Dagur - 23.04.1958, Blaðsíða 7

Dagur - 23.04.1958, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 23. apríl 1958 D A G U R 7 k_> - tryggasta innistæða sem völ er á. Með útgáfu vísitölutryggðra skuldabréfa var í fyrsta sinn séð svo um, að kaupendur skuldabréfa yrðu tryggðir gegn áhættu verðbólgunnar. Grunnverðmæti hvers 10,000 kr. bréfs úr 1. fl. 1955 hefur hækkað mn 1104 kr. Auk þess eru bréfin skatt- frjáls og undanþegin framtalsskyldu á sama hátt og sparifé Enn er hægt að fá vísitölubréf 3. flokks, þrátt fyrir það, að grunnverðmæti þeirra hefur þegar hækkað um 2.14%, sem fellu kaupendum í hlut. Verða bréf þessi seld með þessum kjörum út aprílmánuð, en ekki lengur. Auk þess njóta kaup- endur þeirra kjara, að frá verði bréfanna verða dregnir bVi% vextir frá söludegi til gjalddaga, hinn 1. marz 1959. Vísitölubréf eru hin heppilegasta gjöf handa börnum, sem gæti komið þeim vél síðar í lífinu. Á Akureyri er tekið á móti áskriftum í útibúum bankanna. SEÐLABANKINN íbúð til sölu íbúð mín í Hamarstíg 4, er til sölu. Hnllsrimur Jónsson. Telpa 12-14 ára óskast til barnagæzlu í sumár. Upjjl. i sima 1270. Bíll til sölu Sex manna Chevrolet — smíðaár lí)41 — í góðu lagi til söltv. Hallgrimur Baldursson, Sólvullum 6. (Heima eftir kl. 5 e- h.) Lítið lierbergi til leigu Frá lilutbafafuiicli Ú.A. (Framhald af 1. síðu.) væntanlega er þess ekki langt að bíða. Opinber sakamálarannsókn. Bragi Sigurjónsson og Jón B. Rögnvaldsson báru fram tillögu er svo hljóðar: „Almennur liluthafafundur í Útgerðarfélagi Akureyringa h.f., haldinn 1G. apríl 1958, □ Rún 59584237 — 1.: I. O. O. F. — 1394258V2 — O I. O. O. F. Rb. 2 — 1074238V2 Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju næstk. sunnudag kl. 2 e. h. (Sumarkoman.) Sálmar: 510 — 219 — 507 — 506 — 511. — P. S. Guðsþjónustur í Grundarþinga- prestakalli. Saurbæ, sunnudaginn 27. apríl kl. 1.30. — Grund, sunnu daginn 4. maí kl. 1.30. — Kaup- angi, sunnudaginn 11. ma, kl. 1.30 (safnaðarf undur). — Munka- þverá, sama dag kl. 3.30 safnað- arfundur). Fíladelfía, Limdargötu 12. Al- menn samkoma á sumardaginn fyrsta kl. 8.30 e. h. Einnig á laug- ardag og sunnudag kl. 8.30 e. h. Ræðumaður á samkomunum verður Arnulf Kyvik frá Selfossi. Allir velkomnir. St. Brynja nr. 99 heldur fund í Landsbankasalnum fimmtud. 24. þ. m. kl. 8.30 e. h. Dagskrá: Inn- taka nýliða. Innsetning embætt- ismanna. Hagnefnd fræðir og skemmtir. Slasaði maðurinn, Lundarg. 17. N. N. kr. 50.00. — N. N. 200.00. — Frá skrifstofufólki KEA 2445.00. — Frá vinkonum 40.00. — E. S. 100.00. — Frá starfsfólki Fata- verksm. Heklu 3355.00. — Guðný Sigurðardóttir 200.00. — Þ. J. 50.00. — F. A. 50.00. — M. R. 100.00. — G. S. 100.00. — Kven- fél. Framtíðin 500.00. — L. S. 1000.00. — N. N. 200.00. — Frá konu 50.00. „Akureyringur“ biður þess getið, að í Félagstíðindum KEA sé talað um útibú KEA við Hamarstíg. — Það útibú sé við Hlíðargötu nr. 11. Akureyrardeild Menningar- og friðarsamtaka ísl. kvenn heldur félagsfund að Hótel KEA (Rotary sal) á föstudaginn, 25. þ. m., kl. 8.30 e. li. Frá Kvenféiaginu Illíf. — Hinn árlegi fjáröflunardagur félagsins til styrktar barnaheimilinuPálm- holti er á sumardaginn fyrsta. Þá verður bazar kl. 2.30 og kaffi kl. 3 að Hótel KEA. — Barnasýning- ar í báðum bíóunum kl. 3 — Merki seld allan daginn. — Barnaskemmtun verður sunnu- Dagur fæst keyptur í Sölu- turninum, Hverfisgötu 1, Rvík. Akureyringar! Skíðamót Akur- eyrar (brun) fer fram í Hlíðar- fjalli fimmtudaginn 24. apríl (sumardaginn fyrsta) kl. 2 e. h. Sjá auglýsingu í blaðinu í dag! Skíðamót Norðurlands fer fram á Akureyri 3. og 4. maí. Nánar auglýst síðar. — SRA. Innanfélagsmót í svigi og stórsvigi fer fram n. k. sunnudag kl. 11 f. h. Farið frá Hótel KEA kl. 10 f. h. — Opið mót meðlimum ÍBA. — KA. Áskriftarsími og afgreiðsla Tímans á Akureyri er 1166. Hjálpræðisherinn. Sunnudag- inn 27 .apríl kl. 2: Sunnudaga- skóli. Kl. 20.30: Almenn sam- koma. — Mánudag kl. 4: Heimil- issambandið. Kl. 20.30: — Síðasti Æskulýðsfundur. Dýralæknar. Helgidagavakt um helgina og næturvakt næstu viku: Ágúst Þorleifsson, sími 2462. Fundur í stúlkna- deild í kapellunni n. k. sunnudag kl. 5 e. h. Lokafundur. Áríð- andi að allar mæti. Hjúskapur. Sl. laugardag voru gefin saman í hjónaband í Akur- eyrarkirkju ungfrú Rósa Hjalta- dóttir frá Rútsstöðum í Eyjafirði og Orn Smári Arnaldsson, stud. med., Akureyri. Heimili þeirra verður að Þingvallastræti 22, Akureyri. Bændafélag Eyfirðinga heldur aðalfund sinn n.k. mánudags- kvöld, 28. apríl, kl. 21 á Hótel KEA. Auk venjulegra aðalfund- arstarfa verður rætt um verð- lagsmál, nýjar skattaálögur á bændastéttina, bændadag o. fl. — Að forfallalausu mætir Jóhann Jónsson, forstjóri Grænmetis- verzlunar landbúnaðarins, á fund inum og ræðir um kartöflurækt- ina og verzlun með kartöflur. — Allir bændur eru velkomnir á fundinn. ATVINNA! Stúlka óskast til framreiðslu starfa. Veitingastofan Matur og Kaffi Sími 1021. ATVINNA! Stúlka óskast til afgreiðslu- starl’a. L.itli Barinn, sírni 1977. TIL SÖLU Ný upptekinn Vauxhall 12 oo' sumhrbústaður við o Vaglaskóg. Uppl. i sima 2460. Ung kýr, sem bar í marz, er til sölu í Bakkaseli. Hjól til sölu Vil selja reiðhjól með gír- um, í góðu lagi. — Uppl. eftir kl. 5 í Fróðsundi 4. Sími 1496. í Eyrarlandsvegi 14 B. Þurfirðu að selja bíl. Viljirðu kaupa bíl Til sölu: Mercury 49 - Dodge 42-47 Ghevrolet 48 — Ford 36 — 10 hjóla trukkur. Hefi kaupendur að: Ford junior Station sendiferðabíl Jeppa BIFREIÐAS4LAN Bjarkarstíg 3, Akureyri, sími 1685, frá kl. 18-20 virka daga. Baldur Svanlaugsson Kvenbattarnir komnir BYGGÐAVEGUR 94, sími 2297, kl. 4—7. TIL SÖLU: Notaður sófi, hægindastóll oy; barnaleoubekkur. INGA SÓLNES, sími 1255. saniþykkir að beina þeim ein- dregnu tilmælum til stjórnar Útgerðarfélagsins, að hún hlut- ist til um, að fram fari opinber salcamálarannsókn á orsökum hinnar stórfelldu birgðarýrn- unar, er upplýstist á sl. ári, að orðið hefði ú skreiðar- og salt- fiskbirgðum félagsins. Telur fundurinn nauðsyn á, allra aðila vegna, að orsakir þessa verði upplýstar.“ Urðu allmiklar og harðar um- ræður um tillögu þessa. Mælti Bragi fyrir henni, og lýstu m. a. Þorsteinn Jónatansson, Sveinn Bjarnason og Axel Jóhannsson sig fylgjandi henni, en á móti mæltu Karl Friðriksson, vega- verkstjóri, Guðmundur Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Ú. A., og Elías Ingimundarson, frystihússtjóri. Tillagan var felld með 955 atkv. Já sögðu 225, en auðir seðlar voru 254. Magnús E. Guðjónsson, bæjarstjóri, sem fór með umboð bæjarins á fundinum, lýsti yfir því, að gefnu tilefni (fyrirspurn frá Guðm. Snorrasyni), að hann myndi sitja hjá við atkvæða- greiðslu um þessa tillögu, þar sem umboð hans næði ekki til þess að taka ákvörðun um það mál, er hún fjallaði um. Fundinum lauk um kl. 1. Fór hann vel fram og var fjölsóttur, svo sem áður segir. daginn 27. apríl. Sjá nánar í götuauglýsingum. Nefndin. Frá kristniboðshúsinu Zíon. — Almenn samkoma á sunnudaginn kemur kl. 8.30 e. h. — Allir vel- komnir. Kvennasamband Akureyrar heldur aðalfund í Varðbirg þriðjudaginn 29. apríl kl. 9 e. h. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. „Lausnin á vandamálum lífsins“ verður rædd á samkomu í Nýja- Bíó n.k. sunnudag kl. 1.30 e. h. — Allir velkomnir. Sæmundur G. Jóhannesson. Guðrún Sumarrós Sölvadóttir, Norðurgötu 48 hér í bæ, er átt- ræð á morgun, sumardaginn fyrsta. Hún dvaldi á Fjórðungs- sjúkrahúsinu um tíma í vetur, en er nú heima og vel hress. Lóan er komin. — Nokkrir hringdu til blaðsins á laugardag- inn var og sögðu þau gleðitíðindi, að lóan væri komin. Leiðrétting. í síðasta tölublaði í frásögn af þingi UMSE skal þetta leiðrétt. Jón Gíslason, en ekki Stefán Árnason, var stig- hæstur karla á Þingvallamótinu. í stjórn UMSE er talinn Sveinn Jónsson, á að vera Sveinn Jó- hannsson, og í keppni við Akur- eyringa sigi’aði UMSE með 69 stigum gegn 59, en vann ekki í 5 greinum af 7, eins og í blaðinu stendur. Jón Haraldsson bóndi á Ein- arsstöðum í Reykjadal varð bráðkvaddur föstud. 18. þ. m. Gerðust kraftaverk? Lára var skrifstofustúlka, elskuleg og dugleg. Hún flækti sig í neti nautnanna. Hún fékk samt fullkomna lausn. Hvernig gerðist það? Eddie var í siglingum, en það gat varla heitið, að hann hefði verið ódrukkinn í þrjátíu ár. Nú langar hann ekkert í áfengi. — Hvað skapaði þessa breytingu? Skólastúlkan var sífjörug og kát að því er sýndist, en í hjarta sínu var hún afarhrædd við dauðann. Nú er hún ekki lengur hrædd við hann. Hvers vegna? Hjónabandið hjá Jim og Mai’íu var í hreinasta ólagi og skilnaður stóð fyrir dyrum. Nú er hann úr sögunni, af því að þau eru orðin hamingjusöm. Hvernig urðu þau það? Sögur þessa fólks verða sagðar og svör við þessum spurningum gefin næstkomandi sunnudag kl. 1.30 í Nýja-Bíó. — Aðgangur ókeypis. — Sæmundur G. Jó- hannesson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.