Dagur - 06.03.1958, Blaðsíða 5
Fiinmtudaginn 6. marz 1958
D A G U R
5
ANNAR OG ÞRIÐJI HLl'TI
Eokksms
áfengisvarnarráðunautur
Jafnframt því, að miðstjórnin
lýsir ánægju sinni yfir því, sem
áunnizt hefur til framfara, telur
hún nauðsyn bera til að vekja at-
hygli þjóðarinnar á því, að al-
mennar framkvæmdir í landinu
hafa nú um sinn verið byggðar
meira á erlendu lánsfé en hægt
er að búast við að unnt verði á
næstunni, auk þess að fram-
kvæmdirnar hafa stundum verið
svo miklar, að þær hafa dregið til
sín vinnuafl frá aðalatvinnuveg-
um þjóðarinnar og þar með skert
gjaldeyristekjurnaar. Verð á
neyzluvörum hefur orðið að
greiða niður með ríkisfé í stærri
stíl en áður, til þess að kaup og
þar með tilkostnaður framleiðsl-
unnar hækkaði ekki, en hins
vegar hefur ekki komið tilsvar-
andi tekjuöflun til ríkisins á
móti. Verulegur greiðsluhalli á
ríkisbúskapnum hefur orðið síð-
astliðið ár og allmikið skortir á,
að tekjui' útflutningssjóðs hafi
hrokkið til uppbótanna. Afleið-
ing alls þessa er óhjákvæmilega
sú, að enn er hættuleg verðbólgu
* þróun fyrir dyrum í landinu og
tilfinnanlegur gjaldeyrisskortur,
ef ekki er að gert. Að óbreyttu
eru því framundan óleyst stór-
felld ný fjáröflunarvandamál.
Miðstjórnin leggur áherzlu á, að
sh'kt niðurgreiðslu- og uppbóta-
kerfi, sem hér hefur verið búið
við, er því aðeins framkvæman-
legt, að samkomulag geti tekizt
um að afla þess fjár, sem til þess
þarf. Jafnframt vill hún vekja
athygli á því, að enda þótt fé til
niðurgreiðslu og uppbóta væri
fyrir hendi, leiðir þetta fyrir-
komulag til vaxandi erfiðleika
fyrir framleiðslu þjóðarinnar og'
öll heilbrigð viðskipti og í því
ríkari mæli sem það er lengur í
gildi og uppbæturnar og niðui'-
greiðslurnar meiri. Framkvæmd
fyrirkomulagsins hefur það m. a.
í för með sér, að halda verður
uppi í vaxandi mæli innflutningi
miður nauðsynlegra vara, hátoll-
aðra, til tekjuöflunar í þessu
skyni, en að sama skapi verður
fyrir hendi hætta á gjaldeyris-
skorti til kaupa á nauðsynleg-
ustu tækjum, rekstrarvörum til
framleiðslu og brýnustu lífs-
nauðsynjum. Vaxandi verðupp-
bætur á einstakar útflutnings-
vörur koma jafnframt í veg fyrir,
að hægt sé að halda uppi at-
vinnurekstri eða stofna til nýrra
framleiðslugreina án uppbóta, og
dregur því úr viðleitni manna til
að auka fjölbreytni í atvinnulíf-
inu. En skortur á gjaldeyri til
nauðsynlegra innkaupa og fá-
breytni framleiðslunnar leiðir af
sér rýrnun lífskjara í landinu. —
Miðstjórnin telur því nauðsyn-
legt, að leitað verði annarra úr-
ræða í þessum efnum.
Miðstjórnin telur fyllstu nauð-
syn bera til, að haldið verði
áfram því samstarfi, sem hófst
með myndun núverandi ríkis-
Ctjórnar, og áríðandi, að efld
verði samvinna milli hinna fjöl-
mennu vinnu- og framleiðslu-
stétta til sjávar og sveita og
milli þeirra og ríkisvaldsins um
framkvæmdir og mótun efna-
hagskerfis, er miðað sé við það
að tryggja sem bezt almannahag
og framtíð þjóðarinnar, og sporna
gegn óþarfa eyðslu svo og gróða-
starfsemi sérhyggjumanna, sem
ekki samrýmist þjóðarhagsmun-
um. Skorar miðstjórnin á alla þá,
er að slíku samstarfi vilja stuðla,
að leggja fram krafta sína því til
stuðnings, standa saman gegn
þeim, er því vilja spilla, og halda
vörð um það, sem áunnizt hefur
eða er vel á veg komið. Væntir
miðstjórnin þess, að þeir aðilar,
sem að samstarfinu standa, hiki
ekki við að horfast í augu við þá
erfiðleika, sem framundan eru í
efnahagslífinu, og hopi ekki frá
þeirri ábyrgð, sem stjórnendur
landsins verða að taka á sínar
herðar í því sambandi. Geri það,
sem gera þarf og til heilla hoi'fir,
þó að áreynslu kunni að kosta í
bili.
Miðstjórnin leggur á það meg-
ináherzlu, að unnið sé að því af
hálfu Alþingis og ríkisstjórnar að
byggja upp traust atvinnulíf,
auka framleiðslu útflutningsvara
og nauðsynlegra neyzluvara,
skapa heilbrigt efnahagskerfi og
stuðla að jafnvægi í byggð lands-
ins. Hún telur, að áfram verði að
vinna að því að auka ræktun
landsins til fóðuröflunar og beit-
ar, stækka minnstu búin, skipu-
leggj a landbúnaðarframleiðsluna
með tilliti til markaðsmöguleika,
bæta samgöngur dreifbýlisins og
vinna að dreifingu raforkunnar,
auka fiskiskipaflotann, bæta
hafnir og aðstöðu til fiskverkun-
ar og færa út friðunarlínuna við
strendui' landsins. Ennfremur að
nota möguleika þá, er hinar nýju
virkjanir og orkuveitur skapa til
að auka iðnað í landinu, og þá
sérstaklega framleiðslu iðnaðar-
vara til útflutnings. En til þess að
þetta megi verða, telur mið-
stjórnin, að rekstrargrundvöllur
framleiðslunnar þurfi að vera
traustur. Á því byggist velmegun
bæði framleiðenda og launa-
manna. Þá myndi og með fram-
leiðsluaukningu sæmilega séð
fyrir gjaldeyrismálum þjóðar-
innar, ef engir möguleikar eru
látnir ónotaðir til að tryggja ís-
lenzkum framleiðsluvörum mark
aði, þar sem þeirra er kostur og
halda fyrri mörkuðum. í þessu
sambandi vill miðstjórnin enn á
ný beina því til hinna fjölmennu
vinnu- og framleiðslustétta að
gera sér þess fulla grein, hve
mikilsvert er fyrir þær að taka
höndum saman um uppþyggingu
framfara í landinu og standa að
ábyrgri ríkisstjórn, sem vill
þeirra hag, en láta ekki meðferð
þessara málefni í hendur þeirra
manna, sem eru fulltrúar fyrir
gróðastarfsemi og sérhagsmuni í
þjóðfélaginu.
Aðalfundur miðstjórnarinnar
heitir að lokum á Framsóknar-
menn um land allt að standa fast
saman um flokkinn og stefnu
hans, hver sem viðfangsefni hans
verða og hvað sem framundan
kann að vera í stjórnmálum al-
mennt. Skorar fundurinn einnig
á umbótasinnað fólk, hvar á
landinu sem er, að ganga til liðs
við flokkinn. Síðan flokkurinn
var stofnaður, fyrir meira en 40
árum, hefur hann aldrei staðið
traustari fótum meðal þjóðarinn-
ar en hann nú gerir og samhugur
og samheldni flokksmanna aldrei
meiri. Þetta kom glöggt fram í
alþingiskosningunum 1956, og þá
ekki sízt í því, hve drengilega og
hiklaust flokksmenn studdu það
kosningabandalag, sem gert var
samkvæmt ákvörðun flokksþings
á því ári. Þetta kom einnig skýrt
fram í bæjarstjórnarkosningun-
um í byrjun þessa árs, en í þeim
kosningum jók flokkurinn heild-
arfylgi sitt um 29% frá því sem
var í næstu bæjarstjórnarkosn-
ingum á undan. Framsóknar-
flokkurinn hefur aldrei skorazt
undan þeirri ábyrgð að hafa for-
ystu um lausn mála á þann hátt,
sem hann hefur talið óhjákvæmi-
legt og þjóðinni fyrir beztu, enda
þótt hann geri sér ljóst, að nauð-
synleg úrræði eru ekki alltaf öll-
um að skapi við fyrstu sýn og
óábyrg afstaða getur á tímabili
villt um fyrir mönnum við mat
þeirra. Það hefur oft komið í
hans hlut að taka upp baráttuna
við ábyrgðarleysið í efnahags-
málum þjóðarinnar og til þess er
hann jafnan reiðubúinn, jafn-
framt því sem hann berst fyrir
alhliða framförum og hvetui'
þjóðina til bjartsýni og trúar á
land sitt og framtíð.
NÝJA-BÍÓ
ASgöngumiðasala opin kl. 7—9. j
Ncesta mynd:
KOSSDAUÐANS
Áhrifarík og spennandi, ný|
amerísk stórmynd, í litumf
°g
CINIMaS
byggð á metsölubókinni;
„A Kiss Before Dying”
eftir Ira Levin. Sagan kom^
tsem framhaldssaga í Morg-
unblaðinu í fyrra sumar,J
undir nafninu
„Þrjár systur“.
Aðalhlutverk:
ROBERT WAGNER
JEFFREY HUNTFR
VIRGINIA LFITH
Bönnuð börnum.
Um helgina:
Nýtt
teiltnimyndasafn
FÁEIN MINNÍNGARORÐ
„Leiknum er lokið.“
Agústus keisari.
ÞO AÐ dauðinn sé óhrekjandi
staðreynd í sögu alls lífs, er eins
og liann konii okkur þó alltaf á
óvart, að minnsta kosti þegar hann
keniur snögglega og gerir engin;
boð á undan sér. Þannig mun því ‘
liafa verið farið með marga, er jteir
heyrðu að Brynleifur Tobiasson
væri látinn.
Nokkrum dögum áður var liann
hér norður á Akureyri í stuttri
heimsókn. Þá var liann enn logandi
af áhuga og flutti ræður í öllum
framhaldsskólunum hér í bænum.
Einnig mætti liann á fundi hjá
ádengisvarnanefnd. A öllum Jiess-
um stöðum talaði hann auðvitað
unt sitt hjartans mál, bindindis-
líiálið, og eggjaði til starfa og dáða.
Hann var glaður og reifur að
vanda og bjartsýnn að venju, en
mér þótti jió, sem nokkur skuggi
hvíldi yfir heiðum svip hans, og
mun vanheilsa konu hans hafa
valtlið jteim áhyggjurúnum. Hún
hafði verið vanheil um nokkurt
skeið, en virtist jió á batavegi. Það
dæmi var þó skakkt reiknað, því að
skömmu eftir heimkomu Brynlcifs
að norðan fékk liún heilablóðfall
og var flutt í sjúkraliús. Svo er gef-
inn nokkur frestur. En aðfaranótt
fimmtudagsins 27. febrúar er hringt
af sjúkrahúsinu til/Biynlcils manns
hennar og honum tilkynnt, að kona
hans sé látin. Eftir nokkra stund er
Brynleifur einnig látinn. Hann var
kominn i frakka og ferðbúinn,
hafði liringt til fræmla síns 1 bæh-
um og beðið hann að koma með
sér til sjúkrahússins, en þá kom
kallið til hans. Sú ferð var óþörf.
Þau hittust á ströndinni hinum
megin. Hið góða hjarta hans hafði
ekki jiolað þennan beiska bikar.
Að þessu sinni varð ekkjumanns-
biðin stutt.
Þessi brottför Jseirra hjóna er í
senn dramatisk og fögur. Hún gæti
verið lokaþáttur í miklu skáldverki.
Og j)að er hún raunar. Mannlífið
er skáldverk drottins, sem hann
yýkur með ýmsum hætti. Þetta var
fágætur leikur liins ntikla og háa
taflmcistara.
Brynleifur Tobiasson er fæddur
20. apríl árið 1890 að Geldingaholti
í Skagafirði, gömlu og frægu höfuð-
béjli. Foreldrar lfans voru Jiau Tob-
ias Eiríksson, Jónssonar, bónda á
íbishóli í Seyluhreppi, og kona
hans, Sigþrúður Helgadóttir, bónda
á Syðra-Skörðugili í sörnu sveit.
Snemma hneigðist hugur Bryn-
leifs til mennta. Þá braut hóf hann
á bændaskólanum á Hóluni og lauk
jiaðan prófi vorið 1907 eða fyrir
rúmum 50 árum. Þaðan fór hann
í Kennaraskédann og lauk Jraðan
kennaraprófi vorið 1909.
Næstu ár var hami kennari í
Seyluhreppi, á Sauðárkróki og í
Reykjavík. En veturinn 1914—15, er
liann var kennari í Reykjavík, las
hann jafnframt undir gagnfræða-
próf við Menntaskólann í Reykja-
vík og lauk gagnfræðaprófi vorið
1915, en stúdentsprófi þrem árum
síðar frá sama skéda. Síðan stund-
aði hann lramhaldsnám bæði við
liáskólann í Kaupmannahöfn og í
Leipzig.
Haustið 1918 varð hann kennari
við Gagnfræðaskólann á Akureyri
og síðar við Menntaskólann, og
kom liann víða við sögu Jiau 35
ár, er hann dvaldist á Akureyri.
Hann var í skólanefnd Akureyrar
frá 1920—38 og formaður frá 1927
og síðar í fræðsluráði. Þá var ltann
lengi íormaður stjórnar Amtsbóka-
safnsins og í sóknarnefnd Akureyr-
ar mörg ár, og formaður Stúdenta-
félagsins einnig í mörg ár.
Bæjarfulltrúi varð hann árið
1929 og átti sæti í bæjarstjórn í
ntörg ár og var forseti bæjarstjórn-
ar um skeið. Stórtemplar í Stór-
stúku íslands var haim 1924—27 og
aftur 1955—1957. Hann hefur gegnt
hinum æðstu embættum í Góð-
templarareglunni á öllum stigum
hennar og mætt á erlendum bind-
indisþingum og alþjóðajiingum
fyrir hönd íslands og setið í stjórn-
unt norrænna og alþjóðlegra bind-
indissamtaka, og nú síðustu árin
var hann áfengisvarnaráðunautur
ríkisstjórnarinnar.
Brynleilur hefur fengizt mikið
við blaðamennsku og ritstörf. Var
hann ritstjóri Islendings um skeið
og einnig ritstjóri Templars. Mikið
liggur eltir hann al sagnfræðilegum
ritgerðum. Stærsta rit hans er „Hver
er maðurinn?", í tveimur bindum.
Þá má nefna Sögu bindindishreyf-
ingarinnar á Islandi og Skagfirzk
fræði, Islendingaævir, Alþingis-
mannatal o. m. 11. Auk alls Jjessa
hefur hann skrifað ljölda greina í
blöð og tímarit.
Árið 1920 kvæntist Brynleifur
fyrri konu sinni, Sigurlaugu Hall-
grímsdóttur, stýrimanns, og konu
hans, Guðrúnar Sigurðardóttur. En
hann missti hana eftir tveggja ára
sambúð. Sonur þeirra er Siglaugur
amtsbókavörður á Akureyri. Arið
1952, er hann hafði vcrið ekkju-
maður í 30 ár, kvæntist hann í
annað sinn. Seinni kona hans var
Guðrún Guðnadóttir frá Skarði á
Landi.
Þetta eru aðeins nokkrir drættir
í ævisögu Brynleifs Tobiassonar.
Ævi hans er [irotlaust starf. Og J>ar
er ckkert unnið með hangandi
hendi. Hann er allur í starfinu,
livort sem J)að er skyldustarl lians
cða áhuga- og hugsjónastörf. Þótt
við séum báðir Skagfirðingar, J)á
kynntist ég honum ekki í heima-
högum okkar. Bæði var J)að, að
hann fór snemma að heiman, Jiegar
ég var enn ungur, og svo voru Hér-
aðsvötn sá farartálmi i J)á daga, að
Jiau skiptu Skagafirði í raun og
veru í tvö' ríki, og voru litlar sam-
göngur þar á niilli. Það var ékki
fyrr en vorið 1925, sem ég kynntist
Brynleili í fyrsta sinn. Það var á
Stórstúkuþingi í Reykjavík. Eg var
þá að leita eftir láni til lnisbygging-
ar fyrir Góðtémplarastúku austur á
landi. Brynleifur lór með mér á
fund bankastjóra Landsbankans og
leystist Jiað mál vel. Síðan heftir
samvinna okkar verið náin á ýms-
um sviðum, og því lengur, sem ég
hef kynnzt honum, því betur lief
ég kunnað að meta hann.
Aðalævistarf Brynleifs hefur ver-
ið kennsla, og ég lield að aðal-
kennslugrein hans hafi jafnan ver-
ið saga. Hann var mikill sögumað-
ur. Hann unni sögunni, sökkti sér
niður í hana og kalaði J)ar eftir
fjársjóðum. Ræðumaður var liann
mikill, og sótti hann þá ckki sjaldan
tilvitnanir í sögu liðinna alda. Lat-
ínumaður mun hann einnig liafa
verið mikill. En ltann var ekki að-
cins sögukennari. Hann var einnig
fræðimaður, sem kafaði í sögu lið-
inna kynslóða, ekki aðcins vegna
kennslu slnnar, heldur af J)ví, að
töl'rar sögunnar færðu honum verð-
mæti, sem urð uhluti af lífi hans.
Ég lield að öllum, sem notið lrafa
kennslu Brynleifs, bcri saman um,
að hann hafi verið fágætlega góður
og vinsæll kcnnari. Ég hygg, að
nemendur lians hafi í senn borið
virðingu fyrir hoiutm, og að þciin
hafi þótt vænt um liann. Og ber
(Framhald á 7. síðu.)