Dagur - 22.02.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 22.02.1958, Blaðsíða 8
8 Bagub Laugardaginn 22. febrúar 195S AðaSfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar var haldinn nýlega Ymis tíðindi úr nágrannabyggðum Um miðjan febrúar hélt Bún- aðarsamband Eyjafjarðar aðal- fund sinn að Hótel KEA. Á)’mann Dalmannsson, formað- ur sambandsins, minntist í upp- hafi fundarins þeirra hjóna, Jak- obs Karlssonar, sem var gjald- keri sambandsins í 17 ár, og konu hans, Kristínar Sigurðardóttur. En þau létust á síðasta ári. í skýrslu stjórnarinnar va> það einna merkast, að sambandið réði á árinu verkfæraráðunaut í sína þjónustu. Var það gert með samþykki ræktunarsambandanna og styrk frá þeim og ríkinu. Til þessa starfa var ráðinn Erik Ey- lands vélfræðingur. Búnaðarsambandið gekkst fyr- ir bændadegi í sumar. Er það fyrsti hátíðisdagur eyfirzkra bænda, sem sérstaklega er til- einkaður þeim. Fór samkoman fram að Árskógi og þótti takast vel. Skuldlaus eign félagsins var um síðastliðin áramót kr. 238.640.57. Aðalfundur BSE telur rétt, að rannsókn fari fram á þvi, hvort hagkvæmt sé, frá fjárhagslegu og hielbrigðislegu sjónarmiði, að allt korn sé flutt inn ómalað. — Beinir fundurinn því til Bí og Búnaðarþings, að athugun fari fram og niðurstöður birtar. Fundurinn lýsti yfir stuðningi sínum við það, að Eyfirðingar fari bændaför á næsta sumri, og beinir því til stjórnar sinnar að hafa firgöngu í því máli. Fundurinn telur stefnt í rétta átt með því að halda eina mynd- arlega samkomu fyrir allt hér- aðið, bændadag, eins og gert var á síðastliðnu sumri. — Leggur fundurinn áherzlu á, að slíkar samkomur verði haldnar árlega framvegis. '-v HEIMA ER BEZT Janúarhefti hins útbreidda og vinsæla heimilisrits Bókaforlags Odds Björnssonar á Akureyri, Heima er bezt, er nýlega komið út. Með því hefst framhaldssaga eftir Guðrúnu frá Lundi, sem er einn af fjöllesnustu höfundum á síðari árum. Sagan heitir Stýfðar fjaðrir. Af öðru efni ritsins má nefna: Villan í Kjalhrauni eftir Ingvar Pálsson, Balaskarði, Sí- mon Jónsson eftir Bjarna Sig- urðsson, Sögur Magnúsar á Syðra-Hóli, Þættir úr Vesturvegi og Merkilegt vísindaafrek, eftir ritstjórann, og Guðjón Magnús- son skrifar greinina Hrakningar í fjallleitum og Stefán Jónsson námsstjóri á þar framhaldsþátt. Kápumyndin er af Guðrúnu frá Lundi og Helgi Konráðsson kynnir skáldkonuna. Um framhaldsdeildina á Hvann- eyri. — Búnaðarsamband Eyja- fjarðar lítur svo á, að það verði að teljast óheppileg ráðstöfun, að framhaldsmenntun búfræðinga fari fram í Reykjavík og verði tengd Háskóla íslands. í fyrsta lagi virðist það skjóta nokkuð skökku við, að búfræðingar, sem yfirleitt eru sveitapiltar og eiga í flestum tilfellum að starfa út um sveitir landsins fyrir bænd- ur, sæki menntun sína til höfuð- staðarins. í öðru lagi vantar ýmis skilyrði í Reykjavík, sem nauð- sýnleg eru til framhaldsmennt- unar í búfræði, sem eru fyrir hendi, vei'ði hún staðsett í sveit. Má þar benda á land til ýmiss konar tilrauna, einnig að hafa búfé í næsta nágrenni við kennslu í búfjársjúkdómum, til fóðurtilrauna og annars er kennslunni viðkemur. í fram- haldi af þessu telur fundurinn góða reynslu yfirleitt af bú- fræðikandidötum þeim, sem frá Hvanneýri hafa útskrifast, og að margt bendi til þess að fram- haldsdeildin eigi þar að vera og eflast svo, að hún geti í enn rík- ara mæli stutt að góðri menntun þeirra nemenda, sem þar vilja stunda nám. Hins vegar telur fundurinn kröfuna um stúdents- próf til framhaldsnáms mjög varhugaverða. Aðalfundur BSE felur stjórn sgmbandsins að kynna sér mögu- leika á, með tilliti til sauðfjár- veikivarnanna, að haldin verði á náinni framtíð héraðssýning á sauðfé. Komi í ljós, að engar hindranir séu þar í vegi, felur fundurinn sambandsstjórninni að vinna að því við Búnaðarfélag íslands, að sýningunni verði komið á hið fyrsta. Fundurinn skorar á sambands- stjórnina að vinna áfram að því, að leyfður verði innflutningur á sæði erlendra kynbótahrúta. — Ennfremui' átelur fundurinn þá afstöðu Búnaðarþings, að mæla ekki með innflutningi holda- nauta og nota sem átyllu, að eigi sé fyi'ir hendi sóttvarnarstöð sú, er mælt er fyrir í lögum, að skuli stofnsett. Skoi'ar fundui'inn á Búnaðarþing að mæla eindregið með innflutningi holdanauta. Stjórn sanibandsins hafði á fundi sínum 11. febrúar sl. sam- þykkt að vei'ja vöxtum af minn- ingai'sjóði prófastshjónanna á Hofi, Davíðs Guðmundssonar og Sigríðar Olafsdóttur, til styrktar starfsemi Búfjái'i’æktarstöðvar- innar að Lundi, en upphæð þeiira, sem til úthlutunar kem- ur nú, er kr. 10.000.00. Samþykkt var á fundinum að veita stjórn sambandsins heimild til að gi'eiða til Léttis kr. 1000.00, að því tilskyldu að fyrir liggi (Framhald á 7. síðu.) Teflir fjöltefli við K.A.-félaga Ilalldór Jónsson, Norðurlandsmeistari í skák. Undanfarið hefur skákáhugi glæðst mjög hérlendis og mun þar mestu um að þakka góðum skákmönnum, sem hafa staðið sig með ágætum á skákmótum innanlands og utan. Einnig mun fjöltefli eiga sinn þátt í þessum áhuga, þar sem áhugamönnum gefst tækifæri á að tefla við góða skákmenn. Knattspyi’nufélag Akureyrar mun n.k. þriðjudag halda slíkt mót fyrir félagsmenn sína og gefa þeim kost á að tefla við nú- verandi Noi’ðui'landsmeistai'a í skák, Halldór Jónsson. Keppnin hefst í íþróttahúsinu kl. 8 e. h. Á haustmóti félagsins urðu þessir hæstir í meistaraflokki: 1.—2. Jóhann Snorrason TV2 v. 1.—2. Júlíus Bogason 7V2 v. 3. Margeir Stiengi'ímsson 7 v. 4. Guðmundur Eiðsson 5V2 v. 5. Halldór Jónsson 5 v. Þátttakendur voru 10. Skákkennsla og æfingar fyrir unglinga vei'ður framvegis í Vei'kalýðshúsinu á miðvikudags- kvöldum. Skákþing Akureyrar hefst Geysir er 35 ára um þessar mundir. í tilefni þess efndi kór- inn til afmælissöngskemmtunar tvö undanfai'in kvöld. Á fimmtudagskvöldið var hvert Svarfaðardal 20. febrúar. Þótt sumum þyki lítið frétt- næmt að tala um hríðai', snjó og samgönguei'fiðleika, gi’ípur þessi magnaða þi'enning meira inn í daglegt líf sveitamanna en flest annað og við hana er bai'izt dag hvei'n. Hér er allt á kafi í snjó og bif- reiðai-nai' eru algei'lega lagðar til hliðar. En samgöngui-nar mega þó aldi'ei niður falla, eins og framleiðslu okkar er háttað. — Þar sem mjólk er aðal fram- leiðslugreinin er bændum jafn nauðsynlegt að koma henni á mai'kað eins og vei'kamanninum að fá vinnu. Að vinna smjör og skyr úr mjólkinni heima er næsta ógjöi’legt og enda lítill mai’kaður fyrir þær og fólksekla víða á heimiilum. En það er bæði dýrt og erfitt að flytja mjólk framan úr Svarf- aðardal til Akureyrar, eins og nú háttar. Sennilega kostar það um eina krónu á hvei’n lítra, og fer þá mesti kúfui'inn af „gi'óðan- um“, Notaðar eru ýtur til að draga mjólkursleða framan úr væntanlega í lok þessa mánaðar eða byi'jun næsta. Ætlunin er að fá einhvern stei'kan skákmann úr Reykjavík til að taka þátt í mót- inu sem gestur, en ekki er enn fullráðið, hver það verður. Stjói'n Skákfélags Auki’eyrar skipa nú: Jón Ingimai'sson, fax'm., Kjartan Jónsson, gjaldkei'i, Har- aldur Bogason, ritari, Magnús Skúlason, skákritari, og Halldór Jónsson, áhaldavörður. sæti skipað í Nýja-Bíó. Söng- ski'áin vai' vönduð og veigamikil og söngstjórar þeir feðgar, Árni Ingimundarson og Ingimundur Árnason. — Undirleik annaðist sveitunum til Dalvíkur, en síðan ei' hún flutt á bát til Akureyrar. Afli er lítill og gæftii-nar stop- ular. Hrognkelsaveiði er byrjuo og góður markaður fyrir það. Árshátíð Framsóknarfélags Dal- víkui’hrepps var haldin í síðari hluta jan. sl. Formaður félagsins, Jón Jónsson bóndi á Böggvis- stöðum, setti hana með stuttu ávai'pi. Síðan var kvikmynda- sýning og að lokum dans og veitingar. Fleira átti að vera til skemmtunar, en skemmtiki'aft- arnir komust ekki til Dalvíkur vegna ófærðarinnar. — Menn skemmtu sér þó hið bezta. Fram- sóknarfélagið hefur haldið eitt spilakvöld. Var aðsókn svo mikil, að margir urðu frá að hverfa. Öskudagur - Grímuböll Á Akureyi'i er öskudagui'inn dagur barnanna fyrst og fremst. Þau fara í hópurn um götui'nar, ýmist í skrautlegum eða afkára- legum búningum og syngja. Þá ei'u líka oft haldnir grímudans- leikir. Þessi mynd var tekin í Gagnfræðaskólanum og þarf hún ekki skýringar við. ungfrú Guðrún Kristinsdóttir. I gær var blaðið komið í prentun áður en söngui'inn hófst. Geysir er í fremstu röð kai'la- kóra hér á landi. Frá Skákíélagi Akureyrar Ljósmyndina tók Kristján Hallgrímsson eftir samsönginn á fimmtudagskvöldið. AfmæIissöngskemmtun Karlakórsins Geysis

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.