Dagur - 10.04.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 10.04.1958, Blaðsíða 4
4 D A G U R Fimmludaginn 10. apríl 1958 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Afgreiðsla, auglýsingar og innheimta: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Efnahagsmálin enn VIÐRÆÐUM STJÓRNARFLOKKANNA um efnahagsmálin var haldið áfram um páskana. — Sérfræðingar ríkisstjórnarinnar í þeim málum störfuðu einnig yfir helgidagana. Enn hefur ekk- ert verið látið uppi um niðurstöður hagfræðing- anna eða þær ráðstafanir, er stjórnin hyggst nú gera. Alþingi mun koma saman í dag til fyrsta fundar eftir hátíðirnar og er nýrra frétta að vænta næstu daga. Efnahagsmálin eru hvarvetna efst á baugi í umræðu mmanna. En því miður er það efnahagskerfi, er við nú búum við og höfum gert undanfarin ár, flókið mjög og erfitt til glöggvur.ar. Almenningur gengur þess því að nokkru leyti dulinn, hvemig efnahagsmálunum er komið. Orsakir verðbólgu og uppbótarkerfis, afleiðingar þess og að síðustu þær leiðir, sem helzt þykja færar út úr vandanum, eru heldur ekki gerðar almenningi svo ljósar, sem nauðsyn ber til. Grundvallarreglur þær, sem í hverju siðuðu þjóðfélagi er hornsteinn farsæls efnahagslífs ein- staklinga, jafnt sem þjóðfélagsheildarinnar, hafa verið þverbrotnar hvað eftir annað af hræðslu við kjósendur eða beinlínis til að egna fyrir þá. Er þar átt við skiptingu þjóðarteknanna, sem höfuð- atvinnuvegirnir skapa á hverjum tíma. Skiptingin hefur verið framkvæmd þannig, að skipt er meiru en til var, en mismuninum síðan náð eftir ýmiss konar krókaleiðum. Þetta uppbótarkerfi hefur svo blásið út með hverju ári og er orðið að mein- semd í þjuðfélagslíkamanum. HINIR ALMENNU BORGARAR landsins vænta sér mikils af núverandi ríkisstjórn og mun það yfirleitt álit sæmilega skyniborinna manna, hvar í flokki sem þeir standa, að vinstri stjórnin ein sé fær um að leysa aðsteðjandi vandræði. Sjálfstæðismenn viðurkenna að þeir eigi engin ráð í efnahagsmálum, svo að úr þeirri átt er einskis að vænta. En ekki ei' neinum greiði gerður með því að viðurkenna ekki hreinskilnislega og undanbragðalaust, að íslendingar lifa langt um efni fram, bæði í daglegri eyðslu og fjárfestingu. Nýjar lífsvenjur, sem byggðar eru á hinum raun- verulegu þjóðartekjum, verða ekki flúnar með því einu að auka uppbótar- og niðurgreiðslufarg- anið, sem er að sliga þjóðfélag okkar. A MEÐAN STJÓRNARFLOKKARNIR glíma við vanda efnahagsmálanna, hrópar stjórnarand- staðan, Sjálfstæðisflokkurinn, að núverandi stjórn hafi tekið við „blómlegu búi“, svo sem sjá mátti í Morgunblaðinu síðast í gær. Þar segir að arfur íhaldsins hafi verið bæði mikill og góður og vinstri stjórnin hafi notað hann illa. Þótt menn kippi sér ekki upp við það, þó að þetta aðalmál- aggn „stærsta stjórnmálaflokksins" snúi við stað- reyndum, þá hefur hitt heldur ekki dulizt blaða- lesendum, og er það öllu alvarlegra, að sá flokkur hefur til þessa ekki lagt neitt til mála, annað en ófrægja fyrirfram hugsanlegar leiðir úr þeim vanda efnahagsmálanna, sem nú kalla á úrlausn. Sá stjórnflokkur, sem sífellt gumar af stærð sinni, heimtar völd og þykist þess umkominn að ræða hin alvarlegu málefni þjóðarinnar, getur ekki skotið sér undan þeirri skyldu að gera grein fyrir sínum úrræðum, ef hann vill láta taka sig alvarlega. Ferming í Akureyrarkirkju kl. 10 f.h. sumiudaginn 13. apríl n. k. D r e n g i r : Árni Sverrisson, Ránargötu 16. Baldvin H. Þóroddsson, Lyngholti 9. Brynjólfur S. Bjarkan, Hafnarstr. 93. Börkur Eirfksson, Möðruvallastr. 9. Eggert Bollason, Brckkug. 8. Einar Pálmi Ottesen, Sólvangi. Einar S. óskarsson, Gránufélagsg. 53. Eyjólfur Eriðgcirsson, Skólastig 9. Finnbogi B. Júlíusson, Fjólugötu 14. Finnur V. Magnússon, Norðurgötu 42. Gísli V. Ingvason, Eyrarveg 27 a. Guðm. Þórhallsson, Þingvallastr. 40. Gunnar Baldvinsson, Sólvöllum 6. Hafþór Jónasson, Lundargötu 11. Halldór S. Kristjánsson, Ásabyggð 4. Haraldur Hjartarson, Vökuvöllum. Húnn R. Snædal, Rauðamýri 17. Ingi Þór Jóhannsson, Norðurgötu 42. Ingimar Adólfsson, Eyrarvegi 2 a. Jóh. Þ. E. Höskuldsson, Strandg. 35h. Jóhannes Ó. Garðarsson, Hríscyjarg. 1. Jón T. Guðjónsson, Þingvallastr. 35. Jón Emil Karlsson, Hafnarstr. 15. Jón Magnússon, Þórunnarstr. 87. Jón Þórarinn Þór, Eiðsvallag. 20. Jónas Þórir Þórisson, Klettahorg 3. Kjartan Stefánsson, Hjalteyri. Kristján Ármannsson, Aðalstr. 62. Lárus Arnþór Brown, Kaupvangsstr. 1. Magnús Ingólfsson, Víðimýri 11. Magnús A. Oltósson, Eiðsvallag. 13. Ólafur H. Arnarson, Hafnarstr. 47. l’áll V. Björgvinsson, Ránarg. 12. Páll Helgason, Spítalastíg 8. Pétur Jónssou, Oddeyrarg. 23. Rafn Herbcrtsson, Aðalstræti 16. Sigurður örn Bergsson, Norðurg. 50. Sigurður Helgi Björnsson, Austurb. 5. Sigurður Már Gestsson, Rauðamýri 20. Sigurður K. Sigfússon, Eyrarlandsholti. Sigurður Stefánsson, Lundargötu 3. Stefán B. Aspar, Löngumýri 11. Stefán S. óskarsson, Rauðam. 6. Sveinn I. S. Halldórsson, Strandg. 35b. Sveinp Heiðar Jónsson, Fjólug. 14. Þorsleinn Ingólfsson, Lundi. Þórður G. Thorarensen, Hafnarstr. 6. S t ú 1 k ú r : Alla Lúthcrsdóttir, Lundargötu 17. Auður B. Franklín, Holtagötu 10. Asdís A. Þörvaldsdóttir, Hrafnag. 32. Áslaug Magnúsdóttir, Strandgötu 17. Bára L. Stefánsdóttir, Eyrarv. 20. llergrós H. Sigurðardóttir, Þiugvstr. 6. Dómhildur R. Jónsdóttir, Víðim. 5. Frá Húnvetningafél. Húnvetningafélagið á Akureyri hélt aðalfund sinn þann 3. þ. m. í stjórn fyrir næsta ár voru kos- in: Formaður Rósberg G. Snæ- dal, ritari Júdit Jónbjörnsdóttir, gjaldkeri Zóphonías Jósepsson, og meðstjórn. Rögnvaldur Rögn- valdsson og Sigurður Halldórs- son. Varastjórn skipa: Jón Rögn- valdsson, Páll Gunnarsson, Loft- u.r Meldal, Kristín Stefánsdóttir og Lilja Sigurðardóttir. Fjárhagur félagsins er allgóð- ur, og ó það nú í sjóði um 12 þús. kr. Félagið hefur gefið út ársritið Ilúnvetning tvö sl. ár, og er nú unnið að því, að tryggja útgáfuna fjárhagslega, en allmikill halli varð á fyrsta árg. Framtíð ritsins byggist alveg á því, að Húnvetn- ingar um allt land gerist kaup- endur að því. Árgangurinn kost- ar kr. 25.00 ,en ritið mó panta hjá form. félagsins. Ritstjórn Hún- vatnings skipa þessir menn: Rós- berg G. Snædal, Bjarni Jónsson, Guðmundur Frímann, Jón Helga son og Páll Gunnarsson. — Hún- vetningafélagið telur nú 68 fé- lagsmenn. Edda N. Jóusdóttir, Gránufélagsg. 4. Elín Pétursdóttir, Eiðsyallagötu 1. Fanney F. Leósdóttir, Oddeyrarg. 5. Freyja R. Guðmundsd., Ránarg. 20. Guðrún Jóhannsdóttir, Asvegi 23. Gunnbj. H. Víglundsd., Grafarholti. Hclga Jónsdóttir, Syðra-Samtúni. Herdís ólafsdóttir, Naustum 4. Hlaðgerður Laxdal, Brekkugötu 33. Ingihjörg Gunnarsdóttir, Hafnarst. 86. Ingunn E. Sigurgeirsdóttir, Aðalstr. 13. Jóna G. Gísladóttir, Lögmannshlíð 21. Katr/n Sigurgcirsdóttir, Austurbyggð 8. Kristlaug K. Baldvinsd., Hamarst. 26. Margrét G. Þórhallsdóttir, Hafn. 33. Rut Hansen, Káupvangsstr. 22. Sylvía Sæunn Valgarðsdóttir, Brún. NÝKOMIÐ: Finnskur stálborðbúnaður, bæði í stykkjatölu og gjafakössum. Ódýrt. Blómabúð KEA Iðju-klúbburinn verður n. k. sunnudagskvölc í Alþýðuhúsinu kl. 8.30 e. h. Spiluð verður félagsvist. Góð verðlaun. Dansað á cftir. Ungfrú Laufey Pálmadóttir syngur með hljómsveitinni. Fjölmenniðl STJÓRNIN. Flu«;véliuii getur stafað hætta af rottuplágunni Heilbrigðiseftirlit í flugumferðinni mikilvægt. Ein af mörgum hættum, sem steðjar af flugum- ferð nútímans er — þótt ótrúlegt megi þykja — rottuplágan. Rottur geta auðveldlega valdið tjóni á flugvélum, og auk þess eru þær, sem kunnugt er, verstu smitberar, hvort sem þær fyrirfinnast í lofti eða á jörðunni. Yfirleitt er heilbrigðiseftirlit og hreinlæti í flughöfnum og í flugvélum mjög mikil- vægt atriði, sem nú hefur verið tekið til athugunar á alþjóðlegum vettvangi. Árið sem leið komu og fóru um 90 milljónir manna til og frá alþjóðaflughöfnum heimsins. Gert er ráð fyrir að þessi tala aukizt upp í 100 milljónir á þessu ári. Margir þeirra, sem koma í flughafnir hafa ferðast óraleiðir á skömmum tíma. Menn eru jreyttir og því móttækilegir fyrir sjúkdómum. Loftslagsbreytingar eru oft miklar og margir koma frá stöðum, þar sem almennu hreinlæti er ábóta- vant, eða þar sem farsóttir eru landlægar. Það gefur því auga leið, hve heilbrigðisráðstaf- anir allar eru nauðsynlegar í flughöfnum og flug- vélum. WHO tekur málið á dagskrá. í byrjun fyrra mánaðar (marz) gekkst Alþjóða- heilbrigðisstofnunin (WHO) fyrir fundi sérfræð- inga á sviði heilbrigðismála og flugmála, sem hald- inn var í Genf. Sérfræðingarnir komu frá ýmsum löndum (frá Norðurlöndum mætti S. Haegerström Svíi) fyrir hönd SAS félagfélagsins). Tilgangur fundarins var að gera tillögur um lágmarkskröfur til flughafna og flugvéla í alþjóðaumfei'ð um hrein- læti og heilbrigðisráðstafanir. Sérfræðingarnir urðu ásáttir um, að almennt hreinlæti og tæki til hrein- lætis væri fyrsta krafa, sem gera bæri til alþjóð- legrar flughafnar. Þeir töldu einnig æskilegt, að í hverri flughöfn væri fyrir hendi nauðsynlegt hús- næði og tæki, eða útbúnaður, til þess að hægt væri að koma upp sóttkví, t. d. ef vart yrði bólusóttar, kóleru eða annarra skæðra pesta. Áður hafði WHO samið reglur um heilsuverndarráðstafanir fyrir flgufarþega og flugvélaáhafnir gegn farsóttum. — Einnig hefur WHO hefur út reglur um ráðstafanir gegn hættulegum skorkvikindum, sem flytjast með flugvélum. Ræddi sérfræðinfanefndin þessi mál öll og auk þess hættur, sem flugfarþegum getur stafað af drykkjarvatni og matvælum. Heilbrigði flugvélaáhafna lífsnauðsyn. Það segir sig sjálft, að gera heri allar hugsanleg- ar og nauðsynlegar ráðstafanir til að vernda heilsu flugfarþega. En sérfræðinganefnd WHO benti á, að það gæti blátt áfram verið lífsnauðsyn, að flug- áhafnir væru jafnan við fulla heilsu við starf sitt. Sjúkleiki meðal flugvélaáhafnar gæti leitt til óstarf hæfni með afleiðingum, sem óþarfi er að lýsa. Sérfræðingarnir lögðu til, að WHO léti gera handbækur um þær kröfur, sem gerðar eru til hreinlætis og heilbrigðisráðstafana í flugvélum og á flugstöðvum til þess að tryggja jafnvel enn betur en nú er gert heilsu farþega og áhafna. Rottuplágan. Sérfræðinganefnd WHO lagði sérstaka áherzlu á, að útrýma bæri rottum frá völlum. Rottur eru smitberar af verstu tegund, og ef þær komast um borð í flugvélar geta þær verið bókstaflega lífs— hættulegar. Þær geta auðveldlega nagað sig í gegnum alúminíumplötur. Þæi' geta klifið upp slétt rör, grafið' sig 60 centimetra í jörð niður, eða stokk- ið jafnhátt í loft upp. Rottur fara eftir vírum og festum eins og línudansarar, ef svo bei' undir. Það er sjaldgæft, að rottur komist um borð í flugvélar, en það hefur komið fyrir. í flugvélum geta rottur nagað í sundur leiðslur, eða valdið öðrum spjöllum, er stefnt gæti fólki og flugvél í hættu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.