Dagur - 02.04.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 02.04.1958, Blaðsíða 1
Fylgizt með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Bagu DAGUR kemur næst út fimmtu- daginn 10. apríl. XLI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 2. apríl 1958. 19. tbl. ! ~-é 'WBBSSm , w J* ?^™*> Flugvélarflakið á Öxnadalsheiði. — (Ljósmynd: E. D.). Fjórir ungir menn fórusl á ÖxnadalsheiSi sl. laugard. I Slysstaðurinn er nálægt vatnaskilum á heiðinni Það svipkga slys varð sl. laugardagskvöld, að fjórir ungir .menfi fórust í fhigslysi á Öxnadalsheiði. Fundust þeir látnir, ásamt flaki flugvélarinnar, á sunnudagsmorgun, nokkra metra frá þjóðveginum, 3—4 km. frá Bakkaseli, aðeihs vestan við vatnaskil á heiðinni. Piltarnir, sem þarna fó'rust voru þessir: Geir Geirsson frá Djúpavogi, flugmaður, Jóhann Möller, Reykjavík, Bragi Egils- son frá Hléskógum, Höfðahverfi, og Ragnar Ragnars, Siglufirði. Allir tvítugir, nema Geir, sem var 21 árs. Þeir luku allir stúdentsprófi við Menntaskólann á Akureyri í fyrravor og settust í Háskóla ís- lands í haust, nema Geir, sem var við flugnám. Allir voru þeir hinir mestu efnismenn og drengir góð- ir. Er því sár harmur kveðinn við fráfall þeirra. Hinir ungu menn lögðu af stað frá Reykjavík á laugardaginn kl. 5 síðdegis í flugvél frá flugskól- anum Þyt, og var hún af Cessna- gerð (Cessna 172). Var vélin ný og f jögurra sæta. — Þegar vélin kom ekki á áætluðum tíma til Akureyrar, kl. 6,45, var eftir- grennslan hafin. Fréttist þá að til hennar hefði heyrzt frá Kotum í Norðurárdal og var hún þá á réttri leið. En í Bakkaseli hafði hennar ekki orðið vart. Lágskýj- að var. Strax voru leitarflugsveitir kallaðar á vettvang, bæði frá Reykajvík, Sauðárkróki og Ak- ureyri. Héðan frá Akureyri fór 45 manna hópur undir stjórn Tryggva Þorsteinssonar skáta- foringja. En hann er einnig Ieit- arstjóri Flugbjörgunarsveitar innar á Akureyri. Færi var svo háttað, að þjóð- vegurinn er skafinn og greiðfært út á Moldhaugaháls, en ekið á snjó þaðan og fram Þelamörk og Oxnadal. Varð það tafsamt ferða- lag. Komið var í Bakkasel kl. 6.30 á sunnudagsmorgun eftir át'ta og hálfan klukkutíma. Síðasta spöl- inn, frá Engimýri, á beltisdrátt- arvél Asgríms bónda á Hálsi. Leitarmenn höfðu þá skipt sér í 3 hópa. Richard Þórólfsson var fyrir leitarflokki í Hólafjöll, en Jón Sigurgeirsson frá Helluvaði var fyrirliði annars flokks á Hörgárdalsheiði. Tryggvi Þor- steinsson hélt að Bakkaseli með sína menn, ásamt Olafi Ólafssyni lækni. Þegar þangað kom var leitar- vél rétt búin að finna flak hinnar týndu vélar á fyrrgreindum stað. Var því förinni tafarlaust haldið áfram frá Bakkaseli, en hinir leitarflokkarnir kallaðir til baka. Lík hinna dánu voru svo flutt á sjúkrasleða, sem beltavélin dró, að Engimýri, en þaðan á bifreið- um. Til Akureyrar var komið kl. tæplega 3 um daginn. Sjúklingar á Kristneshæli mót- mæla harðlega öllum breytingum í umræðum þeim, að leggja Kristneshæli niður, og breyta því í hæli fyrir geðveika, en byggja 15—20 manna berkladeild við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, hefur þótt sýnt að mjög yrði gengið á rétt berklasjúkra og Norðlendinga yfirleitt. Þótti blaðinu rétt að sjúklingar á hælinu létu álit sitt í ljósi um viðhorf sín til málsins og fara hér á eftir svör þess og munu margir geta tekið undir þau. Tala vistmanna fyrr og nú? Síðastliðín fimm ár hefur tala sjúklinga um áramót verið þessi: Árið 1958 58 sjúklingar. — Árið 1957 53 sjúklingar. — Árið 1956 50 sjúklingar. — Árið 1955 58 sjúklingar. — Árið 1954 71 sjúkl- ingur. Á tímabilinu 1940 til 1950 er fjöldi sjúklinga hér um áramót 62 til 70, kemst þó eitt árið upp í 75. Á þessum árum er hælið yfir- íullt, þar sem samkvæmt gildandi reglum um gólfflatarrými á sjúkling, rúmar Kristneshæli ekki nema 58 til 60 sjúklinga. Hvernig festið þið yndi hér? Frá náttúrunnaí hendi er stað- urinn hinn ákjósanlegasti, svo að vart mun hægt að finna annan betri, enda mikið búið að gera til að fegra hann og prýða, svo að þeir, sem flytja þurfa frá heimil- um sínum, geta vart kosið sér ánægjulegri stað til dvalar. Þá er hér stór og mjög vistleg dagstofa, sem líka gegnir því hlutverki, að vera samkomu- og kvikmyndasalur fyrir sjúklinga, þar fara og fram spil, tafl og ýmsar aðrar skemmtanir. Hljóðfæri og ýmis önnur tæki til skemmtana hafa sjúklingarnir aflað sér, bæði sjálfum sér og þeim ,sem á eftir koma, til ynd- isauka. Mjög gott bókasafn er orðið hér með um 5000 bindi. Vinnustofur og aðstaða að öðru leyti? Hér eru vinnustofur góðar, trésmíðavinnustofa og sauma- stofa, einnig aðstaða til ýmiss konar smávinnu, sem sjúkling^ arnir hafa unnið að. Bókbands- stofa hefur einnig verið i'ekin hér, og hefur hún framkvæmt allt bókband vegna bókasafns sjúklinga. Hafa sjúklingar, sem nokkurri vinnugetu hafa náð hér, ágæta aðstöðu til að efla starfsorku, auk þess sem tíminn líður fljótar ef Jóhann Möller. Ragnar Ragnars. Bragi Egilsson. Geir Geirsson. menn hafa eitthvað við að vera. Hvað um langdvalarsjúklinga? Við teljum, að við fyrirhugaða breytingu yrði þeirra hlutur verstur. Margir hafa dvalið hér um árabil, sumir jafnvel áratugi. Þennan stað líta þeir nú á sem sitt heimili. Við brottflutning af Kristnes- hæli nú, gæti maður ímyndað sér, að þeim yrði eitthvað svipað í huga, og þá er þeir fóru að heimari frá sér til dvalar á hæl- inu. Sú aðstaða, sem þeim hefur skapazt hér, fyrir góðan skilning ráðamanna hælisins á hverjum tíma, og með margvíslegri félags- starfsemi mun að engu verða. Berkladeild á Akureyri? Það hefur hingað til verið talið heppilegra að staðsetja slík hæli í sveit, en þéttbýli, ög þess vegna staðarval óheppilegt á Akureyri. Aðstaða til útivistar mundi erf- ið, þar sem enn ríkir sá ótti með- al fólks, að allir þeir, sem á berklahælunr dvelja, séu það hættulegir, að varast verði sem allra mest samneyti við þá. Yrðii þeir því illa séðir af mörgum á götum bæjarins, eða þar sem fólk er fyrir með þannig skoðanir. — Slíkir árekstrar mundu óhjá- kvæmilegir, — svo framarlega að sjúklingarnir yrðu ekki innilok- aðir á ákveðnu svæði. Á nýjum stað tekur langan tíma að byggja upp félags- og skemmtanalíf ,en það er nauð- synlegt berklasjúklingum, sem í mörgum tilfellum þurfa langgi hælisvist. Geðveikrahæli að Kristnesi? Um að taka Kristneshæli handa geðsjúklingum og fávitum, álítum við að það sé ekki betur staðsett hér en hvar sem væri annars staðar, En erum eindregið andvíg því, að skort á hæli handa geðsjúku fólki eigi að leysa á kostnað berklas j úklinga. Heildarrök gegn breytingunni? 1. Kristneshæli er stofnað og byggt sem berklahæli Norðlend- inga. 2. Það er næstum fullsetið og því of snemmt að leggja það niður. 3. Tala sjúklinga hefur farið vaxandi þrjú síoastliðin ár. 4. Á árinu 1957 komu inn á hælið 44 nýjir sjúklingar. ' 5. Það mundi sennilega óhjá- kvæmilegt að flytja ýmsa lang- dvalarsjúklinga til Vífilsstaða og með því taka upp hina illræmdu „hreppaflutninga" á olnboga- börnum þjóðfélagsins. 6. Félagsstarfsemi þyrfti að byggja upp frá grunni. 7. Eignum „Sjálfsvarnar", fé- lags berklasjúklinga í Kristnes- hæli, yrði erfitt að ráðstafa á réttlátan hátt. (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.