Dagur - 06.03.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 06.03.1958, Blaðsíða 4
4 D A G U R Fimmtudaginn 6. marz 1958 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Afgreiðsla, auglýsingar og innheimta: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Argangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlf Prentverk Odds Björnssonar h.f. Ályktun Framsóknarflokksins FYRSTI HLUTI stjórnarályktunar Framsókn- arflokksins frá nýloknum aðalfundi miðstjórnar flokksins fer hér á eftir: Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins 1958 minnir á þá staðreynd, að þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum, var útflutningsfram- leiðslan, þrátt fyrir bátagjaldeyri og uppbóta- greiðslur,, komin að stöðvun, og verðbólguástand ríkjandi. Stórfelldur halli var fyrirsjáanlegur á ríkisbúskapnum að óbreyttum tekjum. Flestar meiri háttar framkvæmdir í þann veginn að stöðvast — eða strandaðar — vegna fjárskorts. Gjaldeyrismálin komin í óefni. Með samstarfi þeirra flokka, sem styðja þessa ríkisstjórn, undir forystu Framsóknarflokksins, hefur til þessa tekizt að koma í veg fyrir fjárhags- ]egt hrun undirstöðuatvinnuvega þjóðarinnar og halda uppi mikilli framleiðslu. Hér hafa komið til beinar efnahagslegar aðgerðir og samstarf, sem ríkisstjórnin hefur haft við vinnandi stéttir lands- ins. Atvinna hefur verið mikil í landinu og al- menn velmegun yfirleitt. Samkvæmt þeirri framfai-astefnu, sem mörkuð var með stjórnarsamningnum, var á síðasta þingi hafin ný sókn í landbúnaðarmálum með lögun- um um landnám og ræktun og byggingar í sveit- um, þar sem ungu fólki er nú gert auðveldara en áður var að stofna nýbýli og aukin aðstoð við þá bændur, sem skammt eru á veg komnir með ræktun. Hefur aldrei fyrr verið varið jafnmiklu fjármagni í jarðræktarframlög og til lána úr Ræktunarsjóði sem á sl. ári. Auk þessa hafði Veðdeild Búnaðarbankans meira fé til útlána á sl. ári en áður. Veittar hafa verið hærri fjárhæðir á fjárlögum til raforkuframkvæmda í dreifbýlinu en nokkru sinni fyrr, og tekizt hefur að útvega erlent fjár- magn til raforkuvirkjana á Austur- og Vestur- landi og stórframkvæmda við Sogið, og ennfrem- ur til þess að ljúka byggingu Sementsverksmiðj- unnar. Þá hafa verið stórlega aukin framlög til at- vinnuaukningar í kauptúnum og kaupstöðum. Bátaflotinn hefur verið aukinn, allmörg fiskiskip eru í smíðum og verið er að leita samninga um smíði og kaup á togurum. Fiskveiðasjóður hefur verið efldur með erlendum lántökum og breyttri löggjöf. Unnið hefur verið að eflingu fiskiðnaðar á ýmsum stöðum. Stjórnskipuð atvinnutækja- nefnd hefur kynnt sér atvinnuástand í landinu og jafnframt gert og undirbúið tillögur um útvegun nýrra atvinnutækja og dreifingu þeirra um landið. Þessar ráðstafanir virðast nú þegar hafa orðið til þess að draga nokkuð úr þeim gífurlegu fólks- flutningum, sem að undanförnu hafa verið úr sveitum og sjávarþorpum. Miðstjórnin telur þetta mikilsvert, meðal annars vegna þess, að framleiðsla er þar tiltölulega mikil, miðað við fólksfjölda, af því að allur þorri fólksins vinnur þar beint að framleiðslustörfum, Með lögunum um húsnæðismálastofnun, bygg- ingarsjóð ríkisins og sparnað til íbúðarbygginga, ásamt auknum framlögum á fjárlögum til verka- mannabústaða og útrýmingar heilsuspillandi íbúða, hcfur stórt átak verið gert til aðstoðar við fólk í bæjum og kauptúnum til að koma upp eigin íbúðum. Var hér að unnið á þeim grundvelli, sem áður hafði verið lagður fyrir forgöngu Framsóknarmanna. Stóreignaskattur hefur verið á lagður til þess að afla lánsfjár til byggingar íbúðarhúsa í bæjum og kauptúnum næstu tíu ár og til að sjá Veðdeild Búnaðarbankans fyrir nokkrum árlegum tekjum á sama tíma vegna lánsfjárþarfar sveitanna. Á síðasta Alþingi var sam- þykkt ný bankalöggjöf. Með henni var seðlabankinn settur undir sérstaka stjórn, og er það skoðun miðstjórnarinnar, að sú ráðstöfun, ásamt fleiri breyting- um í þeim lögum frá því, sem áð- ur var, eigi að geta skapað meiri festu í bankamálum þjóðarinnar og stuðlað að því, að fjármagn bankanna hagnýtist landsmönn- um betur. Sett hafa verið ný lög um Há- skóla íslands, Vísindasjóð og fleira á sviði menningarmála. Þakkar miðstjórnin ráðherrum og þingmönnum flokksins fyrir ötult starf að framgangi þessara og annarra þýðingarmikilla mála, sem tekizt hefur að koma í fram- kvæmd með stjórnarsamstarfinu. Þá vill miðstjórnin vara þjóð- ina við ófyrirleitnum baráttuað- ferðum Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðunni og dæma- lausu ábyrgðarleysi hans, sem komið hefur meðal annars fram í margendurteknum tilraunum til að skapa erfiðleika í efnahagslífi þjóðarinnar heima fyrir, en þó birzt allra hatrammlegast í óhróðri í erlendum blöðum, er virzt hefur beinlínis við það mið- aður að spilla lánstrausti þjóðar- innar erlendis. Miðstjórnin vítir harðlega slíkt ábyrgðarleysi hjá stærsta stjórnmálaflokki lands- ins. Leikfélag Akureyrar: Ast og ofurefli Jóhann Ögmundsson og Brynhildur Stcingrímsdóttir. (Ljósmynd: Edvard Sigurgcirsson.) Leikfélag Akureyrar frumsýndi sjónleikinn Ást og ofurefli eftir skozka rithöfundinn A. J. Cronin sl. þi’iðjudagskvöld. Leikstjóri er Ragnhildur Steingrímsdóttir, en með aðalhlutverkið fer Jóhann Ogmundsson og aðrir leikendur eru 8 talsins. Höfundurinn er löngu þekktur hér á landi, sem erlendis, því að margar bækur hans hafa verið þýddar á íslenzku, svo sem Borg- arvirki, Lyklar himnaríkis, Töfr- ar tveggja heima o. fl. Ást og of- urefli hefur verið flutt í útvarp undir nafninu Júpíter hlær, en ekki sett á svið fyrr hér á landi, svo að vitað sé. Boðskapur þess er sá, að trú og kærleikur sé hið sterka og sigursæla afl, sem mannfyrirlitning og harðneskja hins fræga læknis þokar fyrir um síðir. Sá boðskapur er auðvitað alltaf jafn nýr, og í þessum sjón- leik í mjög sérstæðum búningi. Leikurinn gerist á heimili yfirlæknis á hæli fyrir tauga- sjúka og fjallar um merkilega uppgötvun í læknavísinum og svo auðvitað ást og hatur meðal þeirra er þarna starfa. Fx-aman af er leikurinn fremur þungur, en nær meiri hraða og áhrifum er á líður. Leikendurnir eru allir gamlir kunningjar, Emil Andersen, Þór- halla Þorsteinsdóttir, Jóhann Ogmundsson, Júlíus Oddsson, Þráinn Karlsson, Brynhildur Steingrímsdóttir, Margrét Stein- grímsdóttir, Guðný Ogmunds- aóttir, Kristján Kristjánsson og Jónína Þorsteinsdóttir. Þessi sjónleikur á erindi til allra. Innanfélagsmót Þórs Laugardaginn 1. marz fóru fram þrjú innanfélagsmót Þórs í göngu við íþróttahúsið. Urslit urðu þessi: 13 og 14 ára: 1. Hjörtur Hjart- arson 13:59.0. 11 og 12 ára: 1. Mikael Ragn- arsson 13:46.5 sek. — 2. Björgvin Björgvinsson 14:21.1 sek. — 3. Jón Guðlaugsson 15:12.6 sek. 10 ára og yngri: 1. Baldur Brjánsson. — 2. Bjarni Jensson. —3 Sveinn Guðmundsson. Næstk. sunnudag fer fram stór- svig við Miðhúsahúsaklappir og mæti keppendur við sundlaugina kl. 10 f. h. Sundmótið, sem átti að fara fram á þriðjud., var frestað vegna vatnsskorts, og hefst það n.k. sunnudag kl. 5 e. h. M - _— —=—•- Hjálpið þér konunni yðar við uppþvottinn? Vandamál kvenna er stunda atvinnu utan heimilis til umræðu hjá Samein. þjóðunum. Finnskir eiginmenn eru taldir sérstaklega hjálp- samir á heimilum sínum, segir í skýrslu, sem lögð hefur verið fyrir kvenréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna, sem næst kemur saman til fundar í Genf þann 17. marz næstk. í skýrslunni segir, að 76% þeirra finnskra eiginmanna, sem spurðir voru, hjálpi til að einhverju leyti við heimilisstörfin, en 24% sögðust hjálpa til við „öll húsverk11. Algeng- ast er að eiginmenn hjálpi konum sínum við hrein- gerningar á íbúðinni, þar næst kemur barnagæzla, þá uppþvottur á matarílátum, matartilbúningur og loks tau-þvottar. Efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna, en kvenréttindanefndin heyrin undir það, hefur látið gera ítarlega skýrslu um stöðu og störf kvenna, sem vinna utan heimilisins. Er skýrslan byggð á rannsóknum í 38 löndum. Engar endanleg- ar ályktanir eru gerðar í skýrslunni, enda bent á, að það sé erfitt, þar sem sinn sé siður í hverju landi og aðstæður ólíkar frá einu landi til annars. Vinna á við tvo. Skýrslan slær því þó föstu, að margar konur, sem hafa störf utan heimilisins, vinni raunverulega tveggja manna verk, en einnig þetta er misjafnt eftir stærð íbúða, fjölda barna og annars heimilis- fólks o. s. frv. í Evrópulöndum er það algengt, að konur, sem vinna úti noti til þess 8—10 klst. á dag og 4—6 klukkustundir heima. Höfundar skýrslunnar vildu þó ekki leggja til, að þess yrði krafizt, að húsmæður, sem vinna utan heimilis fái styttan vinnutíma. Var talin hætta á, að ef slíkar kröfur yrðu bornar fram myndi reynast erfiðara að fá viðurkennt, að greiða beri sömu laun fyrir sömu vinnu karla og kvenna. í skýrslunni er lögð áherzla á, að heimilisstörfin séu fullt eins þýð- ingarmikil og hver önnur vinna, og það sé ekki hægt að ætlast til þess, að húsmóðirin ein beri hita og þunga dagsins af heimilisstörfunum, þegar báðir makar vinna úti. Athuganir í Danmörku. Af rannsóknum, sem gerðar voru í Danmörku, sézt, að 9% þeirra húsmæðra er unnu utan heimil- isins, komu ekki nálægt uppþvotti á matarílátum á heimilum sínum og að næstum 25% eiginmanna hjálpuðu konum sínum, er úti vinna, við matar- gerðina. I skýrslunni er einnig rætt um börn þeirra mæðra, sem vinna úti og hvaða áhrif frávera móð- urinnar frá heimilinu hafi á uppeldi þeirra. Það voru mjög skiptar skoðanir um þetta atriði. í sum- um löndum var talið, að það hefði ill áhrif á upp- eldi barna ef móðirin ynni úti, en í öðrum löndum var það talið börnunum til blessunar, að móðirin stundaði vinnu utan heimilisins, því að slík börn fengju betra tækifæri til að þroskast, bæði andlega og líkamlega en hin, sem alast upp undir verndar- væng móðurinnar, sem alltaf er heima. Skýrslan segir t. d., að í Englandi hafi fengist sú reynsla, að það beri síður en svo meira á afbrota- hneigð hjá börnum foreldra, sem vinna úti, eri hinna, sem heima sitja. Frá heilsufræðilegu sjónarmiði, segir, að rann- sóknir, sem farið hafi fram í Danmörku, hafi leitt Ijós, að konur, sóm vinna utan heimila lýist fljótar en kynsystur þeirra, sem eingöngu hugsa um heim- ili sín. Hins vegar verði „heimasæturnar“ oftap veikar, en þær húsmæður, sem vinna utan heimila sinna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.