og var það dapurleg ganga fyrir flokk, sem stofnaður var til þess að hreinsa landið af erlendu setuliði. Að kosningum loknum ber að gera sér tvennt sem ljósast; hvað hægt er af þeim að læra í tölum og á annan hátt og þó er hitt meira um vert að leggja nú hönd að þeim verkefnum, sem framund- an eru á hverjum stað. Hér á Akureyri bíða erfið- ari verkefni en oftast áður. Hinum mikla áhuga manna fyrir velferðamálum bæjarins þarf að beina að lausn þeirra og er vonandi að þá muni sem flest vel vinnast. Digrir sjóðir til höfuðstaðarins Nokkur orð um Almannátryggingar Haustið 1956 var eg staddur í Reykjavík, var til lækninga, en var rólfær og rölti milli kunn- ingjanna, sem tóku mér tveim höndum. Eitt sinn hitti eg gaml- an kunningja, sem bauð mér með sér í bíl og sýndi mér ýmislegt markvert. Við ókum meðal annars fram hjá þrem ný- byggðum, sem kunninginn sagði mér að byggð væru að mestu leyti fyrir almannatryggingafé. Eg lét þetta nú inn um annað eyrað en út um hitt. Mér hefur stundum þótt lítið mark tak- andi á því, sem slegið er fram um peningamál. En þegar eg kom norður á Ak- ureyri kom svipað atvik fyrir og fór eg þá að leggja við hlust- irnar. Hér er um stórt, nýbyggt hús að ræða og skýringin sú sama um hlutdeild Almanna- trygginganna. Almannatrygging- arnar verða einhvers staðar að ávaxta peninga sína, var mér sagt. Eg fór nú að leggja eyr- un við því, sem um þetta var sagt, en vildi þó sjálfur reyna að komast að hinu sanna. Gat það átt sér stað að tryggingar hefðu ótakmörkuð fjárráð og gætu lánað milljónir, jafnvel milljónatugi. Eg hafði heyrt að þær hefðu átt 40 milljóna vara- sjóð eftir tveggja ára starf. Hvað myndu þær þá eiga eftir 10—12 ár? Eg tók nú að reikna út og reyna að komast að einhverri niðurstöðu. Eg hafði Ríkisreikn- ingana við að styðjast. Eg gróf það upp að 1953 þurfti ríkið að greiða tryggingunum 110 milljónir króna, en ríkið greiðir 33%, einstaklingar 33%, hreppar og bæir 19% og atvinnu- rekendur 15%. Nú var þess get- ið í útvarpsfréttum stuttu fyrir jólin, að ríkið byggist við að þurfa aé greiða 180 milljónir til Trygginganna fyrir 1957. Eftir því ættu tekjur trygginganna að vera 540 milljónir. Þetta er há upphæð. Von er að margur spyrji, hvernig á því stendur að sífellt fækkar þeim meðulum, sem sjúkrasamlögin endurgreiða eða greiða niður. Enn fremur eru búnir til nýir skattar eins og læknaviðtalsskatturinn, sem er nýtt ákvæði frá 1956. En sá skattur kemur þyngst niður á gömlu fólki og sjúku, sem oft þarf að ganga í sprautur eða þarf annarrar fyrirgreiðslu. Síðastliðið sumar komst ég að því, að það var verið að bera lögtakstilkynningar út til fólks fyi'ir ógoldnum Almannatrygg- ingargjöldum frá árunum 1955, 1956 og 1957. Þær tilkynningar, sem eg sá, voru stílaðar á tvæi' konur hér í bænum. Báðar hafa þegið örorkubætur undanfarin ár og hafa hvorki greitt tekju- eða eignaskatt og hafa 50—60% örorkubætur. Onnur konan mun hafa leitað til bæjarins með beiðni um að bærinn greiddi fyrir sig Almannatrygginga- gjaldið. En hvað segja lögin um slíkar kröfur? Það er bezt að láta þau tala. f 27. grein segir; Iðgjöld samkvæmt b-lið greiða allir, sem búsettir eru í landinu 16—67 ára að aldri. Undanþegn- ir gjaldskyldu eru þeir, sem hvorki greiða tekju- eða eigna- skatt og hafa notið bóta sam- kvæmt þessum kafla annarra en fjölskyldubóta, mæðralauna eða fæðingarstyrks, tvo mánuði eða lengur eða dvalizt hafa í sjúkra- húsi eða hæli á kostnað trygg- inganna eða ríkisframfærslunnar jafnlangan tíma á skattárinu. Enn fremur er sagt í 76. grein laganna; Lífeyristryggingin greið ir sjúkrasamlagsgjöld þeirra, er njóta elli- og örorkulífeyris. Nú hafa áðurnefndar konur örorku- bætur. Önnur kr. 200.00 á mán- uði en aftur á móti er hin krafin um að greiða í iðgjöldum til A1 mannatrygginga kr. 94.00 á mán uði. Með öðrum orðum, taka með annarri hendinni, það sem gefið er með hinni. Eg hef að gamni mínu gert áætlun um það, sem unglingur fæddur 1940 þarf að greiða til Almannatrygginga til 67 ára ald urs. Til grundvallar þessum út- reikningum, tók eg iðgjalda- greiðslur fyrir árið 1956, en tryggingagjaldið hefur hækkað síðan. Við fljótlegan reikning á þessu, og með því að reikna 6% vexti af upphæðinni, hefur þessi maður, ásamt konu sinni, reiknað með að þau séu jafn- gömul og hafi gift sig 25 ára, greitt um 1 milljón króna 67 ára gamall. En þetta er aðeins þriðji hlutinn. Hina hlutina greiða ríkið og hrepparnir og atvinnurekend- ur. En það sem samfélagið greiðir deilist auðvitað á alla þegna þjóðfélagsins þó það sé ekki nefskattur. Umrædd hjón eru því í raun og veru búin að greiða um 3 millj króna til þessarar stofnunar, þeg ar þau eru búin að ná 67 ára aldri. Nú er ekki líklegt að mik- ið meira en svo sem 15% af þegn unum nái þessum aldri. Út frá þessum hugleiðingum hefur mér dottið í hug, að ef Alþingi tekur lög þessi einu sinni enn til með- fei'ðar, til að betrumbæta þau, þá yrði skynsamlegasta leiðin sú, að Almannatryggingum yrði þann- ig fyrir komið, að hver sýsla ræki sínar tryggingar eða sjúkra samlögin sjálf' í kaupstöðum og hreppum. Virðist mér að þetta gæti orðið fjárhagsleg lyftistöng fyrir þessa staði. Eg sé lítið vit í því, ef rétt er, að svo vænir sjóðir safnist hjá tryggingunum, að þessi auður sé allur dreginn til Reykjavíkur. Eg skora því á alla alþingis- menn að taka þessar ábendingar til athugunar. Hver veit, nema þing og stjórn og svo hreppar og kaupstaðir hins vegar, geti fund- ið réttlátai'i lausn á þessu máli en nú er, miðað við þjóðarheildina. Magnús Kristjánsson. y*yxyvyiyiyiy<yíy<y(y(y<-JÍ*' JÓHANNES ÓLI SÆMUNDSSON: Ólafs þáttur blinda (Niðurlag.) Alveg gekk það yfir mig og ég varð svo hissa, Valdi er ekki vildi þig, vífið unga, kyssa. Ætíð þegar angrið sker ert ÞÚ nær að hjálpa mér og að bæta bölið kalt. — Blessaður sértu fyrir allt. Drottins vors er dýrðin há (dag hvern þenkja gjcrðu); hann einn valdið hefur á himni bæði og jörðu. Við dauðsfall. Guð pi'ísandi sinn má sjá, sögðum vanda leystur frá; svift er grandi og sorgarþrá, sælulandið kominn á. Guðjóns vísur. Er mín hreina ást til þín illa meinum bundin; vinan eina ertu mín, eðalsteinahrundin. Endurnýja eg vil því ástar hlýju böndin, og nú flýja faðm þinn í, funadýjaströndin. Að þér strjálist auðnan há, óska ég tállaust vildi, Þín er máluð myndin á mínum sálarskildi. Veit ég sprund, þú vilt að mér vefja mundir þínar. Eg hef fundið oft hjá þér yndisstundir mínar. Allt um síðir endai' stríð, einhver tíð þó svekki. Ævin líður, tæp er tíð, tíminn bíður ekki. Elli að ráða muni mér má ég bráðast finna, horfinn dáðum, hættur er hróðrarþráðinn spinna. Guð einn ræður. Guð mér sanna sendir náð, sem allt kann að bæta. Það er hann, sem hefur ráð að hugga mann og græta. Leiðréttingar. í Jólablaði Dags, bls. 31, miðdálki, 21. línu á að standa flennir bágan túla. — í sama dálki, 2. línu að neðan á að vera komnar háa hnjúka á. — f sama bl., bls. 32, á 18. lína neðan frá í 1. dálki að byrja á því. — 4. Haustvísu á 2. hending að vera svona: kvíði í anda brennur. — í Skyrpt úr klauf á 2. hending 3. vísu að vera: kjafts í stútinn láttu. — í Kastað til kunningja ó 6. v. að 'byrja svona: Eg þess beiði. syoRyiyíytytyosyíyíyiyvrtyviYmH-rtyfyiyiyvmsyiytyíyvrtyvmsyfytyíyv

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.