Dagur - 22.02.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 22.02.1958, Blaðsíða 5
liaugardaginn 22. fcbrúar 1958 D A G U R 5 Á Scala óperunni í Mílanó Ætlar þessi ganga og stiga- ganga aldrei að taka enda? Hóp- ur ferðamanna er á leiðinni upp á efstu hæð óperunnar. Hafði orðið síðbúinn að taka ákvörðun, hvort fylkja skyldi liði eða ekki. Því voru allir aðgöngumiðar uppseldir, nema eitthvað á efstu hæð, og miðinn þar kostaði 1.500 — eitt þúsund og fimm hundruð ítalskar lírur. — En hvað um það. Við vorum á leiðinni. Hið ytra er húsið ferhyrnt og yfirlætislaust. En hið innra? — Já. — Hugsum okkur sporöskju- lagaðan strokk, reistan upp á endann og yfir hann hvolft fer- hyrndum kassa, mun víðari en strokkurinn er. Á milli verður stórt leit, misvítt. Um það lá leiðin upp í hæðirnar, alltaf beint áfram, að því er virtist. Þó mun- um við hafa hringgengið helgi- dóminn nokkrum sinnum áður en lauk. Loks vorum við uppi og sáum vítt um, einkum niður. Þar var bljómsveitin mætt, og ekki smá í sniðum. Og ekki mun á hafa skort um hljóðfærin. Fyrir enda sporöskjunnar og gegnt leiksvið- inu fyrir hinum enda, voru stúk- urnar á öllum hæðum upp úr. Þar sat heldra fólkið auðvitað, en „pupullinn“ til beggja handa þar út frá. — Eg spui'ði um leikskrá. Hún var engin. Hæg hreyfing fór um hljóm- sveitina. Hver maður viðbúinn. Tjaldið lyftist. Leiksviðið blasir við. Þvílíkur mannfjöldi. Hljóm- sveit, leikendur og svo þjónar á bak við. Getur ekki verið innan við hundrað manns. Von að eitt- hvað kosti. Hljómsveitin gellur. Allt komið á hreyfingu. Lang mest stúlkur. Halda höndum saman tvær og tvær og stíga eftir hljóðfallinu. Allt færist í aukana. Oaðgreinilegt sambland af leik- fimi og' dansi. Fremst á leiksvið- inu eru tveir menn og ein kona. Þau leggjast niður. Þeirra tími ekki kominn. Eg tek saman tvo fyrstu þætt- ina. Þremenningarnir fremst á sviðinu gegna sínu hlutverki. Piltarnir keppa um kvenmann- inn. Þeytast um með hana. Af- brýðisemi. Gefa hvor öðrum illt auga. Farið á ýmsum endum. — Nú leikur stúlkan-ein. Hallar sér á annan fótinn, sveiflar hinum upp. Hann veit þráðbeint upp í loftið og nemur hærra en höfuð- ið. — Leiftursnöggt yfir á hinn fótinn og sama sýnt koll af kolli. Tveim fyrstu þáttum er lokið. Eg kominn fram á gang og velti fyrir mér því, sem komið var, það er að segja, þegar loks hljóðnaði æðisgengið lófatak áhorfenda. Mér var sagt, að hér væri saga sögð í tónum og sýnd af leikend- um og leiksviðsútbúnaði. Ur þessu ætti svo að lesa söguna. Og hér var sagan víst hálfnuð. Eg stóð ráðalaus. Skildi ekkert. En síðari hlutinn gat svipt grímunni af öllu. Og svo gátu sögurnar líka verið tvær. Þá væru hér scguskil. Nú mundi eg það. — í fyrsta bekk Kennaraskólans veturinn 1912—’13 kom orðið sauður til málfræðilegrar greiningar. — Gunnar undan Eyjafjöllunum var til spurninga þá stundina. En hvað er sauður? spurði kennar- inn. Augnabliks umhugsun. „Ja, það er svona hvorki ær né hrút- ur.“ Þarna kom það. Þetta er hvorki ær né hrútur. Eða þá eins og Jónas Hallgrímsson sagði í vísunni um veðrið: „. . . . varla kalt og ekki heitt. Það er hvorki þurrt né vott. Það var svo sem ekki neitt.“ Mikill eilífðartími leið þar til hringt var. 3ji þáttur. — Nýtt leiksvið blasti við. Nýr heimur til að virða fyrir sér. Svo var sem kuldagjóst legði frá hélugráum, grisjuðum skógi og hrímgaðri jörð. Hljómsveitinni gaf eg lítinn gaum. Voru hér söguskil, eða hafði húsi verið svift ofan af al- vörulítilli, leikandi æsku er stóð nú þarna dreifð í næðingi lífsins og studdist einn og einn við tré eins og til marks um, að nú yrði hver að treysta á sjálfan sig og engan annan. Þungi alvörunnar lagðist yfir svipinn, eins og von væri lítil um að komast af ber- svæði þessu til byggða. Og hvernig var þetta með hljóm- sveitina? Hvernig sem eg lagði mig fram, gat eg aldrei greint nokkurt lag. — En það gat líka verið eðlilegt. Ef að þarna var sögð saga í tónum, hlaut hún að vera „með sínu lagi“, og lagið ráðgáta eins ög sagan sjálf. — En nú fór eg að veita því eftirtekt að tónar tóku sífelldum breytingum án þess að nokkur hreyfing færi fram á leiksviðinu. Hlýddi fólk- ið ekki kalli? Nú vandaðist mál- ið. — En að hugsa sér að hljóm- sveitin segði til um veðrið, að svo miklu leyti sem það varð ekki greint af . útliti leiktjalda og hreyfingum og háttum leikenda. — Eg batt mig við það. í þessum þætti var aðgerðalítið á leiksviðinu lengi vel, en undir lokin tók að snjóa. Þá birtist allt í einu drengsnáði á leiksviðinu, tötralega búinn. Hefur sennilega verið smali og villzt í skóginum, auðvitað yfirkominn af angist, sulti og þreytu, því að nú hneig hann niður. Rétt þar hjá mynd- uðu nokkur tré hring á milli stofna sinna, en krónurnar lukt- ust nærri því saman yfir. Þar upp af var fyrir komið sterku ljósi, eins og lýsandi stjarna væri Nærstödd kona greip annarri hendi í öxl drengsins og dró hann inn í trjáskýlið. Hryllingur lýsti sér í svip hennar og athöfn. Og nú var sem snjókoman beind- ist öll yfir þann litla laufalund, og sveipaði hrjáða, nákalda ein- stæðinginn ljósu limi undir tindr andi stjörnu. — Tjaldið féll — Fagnaðarlætin létu ekki á sér standa. Fjórði þáttur. — Litli trjálund- urinn var horfinn og það sem þar var geymt. Skógurinn virtist öllu gisnari en áður. Maður lá á hrímgaðri jörðinni við nálega hvert tré, annað hvort í djúpum svefni eða þá dáinn. Hljómsveitin þrumaði, ringjótt þó. Mér fannst hún oftar hrjúf heldur en mjúk. Jafnvel óþægileg á stundum. Vera má, að lagleysan hafi valdið og svo hitt, að túlka varð veðrið í tónum að því leyti sem máluð mynd af skóginum á leiktjöldum, gat ekki sýnt hreyfinguna á trjá- liminu og sveigjum á trjánum, þegar byljóttur vetrarnæðingur- inn þaut um. Ekki varð séð af neinu, að veðrið mildaðist neitt. þó fór fólkið í skóginum að sýna lífsmark á sér, hvað sem vakið hefur af svefninum. Það er tæp- ast öðru til að dreifa heldur en mætti tónanna. — Allir komust á fætur, en hver og einn stóð hreyfingarlaus við sitt tré, ekki svo vel að nokkur sýndi tilburði um að berja sér til hita. En nú hlaut eitthvað að standa til. Hljómsveitin færðist öll í aukana. Var þrumuveður í aðsigi eða hvað? Ekki bar á öðru. — Síðast var eins og öll hljóðfærin væru knúin til hins ýtrasta, samstillt. og eldsnöggt. Þá var líkast því að greitt væri heljarhögg. Við það skipaðist svo á leiksviðinu, að allir — hver einasti maður — skall endilangur aftur á bak og hrærðist ekki fremur en dauður væri. — Tjaldið fellur. — En óveðrinu slotaði ekki. Húsið skalf. Áhorfendur voru að þakka fyr- ir sig. Mikið langaði mig til þess að vita, hvernig sagan væri, sem við höfðum heyrt í tónum og séð á sviði. Fann ekki þráðinn og þurfti þess vegna að spyrja. — Eg fékk ekkert nema ákúrur. Ferðamannaflokkurinn skiptist. Konur allar og giftir menn fóru til vinstri. Konulausir karlar til hægri. Skammt var að fara. Inn á hótel Regine gekk eg einn sér inn í einhvers konar dagstofu. Þar skildu súlur vistarverur og sá á milli þeirrar vítt um vang. Eg studdi hönd á borð og laut höfði. Einhvers konar einmanakennd fór um mig. Eg kunni hvorki að meta leikhús né heldur leikhús- gesti. — Oðruvísi en aðrir menn, var mér sagt. — Hvernig var þetta annars allt saman? — Tök- um fyrri þættina tvo. Hvernig skildu tónarnir vera er segja stúlku fyrir um að reka fæturna til skiptis svo hátt upp í loftið, sem raun bar vitni um. Eða þá hvers konar sambland af dansi og leikfimi skildi fram fara hverju sinni? Auðvelt var þó — ef vildi — að sýna leikfimi og dans hvort fyrir sig. Sá háttur var ekki á hafður, heldur gaf þar að líta einhvern hreyfinga hrærigraut, sem átti að vera samruni hvors tveggja, dansins og leikfiminnar, líkt og ef að stóll og borð gætu runnið saman í einn hlut, er sýndu bastarð*) stóls og borðs. Og svo fjórði þáttur. — Hann hefst og endar með því að allir liggja í dái. — Þar mun tónanna veldi og tign eiga að túlkast, þótt *) Bastarður. T. d. múlasni, afkvæmi hests og asna. — Höf. mýkt englamálsins vantaði i radd blæ tónanna, mátti jöfnum hönd- um vekja og svæfa. — Fólkið, sem við trén stóð, sneri til allra átta. Á því var engin regla hvert horft var. Þrumuveðrið, sem á skall, kom úr einni átt. Eldingar sáust cngar. Allir, undantekning- arlaust, féllu aftur á bak, og þá ýmist í veðrið, undan því, á hlið við það, og svo allt þar á milli, þegar höggið rnikla reið að hlio fjallsins, hitti skóginn og lamaði allt líf. Hvað kom við fótinn á mér? Köttur skauzt að borðfætinum og strauk sig við hann, setti upp kryppuna, rétti úr afturfótunum, stýrið kom beint upp. Grábrönd- óttur, íslenzkur köttur. Eg greip til hans, strauk eftir bakinu, lét skottið renna milli fingra mér, Akureyringar fylltu kirkju sína á laugardaginn, er þeir kvöddu frú-Sigríði Guðmundsdóttui'. En þann dag var hún borin t.il hinztu hvíldar. Sigríður var dóttir hinna kunnu hjóna, Guðmundar Péturssonar útgerðarmanns á Akureyri og Sigurlínu Kristjánsdóttur konu hans. Ung að árum fór Sigríður uatn til náms og varð síðan hús- mæðrakennari að Staðarfelli í Dölum, þar til hún giftist Jónasi Kristjánssyni árið 1903, ungum, eyfirzkum mjólkurfræðingi, er síðar varð landskunnui' frömuður í mjólkuriðnaði, sem fram- kvæmdastjóri Mjólkursamlags KEA á Akureyri. Börn þeirra hjóna eru tvö: Sól- Veig, sem stundar háskólanám í Californíu, og Hreinn, er nú dvelst heima. Frú Sigríður Guðmundsdóttir var fríð kona og aðlaðandi, fram- úrskarandi húsmóðir og sam- borgari. Henni fylgdi ferskur blær og kvenlegur yndisþokki, sem eftir var tekið. Hitt vissu færri, að hún bjó yfir miklu, andlegu þreki og viljastyrk til hinztu stundar, þrátt fyrir lang- varandi og þungbær veikindi. Hún mun eiga drjúgan þátt, og meiri en menn ætla, í hinum glæsilega starfsferli manns síns, þar til að týrunni kom. Setti þá fast. Hann bylti sér á bakið, greip kjafti og klóm um hönd mína, eins og nú skyldi hefnd koma fyrir hrekkinn. En minna varð úr. Gleðin ljómaði í augum. Glettnin lýsti úr svip. Þarna var hvíti bletturinn framan á bring- unni. Allt eins og það átti að vera. Náttúrlegt. Eðlilegt. Mér birti fyrir augum. Eg skildi köttinn. Skundaði til herbergis og sofnaði vært. Síðan þetta gerðist, er.u nú lið- in nálega 4 ár. Eg hef haldið því áfram, að leita til þeirra, sem lík- legastir voru til þess að varpa einhverju ljósi yfir gátuna. En lengi býr að fyrstu gerð. — Heimsfræga Scalaóperan í Mílanó sýndi laugardagskvöldið 10. apríl 1954 Nýju fötin keisar- ans. Kristján Eggertsson frá Grímsey. og hún naut þess líka að sjá börn sín á vegi manndóms og mennta. Það var hennar mesta hamingja, er veitti henni þrótt og lífstrú á þjáningarstundum. Um leið og hin glæsilega, hug- rakka og góða kona er kvödd, sendir fjölmennur vinahópur, eftirlifandi eiginmanni hennar, börnum þeirra hjóna og öðrum ástvinum, innilcgustu samúðar- kveðjur. E. D. V0RVÍ8UR Víkja um síðir verða skalt vetrartíðin svala. Vorið blíða vekur allt, vermir hlíð og bala. i Sólin háum himni frá, hlýju stráir víða. Blómin smáu ekru á öll úr dái skrýða. j Roðna drangar, rósin grær, rjóð á vanga tíðum. Strýkur fangið blíður blær, blómin anga í hlíðum. Þá er yndi út að sjá allt í lyndi falla. < Græna rinda geiminn blá geisla á tindum fjalla. I Andans sjóður auðgast þá, angar gróður víða. Hlusta fljóð og fyrðar á • j fugla óðinn blíða. ' 1 Eygló blíða yljar lund, ei þar kvíða parið. Fíflar prýða græna grund, gott er tíðarfarið. ! Enginn kvarta ætti þá, ekki er margt til baga. Viðkvæmt hjarta værð mun fá, vors um bjarta daga. Jóhannes frá Engimýri. Frú Ssgríður Guðmundsdóttir Fædd 27. des. 1905 - Dáin 8. febr. 1958

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.