Dagur - 02.04.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 02.04.1958, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 2. apríl 1958 Örnefni í Saurbæjarhreppi Anganlýr Hjörvar Hjálmar- son og Pálmi Krisljánsson hafa safnað og gefið út 1957. Fyrir hvatning og tilbeina Ung- memiaíélags Islands komst nokkur hreyfing á örefnasöfnun hér á landi fyrir allmörgum árum og munu vera til talsvert merkileg söfn frá hendi einstakra manna eins og t. d. Margeirs heitins Jónssonar, ]>ó að fæst af því hafi verið gefið út. En gera má þó ráð fyrir, að mjög víða sé þó þétta starf enn óunnið, eða ekki hafi verið nógu nákvæmlega að því gengið, og bíður það því enn síns tíma. Allmikið er og tilfært af örnefn- um í ýmiskönar þjóðsögum, íslend- ingasögum og sóknarlýsingum þeim, er Bókmenntafélagið lét gera fvrir fiimum luindrað árum síðan, og er mikið starf óunnið í því efni að rannsaka þessi örnefni, bæði mál- fræðilega og að því leyti sem þau eru tengd sögulegum minningum. Tveir barnakennarar úr Saur- bæjarhreppi hafa með útgáfu þessar ar bókar unnið ágætt og merkilegt verk, sem verða mætti mörgum til fyrirmyndar.Þeir hafa gert nákvæmt og ýtarlegt yfirlit yfir f>11 þau ör- nefni í Saurbæjarhreppi, sem mönn- um eru nú kunn og getið sagna, sem við þau eru tengd. Til dæmis er hér gctið 53 eyðibýla, sem tii eru sagnir um. misjafnlega Ijósar. Kkki eru þó skjalfcstar heimildir til nema um nokkur þeirra, og hljóta þá hin örnefndu að vera eldri en þriggja alda gömul, óg sum kunna að vcra af býlum, sem lögðust nið- ur í svartadauða. Annars má vera, að sum ]>essi örnefni, sem talið er að séu af býlum, kunni aðeins að hafa verið ;if fjárhúsum, beitarhús- um, eða húsmennskukofúm, sem staðið hafa skamma stund. Um nokkur evðibýli er þó getið :í Jarðaljók Arna Magnússonar og Fáls Vídalín.s, og þar eru býli enn :í byggð, sem nú er ekki vitað með ■vissu, hvar verið hafa. Sýnir þetta, hversu fljótt getur fennt vfir forn- ar minningar, þó að aðrar geymist kánnske frá landnámsöld. Ornefnasfifnun er hið mesta nauð synjaverk. Með hverri kynslóð, sem gengur til grafar, týnast mörg þeirra, og sama sagan gerist, þegar iljúen daskipti verða á jörðum, einkum ef nýi ábúandinn kemur langt að. Ilættan á þessari gleymsku fer vaxandi með auk- inni vélvæðingu og brcyttum bún- aðarháttum, þegar fólki fækkar í sveitum og minna verður urn tóm- stundir manna úti í náttúrunni. Stórvirkar vélar jafna óðum við jörðu lióla og Iiæðir og slétta yfir forn dys og tóftarbrot, sem sögu- legar minningar voru bundnar við og geyma sagnir um og forn minni, örlfig og aldurtila, er þá gleymast um leið. Allt þetta skilja höfungarnir vel og gera sér því far um að staðsetja örnefni sem bezt, einnig þau, sem nú sér ekki lengur stað, en vitað er um að verið hafi. I>eir skýra frá því, sem hel/t er vitað, hvar forn hof eða kirkjur hafi staðið, sem löngti er niður lagt, eyktamörk, sel og eyðíbýli og jafnvel hús, sem áður stóðu á staðnum, eða ef bæir hafa verið færðir. Allt er þetta fróðleikur, sem é>ðum cr að glatast og hverfur með öllu, ef ekki verð- ur bókfærður. Og loks er þess að geta, sem ekki er sízt merkilegt, að í örnefnunum sjálfum varðveitast oft forn eða fátíð orð og orðmvnd- ir, scm stundum cr cf til vill hvergi annars staðar að finna. Hér eru forn viilulciði og goðasund, diiggv- arsteinar, strillur, mönuteigur, ó- færuskeið, hleinar, Samarítaholt, Paufi og Bælingshé>ll (Blæings- lióll?), Gantrés (líklega afbökuð orðmynd). Einkennilegt er viður- nefni Siggu spretu. Höfundárnir hafa gengið mjög skilmerkilcga frá verki sínu. Mynd- ir af öllum bæjum í hreppnum og nokkrar landslagsmyndir prýða bé>kina, og er hún myndarlega éit- gefin, enda þótt lesmálið sé fjfil- ritað eða Ijósprentað cftir vélrit- uðu handriti. Hafi þeir þiikk fvrir vel unnið verk. Bók eins og þessi þyrfti að vera til yfir alla hreppa á landinu. Bénjamin Kristjánsson. Séra Sveinn Víkingur: F.fnið og andinn. Reykjavik. llóka- útgáfan Fróði 1957. I>að vildi svo til af einhvejum ástæðum, að i auglýsingaflóðinu fyrir jólin tók ég ekki eftir, að út væri komin l>é>k cftir séra Svcin Víking, fyrr en svo seint, að sjé>ð- ir voru þrotnir fyrir hátíðina. Eg gat því ekki náð í bókina fyrr en upp úr nýári, að ný ,,fjáílög“ voru samin bg samþykkt. En þá lét ég það ckki dragast. F.g lét það vera fyrstu bókina, sem eg keypti á þessu ári. Og þeirra kaupa mun mig sízt iðra. 1 þessari fallcgu bók gjörir höf. ljétsa grein fyrir viðhorfum sínum til margra vandamála lífsins og skiptir efninu í 26 kaflæ FTann ræðir þar trúmál og siðgæðismál, gildi og takmark lífsins og frani- hald þess eftir dauðann — og það gjörir hann svo vel og viturlega, að ég sé ekki betur, en að bókin eigi erindi til allra liugsandi manna, yngri og eldri. Bókin cr að mínum dómi svo vel skipulögð og ljóst skrifuð, að eg skil ekki að nokkrum fullvita manni verði of- raun að lesa hana sér að gagni. llún er bæði ljé>s og grcinagóð. Suma kafla liennar finnst mér að mcgi telja til ritlistar. Ef eg liefði mátt segja fyrir utn námsefni og námsbækur í gagn- fræða- og menntaskólum landsins, þá myndi eg hafa lagt svo fyrir, að vikulcga yrði tími tekinn til að fara með nemendum í vissa kafla jressarar bókar. Eg cr þeirrar skoð- unar, að meiri þroska gæfi það unga fólki en ýmilcgt, sem þar er lært og farið með. Skólarnir ættu að gjöra sem mest að því, að hjálpa nemendum sínum lil að mynda sér hollar og þré>ttmiklar lífsskoðanir, sem, ásamt trúnni, gætu borið þá uppi í brimróti lífsins. Til grund- vallar teldi eg hcppilegt að leggja þessa bók, sem hér er minnzt. Nem- endur væru látnir lesa hana og kennarar ættu síðan samræður við þá um hið lesna. Eg er þess full- viss, að lengur myndu ncmendur minnast spaklegra viðræðna kcnn- ara sinna um ýmsa þeirra vanda- mála, sem bókin fjallar um, heldur cn sumra samanbarinna fré>ðleiks- atriða, sem þeir reyna að hugfesta fram yfir pré>fin, en hirða svo lítt um, þó að gleymist. Með ]>essum fáu orðum niínum vil eg vekja athygli almennings og skólanna á ]>essari gé>ðu bók, um leið og eg þakka höf. fyrir hana. Allir hvigsandi og leitandi menn ættu að kaupa þessa ágætu bók, og lesa hana oftar cn einu sinni. Það borgar sig. Vald. V. Snavarr. Fermingarskeyti KFUM og K. Akureyri Um fermingarnar, sem fara í hönd, hefur KFUM á Akureyri ákveðið að hafa fermingarskeyti á boðstólum til styrktar fyrir starfsemi sína. Þar eð engin fjár- öflunarstarfsemi hefur farið fram utan félagsins, hefur fjárhagur þess staðið allri starfsemi mjög fyrir þrifum. Félagið hefur starf- semi sína í leiguhúsnæði, en hef- ur mikinn hug á að eignast eigin hús í framtíðinni. Einnig er mik- ill áhugi innan þess að koma upp sumarbúðum, þar sem ungir menn geti dvalið, og notið úti- vistar og kristilegrar uppfræðslu. KFUM var stofnað 1. desember 1951, og hafði þá verið unnið að undirbúningsstarfi í 5 ár. Starf- semi þess skiptist í 3 deildir: Yngstu deild fyrir 9—12 ára drengi, Unglingadeild fyrir 12— 17 ára unglinga og Aðaldeild fyr- ir 17 ára og eldri. Fundir eru haldnir vikulega í hverri deild. Fundarsókn hefur verið góð í vetur og hefur áhugi innan fé- lagsins aukizt mjög. Félagið hef- ur undanfarið haft tíma í sund- höll bæjarins. KFUM á Akureyri starfar á grundvelli hinnar íslenzku, ev- angelisk-lútersku kirkju og er viðurkennt af alheimssamtökum KFUM. Takmark þess er að vekja siðferðislegt líf ungra manna, og hlynna að andlegri og líkamlegri velferð þeirra. Til þess að félagið geti veitt félagsmönn- um sínum nauðsynlega fræðslu og skemmtun, þarfnast það áhalda, t. d. sýningavéla. Formaður þess er Björgvin Jörgensson kennari. Gwen Terasaki: Þitt land er miií land 8. (Framhald.) Morguninn eftir hina örlaga- þrungnu árás á Pearl Harbour var hringt dyrabjöllunni hjá okkur. Fyrir utan stóð maður frá FBI, bandarísku ríkislögreglunni. Hann kunni sitt starf og gekk hreint til verks. Hann sagði móð- ur minni, Mako og mér með kaldri kurteisi, að við skyldum dvelja innan dyra — vegna ör- yggis okkar sjálfra. Menn frá FBI myndu framvegis standa vörð til skiptis við dyrnar á íbúð inni okkar. Ef við vildum fara út í borg, yrði það að vera undir lögregluvcrnd. Fólk væri mjög æst í skapi, og stjórnin vildi ekki eiga á hættu nein óþarfaslys. Eg gat ekkert samband haft við Terry. Hanun var lokaður inni í sendiráðinu, en mér var sagt, að við myndum hittast aftur, er nánari ákvarðanir hefðu verið teknar um kyrrsetningu okkar. Aðstaða móður minnar var nokkrum vandkvæðum bundin. Hún hafði í upphafo styrjaldar- innar dvalizt á heimili útlendings fi'á óvinaþjóð, en hún fékk þó brátt leyfi til að fara. Við kvödd- umst — ef til vill í síðasta sinni. ,.Misstu ekki kjarkinn, telpa mín,“ sagði hún. Svo gekk hún hnarreist með föstum skrefum fram ganginn og leit ekki við. Er lyftudyrnar lokuðust á eftir henni veitti eg því fyrst athygli, að hún hafði alls ekki beðið mig að dvelja um kyrrt í Bandaríkj- unum. Eftir 10 daga fékk eg loks leyfi til að sjá Terry. Kvöld nokkurt um 9 leytið var honum fylgt heim í íbúðina. Skyldi hann fara aftur til sendiráðsbústaðarins næsta morgun. Eg fékk nærri því taugaáfall, er eg sá, hversu mjög atburðirnir höfðu tekið á hann. Þreyta, sorg og vonbrigði höfðu rist sínar rúnir í andlitið. Augun, sem áður höfðu Ijómað af fjöri, voru nú daufleg og full af hryggð. Við höfðum margt um að tala þessa nótt. Hann lék um stund við Mako, en er hún var komin í rúmið, spurði hann mig, hvað eg ætlaðist fyrir. Við yrðum að horfast í augu við þann mögu- leika, að þáttur sá, er hann hefði átt í sendingu símskeytisins til keisarans, myndi vitnast í Japan, og ef svo færi, væri lang líklegast að dauðinn biði okkar allra. Eg skyldi strax, hvað hann var að íara. Hann ætlaði að stinga upp á því, að eg yrði kyrr í mínu eigin landi, ef eg óskaði þess. Mér rann því í skap við þá tilhugsun, því að eg hafði bundið honum líf mitt og framtíð fyrir 10 árum — á brúðkaupsdaginn. Hann varð mjög hrærður, er eg svaraði því til, að mér væri ljós hættan, en eg væri reiðubúin að mæta því, sem að höndum bæri. Terry vissi, að ekkert gat bjargað landi hans. Það var dæmt til ósigurs og eyðingar. Tojo þekkti ekkert til hins vest- ræna heims, en Terry hafði víða farið og skildi þá þýðingu, sem hinn mikli iðnaðar- og fram- leiðslumáttur Bandaríkjanna hlaut að hafa á rás atburðanna, en þetta skildu ekki Tojo og hernaðarklíka hans. „Japan mun bíða ósigur,“ sagði Terry. „Al- gerðan ósigur.“ Nokkrum dögum seinna fékk eg leyfi til að fara til Terrys og dvelja í sendiráðsbústaðnum ásamt honum og öðrum Japön- um, sem þar voru kyrrsettir. — Strax eftir jól vorum við send til Hot Springs í Virginíu, og þar skyldum við dvelja, þar til unnt yrði að skipta á okkur og banda- rískum sendiráðsmönnum í Tókíó. (Framhald.) Skíðamóí Sfrandamanna Skíðamót Héraðssambands Strandamanna fór fram í Bjarn- arfirði 22.—24. marz 1958. — Sundfélagið Grettir sá um mótið. Úrslit urðu þessi: Svig karla, 16 ára og aldri: 1. Sævar Guðjónsson (N.), sam- anlagður brautartími 2 mín. 01.9 sek. 2. Halldór Tr. Ólafsson (Gr.) 2 mín. 08.9 sek. 3. Ármann Halldórsson (L.) 2 mín. 22.3 sek. Svig drengja innan 16 ára: 1. Guðjón Torfason (N.) samanl. brautartími 1. mín. 42.4 sek. 2. Sigvaldi Ingimundarson (Gr.) 1 mín. 49.6 sek. 3. Guðmundur Þorsteinsson (L.) 1 mín. 55.1 sek. Svigsvcitakeppni 3ja manna, inn- an 13 ára aldurs: Keppt var um farandbikar, sem Kaupfél. Steingrímsfjarðar. gaf og fyrst var keppt um 1947. Þrjár sveitir hófu keppni, en sveit Sundfél. Grettis hætti sök- um þess, að skíði eins keppand- ans brotnuðu. Úrslit urðu þau, að sveit Neistans sigraði á saml. tíma 7 mín. 57.8 sek., og vann nú bikarinn í þriðja sinn í röð og hlaut hann til fullrar eignar. — f sveitinni voru: Guðjón Torfason, Ármann Halldórsson og Sævar Guðjónsson. 15 km. ganga: 1. Sigurkarl Magnússon (R.) 1 klst. 27 mín 30 sek. (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.