Dagur - 02.04.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 02.04.1958, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 2. apríl 1958 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Afgreiðsla, auglýsingar og innheimta: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Í3S$$$$$$$$S$$$$$$$$$$S$S$$S$$$$S$S$S$$S$$S$$S$S$$$* Alvarlegt tómlæti FLUGSLYSIÐ á Öxnadalsheiði um síðustu helgi hefur vakið djúpa sorg. Þar létu lífið fjórir æskumenn, sem allir luku stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri í fyrravor og hófu háskólanám í Rvík sl. haust. Þeir lögðu af stað úr Reykjavík í lítilli flugvél seinni partinn á laugardag og hugðust skreppa til Akureyrar í páskaleyfinu. En rétt áður en Öxnadalurinn opn- aðist sýn flugmannanna, urðu ferðalok. Þegar dagur rann morguninn eftir, fannst litla flugvélin brotin á Öxnadalsheiði og lík þeirra félaga allra, sem með henni voru. Hinir ungu menntamenn, sem glaðir og reifir lögðu upp frá höfuðstaðnum, sáu aldrei ákvörðunarstaðinn, en byggðir Eyja- fjarðar skörtuðu sínu fegursta vetrarskrúði dag- inn eftir, er leitarflokkarnir héldu þögulir yfir snjóhvíta fannbreiðuna niður Öxnadalinn. Og þeir urðu samferða til Akureyrar síðasta spölinn eins og þeir höfðu ætlað sér, þessir fjórir skólapiltar, Harmafregnin af Öxnadalsheiði er enn einn blóði drifinn varði á leið flugþróunarinnar. En um leið og ástvinum hinna ungu manna eru sendar samúðarkveðjur, er vert að líta raunhæft á þetta mál frá fleiri hliðum en þeirri, er að fluginu snýr. í ÞESSU BLAÐI hefur verið bent á það hvað eftir annað, en fyrir daufum eyrum, að nauðsyn bæri til bættrar þjónustu Landsím- ans vegna umferðar yfir áðurnefnda heiði. Það er ekki hægt að hringja frá Bakkaseli til Akureyrar nema vissa tíma sólarhringsins, þótt líf liggi við. Fremstu bæir sitt hvoru megin heiðar geta heldur ekki talast við , beint, hversu mikið sem á liggur. Slík er símaþjónustan við fjölfömustu fjállaleið á Norðurlandi, og er eingöngu átt við stjórn Landshnans í þessu máli, en ekki einstakar stöðvar. Slysið á Öxnadalsheiði gcfur full- komið tilefni til að minna enn á þetta ófremdarástand, þótt hér hafi ekki orðið að sök. ENNFREMUR SKAL HÉR ENN minnt á nauðsyn hentugri farartækja til flutninga í snjó og til öryggis ef slys eða bráða sjúkdóma ber að höndum. Án þess að ýfa frekar harma þeirra, er nú eiga um sárt að binda, verður það að segjast eins og er, og er nauðsynlegt að benda á það, að ef snjóbíll hefði verið til hér á Akureyri eða nágrenni, hcfði verið hægt að koma mörgum klukkustundum fyrr á slys- staðinn. Getur hver maður séð hver áhrif það getur haft og jafnvel úrslitaþýðingu um líf og dauða, þegar slíkir atburðir gerast, sem nú hafa orðið. — Eyfirðingar geta ekki lengur daufheyrst við slíkum málum. Það er þeim ekki sæmandi. Auðvitað er ekki hægt að krefja neinn aðila reikningsskapar fyrir að eiga ekki snjóbíl eða hliðstæð farartæki. — Nokkrir opinberir aðilar ættu ekki að látaþað dragast lengur að hefjast handa, væntanlega undir stjórn slysavarnadcilda og Rauðakross- ins. Má þar nefna Rafveituna, Kaupfélag Ey- firðinga og íþróttafclögin, svo að nokkur séu nefnd. Ilið alvarlega tómlæti í þessum tveim þýðingarmiklu málum, er vonandi að fullu lokið, svo að ekki þurfi enn áð höggva í sama knérunn. Þegar Matthías kom til Ákureyrar Flutt á skólaskemmtun Oddeyrarskólans 1. marz síðastliðinn af Eiríki Sigurðssyni, skólastjóra Eg biS ykkur aS hverfa með mér rúm 70 ár aftur í tímann, og virða fyrir ykkur atburð, sem þá gerðist. Þessi atburður er merkur þáttur í sögu þessa bæj- ar. Við erum stödd í Norðurárdal í Skagafirði vorið 1887 og sjáum ferðamannalest feta sig upp brekkurnar til Öxnadalsheiðar. Hér er fjölmenn fjölskylda á ferð með mörg börn. Það er dálítil norðangola, sólskin og sæmilegt veður. Uti fyrir ströndum lands- ins er hafís landfastur víðast hvar. Jörð er gróðurlaus. Vorið hefur verið kalt, og erfitt um samgöngur á sjó vegna hafíssins. Hey og eldiviður af skornum skammti og víða matarlítið. — Þannig var það á hafísárunum áður fyrr. Fjölskyldan, sem nú er á leið upp Öxnadalsheiði, er að flytja búferlum til Akureyrar. Hún hafði gist á Kotum í Norðurárdal nóttina áður og sofið þar í tjöld- um. Það var kalt í tjöldunum og yngsta barnið hálf veikt. Þá lét konan á Kotum mjólka þá einu kú, sem þar var, og færði börn- unum dropann. Það hefur oft verið gefið af litlum efnum á ís- lenzkum sveitabæjum. En snúum okkur aftur að fólk- inu, sem er á leið yfir heiðina. Þetta er Matthías Jochumsson, skáld, með fjölskyldu sína. Hann er að flytja frá Odda á Rangár- völlum til Akureyrar, því að þar hefur hann fengið prestsembætti. Alls eru þarna 13 manns á ferð, auk fylgdarmanna, og eru börnin sjö. Þetta fólk hafði beðið í mán- uð eftir skipsferð í Reykjavík, en komist svo norður með póstskip- inu Láru. Á ísafirði varð Elín litla eftir hjá Magnúsi bróður séra Matthíasar. Hún var þá 7 ára. Lára komst með erfiðleikum inn á Sauðárkrók, svo var ísinn mikill. Þar var Matthíasi ráðlagt að fara í land, því að óvíst væri oð skipið kæmist inn á Eyjafjörð. Þó fór svo, að Lára komst alla leið til Akureyrar. En lítum nú aftur til heiðar- innar. Elzta barnið er Steingrím- ur. Hann var þá 11 ára. Hann reið knálegum fola á undan og fór fyrstur út í hverja spæmu. Hann var snemma kjarkmikill og áræðinn. Síðar varð hann einn af okkar merkustu læknum og starfaði lengi við sjúkrahúsið á Akureyri. Matthías reið síðastur upp heiðadrögin og teymdi undir Gunnari litla, sem þá var á 5. ári. Hann var dulur og íbygginn af barni að vera, og góndi fast upp í fjallatindana, en það var ný- lunda fyrir hann að sjá þá svo r.ærri. Þá spurði Matthías: „Þykja þér ekki fjöllin stór?“ Hann tók ekki undir það, heldur segir: „Því drepti guð ekki tröll- in, þegar hann skapti?“ Ekki er nú vitað hverju Matthías svar- aði, en hann hafði gaman af spurningunni. Koma þjóðskáldsins til Akur- eyrar var heldur dapurleg. Sjálf- ur segir hann: „Á Akureyri var okkur heldur fálega tekið, enda þekktu okkur fáir, en það vissu allir, að eg flutti með mér mikla fjölskyldu. Var þá hart í ári.“ Á slíkum harðindavorum var það oft veiðin í Pollinum, sem bjarg- aði og hélt lífinu í fólkinu. Þegar Matthías kom í bæinn, sneri hann sér til Eggerts Laxdal, kaupmanns, sem var innarlega í Hafnarstræti. Hann fylgdi ferða- fólkinu suður í Fjöru, að húsinu Aðalstræti 50, en það hús hafði Eggert keypt handa Matthíasi fyrir 1800 krónur. Húsið átti áð- ur Björn Jónsson, ritstjóri Norð- anfara, og hafði þar verið prent- smiðja. Þetta hús á því mikla sögu. En þarna var köld aðkoma og norðanstormur úti. Börnin heimtuðu mat, en hvar átti að taka hann? Ferðapeningarnir voru gersamlega þrotnir. En Matthías ákvað að fara með allan hópinn út á Hótel Akureyri, sem var þarna nálægt. En þá kallaði konan á Matthías og sýndi hon- um inn í búrið, en þar biðu allar hillur fullar af mat. Má um það segja, að þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst. Ekki var það fyrr en löngu síðar, að Matthías fékk að vita, að það var frú Rannveig Laxdal, sem hafði látið bera þessa matbjörg suður í hið tóma hús. Bjargaði þessi góða kona þar með heiðri bæjarins. En þau Laxdalshjónin voru alltaf miklir vinir Matthíasar. Þannig var koma Matthíasar til Akureyrar. Hannu bjó í mörg ár suður í Fjörunni, en byggði síðar húsið Sigurhæðir og bjó þar upp frá því. Og þar orti hann mörg af sínum fegurstu kvæðum. Nafn skáldmæringsins Matthí- asar Jochumssonar hefur varpað heiðri á Akureyri. En hafa Ak- ureyringar þá sýnt honum þá ræktarsemi, sem þeim ber? Þeir hafa að vísu reist honum minnis- varða í Lystigarðinum, og minnzt hans á merkum tímamót- um. En þeir hafa ekkert gert til að varðveita minninguna um hús þau, er hann bjó í, eða muni þá, er hann átti. í haust þegar Nonnasafnið var opnað, varð mörgum hugsað til Matthíasar. Og síðan hafa þeir Steindór Steindói'sson og Haukur Snorra- son ritað um þetta mál skil- merkilega og eggjað til að hefjast handa í þessu efni. Bæjarbúum ber siðferðileg skylda til að stofna Matthíasarsafn í öðru hvoru því húsi, sem hann bjó í. Og finnst mér, að það ætti að vera á Sigurhæðum, því að það hús reisti hann sjálfur. Þetta er nauðsynjamál vegna seinni tíma og verður ekki ámælislaust, ef ógert verður. Ber bæjarstjórn að hafa forgöngu í þessu máli, ef ekkert átthagafélag tekur það að sér. Sumarið 1956 kom eg að Aule- stad í Noregi, heimili skáldjöf- ursins Björnstjerne Björnson. — Þar er nú byggðasafn helgað skáldinu. í húsinu eru öll hús- gögn og munir frá búskaparárum þeirra Björnsons og Karólínu, og öllu vel við haldið. Það var un- aðslegt að koma þarna, þar sem hvert herbergi talaði sínu máli um hætti og líf þessa afreks- manns. Því að heimilið var ekki aðeins mótað af Björnson, heldur einnig Karólínu. Norðmenn voru svo heppnir að þekkja sinn vitj- unartíma í þessu efni. En man nú enginn ljóð Matthí- asar? Man nú enginn andagift- ina í innblásnu kvæðunum hans, þar sem mælskan er undraverð og leiftrar af snjöllum líkingum og tilsvörum. Þannig orti hann um bæinn okkar: (Framhald á 7. síðu.) 75 ára Aðalbjörg Björnsdóttir Aðalbjörg Björnsdóttir — „Bogga á Goðafoss" — á almæli I. apríl, og Jiað er ekkert snuð. Hún, sem skilur og þekkir svo niargt og lítur á lífið oft eins og kapal, er gengur auðlega upp, getur flestum betur brugðið sér á leik og horft með yfirsýn hins kímnigáfaða á allt Jtetta fáfengilega. • Það hittist giettilega á, að vinkonan er fædd Jrann dag, sem er Jrjóðarsiður að bregða út af alvöru hvers- dagsins og steinrunnum hátíðleiknum, sem alla er að drepa í logninu. Engu líkara en hún sé persóna, sem höfundur hafi skapað til að koma í veg fyrir, að hinar persónurnar frysu inni í sjálfum sér. Svo veitul er hún á andleg verðmæti, þ. e. líf. Því er gaman að vita af henni mitt í hjarta Jressa bæjar, lifandi manneskju, skemmtilegri dömu nteð ræktaða sál, sem alltaf er ung, Jjótt nýtt blað sé brotið í dagatalinu. Eg levfi mér að líkja því við kúltúr, að svona fólk er ennþá til meðal vor, én hún liefur heiðrað Akitreyri með nærveru sinni hálfa öld, lengst af .sem önnur hönd húsmóður og „sel- skabsdame upp á gamlan móð“ á höfðingsheimili, og nú undanfarin 7 ár gefið gömlu húsi í miðbænunr Jiokka. Þó þótti áður á Islandi leika nokkur ljómi um Jretta hús, enda þótt það væri úti í.skattlandinu — hér við norðurpól. Goðafoss Jrótti golt hótel. Heimsvönum smekkmönnum, sem gerðu kröfur, Jtótti þar elskulegt að vera, góður matur og annar viðúrgerningur snrekk- legur, minnti suma á meniiingarhótel á meginlandi Evrópu, með andrúmsloft og þann blæ, sem ekki var liægt að finna annars staðar á landinu. Og eg lref allt- af haft það á tijfinningunni, síðan eg fyrst kynntist henni elskunni á Goðafoss, að henni hafi verið ætlað ]>að hlutverk, að hleypa ekki Jressu gamla lofti út þaðan, jrótt hvorki sé nú lengur Jrar greiðasalan né rekstur sjálfstæðs gistilniss. 1 tilbreytingarleysi hinna nýju tíma — svipjeysinu — finnst mér hún alltaf varðveita og kynna glæsibrag liins bezta frá horfnum tínrum, sem hún veitir með persóiruléiknum einum og viðkynningunni. Það er Jjví bæði háttvíst og smekklegt, að mikil kona sitji nafn- togaðan stað. Aðalbjörg er upprunnitr í Þingeyjarsýslu, komin af lllugastaðaætt, gáfumannakyni, sem lrenni kippir í. Unr aðra erfða kosti Jrarf ekki að orðlengja, því að „sumir Jrurfa nrcðmæli, aðrir ekki“. — Aðrir ekki eins og Jrú, Bogga mín — Lifðu lreil. 31. nrarz 1958. Sleingrimur Sigurðsson. Heimurimi er fullur af sef jun Mikið er talað unr sefjun og dáleiðslu. „Heinrurinn er fullur af sefjun. Ef Jrú mætir kunningja Jrínunr á förnum vegi og segir við hann: Æ, hvað þú ert Jrreytu- legur! þá er Jrað scfjun — og Jregar fólk les auglýsingu í blöðununr um að Jrað eigi að nota stonratol, Jrá er það einnig sefjun. Dáleiðsla er einfakllega sefjun, senr framkvæmd er í ákveðnunr tilgangi." Þannig farast finnska lækninum Claes Cedercreutz orð. Ennfremur: „Það er ekki hægt að lækna sjúkdóma með dáleiðslu. Það er aðeins hægt að fjarlægja sjúkdómseiirkennin og fyrirbyggja Jrraulir. Þess vegna verðunr við að vera nákvæmir, Jregar unr Jrað er að ræða, í hvaða tilfellum á að nota dáleiðsluna."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.