Dagur - 10.04.1958, Blaðsíða 7

Dagur - 10.04.1958, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 10. apríl 1958 D A G U R 7 Stefán Einarsson (Framhald af 5. síðu.) neinu, sem honum var til trúað. — Allra hluta frekast er nú okk- ar litla þjóðfélagi vant slíkra manna. Hvorki mér, né þeim öðrum, er til þekktu, kom þessi dánarfregn á óvart. Veikindastríðið var orðið langvinnt, og fyrir alllöngu von- laust um bata. Það var Stefáni sáluga vel ljóst sjálfum fyrir löngu, þó að um slíkt ræddi hann ekki. Hann gekk ótrauður veginn til enda, og bar þjáningar sínar með þeirra stillingu og karl- mennsku, að undrun sætti. Er það mjög eftirtektarvert, þegar í hlut á jafn viðkvæmur og fín- gerður maður, og þessi látni vin- ur minn var, hversu andlega þrekið og karlmennskan entist honum til hinztu stundar — efld- ist því meir, sem á gekk líkams- þrekið. Svo fer þeim, sem vamm- laust hafa lífinu lifað, eiga sér engin óvin og þurfa engu að kvíða. Stefán Einarsson fæddist 14. maí 1902, og var því aðeins tæpra 56 ára að aldri, er hann lézt. For- eldrar hans voru hjónin Rósa Loftsdóttir (Hallgrímssonar frá Skáldalæk í Svarfaðardal) og Einar Jónsson (ættaður úr Hörg- árdal). Bjuggu þau við mikla fátækt á ýmsum stöðum í Öxna- dal og nálægum sveitum, en komu þó sójnasamlega upp stór- v.m og myndarlegum barnahóp, enda bæði dugleg og vel gefin. Þessi fjölskylda fluttist árið 1918 frá Grund í Möðruvallasókn (Reistará) að Rauðuvík og ári síðar áð Kúgili í Þorvaldsdal, en vorið 1920 að Ytra-Kálfskinni. Þar önduðust gömlu hjónin (1922 og ’23), þar býr enn Jón, sonur þeirra og þar var Stefán sálugi til heimilis næstu árin, eða þangað til hann fluttist að Litlu- Hámundarstöðum og giftist eldri clóttur hjónanna þar, Önnu Þor- steinsdóttur. Hafði Stefán þar um skeið félagsbú með tengda- fólki sínu, en síðar tóku þau Anna við jörðinni og hafa búið þar myndarbúi um tveggja ára- tuga skeið og eignazt 7 mann- vænleg börn, sem öll eru á lífi. Hefur heimili þeirra verið rómað fyrir gestrisni og myndarbrag, enda þau hjónin bæði dugleg, h.agsýn og samhent um hvaðeina. Stefán sálugi var smiður góður, húsaði jörð sína vel, hirðusamur um alla hluti og hinn mesti ráð- cleildarmaður. Bústörfin urðu honum oft erfið, því að hann mun sjaldan hafa heill til skógar gengið mörg hin síðari ár, en liann naut þess í ríkum mæli að eiga dugmikla og stjórnsama konu, og farnaðist þeim því vel. Stefán hafði lítt vei'ið til mennta settui', þó að til þess væri hann ágæta vel fallinn. Olli því að nokkru þröngur fjárhagur á; uppvaxtarárunum, og svo hitt, að starfshneigð hans var svo rík, að ekki varð af bóknnámi, nema takmarkað, en eigi að síður varð hann prýðilega að sér um margt. Kom það skýrt í ljós, er hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í sveit sinni, en þau voru honum mörg falin. Var það almælt, þeg- ar Stefán á Hámundarstöðum var til einhverra starfa kjörinn, að þeim málum væri þá vel borgið, og brást slíkt aldrei. Bókfærsla og ýmis ritstörf léku í höndum hans. Vandvirknin í einu og öllu var honum ánægja og nautn, en ljúfmennskan, sam- fara skemmtilegri glettni, aflaði honum vina, hvar sem hann fór. Um 23ja ára skeið hafði hann fé- hirðisstarf á hendi fyrir Spari- sjóð Árskógsstrandar, og kom sér þá vel hin meðfædda lipurð, greiðvikni og reglusemi, sem einkenndu líf þessa hógværa manns. Eg, sem þessar línur rita, varð þeii-rar hamingju aðnjótandi, að eiga Stefán sáluga að samferða- manni og vini um 40 ára skeið, eða frá því við báðir vorum unglingar. Fæ eg þá samfylgd aldrei þullþakkaða. Er eftirtekt- arvert, að á svo langri samferð skuli hvergi finnast blettur eða hrukka frá hans hálfu. Mætti slíkt eitt nægja til að sanna, hve góður drengur hér er genginn, og stórt skarð úr höggvið sveit hinna nýtustu og beztu manna. Stefán andaðist í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 24. marz sl. og var greftraður að Stærra-Árskógi þriðjudaginn 1. þ. m. að viðstöddu fjölmenni. Eg leyfi mér, fyrir hönd sveitunga okkar, að þakka hinum látna ógleymanlega samfylgd og giftd- samleg störf. Konu þessa vinar míns, börn- um hans og systkinum, sendi eg mínar hlýjustu kveðjur. Bið eg Guð að blessa þeim, og okkur öllum, minningu þessa mæta rnanns. Sjálfur mun hann nú þegar njóta ríkulegra ávaxta af sínu drengilega lífi, og án alls efa fá „meira að starfa Guðs um geim“. í Guðs friði. Jóhannes Óli Sæmundsson. Þitt land er mitt land (Fi'amhald af 2. síðu.) flogið höfðu þessari niðurskotnu vél. Og svo kom eg auga á nokkra enska stríðsfanga, sem voru að vinna á bryggjunni. Þeir veifuðu örmunum, er þeir sáu okkur ,og gerðu „V“-merki með tveim fingrum. Enginn Japani á skipsfjöl virtist skilja þetta sig- urtákn Bretanna. Tíu dögum seinna lagðist skip- ið að bryggju í Yokohama. Ferð- in frá New York hafði þá tekið tvo mánuði. Síðustu nótt ferðar- innar voru öll gluggatjöld dregin vandlega fyrir, svo að forvitin augu um borð gætu ekkert séð af hinu víggirta svæði Tatey- anna. (Framhald.) Dagur fæst kevptur í Sölu- turninum, Hverfisgötu 1, Rvík. Áskriftarsími og áfgreiðsla Tímans á Akureyri er 1166. I. O. O. F. -- 13941181/2 — Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju kl. 10 f .h. næstk. sunnud. (Ferming.) — P. S. Verið er að skafa veginn í Öxnadal. Á mánudagskvöldið var því lokið fram að Engimýri og í gærdag hefur vegurinn væntan- lega verið opnaður í Bakkasel. TrukkbíII fór yfir Vaðlaheiði á mánudaginn og gekk sæmilega, en víða ekið á djúpum snjó. Messað í Glæsibæ sunnudag- inn 13. apríl kl. 2 e. h. — K. R. Helgi Skúlason augnlæknir verður fjarverandi í maímánuði. Sjá augl. í blaðinu í dag. Hjálpræðisherinn. Sunnudaginn kl. 2: Sunnudagaskóli. Kl. 20.30: Almenn samkoma. — Mánudag kl. 16: Heimilissambandið. Kl. 20.30: Æskulýðssamkoma. Dýralæknar. Helgidagavakt um helgina og næturvakt næstu viku: Ágúst Þorleifsson, sími 2462. Frá kristniboðshúsinu Zíon. — Almenn samkoma n.k. sunnudag kl. 8.30 e. h. Reynir Hörgdal tal- ar. Allir velkomnir. Fermingarskeyti KFUM og K Afgreiðslur í Bókabúð Rikku og Radioverkstæði Stefáns Hall- grímssonar, Geislagötu 5 (hús Kristjáns Kristjánssonar. Opnar laugardag frá kl. 1—10 e. h. og sunnudag frá kl. 10 f. h. til 6 e. h. Verð skeytanna 10 kr. og 12.50 kr., 7 gerðir. Upplýsingar í síma 1626. Hjúskapur. Síðastl. laugai’dag voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju ungfrú Rósa Arnaldsdóttir og Þorgrímur Sig- urðsson, starfsmaður Hitaveitu Reykjavíkur. Heimili þeirra er að Þingvallastræti 22, Akureyri. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Hanna Har- aldsdóttir og Eiríkur Jónsson, loftskeytamaður á Kaldbak. Látið skátana annast ferming- arskeyfin. Sjá auglýsingu í blað- inu í dag. Halldór Ólafsson, Gilsbakka, varð sjötugur í gær, 9. apríl. — Hann er ókvæntur, hefur alla ævi unnið að landbúnaðarstörf- um af miklum dugnaði og trú- mennsku. SAMVINNAN Marzhefti Samvinnunnar fjall- ar um sk-attgreiðslu samvinnufé- laga, Guðni Þórðarson skrifar: Á slóðum Væringja í Miklagarði, Jón Björnsson færir gamla sögu í letur, er hann nefnir Vinirnir, Gunnar Gunnarsson „krotar á spássíu“ og Jón Sigurðson, Yzta- felli dregur gömul bréf Benedikts á Auðnum fram í dagsljósið. Þá er sagt frá nýju sementsverk- smiðjunni á Akranesi, sem vænt- anlega tekur til starfa í sumar, birt er verðlaunasaga Sigurjóns irá Þorgeirsstöðum og fram- haldssagan Vöðlaklerkur o. m. fl. HFAMA ER BEZT í Aprílheftinu, sem er nýút- komið, skrifar Steindór Stein- clórsson um störf Kristjáns Geir- mundssohar taxidermist á. Akur- eyri, og er forsíðumynd af hon- um, Baldur Eiríksson segir ævisögubrot vinar síns í bundnu máli, Lúðvík Kemp skrifar fram- haldsfrásögnina: Á skammri stundu skipast veðui' í lofti, Sög- ur Magnúsar á Syðra-Hóli. Þá er framhaldssaga Guðrúnar frá Lundi og hollenzka framhalds- sagan Jenný, Þættir úr Vestur- vegi eftir ritstjórann o. m. fl., meðal annars getraun fyrir börn með vandaða Hekluúlpu sem 1. verðlaun. «* * «* * ** • n«-fi Hjálparbeiðni Á páskadag varð ungur sjó- maður, Hörður Magnússon, Lundargötu 17, fyrir alvarlegu slysi úti á sjó, með þeijn afleið- ingum, að taka varð af honum aðra hendina. Hörður er fjöl- skyldufaðir, hefur fyrir konu og þremur ungum börnum að sjá. Eins og Ijóst má vera, er þetta mikið áfall fyrir hinn unga mann og heimili hans. Hér er þörf á hjálp góðra manna. — Einn feg- ursti votturinn um göfugt þjóð- félag eru samtök til líknar þeim, sem verða fyrir áföllum í lífinu. Beini eg orðum mínum til þeirra, sem vildu rétta fram hjálpar- hönd. — Skaðinn verður ekki allur bættur, en mikið mun það Jétta hinum slasaða manni byrð- ina að finna samúð, skilning og íramréttan skerf til hjálpar. Blöðin munu fúslega taka á móti gjöfum til sjómannsins. — Guð launar þeim, sem líknar bágstöddum. Pétur Sigurgeirsson. Eftirsóttar mvndir í Nýja*Bíó Um þessar mundir er Nýja- Bíó að sýna kvikmyndina: „Eg græt að morgni“, ævisaga leik- konunnar LiIIian Roth. Nýlega kom út bók eftir leikkonuna, en myndin er gerð eftir henni. Sus- an Hayward íeikur aðalhlutverk- ið af frábærri snilld, enda hlaut hiúi titilinn bezta leikkona ársins 1956. Þetta er mynd sem allir eru hvattir til að sjá. Næsta mynd er s-vo ítalska stórmyndin Stíilkan við fljótið SOPHIA LOREN hefur löngu getið sér mestan orðstír sem kynbomba, en hún sýnir á sér nýja hlið í kvikmyndinni „Stúlkan við fljótið“, sem Nýja-Bíó sýnir í næstu viku. ■— Þar kemur í Ijós, að hún er búin leikhæfileik- um cngu síður cn kyntöfrum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.