Dagur - 22.02.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 22.02.1958, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagu DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 26. febrúar. XLI. árg. Akureyri, laugardaginn 22. febrúar 1958 12. tbl. Aðalfundur Akureyrardeildar KEÁ Félagar 2412 - Ármann Dalmannsson endur- kjörinn deildarstjóri Frá skemmtun B-lisfans að Hóíel KEA fyrra fimmtudag Állir skemmtu sér ágætlega Stuðningsmenn B listans skemmta sér að Hótel KEA við söng, ræður og dans að kosningum loknum. Ræðumenn Jóhann Frímann skólastjóri og Ingvar Gíslason erindreki. Ásgrímur Stefánsson stjórnaði. Smásíldarveiðum lokið á Pollinum Hásetahlutur 40-50 þúsund krónur í gær voru komin rúmlega 28 þús. mál smásíldar til Krossa- nesverksmiðjunnar og mun síld- veiðum þar með lokið. Krossa- nesverksmiðja hefur unnið úr síld og fiskúrgangi frá hrað- frystihúsinu til skiptis og hefur það mjög aukið atvinnu. Hásetahlutur hjá aflahæstu bátunum mun orðinn 40—50 þús. kr. yfir rúmlega þrjá skammdeg- ismánuðina. Oft hefur komiS mikið a£ þorski í síldarnætur, jafnvel svo Heil stétt í hættu Fosshóli 21. fcbrúar. Eg er búinn að fá gigt af kyrr- setum, sagði Sigurður bóndi, er blaðið átti tal við hann, enda hef eg ekki komið á ball síðan um nýjár, og er alveg dæmalaust. En eg gæti trúað að víðar væri fremur dauft, til dæmis hef eg tæplega í'ekist á nokkra einustu trúlofun, hvorki í Akureyrar- blöðunum eða sunnanblöðunum, og sýnist mér, að ekki verði mikið fyrir ljósmæður að gera eftirleiðis, ef svo heldur fram sem nú horfir. að tonnum skiptir, en atvinna í landi hefur verið svo mikil, að fáir hafa farið á færi eða róið með línu, enda er fiskurinn vand hittur og vandlátur hvað snertir beituna. Mikið hefur verið af svartfugli. Innbrot framið í fyrrinótt var innbrot framið í Áfengisverzlun ríkisins hér í bæ. Lögreglan handtók innbrotsþjóf- inn og hafði hann þá kastað gin- flösku út um brotinn gluggann og var með nokkrar flöskur í fanginu, er þjóna réttvísinnar bar að. Maðurinn, sem þarna var staðinn að verki var ölvaður og héðan úr bænum. Mál hans er í rannsókn. Verkstæði brennur að Áuðbrekku Eigandinn slapp ómeiddur, cn híis og vélar eyðilögðust - Tveir bílar brunnu inni Aðalfundur Akureyrardeildar Kaupfélags Eyfirðinga var hald- inn sl. mánudag. Deildin telur nú 2412 félaga. Innvegin mjólk frá Akureyrardeild í Mjólkursamlagi KEA var 505692 kg. og meðalfita mjólkurinnar 3,6%. Um 11500 fjár var slátrað, og er það langt- um meira en nokkru sinni fyrr. Af þessu magni kom þó ekki nema nokkur hluti til innleggs. Hrein eign deildarinnar er rúml. 80 þús. kr. Tillaga kom fram um það, að taka aftur upp deildarábyrgðir, en var felld. Á fundinum flutti Jakob Frí- mannsson kaupfélagsstjóri yfir- litsræðu um starfsemi KEA á liðnu ári, sem efnislega hefur verið birt hér í blaðinu áðúr í umsögn af félagsráðsfundi, sem haldinn var fyrir skömmu. Kosningar. Ármann Dalmannsson var endurkosinn deildarstjóri Akur- eyrardeildar til næstu þriggja ára. í stjórn deildarinnar voru endurkjörnir þeir Sigurður O. Björnsson og Jón Kristinsson til þriggja ára, og Sigtryggur Þor- steinsson var einnig endurkjör- inn félagsráðsmaður deildarinnar til eins árs og varamaður Erling- ur Davíðsson. Þá voru kosnir 80 fulltrúar á aðalfund KEA, þar að auki er formaður sjálfkjörinn. Stjórn deildarinnar skipa nú: Ármann Dalmannsson, Sigurður O. Björnsson, Jón Kristinsson, Haraldur Þorvaldsson, Tryggvi Þorsteinsson og Marteinn Sig- urðsson. Snjóbí uppi samgöngum i Miour-Pingeyjarsystu Goðafoss horfinn bak við klakabrynju Fosshóli 21. febrúar. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn hvítt yfir að líta. Jafnvel vörður og stórir steinar eru horfnar. Samgöngur eru mjög' litlar, því að engum bílum er fært nokkurs staðar, öðrum en snjóbílum. En þeir eru 4 til í sýslunni og eru látlaust í förum. Flytja þeir rjóma úr sveitunum til mjólkursamlagsins í Húsavík. En úr nágrenni kaupstaðarins flytja þeir mjólk. Þessi farartæki Á miðvikudagsmorguninn brann vélaverkstæði Guðmundar Val- geirssonar í Auðbrekku í Hörg- árdal til kaldra kola. Guðmunduv var að vinnu á verkstæði sínu snemma dags, er sprenging varð og húsisð, sem er braggabygging, varð alelda á svipstundu. Sjálfur slapp hann naumlega. Guðmundur í Auðbrekku var nýlega búinn að afla sér dýrra tækja til verkstæðisins. Hann hefur unnið þarft verk fyrir bændur og haft mikið að gera. — Er því hið tilfinnanlegasta tjón af bruna þassum fyrir sveitina, auk þess feikna tjóns, sem eigandinn varð fyrir. Alls engu varð bjargað og brunnu verkfæri öll og auk þess tveir bílar, fólksbíll og jeppi. Se<rulbandstæki stolið o Nýlega var segulbandstæki stolið úr húsi í miðbænum og hefur ekki fundizt. Biður lög- reglan þá, sem kynnu að geta gefið upplýsingar í máli þessu, að gera aðvart á lögregluvarð- stofuna. Akureyraríogararnir afla vel Svalbakur kom til Akureyrar með 122 tonn af fiski síðastliðinn mánudag. Ljósavél skipsins hafði bilað og er togarinn hér ennþá. Sléttbakur landaði hér á þriðjudag. Afli hans var 212 tonn og hann farinn á veiðar. Kaldbakur kom í gærmorgun með 220 tonn (áætlað). Harðbakur kemur væntanlega næstkomandi mánudag. Afli togaranna hefur verið með langbezta móti nú um tíma og vinna við nýtingu aflans mjög mikil. eru hfn þörfustu og halda Iífínu í fólkinu, því að enn hafa menn ekki það lagið á, að byrgja sig upp með vörur að haustinu. Goðafoss syngur döprum rómi, því að klakabrynja hylur hann að mestu. Skjálfandafljót er lagt alla leið frá fossinum og fram hjá Úlfsþæ, og mun það sjaldgæft á þessum kafla. Algert samgönguleysi Haganesvík 21. febrúar. Hér er ákaflega mikill snjór og allar samgöngur hafa legið niðri síðan um áramót að heita má. — Fyrir nokkrum dögum var komið á dráttarvélum frá Brúnastöðum og Stórholti og þótti viðburður að sjá farartæki. Vandræði hafa þó enn ekki orðið af þessum sam gönguerfiðleikum, sem telja má mjög alvarleg. Fólkið býr sig undir slíka vetur hér um slóðir. Margt fólk fór til Suðurlands úr áramótum og er víða fámennt á heimilunum. Snjóbíll er hér til, en hefur vantað til hans vara- hlut, sem nú er víst á næstu grösum. — Sextugur varð Árni Sæmundsson á Brúnastöðum 4. febrúar sl. Hann er ötull bif- reiðastjóri og vinsæll. Hann fékk góðar gjafir þann dag, ræður og kvæði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.