Dagur - 29.03.1958, Blaðsíða 7
Laugardaginn 29. marz 1958.
D AGUR
7
Sigrún Jóhannesdóttlr
frá Espigrund
r'
Fáein minningarorð
Sigrún Jóhannesdóttir frá Espigr
Við Sigrún Jóhannesdóttir
kynntumst fyrst á Grund, þar
sem við vorum bæði vinnuhjú
hjá þeim Magnúsi Sigurðssyni og
Guðrúnu Jónsdóttur, sem var
systir Önnu móður Sigrúnar.
Við störfuðum að vísu sitt í
hvorum verkahring, Sigrún við
búið undir stjórn Guðrúnar, eg
við verzlunina, undir stjórn
Magnúsar. En þó að Magnús væri
fyrst og fremst mikill verzlunar-
maður, var hann einnig athafna-
samur bóndi. Það lá því jafnan
breið brú milli þessara verka-
hringa og mörkin ekki skýr að
ýmsu leyti. Eg var því oft í sam-
verki með vinnuhjúum búsins.
Eg veitti því þegar athygli, að
Sigrún vann öll sín störf hljóðlát
og af stakri alúð og verklagni.
Aldrei heyrðist hún mögla, þótt
starfið væri stundum allerfitt og
ekki sem þrifalegast. Hún var
gláðlynd, en gat ekki talizt kát,
en þó gamansöm í sínum hóp, og
næmt auga hafði hún fyrir því,
se'm broslegt var í háttum og tali
manna. Hún var mjög jafnlynd
og sá eg hana aldrei bregða skapi.
Húsmóðirin lét það venjulega
falla í hennaf hlut að annast um
þá heimamenn, sem urðu að
liggja rúmfastir dag og dag. Það
stárf leysti hún af hendi af sömu
alúðinni. og önnur. Mér duldist
ekki að hún hefði bæði her.dur
og hjarta til að verða afbragðs
hjúkrunarkona. Og það hefði hún
áreiðanlega orðið, ef hún hefði
lagt það fyrir sig.
Þegar á barnsaldri komst Sig-
rún í kynni við fátæktina og
snemr/pti mun henni hafa orðið
það ljóst að fátæktin var böl, sem
lagði stein í götu fyrir heilbrigð-
an þroska og eðlilegar þarfir. Og
í huga þessarar vel gefnu stúlku
hefur á ungum aldri skapast
andspyrna gegn þessu böli, án
þess þó að þessi tilfinning ætti
sér fast form eða farvegi, og
sennilega án þess hún væri sér
þess fyllilega meðvitandi þá þeg-
ar. En áreiðanlegt er það, að
þ.essi kennd — andspyrnan gegn
fátæktinni — varð einn af sterlc-
ustu eðlisþáttum hennar, sem
síðar varð að framkvæmd.
Þegar hún fór að vinna fyrir
kaupi, utan heimilis síns, lét hún
það ganga til að bæta úr þörfum
foreldra sinna, það sem það
hrökk til. Hún vandist snemma á
sparsemi og nýtni, sem fylgdi
henni alla ævi síðan.
Sigi'ún var sönghneigð og Ijóð-
elsk, og sá er grunur minn að
hún hafi verið nokkuð hagmælt,
enda ekki langt að sækja það, þar
sem faðir hennar, Jóhannes
Þórðarson, var prýðilega hag-
mæltur. En ekki flíkaði Sigrún
því. Þó hafði eg einu sinni undir
höndum greinarkorn eftir hana,
sem kom út í blaði okkar ung-
mennafél., og var nánast einkar
Vorið
snoturt ljóð í óbundnu máli. Sig-
rún hafði þýða og blæfagra söng-
rödd, sem fór mjög vel í samsöng.
Sigrún var að öllu eðli sínu
kynborið barn sveitarinnar. Hún
unni einlæglega gróinni jörð og
grænum haga. Henni þótti vænt
um húsdýrin og gerði allt, sem
hún gat til að þeim liði sem bezt.
í gveitinni stóðu rætur eðlis
hennar og athafna djúpt í jörð.
Þar undi hún hag sínum bezt í
samfélagi við gróður og húsdýr,
og gat ekki hugsað til að slíta sig
þaðan. Hún þráði að eiga sjálf
yfir að ráða jörð og áhöfn. Sá
draumur hennar rættist nokkru
eftir að hún giftist eftirlifandi
manni sínum, Jóni Kirstjánssyni
kennara. Þá fengu þau ábúð á
jörð í átthögunum. Þar gat hún
hlynnt að gróðri og málleysingj-
um með sinni mjúku og hlýju
hjúkrunarhönd. Og síðasta hand-
takið hennar var að hlynna að
húsdýrunum sínum.
í minningum mínum um Sig-
rúnu ríkir hlýhugur og þakklæti
til hennar fyrir alla okkar sam-
veru og öll handtökin hennar á
búi okkar hjóna á Grund, og ekki
sízt fyrir alúðina og vinarþelið,
sem hún bar ávallt til dætra
okkar.
Eg sendi eftirlifandi eigin-
manni hennar hugheilar samúð-
arkveðjur, sem nú í annað sinn er
sviptur ástríkum lífsförunaut.
Megi ævikvöld hans verða sem
bjartast og hlýjast.
Hólmgeir Þorsteinsson.
NÝJA-BÍÓ
h-Vðgöngumiðasala opin kl. 7—9.:
Um helgina:
Fj
ormemiinganur
iMjög spennandi ameríski
stórmynd frá villta
vestrinu.
Aðalhlutverk:
JOHN HODIAK
og JOHN DEREK
Næsta mynd:
ALLT Á FLOTI
Amerísk söngva- og gaman-
mynd í litum.
Aðalhlutverk:
ESTER WILLIAMS
FERNANDO LAMAS
ogJACK CARSON
20, 30 og 40 lítra.
VORTÐ, 1. hefti þessa árs, er ný-
komið út og er að vanda fjölbreytt
að efni og góður lestur.
Þetta hefti ltefst á „Veðmálinu"
eftir Frímann Jónasson, þá er frá-
sögnin „Drengur eða telpa“, þýdd
af Helga Valtýssyni, leikþátturinn
„Pétur heimski og prinsessan" í
þýðingu H. J. M., og „Skór kon-
ungsins", þýtt af sarna, framhalds-
sagan „Börnin við járnbrautina“ og
margt fleira til skemmtunar og fróð-
leiks.
- íngólfur Davíðsson
(Framhald af 8. síðu.)
40—70% meira í geymslu, vegna
hýðisskemmdanna. Hér á landi
eru kartöflur sjaldan fullþrosk-
aðar við upptöku. Hýðið er þá
mjög viðkvæmt fyrst í stað. En
það þykknar og styrkist eftir
nokkra geymslu á sæmilega hlýj-
um stað á haustin. Eftir það þola
þær betur flutning og þurfa að
komast í svala vetrargeymslu.
Við áttum eitt sinn doktor í
gróðurfræðum. Sá varði með
sóma doktorsritgerð um hunda-
súrur, en er nú háskólakennari
vestan hafs. Hollenzkir eiga tvo
gulrótardoktora. Hvenær megum
við vænta þess að efnilegir, ungir
menn velji sér rannsókna- og
doktorsritgerðaefni um einhver
atriði, í t. d. kartöflu- eða kál-
rækt?
Véla- og búsáhaldadeild
- Nautgriparæktin
(Framhald af 5. síðu.)
—140 gripir alls, þar meðtalin
allmörg naut, sem lánuð eru út
um sveitir.
Verið er að þyggja stórt og
myndarlegt fjós að Lundi, ásamt
áburðar- og heygeymslum. Þeg
ar það er fullgert, er ætlunin að
færa starfsemina frá Grísabóli að
Lundi og Rangárvöllum. Búfjár-
ræktarstöð kostar mikið fé, en
gefur lítið í aðra hönd í beinum
-tekjum. Enn munu þeir bændur
til, sem telja því fé á glæ kastáp,
sem til hennar er varið. En ef lit-
ið er á þann glæsilega árangur,
sem þegar hefur náðst, þurfa
bændur ekki að barma sér.
Kýrnar á sambandssvæði SNE
standa nú líklega fremst á landi
hér um mjólkurmagn og afurða-
getu. Fyrsta og stærsta takmark-
ið er að halda þeim árangri, sem
þegar hefur náðst, og er það út af
fyrir sig mjög' þýðingarmilcið. t
öðru lagi munu menn vilja ná
lengra og verður það ekki gert á
annan hátt en með fullkominni
rannsókn, eins og hægt er að
gera á búfjárræktarstöð, og
verður væntanlega gei't. Þeir,
sem ekki vilja vera. með í slíku
félagsstarfi, hljóta að forpokast í
þessari atvinnugrein og er það
ekki samboðið eyfirzkum bænd-
um.
Fyrstu stjórn SNE skipuðu:
Halldór Guðlaugsson, Jónas
Kristjánsson og Björn Jóhanns-
son. Nú er stjórnin þannig skip-
uð: Jónas Kristjánsson, Jón G.
Guðmann og Kristinn Sigmunds-
son. Sá síðastnefndi var kosinn í
stjórnina í stað Halldórs Guð-
laugssonar, sem setið hafði þar
frá upphafi. — RD.
Sameiginlegar páskasamkomur
verða haldnar í Nýja-Bíó, eins og
undanfarin ár, á föstudaginn
langa og páskadag kl. 4.30 e. h. —
Mikill söngur og hljóðfæraslátt-
•. — Verið velkomin á þessar
samkomur. Börn innan 8 ára
verða að vera í fylgd með full-
orðnum. — Fíladelfía, Hjálpræð-
isherinn, S j ónarhæðarsöf nuður-
inn.
Fíladelfía, Lundargötu 12. —
Páskasamkomur okkar verða
þannig: Skírdag: Almenn sam-
koma k. 8.30 e. h. — Föstudaginn
langa: Almenn samkoma kl. 8.30
e. h. — Páskadag: Almenn sam-
koma kl. 8.30 e. h. — 2. páskadag:
Almenn samkoma kl. 8.30 e. h. —
Söngur með guitarundirleik. —
Allir hjartanlega velkomnir.
Hjálpræðisherinn. Pálmasunnu-
dag kl. 14: Sunnudagaskóli. Al-
menn samkoma kl. 20.30. —
Mánudaginn 31. marz kl. 17:
Heimilissambandið. Kl. 20.30:
Æskulýðssamkoma. — Skírdag
kl. 20.30: Almenn samkoma. —
Föstudaginn langa kl. 20.30: Al-
menn samkoma. — Á páskadags-
morgun kl. 8: Upprisufagnaðar-
samkoma. Kl. 20.30: Hátíðarsam-
koma. Kl. 14: Sunnudagaskóli. —
2. páskadag kl. 20.30: Almenn
samkoma. — Verið hjartanlega
velkomin á samkomurnar.
Dagur fæst keyptur í Sölu-
turninum, Hverfisgötu 1, Rvík.
Dánardægur. Maron Sölvason,
Ránargötu 26, varð bráðkvaddur
á miðvikudaginn var. Hann verð-
ur jarðsunginn frá Akureyi-ar-
kirkju 2. apríl.
Kirkjan. Messað i Akureyrar-
kiréju n.k. sunnudag (pálma-
sunnudag) kl. 2 e. h. — Þessir
sálmar verað sungnir: 25 — 202
— 142 — 144 — 203. 'Eftir messu
verður tekið ó mótii .gjöfum til
íslenzkra kristniboðsins í Konsó.
K. R.
Skíðamót. Innanfélags-
1mót í svigi og stökki
fyrir drengi, 7—15 ára,
fer fram við Miðhúsa-
klappir sunnudaginn 30.
marz. Einnig fer fram keppni í
svigi stúlkna, sömu aldursflokk-
um. — Farið verður frá sund-
lauginni kl. 10 f. h.
Kristján Geirmundsson taxi-
dermist mun skrifa nokkra þætti
um fugla hér í blaðið, sérstaklega
farfuglana, er senn koma. Birtist
fyrsti þátturinn í blaðinu í dag.
Ást og ofurefli. Síðasta sýning
er annað kvöld kl. 8. Aðgöngu-
miðasími 1073. Notið síðasta
tækifærið!
Leiðrétting. í síðasta blaði var
sagt að „Gamli Gullfaxi“ væri
elzta flugvél loftflotans. Það er
ekki rétt og átti að vera „sú
flugvél íslendinga, sem lengst
hefur verið í millilandaflugi".
Karlakór Akureyrar hefur árs-
hátíð sína í Alþýðuhúsinu 2.
apríl næstk., eins og auglýst er í
blaðinu í dag. Kórfélagar taki
miða sína á sunnudaginn kl. 5—7.
Dýralæknar. Helgidagavakt um
helgina og næturvakt sæstu viku:
Ágúst Þorleifsson, sími 2462.
Bazar. — Verkakvennafélagið
Eining hefur bazar í Verkalýðs-
húsinu á pálmasunnudag (30.
marz) kl. 4 e. h.
(Framhald af 1. síðu.)
nú þegar af þeim nokkra reynslu.
Ennfremui' hefur Kaupfélag Ey-
firðngna notað Ferguson-drátt-
arvél á hálfbeltum til vöruflutn-
inga innanbæjar, þegar mest var
ótíðin og bílar komu ekki að
fullum notum.
Hvernig reynast beltin?
Ásgrímur bóndi svarar því svo,
að hann hafi þegar farið töluvert
á dróttarvél sinni með hinum
nýju heilbeltum og reynist þau
fullkomlega eins vel og vonir
stóðu til. En beltin þurfi að
strengja mjög vel. Þau kostuðu
yfir 15 þús. krónur. Hann segist
ennfremur hafa dregið sleða með
þrem tonnum' af þungavöru með
beltavélinni, en sleðinn hafi þó
verið óhentugur og ætlaður jarð-
ýtum. Ásgrími reynist bezt að
aka utan slóða og troðninga og
troða sína braut sjálfur.
í Oxnadal var aldrei rutt snjó
af vegum í vetur, og þar hefur
alltaf verið fært dráttarvélum og
oft jeppum.
Stefán Kristjánsson, Nesi, sem
r.otað hefur beltavél Skógrækt-
arinnar á Vöglum, hefur farið
nokkrum sinnum yfir Vaðlaheiði
og gengið vel. Jeppar hafa síðan
getað farið yfir heiðina í slóð-
inni. Hann segir að Ferguson
á slíkum beltum^ muni komast
leiðar sinnar í öllum venjulegum
srijó. Þær muni líka geta dregið
þung æki á hentugum sleðum.
Hann gat þess einnig, að sérstak-
lega gerðir dráttarkrókar, sem
mjög væru notaðir í Noregi, bæði
við vagna og sleða, auðvelduðu
rnjög notkun vélanna. Ferguson-
dráttarvélar á snjóbeltum gætu
dregið 5—8 tonn á hentugum
sleða, að því þar væri talið. Hér
mundi reynslan einnig verða
svipuð við. sömu aðstæður. —
Beltadráttarvélarnai' ausa snjó
yfir sig og ökumanninn í keyrslu.
Hlífar eru því nauðsynlegar og e.
t. v. létt hús, ef ferðast er í
hörkuveðrum.
Beltadráttarvélar eða snjóbílar?
Reynsla sú af hinum norsku
snjóbeltum og þingeysku snjóbíl-
anna, ætti að forða Norðlending-
um frá því að daga uppi eins og
tröll. Fyrir næsta vetur verður
að endurskoða flutningatækin, fá
þau beztu, sem völ er á, en afskrá
þau gömlu.
Þitt land er mitt land
(Fi-amhald af 2. síðu.)
inn okkar Terrys hrundi til
grunna. Það var of seint.
Skilaboð Roosevelts voru af-
hent þann 6. desember. Fimm ár-
um seinna sagði keisarinn sjálfur
Terry, að hefði skeytið komið
einum degi fyrr, þá hefði hann
bæði getað komið í veg fyrir
árásina á Pearl Harbor og gert
það.
(Framhald.)