Dagur - 02.04.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 02.04.1958, Blaðsíða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 2. apríl 1958 Listaverk að láni Fyrsfa litprentaða gróðurkorfið Þegar ungur maður fer út úr kirkju með stúlku í faðmi sér, þá hefur hann yfirleitt engin fyrir- mæli um að skila henni í kirkj- una aftur óskemmdri að þrem vikum liðnum. En þannig er það í Nicolaikirkju í Kaupmanna- höfn. Skýringin er sú, að stúlkan er úr gibsi. í kirkjunni fara að sjálfsögðu fram trúarathafnir, en auk þess er staðsett þar útlána- safn. Fólk fær ekki lánaðar þar bækur, heldur málverk, högg- myndir og önnur listaverk. Þetta merka útlánasafn var það fyrsta sinnar tegundar í heimin- um. Það varð frá upphafi ákaf- lega vinsælt, og skrifaðar hafa verið hólgreinar um starfsemi þessa í blöð um allan heim. Ár- angurinn hefur m. a. orðið sá, að nýlega fékk safnið bréf frá kanadiskum bónda. Hann sagðist í stuttu máli vilja kaupa lands- lagsmálverk, og stærðin ætti að vera 36x36 tommur. Ef þessu skilyrði yrði fullnægt, skipti annað engu máli, ekki heldur verðið! Þetta listaverkaútlán er þannig byggt upp, að ungir og viður- kenndir listamenn lána safninu ókeypis myndir sínar, en svo get- ur hver og einn fengið lánað listaverk fyrir kr. 3,85 í þrjár vikur. Það er þessari lánastarfsemi að þakka, að nú eru meira en 2 þús- margra stétta; lánað hefur verið und listaverk á heimilum fjöl- skrifstofustjórum, yfirkennurum, póstþjónum, verkamönnum, skólanemendum o. fl. o. fl. Flestir þeirra, sem fá lánaða listmunina, hafa ekki áður verið miklir unn- endur lista. Áhugi listamannanna á þess- um úrlánum sprettur m. a. af því, Símskák Hólmavík- Sauðárkrókur Sauðákróki 52. marz 1958 Símskákin milli Hólmavíkur og Sauðárkróks, er tefld var um síð- ustu helgi, stóð yfir í næstum 24 stundir. Var byrjað að tefla kl. tíu á laugardagskvöldið og haldið áfram til tíu á sunnudagsmorg- uninn. Var þá aðeins 5 skákum lokið og stóðu leikar 3 : 2 Hólm- víkingum í vil. Urðu nú skák- menn að gefa upp meðan á sima tíma stóð„ en kl. eitt hófst orr- -ustan aftur og stóð til fjögur. Var þá þrem skákum ólokið og stóðu leikar 4 : 3 Strandamönnum í vil. Enn þóttu úrslitin óviss. Var því ákveðið að halda baráttunni áfram um kvöldið og berjast til úrslita um nóttina Stóð sú lota til kl. að ganga sex ó mánudags- morgun. Lauk þá þessari löngu og ströngu keppni með sigri Hólma-víkur 5V2 : 4%. Er þetta einhver lengsta símaskák er Sauðkræklingar hafa tekið þátt í. G. I. að þeir geta ef til vill selt verk sín sér að kastnaðarlausu. Að meðaltali selzt eitt málverk á dag, og káupendur eru menn, sem ekki hefðu látið sér til hugar koma að kaupa málverk eða högg mynd, ef ekki hefði útlán farið á undan. Þessi stofnun hefur þegar eign- azt sitt fyrsta afkvæmi. Utibú hefur verið stofnað í Álaborg. Þar að auki hefur komið beiðni um það frá ungum málurum í Þýzkalandi, Frakklandi og Sví- þjóð, hvort þeir mættu ekki líka senda safninu myndir, og því hefur auðvitað verið svarað ját- andi. (Þýtt úr Samvirke, blaði danskra samvinnumanna.) DAGUR kemur næst út fimmtudag- inn 10. apríl. Æskulýðsmót Dagana 7. og 8. júní verður æskulýðsmót á vegum þjóðkirkj- unnar fyrir Eyjafj,- og Þingeyj- arprófastsdæmi, og fer fram að Laugum í Reykjadal. Er það eitt af 8 mótum, sem fram fara á veg- um kirkjunnar í sumar. Að Laug um er ætlast til að prestar pró- fastsdæmisins komi með sem flest fermingarbörn sín á þessu vori. Sérstök nefnd hefur verið skipuð til undirbúnings og þarf að tilkynna henni þáttöku fyrir 15. apríl n.k. Hana skipa: Séra Lárus Halldórsson, Húsavík, séra Pétur Sigurgeirsson, Akureyri, og séra Sig. Guðmundss., Grenj- aðarstað. ! Stjórnmálanámskeiði Fram- sóknarmanna á Akureyri er ný- lega lokið. Á seinasta fundi var rætt um stjórnmálaviðhorfið og hafði Hermann Guðmundsson framsögu um það mál, en meðal annarra, sem töluðu á fundinum, voru Ásgrímur Stefánsson, form. Framsóknarfélags Akureyrar, og Ingvar Gíslason, erindreki, sem stjórnaði námskeiðinu. Var lögð áherzla á það í ræðum flestra þeirra, er til máls tóku, að svo margt hefði vel tekizt í núver- andi stjórnarsamstarfi, þó að glíman um efnahagsráðstafanir hefði reynzt erfiðari en æskilegt væri, að þessir þrír flokkar héldu ófram samstarfinu. Voru allir sammála um fádæma óábyrga og lýðskrumskennda stjórnarand- stöðu Sjálfstæðisflokksins. Að nokkru í sambandi við stjórnmálanámskeiðið hefur það orðið að íóði, að Sigtryggur Klemenzson, ráðuneytisstjóri í fjórmálaráðuneytinu, komi hing- að norður innan skamms og ræði um fríverzlunarmál Evrópu og önnur skyld mál á fundi í Fram- sóknarfélagi Akureyrar. Verður sá fundur auglýstur síðar, en íslenzkur kennari í Noregi fær ríkisverð- laun fyrir barnabók Undanfarin 10 ár hefir norska Kirkju- og menntamála-ráðuneytið veitt nokkur verðlaun fyrir beztu barnabækur ársins. Nýskeð hefir nefnd sú, setn um úrval bókanna fjallar, veitt verðlaunin fyrir 1957, og var einn þeirra, er verðlaun hlutu, íslendingurinn Albert Ólafs- son, sent nú er skólastjóri Uppdals unglingaskóla í Þrændalögum. Fékk hann verðlaun þessi fyrir barnasögu sína, Örn fni Islnndi. Þetta er saga um íslenzkan dreng, skrifuð við barnahæfi, bæði til skemmtunar og fróðleiks, og veitir samtímis allýtarlega kynn- ingu á landi og þjóð. Albert Ólafsson cr bróðir Ólafs kristniboða Ólafssonar, fór ungur til Noregs (18 ára), lauk þar kenn- araprófi og hefir síðan verið kenn- ari í Noregi um allt að þrem ára- tugum, og nú síðast skólastjóri í Þrændalögum. Albert skrifar á nýnorsku, og þykir nýnorskumönn- um því fengur í bók hans. Togbátar Súlan landaði 52 tonnum á laugardaginn var. Snæfell landaði í gær ca. 90 tonnum í Dalvík. ekki er að full uráðið, hvenær hann verður, með því að Sig- tryggur dvelzt erlendis um þess- ar mundir. Skákþingi Akureyrar lokið Skákþingi Akureyrar lauk sl. föstudag. Þátttakendur voru 8 í meistaraflokki, 6 í 1. fl. og 6 í 2. fl., auk drengjaflokka. Sigurvegari í meistarafl. varð Guðm. Eiðsson. Fékk hann 5Vi vinning af 7 mögulegum. Næstir honum og jafnir með 5 vinninga urðu Jón Ingimarsson og Júlíus Bogason. í fyrsta fl. sigraði Ari Friðfinnsson, Baugaseli, sem tefldi sem gestur á mótinu. Hlaut hann 4% vinning. Næstur Jó- hann Helgason með 3V2 vinning. Kjartan Jónsson sigraði í öðr- um flokki með W-> vinning. Ann- ar varð Þóroddur Hjaltalín með 3 V> vinning. Skákstjórar voru Halldór Helgason og Finnbogi Jónasson. Teflt var í Verkalýðshúsinu. Skák drengjaflokkanna er ekki lokið. Dr. Björn Jóhannesson hefur lát- ið fréttamönnum upplýsingar í té varðandi þá nýlundu, að gert liefur verið fyrsta gróðurkort á íslandi. Fara hér á eftir nokkur atriði um það. Jarðvegsrannsóknir deildarinnar eru aðallega þrenns konar, gróður- kortagerð, jarðvegskortagerð og efnagreining. Gróðurkortagerðin er að vísu viðaminnst þessara við- fangsefna, en þó geysimikið starf, sem ekki verður unnið nema á löngum tíma, og hún er mjög mik- ilsverð, þar sem ekki er hægt að gera sér ljósa grein fyrir gróður- farsbreytingum, sem verða á löng- um tíma, áratugum eða öldum, nema til sé greinargóð lýsing á landinu í byrjun og loks umrædds tímabils. Einnig vcrða gróðurkort- in mikilvæg hjálpargögn við rann- sóknir og ákvarðanir um afnot og beitarþol afrétta. Einnig eru slík gögn nauðsynleg, ef hafizt yrði handa um að bera áburð á afrétt- arlönd, eins óg nú er rætt. Aður en slíkt yrði gert, er nauðsynlegt að hafa mynd af stærð hinna ýmsu gróðurlanda og landtegund og vita einnig, livernig hin ýmsu gróður- hverfi taka áburgðargjöf. Margþætt rannsóknarstarf. Við undirbúning að gróðurkorti því, sem hér liggur fyrir, Jrarf að inna af hendi mikið rannsóknar- starf. Nauðsynlegt er t. d. að hafa til umráða loftmyndir, en þær tók raforkumálastjórinn af syðri hluta Gnúpverjaafréttar sumarið 1953, og af nyrðri hlutanum 1954 á veg- um landnámsstjóra, landbúnaðar- ráðuneytisins og landbúnaðardeild- ar. Páll Sveinsson, sandgræðslu- stjóri, sem hefir mikinn hug á þessu máli, stuðlaði að því að Sandgræðslan veitti 20 þús. kr. til þessarar kortagerðar. Steindór Stcindórsson leigbeindi um ákvörð- un gróðurhverfa. Guðmundur Kjartansson hefir skrifað kaflann í ritið um jarðmyndun á Gnúp- verðaafrétti. Auk Björns tóku þátt í rannsóknarstörfum á afréttinum Einar Gíslason, Ingvi Þorsteinsson og Steindör og Ágúst Sveinsson bóndi að Ásum var fylgdarmaður. Kortin eru litprentuð í Litbrá og eru hin fyrstu sinnar tegundar, sem gerð eru hér á landi að öllu leyti. Á fjárlögum ársins 1957 var í fyrsta sinn nokkur fjárveiting til gróðurkortagerðar, og s. 1. sumar var farinn rannsóknarleiðangur á Biskupstungnaafrétt og frumkort gert af svæðinu frá Haukadal inn undir Kpilfell. Farið var um land- ið á hestum og gróðurlöndin tcikn- uð inn á loftmyndir af svæðinu. Ráðgert er að taka fyrir ákyeðin afréttarsvæði annað hvort -ár. og ætti því slíkt kort að geta koinið út annað hvert ár. Þeir, sem hug hafa á að eignast slíkt kort, geta fengið þau hjá landbúnaðardeild- inni og Búnaðarfélagi Islands. Jarðvegskorlin. Gerð jarðvegskorta er allmiklu umfangsmeiri en gerð gróður- korta. Til þess að safna gögnum til slíkra korta þarf að grandskoða svo að segja hvern hektara. Und- irbúningur að gerð slíkra korta hófst hér sumarið 1951, er banda- rískur jarðvegsfræðingur, dr. Iver J. Nygard dvaldi hér rúma tvo mánuði. Síðan hefir verið unnið óslitið að þcssum málum. Kort af Holtum og Landsveit, eða svæðum milli Þjórsár og Ytri- Rangár frá sjó upp að Skarðsfjalli, eru að mestu búin til prentunar. Kortagerð er lokið í Eyjafirði, nema í Svarfaðardal, og verður væntanlega hafin í Borgarfirði í sumar. Við þetta verk eru einnig notaðar loftmyndir, og annast Landmælingar Islands myndatök- una. Jarðvegskort cru til margra hluta nytsamleg, t. d. við skipun byggða og býla og ræktun lands, og leggja flestar ræktunarþjóðir á jretta sívaxaudi áherzlu. En liér þarf að auka mjög grundvallar- rannsóknir. Efnagreiningarþjónusta. Þriðja meginverkefni jarðvegs- rannsóknanna er efnagreining jaðrvegs og jurta, en á henni bygg- ist möguleiki til að koma á lagg- ir haldgóðri: leiðbeiningarþjónustu varðandi áburðarnotkun. Þetta er torvelt viðfangsefni, Jrví að íslenzk- ttr jarðvegur og ræktunaraðstæður allar eru gerólíkar Jiví, sem’gerist í öðrum löndum. I Jtessu starfi hef- ir landbúnaðardeildin mikla sam- vinnu við tilraunastöðvar jarðrækt- ar. Er nokkuð í land enn, að efna- greiningarjjjónusta til ákvörðunar áburðarjjörf komist á laggir. Til grundvallarrannsókna skort- ir mjög fé og mannafla, en hér er um mjög Jjjóðhagslegt atriði að ræða, eins og sést á ]>ví, að íslenzk- ir bændur nota nú tilbúinn áburð fyrir nálega 60 milljónir króna og skiptir ekki litlu máli, að liann sé rétt notaður, enda má fullyrði, að ]>ar sé miklum fjármunum árlega á glæ kastað. Jafnvel sté>rþjé>ðir, eins og .Bandaríkjamenn, sem ráða yfir gnægð auðs, mikilli tækni- Jtekkingu og snilli, eru uggandi um sinn framtíðardag vegna J>ess, að skortur muni á vísindamönnum til J>ess að skapa grundvöllinn að æskilegri og áframhaldandi hagþró- un. Og ]>á verður manni spurn: Hvað hyggjumst við, smáþjóðin, fyrir með okkar margháttaða handahé>f og ]>ar af leiðandi bruðl? Ætli við ættum ekki einnig að beina athyglinni að því að ala upp fleira og betur menntað rannsókna- fólk á sviðum náttúruvísinda og tækni og skapa því vinnuskilyrði? Því að á störfum slíks fólks veltur framtíðarhagsæld íslenzks J>jé>ðfé- lags í ríkum mæli, sagði Björn að lokum. Loðnan komin Fyrir síðustu helgi varð fyrstu loðnunnar vart hér. Á mánudag- inn veiddust svo nokkrar tunnur við Hörgárgrunn og í gærmorgun tók frystihús KEA á móti um 50 tunnum, sem veiddust hér inni á Polli. Bátar eru nú almennt að byrja róðra, en fram að þessu hefur aflinn verið fremur lítill. í athugun er, að gera tilraun með að bræða loðnuna í Krossa- nesi, ef afli verður mikill. Stjómmálanámskeiðinu lokið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.